....TÆKNIN OG FLEIRA Í TRÖNUHJALLANUM....

09. janúar 2008 klukkan 20:13
                                                            
Ég er að spá....í að færa bloggið mitt hingað....veit samt ekki alveg....er búin að vera leeengi á bloggar.is....þetta er soldið einfaldara kerfi og meðfærilegra...en ég er samt einhvern veginn búin að læra svo mikið á hitt...hmmmm???...en er samt langt frá því að vera búín að uppgötva alla möguleika þess kerfis....
Oh...ég veit ekki....hugs...hugs....

Það er ekki eins og ég sé eitthvert tölvugúrú...en ég er samt búin að læra helling....miðað við hvað ég er lítið fyrir tæknihliðar lífsins...læt hina í familíunni alveg um þann pakka....
                         
Wów....ég er HEPPIN að vera ekki mikið sjónvarpsfrík heldur því á þessu heimili er tæknilega séð MJÖG ERFITT að framkvæma þá einföldu athöfn að kveikja á imbanum...thí hí...Það eru ekki nema hundrað fjarstýringum úr að velja og svo er takki fyroir þetta og takki fyrir hitt og ég bara er EKKI að NENNA að spá í þetta...en get svo orðið ARGANDI PIRRUÐ EF það kemur upp sú staða að mig laaaangi að glápa á eitthvað og fæ ekki vesenið til að virka....nei ég er ekki að grínast...tæknideildin verður bara að vera heima ef það á að glápa...einfalt mál.....Sem betur fer er eitthvað tæki sem veldur því að EF maður missir af einhverju er hægt að spóla til baka sex tíma í senn..reddar mér stundum á örlagatímum...he he....
Þetta er einhvers konar TÆKNILEGUR ATHYGLISBRESTUR..ég bara verð einhvern veginn pirruð og óróleg innan í mér ef takki ON virkar ekki STRAX....
                      
Og ég fæ einhvern snert af valkvíða þegar ég horfi ofan í körfuna með öllum fjarstýringunum og þarf að finna út hver tilheyrir hvaða tæki...

 
En ég KANN auðveldlega að kveikja á tölvunni og á Bylgjunni og það dugar mér nú bara alveg þar til tæknideildin kemur heim.... Annars...þar fyrir utan...þá er ég nú bara nokkuð skörp kona...og SKIL það sem ég VIL skilja og LÆRI það sem ég VIL læra...það er nú bara svo einfalt.... Að öðru leyti eru nú Trönuhjallatöffarar í góðum gír og lífið að komast í fastar skorður eftir frábær jól og áramót..... Jólatréð er komið út...jólaskrautið í kössum í geymslunni minni góðu og jólagardínur og dúkar á öruggan stað svo ég finni þetta nú allt eftir ár....hvar sem við nú verðum þá.... Ormagormarnir eru byrjaðir í skólanum og er allt útlit fyrir að þessi önn verði bara skemmtileg.....
                        
Elstimann er ÁSTFANGINN...þessi elska er svoooo deep in love að það hálfa væri meira en hellings nóg...því sú heppna býr sko norður á Skagaströnd...já sæll...svo það er ekki eins og þau séu að hittast daglega neitt...en EKKI spyrja mig um SÍMREIKNINGINN...ó mæ god...Hefði kannski getað valið Hafnarfjörð eða Mossfellsbæ...bara einhvern stað sem strætó rúllar í gegnum...
En hver spyr að landamærum ástarinnar?????
                          
Miðormurinn er sprækur eins og lækur og finnst lífið bara mjög fínt ÁN þess að vera að dröslast með kærustur...er búinn að fá nóg af svoleiðis í bili....var samt með einni í Hveragerði en fannst það svo ópraktískt...(eins og mömmunni) og skipti yfir í Gtrafarholt...komst svo að því að það var bara vesen að þurfa alltaf að hanga í símanum..sérstaklega á meðan Enski boltinn var í ímbanum.... svo hann bara köttaði á sambandið og er hress með stöðu dagsins í dag....
                            
Minstan losaði sig líka við kærastann...ó mæ god...hún er tólf...og er bara algjör GELGJA og finnst mest kúl að skoða föt í Smáralindinni með vinkonunum....Þær lentu reyndar í því í gær...þrjár stöllur...að vera eltar af PERRA...á Dalveginum í Kópavogi...og voru orðnar svo smeykar að þær hentust inn í Föndru og fengu að bíða þar um stund...fengu nammi og alles...og svo ákváðu þær að fara bara á löggustöðina og fá hjálp þar....og fenguu hana...Löggurnar fengu lýsingu á kappanum og þeim fannst þetta passa við Kompásperrann..og þegar ég heyrði það fóru sko hárin að rísa....eins gott að vera ekki mikið ein á vappi á þessum slóðum...
Gaurinn var þó búinn að forða sér þegar farið var að leita hans...oj bara....
                         
Einhenti maðurinn minn er ekki í góðum málum...er enn frekar einhentur og kominn í sjúkraþjálfun...en það er líklega beinflís í liðnum eða eitthvað annað því handleggurinn er bara fastuur í einhverjum gráðum og haggast ekki meir þrátt fyrir að verið sé að hamast á honum hægri vinstri...Það gæti kostað aðgerð....en þá er líka spurning hvort hinn bæklunarlæknirinn hans fresti ekki hnjáaðgerðinni svona til að lama kallinn minn ekki alveg....
Hann er þó að sjálfsögðu á fullu í vinnu og verður bara að passa að það sé ekki verið að grípa mikið undir handlegginn á honum eða að honum sé heilsað afar varlega með handabandi...það er jú ekkert gifs og enginnn fatli.....bara verkir...
                        
Marbakkinn er á góðu róli og við erum búnar að fá STRARFSMANN!!!!...jahú!!!!Kona frá Ólafsfirði er komin í aðlögun á Bóli og við að verða fjórar á ný!
Ef henni líst vel á starfið förum við að bæta inn börnum og aðlaga....en bara EF hún ætlar að vera og ENGINN annar hættir....

Og TANJA hundastelpa er PRINSESSA DAGSINS því hún er sko TVEGGJA ÁRA!!!!TIL HAMINGJU FLOTTASTI HUNDUR Í HEIMI!!!!!Að sjálfsögðu verður kaka í eftirmat í Trönuhjallanum þetta kvöldið.....nema hvað???
                           
Tók mér smá pásu og eldaði ofan í mannskapinn og svo var váttla smá afmæli fyrir Voffakrúttið okkar sætasta.....fékk sko súkkulaðimuffins og flottheit og fannst hún bara geggjað kúl hundastelpa.....
                          
Nú er sem sagt farið að húma að kveldi og allir að komast í rólega gírinn...kúra við imbannn.tjatta á MSN og kíkja í skólabækur.
Ég á HARRY POTTER á náttborðinu...jess....sjöunda og síðasta bókin....ég er varla að TÍMA að lesa hana því þegar þessari lýkur er úti ævintýri.....er strax byrjuð að sakna galdrastráksins krúttlega...og allra furðufuglanna í lífi hans.....

Las hana Bóbí mína í einum rykk og VONA að það komi ÖNNUR bók að ári þar sem enn er svo margt ósagt....þvílíka lífið sem þessi elska hefur lifað...ó mæ god...maður er bara á tjörn miðað við höfin sem hún hefur siglt á í gegnum lífið....
                          
Mæli með því að allir njóti þessa kalda og hráslagalega vetrarkvölds undir hlýju teppi með fullt af fallegum kertaljósum og kannski heitu kakói eða kaffi í annarri, með annað augað á imbanum en hitt á góðri bók.....

 
MUNA: Sönn hamingja er fólgin í að gefa.....

 
Lovjú guy´s.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband