...JANÚAR MÆTTUR MEÐ KULDA OG ÍS....
28.1.2008 | 17:08
28. janúar 2008 klukkan 01:38
Tuttuguogsjö dagar liðnir af árinu...fyrsti mánuður ársins að klárast og MIKIÐ búið að ganga á hér á Ísalandinu bláa....
Það hefur náttla ekki farið framhjá neinum að það er kominn nýr borgarstjóri í höfuðborg landsins og hefur líklega komið mörgum á óvart...bara einn tveir og tvöþúsund...breyti í hjarta og ólsen...
Það er náttla bara skítalykt af þessari pólitík og ég verð nú bara að segja að mikið asskoti er nú gott að búa í Kópavogi...það er þó allavega SAMI bæjarstjóri við völd kjörtímabil eftir kjörtímabil...he he...ekki eins og ég hafi kosið hann...en hann má eiga það að sumt sem hann kemur nálægt er bara alveg að gera sig þó sumt lykti kannski ekki sérstaklega vel....allavega ekkert VALDARÁN í gangi hér....bara einræðislegt lýðræði...thí hí.....
Og maður spyr sig...fá ekki ALLIR fatapeninga svona ef út í það er farið????...kannski ekki í milljónköllum en í ÞIÐsundköllum...er það ekki????? Ég meina...er það eitthvað sem aðrir stjórnmálamenn kannast ekki við???? Ein af sposlunum????
Hér í bæ fáum við smá aur til að kaupa flíspeysur eða úlpur....svona svo okkur verði nú ekki kalt í leikskólanum....og það kemur sér alltaf vel...væri samt alveg til í að fá hærri upphæð og alla vega tvisvar á ári því fötin manns slitna allsvakalega þegar maður er alltaf að þvo hor og slef, tár og matarslettur úr þeim...já, því slíkt er klárlega hluti af því að starfa með börnum....En þessir á efri hæðum þurfa náttla þrjúhundruðsextíuogfimm kjóla og jakkaföt eins og prinsessur og prinsar í ævintýrunum.....Þarf að ræða það eitthvað???? Samt soldið prumpuleg aðferð til að bola einhverjum burt...sko...að röfla út af þessu "smáræði" Soldið skítlegt....
Spurning hvað þessi meirihluti hangir þurr lengi....
Í leikskólanum er fólk að hrynja í einhverja skítapest og sex til sjö því verið burtu daglega alla vikuna...Látum það svosem ekki trufla okkur...erum bara þeim mun duglegri að vinna yfirvinnu og redda hlutunum svo allir geti mætt í sína vinnu og sinnt sinni líkamsrækt...he he...
Ég er líka búin að vera dálítið iðin við að vera annars staðar en heima hjá mér...enda allt að gerast...
Viö föndruðum náttla á miðvikudaginn og urðum að vera snöggar með plottið okkar áður en tvö ofurbeibin mættu á staðinn...sem betur fer of sein...og við náðum að klára það sem við vorum að bardúsa og fela áður en þær mættu....Og þar sem þær komu ekki fyrr en um miðnætti létum við okkur hafa það að föndra obbolítið lengur en við ætluðum...en það er náttla bara ógeð gaman sko...ekki kvarta ég yfir því....
Var samt kannski obbolítið sybbin þegar ég mætti í vinnuna á fimmtudag...það er samt fljótt að líða hjá...enda nóg um að hugsa á Bóli...Við erum nebbla byrjaðar að aðlaga lítinn pólskan gutta og han þarf alveg eina með sér...og þar erum við heppnar að hafa pólskan starfsmann...
Hún Ausa mín flottasta átti svo afmæli þarna á fimmtudaginn og við Sígú mættum með köku og pakka til að gleðjast með henni....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU AUÐUR!!!!
Hugsa sér...ég fór síðast í afmæli til hennar fyrir heilum 22. árum síðan....eða sama ár og hún flutti út til Þýskalands...ó mæ god hvað að er langt síðan en samt svo ógeð stutt.....!we þwtta grín...eða??!!!
Þrátt fyrir veðurofsa og ótrúlega snjókomu mættum við stöllurnar sem sagt í Melgerðið og þar var sko tekið á móti okkur með kampavíni...að vísu skaust afmælisbarnið aðeins en Logi bróðir hennar og Ásta mágkona fögnuðu komu okkar með þessu líka fína kampavíni sem gleymdist reyndar að kæla...en það fór nú samt ofan í okkur...thí hí....
Heimasæturnar sáu um að skemmta okkur á meðan Ausan var í burtu og sú yngri fór á kostum ef svo má segja...var algerlega í banastuði og bullaði tóma steypu sem fékk okkur þó til að skellihlæja....Sú eldri spilaði á blokkflautuna sína og gerði það mjöööög vel....klöppuðum mikið fyrir því....
Sátum þarna langt fram á kvöld og skemmtum okkur við tjatt og át...enda alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk.....
Föstudagurinn var rólegur í meira lagi og ekkert hægt að fara út vegna veðursins...Það gerði reyndar ekkert til þar sem það var Þorrablót á staðnum og á þeim degi meiga börnin glápa á íslenskar þjóðsögur á DVD og svo bættust Karíus og Baktus við....
Litlu krílin mín gerðu nú þorramatnum ekkert sérlega góð skil...þetta er náttla ekki voða góður matur...en mér finnst samt soldið gaman að horfa á þau smakka á hákarli...súrum hrútspúngum...lundabagga...sviðasultu...slátri og fleiru.....
Þau eru óborganleg á svipinn...vilja samt alveg smakka...en ó mæ god hvað maður er ljótur að gefa þeim þetta...litlu snúllurnar sem treysta okkur fullkomlega...en vilja svo ekki einu sinni smakka hangikjöt og rófustöppu....kartöfflumús og harððfisk...af ótta við að þar sé einhevr óbjóður á ferð... æ... sorrý sætustu!!!!
Ég fór aftur í afmæli þetta kvöld...já á sjálfan bóndadaginn.. ussu sussu...skildi ég Maggann eftir heima með grísina þrjá og fór bara í matarboð að hætti Rutar og Ingu... jesúsjónson... þvílík snilld...uhmmmm.....dekur...dekur og meira dekur....
En... ég gaf þó Magganum mínum...sem er ekki alveg einhentur lengur...bara með soldið beyglaða hendi...og á einum fæti...já ég gaf honum þó bóndadagsgjöf svo að hann fékk alla vega eitthvað til að hugsa um á meðan ég var í burtu...gat kíkt í Harðskafa og haft það kósí....með grísunum þremur og imbanum....Held þeim hafi ekkert leiðst....
Krýndum dömurnar sem drottningar kvöldsins með kórónum og bjútíborðum...og þær voru náttla algjör ofurbeib....
Kom heim seint og um síðir og það var ekki voða skynsamlegt því ég átti að vera komin í Hafnarfjörðinn klukkan níu á laugardagsmorguninn á skólaþróunardag hjá SARE....sem stóð til rúmlega hálffjögur þann dag...
SARE eru samtök um Reggio Emilia á Íslandi og þarna var sko fyrsti skipulagði fyrirlestradagurinn í sögu samtakanna sem voru stofnuð fyrr í vetur....Marbakki og Fagrabrekka sáu um að koma þessum degi á koppinn með aðstoð Stekkjaráss...og stjórnar SARE...
Þetta var mjög skemmtilegur dagur....ég hafði valið mér tvo fyrirlestra og svo eftir hádegi var fyrirlestur fyrir stærstan hluta hópsins...partur var þó á minni fyrirlestri...en ég var búin að fara á slíkan fyrirlestur og kaus að hlusta á Guðrúnu Öldu ræða um skráningar....
Dagurinn leið hratt og ég fór svo heim eftir að hafa hjálpað til við að ganga frá...og allir mjöööög sáttir....
Heima var mér tekið sem drottningu og ég ákvað að dekra mitt fólk alveg í botn....Fór að versla...bakaði svo mömmupizzur..... og svo var horft á skemmtilegar myndir og japlað á fullt af nammi og poppi....jakkí...
Í dag höfðum við svo letidag...héldum okkur innandyra...nema Miðormurinn sem þurfti að afgriða í Nóatúni fyrir peninginn...Ég bakaði skonsur og eplaköku og við höfðum það bara kósí...
Merkilegt hvað veðrið er búið að vera bilað eittthvað undanfarna mánuði...rigning eiginlega frá ágúst til desember og svo ofsarok og óveður kringum jól og áramót...síðan snjór og fjúk og ófærð allan janúar...þetta er orðið soldið dapurt finnst mér....
Fínt að fá snjó ef hann helst...er bara og fýkur ekki út í hafsauga samdægurs....því það er svo gaman að vera úti og leika...búa til snjókarla og renna sér á þoturössum...en sorglegt að sjá snjókarlinn fjúka og brotna í spón...sniff sniff...
Ef þetta er loforð um sól og hita í sumar skal ég kannski alveg sætta mig við veðurfarið...en ég er ekki alveg til í að borga tvo til þrjá mánuði af sól með óveðri og endalausum rigningum í níu......no way....Þá verður stjórn þessa lands að útbýtta styrkjum til allra landsmanna einu soinni á ári til að komast af landinu og finna betra veðurfar í a.m.k mánaðartíma....díll????
EINN GÓÐUR:
Ljóskan hringir í kærastann og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að pússla rosalega erfitt pússluspil, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja ?"
Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.
Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.
Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.
Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."
Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við " segir hann andvarpandi ....."..setja allt kornflexið í kassann aftur."
Ha ha ha !!!!
Jæja snúlludúllur...kominn tími á mig að kíkja í draumalandið og athuga hvort þar sé ekki sól og sumar.....
Njótum þess nú bara að vera til...verum góð við hvert annað og hugsum hlýlega til allra þeirra sem eiga um sárt að binda...
sendum ljós og engla og beinum bænum okkar þangað sem þeirra er þörf....Og ég vil sérstaklega biðja alla sem þetta lesa að senda henni litlu Kolbrúnu Ragnheiði, dóttur Þórdísar Tinnu, orku og ljós...því enn ein hetjan er fallin....heimurinn einum englinum fátækari en himininn einum ríkari.....og lítil stelpa stendur eftir með stóra sorg....
Úff...skelfilegur þessi Krabbi Rabbi...
MUNA: Vináttan er dýrmætasta gjöfin sem hægt er að fá.
KNÚÚÚS Á LÍNUNA.....
LOVJÚ.....
Tuttuguogsjö dagar liðnir af árinu...fyrsti mánuður ársins að klárast og MIKIÐ búið að ganga á hér á Ísalandinu bláa....
Það hefur náttla ekki farið framhjá neinum að það er kominn nýr borgarstjóri í höfuðborg landsins og hefur líklega komið mörgum á óvart...bara einn tveir og tvöþúsund...breyti í hjarta og ólsen...
Það er náttla bara skítalykt af þessari pólitík og ég verð nú bara að segja að mikið asskoti er nú gott að búa í Kópavogi...það er þó allavega SAMI bæjarstjóri við völd kjörtímabil eftir kjörtímabil...he he...ekki eins og ég hafi kosið hann...en hann má eiga það að sumt sem hann kemur nálægt er bara alveg að gera sig þó sumt lykti kannski ekki sérstaklega vel....allavega ekkert VALDARÁN í gangi hér....bara einræðislegt lýðræði...thí hí.....
Og maður spyr sig...fá ekki ALLIR fatapeninga svona ef út í það er farið????...kannski ekki í milljónköllum en í ÞIÐsundköllum...er það ekki????? Ég meina...er það eitthvað sem aðrir stjórnmálamenn kannast ekki við???? Ein af sposlunum????
Hér í bæ fáum við smá aur til að kaupa flíspeysur eða úlpur....svona svo okkur verði nú ekki kalt í leikskólanum....og það kemur sér alltaf vel...væri samt alveg til í að fá hærri upphæð og alla vega tvisvar á ári því fötin manns slitna allsvakalega þegar maður er alltaf að þvo hor og slef, tár og matarslettur úr þeim...já, því slíkt er klárlega hluti af því að starfa með börnum....En þessir á efri hæðum þurfa náttla þrjúhundruðsextíuogfimm kjóla og jakkaföt eins og prinsessur og prinsar í ævintýrunum.....Þarf að ræða það eitthvað???? Samt soldið prumpuleg aðferð til að bola einhverjum burt...sko...að röfla út af þessu "smáræði" Soldið skítlegt....
Spurning hvað þessi meirihluti hangir þurr lengi....
Í leikskólanum er fólk að hrynja í einhverja skítapest og sex til sjö því verið burtu daglega alla vikuna...Látum það svosem ekki trufla okkur...erum bara þeim mun duglegri að vinna yfirvinnu og redda hlutunum svo allir geti mætt í sína vinnu og sinnt sinni líkamsrækt...he he...
Ég er líka búin að vera dálítið iðin við að vera annars staðar en heima hjá mér...enda allt að gerast...
Viö föndruðum náttla á miðvikudaginn og urðum að vera snöggar með plottið okkar áður en tvö ofurbeibin mættu á staðinn...sem betur fer of sein...og við náðum að klára það sem við vorum að bardúsa og fela áður en þær mættu....Og þar sem þær komu ekki fyrr en um miðnætti létum við okkur hafa það að föndra obbolítið lengur en við ætluðum...en það er náttla bara ógeð gaman sko...ekki kvarta ég yfir því....
Var samt kannski obbolítið sybbin þegar ég mætti í vinnuna á fimmtudag...það er samt fljótt að líða hjá...enda nóg um að hugsa á Bóli...Við erum nebbla byrjaðar að aðlaga lítinn pólskan gutta og han þarf alveg eina með sér...og þar erum við heppnar að hafa pólskan starfsmann...
Hún Ausa mín flottasta átti svo afmæli þarna á fimmtudaginn og við Sígú mættum með köku og pakka til að gleðjast með henni....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU AUÐUR!!!!
Hugsa sér...ég fór síðast í afmæli til hennar fyrir heilum 22. árum síðan....eða sama ár og hún flutti út til Þýskalands...ó mæ god hvað að er langt síðan en samt svo ógeð stutt.....!we þwtta grín...eða??!!!
Þrátt fyrir veðurofsa og ótrúlega snjókomu mættum við stöllurnar sem sagt í Melgerðið og þar var sko tekið á móti okkur með kampavíni...að vísu skaust afmælisbarnið aðeins en Logi bróðir hennar og Ásta mágkona fögnuðu komu okkar með þessu líka fína kampavíni sem gleymdist reyndar að kæla...en það fór nú samt ofan í okkur...thí hí....
Heimasæturnar sáu um að skemmta okkur á meðan Ausan var í burtu og sú yngri fór á kostum ef svo má segja...var algerlega í banastuði og bullaði tóma steypu sem fékk okkur þó til að skellihlæja....Sú eldri spilaði á blokkflautuna sína og gerði það mjöööög vel....klöppuðum mikið fyrir því....
Sátum þarna langt fram á kvöld og skemmtum okkur við tjatt og át...enda alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk.....
Föstudagurinn var rólegur í meira lagi og ekkert hægt að fara út vegna veðursins...Það gerði reyndar ekkert til þar sem það var Þorrablót á staðnum og á þeim degi meiga börnin glápa á íslenskar þjóðsögur á DVD og svo bættust Karíus og Baktus við....
Litlu krílin mín gerðu nú þorramatnum ekkert sérlega góð skil...þetta er náttla ekki voða góður matur...en mér finnst samt soldið gaman að horfa á þau smakka á hákarli...súrum hrútspúngum...lundabagga...sviðasultu...slátri og fleiru.....
Þau eru óborganleg á svipinn...vilja samt alveg smakka...en ó mæ god hvað maður er ljótur að gefa þeim þetta...litlu snúllurnar sem treysta okkur fullkomlega...en vilja svo ekki einu sinni smakka hangikjöt og rófustöppu....kartöfflumús og harððfisk...af ótta við að þar sé einhevr óbjóður á ferð... æ... sorrý sætustu!!!!
Ég fór aftur í afmæli þetta kvöld...já á sjálfan bóndadaginn.. ussu sussu...skildi ég Maggann eftir heima með grísina þrjá og fór bara í matarboð að hætti Rutar og Ingu... jesúsjónson... þvílík snilld...uhmmmm.....dekur...dekur og meira dekur....
En... ég gaf þó Magganum mínum...sem er ekki alveg einhentur lengur...bara með soldið beyglaða hendi...og á einum fæti...já ég gaf honum þó bóndadagsgjöf svo að hann fékk alla vega eitthvað til að hugsa um á meðan ég var í burtu...gat kíkt í Harðskafa og haft það kósí....með grísunum þremur og imbanum....Held þeim hafi ekkert leiðst....
Krýndum dömurnar sem drottningar kvöldsins með kórónum og bjútíborðum...og þær voru náttla algjör ofurbeib....
Kom heim seint og um síðir og það var ekki voða skynsamlegt því ég átti að vera komin í Hafnarfjörðinn klukkan níu á laugardagsmorguninn á skólaþróunardag hjá SARE....sem stóð til rúmlega hálffjögur þann dag...
SARE eru samtök um Reggio Emilia á Íslandi og þarna var sko fyrsti skipulagði fyrirlestradagurinn í sögu samtakanna sem voru stofnuð fyrr í vetur....Marbakki og Fagrabrekka sáu um að koma þessum degi á koppinn með aðstoð Stekkjaráss...og stjórnar SARE...
Þetta var mjög skemmtilegur dagur....ég hafði valið mér tvo fyrirlestra og svo eftir hádegi var fyrirlestur fyrir stærstan hluta hópsins...partur var þó á minni fyrirlestri...en ég var búin að fara á slíkan fyrirlestur og kaus að hlusta á Guðrúnu Öldu ræða um skráningar....
Dagurinn leið hratt og ég fór svo heim eftir að hafa hjálpað til við að ganga frá...og allir mjöööög sáttir....
Heima var mér tekið sem drottningu og ég ákvað að dekra mitt fólk alveg í botn....Fór að versla...bakaði svo mömmupizzur..... og svo var horft á skemmtilegar myndir og japlað á fullt af nammi og poppi....jakkí...
Í dag höfðum við svo letidag...héldum okkur innandyra...nema Miðormurinn sem þurfti að afgriða í Nóatúni fyrir peninginn...Ég bakaði skonsur og eplaköku og við höfðum það bara kósí...
Merkilegt hvað veðrið er búið að vera bilað eittthvað undanfarna mánuði...rigning eiginlega frá ágúst til desember og svo ofsarok og óveður kringum jól og áramót...síðan snjór og fjúk og ófærð allan janúar...þetta er orðið soldið dapurt finnst mér....
Fínt að fá snjó ef hann helst...er bara og fýkur ekki út í hafsauga samdægurs....því það er svo gaman að vera úti og leika...búa til snjókarla og renna sér á þoturössum...en sorglegt að sjá snjókarlinn fjúka og brotna í spón...sniff sniff...
Ef þetta er loforð um sól og hita í sumar skal ég kannski alveg sætta mig við veðurfarið...en ég er ekki alveg til í að borga tvo til þrjá mánuði af sól með óveðri og endalausum rigningum í níu......no way....Þá verður stjórn þessa lands að útbýtta styrkjum til allra landsmanna einu soinni á ári til að komast af landinu og finna betra veðurfar í a.m.k mánaðartíma....díll????
EINN GÓÐUR:
Ljóskan hringir í kærastann og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að pússla rosalega erfitt pússluspil, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja ?"
Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.
Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.
Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.
Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."
Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við " segir hann andvarpandi ....."..setja allt kornflexið í kassann aftur."
Ha ha ha !!!!
Jæja snúlludúllur...kominn tími á mig að kíkja í draumalandið og athuga hvort þar sé ekki sól og sumar.....
Njótum þess nú bara að vera til...verum góð við hvert annað og hugsum hlýlega til allra þeirra sem eiga um sárt að binda...
sendum ljós og engla og beinum bænum okkar þangað sem þeirra er þörf....Og ég vil sérstaklega biðja alla sem þetta lesa að senda henni litlu Kolbrúnu Ragnheiði, dóttur Þórdísar Tinnu, orku og ljós...því enn ein hetjan er fallin....heimurinn einum englinum fátækari en himininn einum ríkari.....og lítil stelpa stendur eftir með stóra sorg....
Úff...skelfilegur þessi Krabbi Rabbi...
MUNA: Vináttan er dýrmætasta gjöfin sem hægt er að fá.
KNÚÚÚS Á LÍNUNA.....
LOVJÚ.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.