..RÖFLAÐ FYRIR PENINGINN....

Jæja...það fór þó aldrei svo að Flensa frekja næði ekki i skottið á mér...bölvuð druslan....á versta tíma náttla! 

Búin að vera stálslegin alla helgina og svo allt í einu í gærkveldi byrjaði þessi fjárans beinverkjahrina og hitinn bara steig og steig og steig....ég var búin að gleyma hvernig þessi fjári virkar, það er svoooo langt síðan síðast...og ég má ekki vera að þessari vitleysu....ussususs....

   

 

Mai er nebbla uppskerumánuðurinn í leikskólanum og allt að gerast...erum með sýningu á föstudaginn og starfsmannafund á fimmtudag til að leggja lokahönd á herlegheitin...og svo á litli bróðir afmæli á morgun og það er blásið til heljarinnar veislu af því tilefni...enda kallinn fjörutíu ára og svona....og þá er maður bara ekkert veikur skiluru.....

  

Þamba te og bryð verkjatöflur dauðans og verð orðin OFURhress í fyrramálið....DÍLL? 

Og ekki orð um það meir....

   

Annars löng og góð helgi að baki og margt afrekað...og margt ekki.... 

Brugðum okkur til Keflavíkur á laugardaginn og urðum vitni að ótrúlegu tapi okkar manna...já...þeir voru bara ekki mættir í leikinn blessaðir...og auðvitað nýttu andstæðingarnir sér það...nema hvað?

Játa það hér og nú að þetta var hrikalegt áfall og maður var ekki viss um hvort maður væri vakandi eða sofandi...

En fall er fararheill og kannski gott að fá smá skell...það þarf nebbla að hafa fyrir hlutunum...þeir koma ekki að sjálfu sér....Koma svo Valsmenn!

  

Í upphafi leiks var móttaka í boði Landsbankans og ýmis skemmtiatriði og var það mjög flott....þarna mætast andstæðingarnir og skemmta sér saman og er Púmasveitin í Keflavík frábær heim að sækja og mikil samstaða meðal þeirra og okkar....Bara ennþá meira gaman að fara heim með þrjú stig..... 

Kíktum heim til Ástu og Jenna fyrst við vorum nú loksins komin þarna suðureftir og sáum litlu krúttíbúðina þeirra...wów...alger dúkkuíbúð...voða sæt.... 

Annars nutum við nú bara helgarinnar í botn og reyndum að hafa sem minnst af plönum.

Kíktum aðeins í Reykásinn á Sunnudaginn og lánuðum Minnstuna þangað...en hún og Kristín skvísa telja sig ekki hafa fengið að hittast alveg nógu mikið upp á síðkastið...he he...og ákváðu því að gista saman í tvær nætur....heppnar...það er nebbla skipulagsdagur í skólunum þeirra í dag....

  

Miðormurinn  minn er nú á fullu að undirbúa fyrstu utanlandsferð án foreldra eða skyldmenna...er að fara með 9.bekk til Danmerkur í viku að heimsækja danska jafnaldra...fara í dýragarð og prófa hið magnaða tívolí....

Mamman er ekki alveg í rónni...það er svooo erfitt að vera ekki í kallfæri....ótrúlega skrýtið að vera ekki að fara með....en hann er nú vanur að fara í ferðir með svona hóp og þetta verður auðvitað bara frábær skemmtun hjá þeim....

Ég var svosem bara ellefu ára þegar ég fór í mína fyrstu ferð út fyrir landssteinana... 

Ég vann ferð til Norrkjöping í Svíþjóð í ritgerðasamkeppni Norræna félagsins í Kópavogi...og að sjálfsögðu fór ég út! Veit ekki alveg hvernig upplifun foreldra minna var á þeim tíma...enginn gemsi...ekkert net....ég kunni ekki stakt orð í sænsku...og ég bara átti að hitta kennara frá Norrkjöping á flugvellinum í Stokkhólmi...var með stórt merki framan á mér og hafði mynd af kellu í vasanum....

Þetta var sko ekkert vesen...fann hana strax og fannst ekkert mál að skilja ekki sænsku.....skildi reyndar meira en ég hélt.... 

Það var aftur á móti verra að “veskan min“ skilaði sér ekki...

  

Það var alger brandari...ég var búin að bíða við færibandið sem átti að skila mér töskunni minni en það bólaði ekkert á henni. Kennarinn...Margaretha Jakobson....fór því í afgreiðsluna og röflaði um „veskan“ hægri vinstri.

Ég hins vegar pikkaði í hana og sagði á minni frábæru íslensk-sænsku að „ Jeg har ekki veski...bara taska“ 

En þau þarna á Arlanda flugvellinum héldu áfram að röfla um „veskan“ og svo fékk ég að sjá teikningar af ferðatöskum og átti að benda á hvernig mín liti út.

Ég benti strax á eina sem líktist þessari sem mamma hafði pakkað í og þá var okkur sagt að hennar yrði leitað og að við myndum fá símtal þegar hún fyndist.Ég var ógó spæld....með fulla tösku af gjöfum til fólksins sem ég átti að vera hjá í tíu daga og svo líka helling af nýjum fötum sem mamma og pabbi höfðu keypt handa mér í Englandi...m.a rauða „Liverpool“ treyju...Ég var sem sagt mætt þarna út í pilsi og bol, með þunnan jakka, sokka og skó og þar með allt upptalið.... 

„Veskan“ fór hins vegar til Kaupmannahafnar og kom til mín nokkrum dögum seinna....

  

En...ferðin var frábær og ég náði að læra heilmikið á þessum tíu dögum...enda enginn til að tala fyrir mig.....fannst hins vegar skítt að hitta hvorki Emil né Línu eða rekast á ABBA flokkinn...hélt að þau yrðu þarna á vappinu.... 

Vonandi lendir nú Miðormurinn ekki í svona uppákomu.....he he...Nei nei...það er fullorðið fólk með í för...börn í dag eru dugleg að bjarga sér á ensku og svo er hann með gemsa.....

Verður bara gaman.....

  

Elstimann kláraði samræmdu prófin á fimmtudaginn en fór ekki með krökkunum í ferðina sem fylgdi í kjölfarið...fannst RUGL að eyða 35.000,- kalli í Riverrafting og Adrennalíngarð....

Mikið ótrúlega er ég sammála honum....þetta er að verða svolítið ýkt hér á Fróni.....Þetta ferðalag er sett á laggirnar með forvarnir í huga....gott mál...en GETA þettta ALLIR? 

Ef ég hefði borgað þessa ferð fyrir hann...og ferðina fyrir Miðorminn...og kostnaðinn sem fylgdi Náttfataballinu aðfaranótt föstudags...þá hefði ég þurft að skella á borðið litlum hundraðþúsundkalli...bingó bamm!

Ég er hrædd um að launin mín þyrftu aðeins að hressast til að standa undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að eiga börn ef það væru alltaf svona uppákomur hjá þeim.....

  

Já fííínt...já sæll.... 

 

Þetta er röflblogg...ohhhh...mér leiðist það....örugglega bara helv..hitinn...bwööö...hætti núna!

Hefurðu pælt:

 

Þegar þú blandar saman vatni og hveiti



þá færðu lím...


en þegar þú bætir við eggjum



og sykri...




þá
færðu köku úr þessu?




Hvert fór límið! ??

VANTAR ÞIG SVAR?

Þú veist andskoti vel hvert það fór!



Það er það sem fær kökuna til að...
festast á rassinum á þér!!!

Múhaha....!  

 

MUNA: Tungan er eins og sverð eða töfrasproti; hún getur bæði sært og deytt, elskað eða læknað.

- Leyndarmálið til að komast áfram er að hefjast handa -

 

Lovjú!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég bíð alltaf spennt eftir færslunum þinum,,elska að lesa þærog takk fyrir þessa góða eins og alltaf

Það er ótrúlegur kostnaður sem fylgir að eiga börn,enda kröfurnar orðnar miklar,,ekki endilega þeirra kröfur heldur skólanna og þjóðfélagsins í heild.

Vonandi batnar þér sem fyrst

Knús

Anna Margrét Bragadóttir, 13.5.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Van De Irps

Æi elsku Beggitan mín láttu þér nú batna fljótt og í guðana bænum ekki fara of fljótt af stað.. Ég skil þig svo vel með það að vera stressuð yfir að senda krúsilíusinn þinn einan til útlandanna.. minn fór nú ekki alls fyrir löngu og skemmti sér SVO vel.. saknaði okkar ekki baun á meðan við vorum gráti næst á hverju kvöldi..  

Knús á þig sætan mín  

Van De Irps, 13.5.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær færsla og gaman að lesa um ferðina til Svíþjóðar.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 17:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Virkilega skemmtileg færsla hjá þér og lífleg.  Rosalega er dýrt að vera unglingur í dag, skil vel að sonur þinn væri ekki að fara í svona peningaplokk ferðalag.  Hafðu það gott mín kæra. You Go Girl

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Linda litla

Hugsaðu þér kostnaðinn sem þarf fyrir börnin manns ef að þau fengu að stunda það sem erí boði.... hver hefur endalsut efni á því ??

Ekki ég, ég er nú bara þakklát fyrir að vera bara með eitt barn hérna heima.

Skemmtileg færsla hjá þér, eins og alltaf. Hafðu það gott og vonandi nærðu þér upp úr pestarógeðinu sem fyrst.

Linda litla, 15.5.2008 kl. 16:17

6 identicon

Elsku Begga mín, ég vona að þú sért búin að ná úr þér flensunni.  Það er eitthvað svo ekki þú að vera lasin...

Alltaf gaman að lesa hjá þér snúllan mín.  Þú segir svo ofsalega skemmtilega frá. 

Bestu kveðjur í Kópavoginn

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband