....HÚN KOM ILLILEGA AFTAN AÐ OKKUR....SKÖMMIN...

 

 

 

Hún gabbaði mig alveg, þessi blessaða fósturjörð okkar....ég hélt í alvöru að fyrst henni tókst að losa svona mikla spennu og skjálfa svona hressilega þarna um aldamótin, þá værum við nokkuð seif með stóra skjálfta næstu hundrað árin... 

Ekki var það nú aldeilis...hún tók aðra roku og það ennþá hressilegri... bölvuð! Sem betur fer var ég innan um fólk en ekki ein heima hjá mér...því ég er svoooo hrædd við þennan hamagang og ég þoooli ekki að geta ekkert gert....

Ég átti að vinna til hálfþrjú þennan fimmtudag...en það komu upp hlutir sem ekki voru fyrirséðir...svo ég vann lengur...

  

Ég var að rabba við eina móðurina við sandkassann þegar ég heyrði þetta skrýtna hljóð...og fór að líta í kringum mig. Það virtist enginn taka eftir neinu...en svo byrjaði allt að titra og skjálfa...það kom bylgja...það kom högg...og ég hélt í alvöru að dótaskúrinn myndi hrynja þarna rétt við nefið á mér....

Börnin stöldruðu aðeins við...litu upp úr leikjum...nokkur spurðu...hvað var þetta?...en svo voru þau öll niðursokkin í leik á ný....enda vön svolitlu raski þessa dagana þar sem vinnuvélar eru að athafna sig bak við leikskólann...

Þeir sem voru inni að undirbúa útskrift elstu barna komu hlaupandi út....og þessi skjálfti var ógeð laaaangur.....ó mæ god...þetta er svooo óþægilegur andsk....

Mér varð hugsað austur til allra minna ættingja og vina...fyrst þessi var svona hressilegur hérna megin...hvernig var þá umhorfs hinum megin heiðarinnar? 

Við stóðum þarna...starfsfólk og foreldrar...og svo allt í einu fórum við að hlæja...þetta var eitthvað svo geðveikt eitthvað...stóðum og hlógum...að skíta í okkur úr hræðslu....maður átti sko ekki von á þessu...brá svo...og þá er eins og eitthvað losni úr læðingi....í stað þess að öskra og hræða börnin...þá var farið að hlæja.....og allir urðu að tala um þessa óþægilegu upplifun... 

Mér fannst ég verða að vita hvar liðið mitt væri og fór inn á deild að hringja...en þá gall gemsinn minn úr töskunni og auðvitað var Magginn að tékka á kellu sinni...veit hvað hún er hamfara og veðurhrædd manneskja...svo hann varð að kanna hvort ég væri nokkuð búin að tapa mér....en ég var bara nokkuð góð sko....

  

Það svaraði enginn heima svo þá vissi ég að krakkapjakkarnir væru líklega útivið...en aumingja litla hundastelpan var hins vegar ein heima....æ..æ... 

Fékk svo fréttir af skjálftasvæðinu sjálfu þar sem útlitið var mjög svart og heimilin í klessu.....allt brotið og bramlað og þetta leit sko ekki vel út....

Magginn vildi að við færum austur eftir vinnu að hjálpa...en svo komu skilaboð um að vera ekki að fara inn í húsin...svo fólkið okkar kom bara í bæinn....allir skelkaðir...en mjög rólegir og yfirvegaðir....og sögurnar...díses.... 

Eftir vinnu á föstudag brunuðum við ásamt Reykásgenginu austur að taka til og þrífa....en gripum eiginlega í tómt....það var búið að ganga frá því mesta...og hitt látið bíða til seinni tíma...en reynt að slaka bara á...spjalla og reyna að átta sig á stöðunni.

 

 Við Elna kíktum með Þóru á tengdaforeldra hennar og mágkonu og þar var ótrúlega ljót sjón sem blasti við okkur....margra daga eða vikna verk framundan...að sortera.,...mynda...skrá og taka til....

Eiginlega má segja að hjá mágkonunni...henni Sigrúnu...sé húsið fokhelt.....Sem betur fer var þó enginn heima þar nema vesalings hundurinn...en hann slapp við meiðsl... hjúkkett...

Ég held að nánast allt sem brotnað getur sé brotið þar...meira að segja huges stórt hornbaðkar losnaði og hentist frá vegg....þvílíkur hamagnagur sem þarna hefur átt sér stað... 

Og jörðin hristist og skelfur þarna í sífellu...óróleikinn alger....og svo komu nú tveir hressir skjálftar á meðan við vorum að spjalla í eldhúsinu hjá Dodda og Örnu...þá var minni sko langt í frá sama....stóð í hurðaropinu til öryggis og alveg tilbúin að hlaupa út um opnar svaladyrnar og út á pallinn....

  

Þegar maður var að alast upp var oft rætt um þennan blessaða suðurlandssjálfta...og ég man að ég var alltaf skíthrædd við þetta orð...það ógnaði mér...eins og eldgos og snjóflóð...og mér fannst fáránlegt að fullorðið fólk léti mann búa í landi þar sem von væri á slíkum hamförum hvenær sem var....nánast.....

Það að búa á eldfjallaeyju....fannst mér ekki sérlega fyndið...hverjum datt það í hug? 

Ég man eftir fyrstu upplifun af jarðskjálfta...þá var ég litil skrudda og var búin að hafa orð á því að mig langaði að vita hvernig það væri...voða hetja...en var fljót að skipta um skoðun þegar allt tók að hristast og skjálfa heima hjá mér á Þinghólsbrautinni....fór náttla bara að grenja og villdi að mamma og pabbi stoppuðu þessi læti.... 

Ég vona bara að allt þetta fólk sem var að upplifa þessar skelfingar fái þá hjálp sem þarf til að geta lifað eðlilegu lífi áfram...það verður sannarlega beðið fyrir því....

  

Um daginn...þegar við vorum í fermingarveislunni hans Arons Nökkva...var mér bent á tómt hús í Húrígúrí sem mér var sagt að biði eftir mér...yeah wright!...ég er EKKI að flytja þarna austur í Skjálftagerði ÞÓ þar sé bæði rólegt og fallegt...svona VENJULEGA...segi það og skrifa..... 

Á laugardaginn fór ég að horfa á Minnstuna mína sýna á vorsýningu Gerplu og var það mjög gaman...sýningin flott og allir vel æfðir og glæsilegir.....bara geggjað.... 

Ætluðum svo að kíkja á mömmsuna mína og pabbalinginn en þau voru að sjálfsögðu ekki heima frekar en fyrri daginn...svo við trítluðum í smáralindina...enda þurfti að versla þrjár afmælisgjafir....

  

Doddinn varð 41. Árs þann 27. Mai og fórum við meira að segja í VeraHvergi til að fagna með honum það kvöld...og þá voru EKKI jarðhræringar þar...og Fríða tengdamamma á líka sama afmælisdag. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ BÆÐI TVÖ! 

Anton Bjarni átti svo afmæli þennan téða laugardag...svo það var veisla í Dalshrauninu...þar sem amman og barnabarnið fögnuðu saman....TIL LUKKKU MEÐ DAGINN ANTON MINN! 

Þegar Magginn var búinn að vinna og við að kaupa gjafir og pakka inn...var stormað í fjörðinn...í afmæli....

Talandi um afmæli þá á mín ástkæra mágkona afmæli í dag, 3.júní...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU HALLDÓRUKRÚTTIÐ MITT!

  

Hafnarfjörður átti víst líka afmæli þessa helgi...svo krakkarnir kíktu á Víðistaðatúnið....þar voru hljómsveitir og læti....en mig langaði ekki þangað.... Þar vorum við stödd þann sautjánda júní árið 2000....þegar allt fór að skjálfa og nötra....

Þá heyrði ég líka þetta skrýtna hljóð sem kemur....og var farin að skima um svæðið....án þess að gruna hvaða fyrirboði þetta væri....og þá kom líka svona bylgja...og högg...ó mæ god hvað ég var glöð að vera úti....! 

 

Já, sæll...þetta eru nú meiri lætin í iðrum okkar ástkæru fósturjarðar....en NÚNA hlýtur að vera kominn góður orkuskammtur...hún HLÝTUR að fara að róast og vera slök næstu áratugina....

  

Þessi ósköp ættu nú að duga til að vekja mína ástkæru Valsara líka upp af þessum dásvefni sem þeir virðast vera í...ó mæ god hvað það var ömurlegt á vellinum í gær....þeir áttu að vera komnir í 4:0 í fyrri hálfleik en voru bara með 1:0....og svo NENNI ég ekki að reyna að skilja seinni hálfleikinn ... sorry.... 

Núna er ég búin að rasa um hræðsluna og jarðskjálftana og lélegan fótboltaleik....og ef einhver er enn að lesa þá eru hér tveir svaðalega góðir:

    

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.

Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög.Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er.Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum.Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð. 

Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður........ 

Múúúha ha ha...!

     

Jóhanna var 93 ára gömul og var gríðarlega sorgmædd vegna þess að eiginmaður hennar, Jón var nýlátinn. Hún ákvað að binda sjálf enda á líf sitt og sameinast honum í dauðanum. Jóhönnu fannst best að gera þetta á hraðvirkan hátt og náði því í skammbyssu eiginmannsins og ákvað að skjóta sjálfa sig í hjartað þar sem hjartasorg hennar var hvort sem er svo mikil. Hún vildi þó ekki eiga það á hættu að skjóta framhjá þessu mikilvæga líffæri þannig að hún hringdi á spítalann og spurði lækni hvar hjartað væri nákvæmlega. Læknirinn svaraði því til að hjartað væri beint fyrir neðan vinstra brjóstið. Síðar um kvöldið var Jóhanna lögð inn á sjúkrahúsið illa særð með skotsár í náranum.... 

 ÚPS...ha ha ....

 

Konan mín hringdi í mig og sagði að nú ætti hún skilið að ég færi með hana á virkilega dýran stað þegar við værum búin að vinna....hún ætti það bara svooo mikið skilið....

Svo ég fór með hana á bensínstöð....

Ha ha ha....

  

 

MUNA: Ef þig langar í eitthvað sem þú færð ekki, er líklegt að þú þarfnist þess ekki.

   

Lovjú guy´s                    

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er enn frekar hrædd.  Reyni samt að vera slök. 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Linda litla

Ég fann fyrir skjálftanum heima í Breiðholti á 3 hæð, og það fyrsta sem að flaug í gegnum huga minn var skjálftinn árið 2000.

Brandararnir eru snilld...

Linda litla, 4.6.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband