Færsluflokkur: Bloggar
HUGLEIÐING UM ALLS KONAR..
15.4.2022 | 12:54
Þegar covid heimsaraldurinn skall á vorum við nútímans börn engan vegin undirbúin undir hann og hvaða afleiðingar hann myndi hafa. Við vorum á hvínandi siglingu inn í nútímanum..allir að hamast við að hafa brjálað að gera og útlista öll verkefnin og efrekin sem við vorum að vinna á samfélagsmiðlunum. Við vorum svo klikkað upptekin af því að vera upptekin að við gleymdum einu aaðalatriði. Að lifa. Að lifa og njóta augnabliksins.
Það var svo brjálað að gera að öll börn urðu að fá átta til níu tíma vistun í leikskólanum og grunnskólanum og það var svo brjálað að gera að við máttum eiginlega ekkert vera að því að eiga þau..reka heimili og sinna okkur sjálfum. Jú..bíddu. Við vorum með svo stíft prógram allan daginn að við vorum örmagna af þreytu þegar nóttin loksins skall á. Það var vinnan..ræktin.. áhugamálin..félagslífið..samfélagsmiðlarnir og öll námskeiðin um árangur að betra lífi. Pressan að vera fitt og flott..með heimili upp á tíu og bíl sem alla langar að eignast..merkjavörufötin og fyrsta klassa kokteila og drykki til að blasta á insta..ferðast um heiminn og stilla upp flotta lífinu sem við vorum svo sannarlega að lifa og gefa öðrum ráð hvernig best væri að gera nógu mikið svo allir hefðu brjálað að gera.
EN. Við gleymdum okkur alveg í þessu rugli öllu. Hraðinn var orðinn svo mikill að flottustu úr heimsins náðu ekki að mæla hann. Jú..reyndar..skráðu hreyfingu.. blóðþrýsting.. matarrræði..svefn og svoeliðis hluti en til hvers? Hvað var planið? Hvert vorum við að stefna? Og hvert erum við að stefna?
Covid 19. Faraldur sem tók hreiminn yfir og snerti alla..ríka og fátæka..börn og fullorðna..lönd og heimsálfur. Enginn var undanskilinn..allir þurftu að hægja á sér..stoppa og staldra við. Og þá fyrst fór fólk kannski mögulega að átta sig á því hvað hraðinn var orðinn óbærilegur..hvað eirðarleysið var endalaust og hvað allt þetta sem var svo brjálað að gera var mikið innantóm og hjóm. Við urðum að skella í lás. Svoan flestu. Og fólk fór að vinna heima..hætti að ferðast á tímabili og fór þá að átta sig á hvað tíminn er dýrmætur. Afköstin uru öll önnur og fólk komst yfir meira af verkefnum á mun styttri tíma. Allt í einu var tími til að vera með börnunum sem áður voru nánast allann sinn vökutíma á stofnunum. Þau fengu bara að mæta í skólann annan hvern dag og sum jafnvel ekkert. Hólfaskiptingar gerðu það að verkum að ró og friður færðist yfir skólabyggingarnar og litlir hópar..draumur hvers kennara..urðu að veruleika. Við komumst yfir svo miklu meira hvern dag og við áttum svo notalegar samverustundir sem allir voru að elska. Auðvitað söknuðu sum börn vina sinna en það voru þó alltaf einhverjir að leika við og samstaðan varð mun meiri. Allt í einu fóru allir að taka hlutunum ekki eins gefnum og þakka fyrir hvern dag sem skólarnir voru covidlausir. Börnin nutu sín í botn. Þau voru kannski 5-8 saman og þau kunnu sko að meta það. Fáir eða engir árekstrar og nóg rými til að leika í og læra. Rólegheitin og friðsamlegt andrúmsloft.. kannski ekki alltaf afslappað meðal okkar fullorðnu þar sem við vorum að takast á við óþekkta gerð verkefnis en samt allir svo slakir og þakklátir fyrir að geta þó unnið og kennt annan hvern dag í fyrstu og annarri bylgju. Það tók tíma að átta sig á nýjum aðstæðum en vandist furðu fljótt. Zoom og Messenger urðu aðal samskiptamiðillinn á vinnustöðum og allt í einu fór fólk að átta sig á hvað það er dásamlegt að geta bara verið heima að vinna..sloppið við stressið í umferðinni og endalaus hlaup milli staða. Allt í einu var bara komin einhver stóísk ró og fólk fór að skiptast á hugmyndum að samveru með börnunum sínum og hlutum sem hægt væri að gera í covid. Tíminn fór að blómstra og fleiri og fleiri fóru að átta sig á því hversu notalegt það var að hafa ekki brjálað að gera.
Auðvitað var smá ótti í loftinu..óværan óþekkt og afleiðingarnar líka. Svo komu bóluefnin og allt átti bara að verða eins og áður..sem það varð síðan ekki þar sem þessi blessaða veira er ótrúlega klók og kann að breyta sér í ný afbrigði. En..samt sem áður gátu nú hjól atvinnulífsins rúllað með alls konar lausnum og leiðum. Og lífið fót aftur af stað. Samt var eins og fólk hafi fundið ró..fundið hvað það var bara næs að vera ekki alltaf á fullu og hafa brjálað að gera.
Svo kom nýr heilbrigðisráðherra með nýjar áherslur og ný sjónarmið. Hann sendi bara þríeykið í frí til Tene og ákvað að sleppa bara tökunum og fá þetta margumtalaða hjarðónæmi svo allt gæti nú blómstrað í miðbænum og skólakrakkarnir fengið böllin og skemmtanaleyfið aftur og leikhúsin og tónleikahallirnar gætu fyllt salina og allt þetta..þið vitið..það vildu jú flestir fá lífið sitt aftur. Grímurnar felldar og sprittið sett í geymslu. Covid búið..eða sko..Þannig...
Umönnunarstéttirnar og skólafólkið sem var búið að leggja nótt við nýtan dag til að halda öllu í góðu fari fékk skellinn. Veiran trylltist..og tók danssporin..inn á spítalana..heilbrigðis-stofnanirnar..elliheimilin..skólana..og stráfelldi starfsfólkið og skjólstæðinga þeirra..sjúklingum fjölgaði en heilbrigðisstarfsfólkið lá kylliflatt..börnin tóku að smitast og dreyfa smiti meðan kennararnir veiktust..en sama hvað veiran veikti marga..þá var alltaf allt gert til að halda öllum stofnunum og skólum opnum.
Á meðan þeir sem enn voru uppistandandi hlupu eins og hamstrar í hjóli var skálað á öllum pöbbunum og börunum..dansað og tjúttað og allir svo glaðir að fá lífið sitt aftur. Krafan um að hætta fréttaflutningi af covid hækkaði og þrátt fyrir að dánartalan stigi var samt allt svo frábært eftir að við losnuðum við covid. Já einmitt..
Nema..blessaður kallaulinn í austrinu..honum fannst hann þurfa að bæta upp þetta veiruminnkandi ástand og búa til nýtt ástand.
Að engin skuli geta stöðvað þennan bilaða gaur er eitthvað annað skrýtið..en hann er semsagt að leika sér að etja ungum stráklingum í stríð við þjóð sem bað ekkert um annað en fá að vera þjóð í sínu eigin landi í friði. Nei sko...þessi galni ákvað að ná þessu landi undir sig og eigna sér það. Og þegar því marki yrði náð væri næs að ná í öll hin líka..þessi sem áður lifðu í kúgun og ofríki gráðugasta og valdasjúkasta bjarnar austursins.
Og við..sem vorum farin að lifa aftur tímann þar sem allt var alveg að verða brjálað að gera og öll plönin komin í excel skjalið sem stækkaði dag frá degi..það þurfa jú allir að vinna upp allt sem tapaðist í covid.
En..halló. Ætlum við bara ekkert að læra? Heimurinn er á heljarþröm og flóttamenn í milljónatali á vergangi..vestrið að halda að sér höndunum..eða halda niðri í sér andanum..meðan þessi snargalni gamli kallfauskur er að pæla í að ýta á takkann og kalla yfir heiminn kjarnorkuvetur og jafnvel eyða öllu lífi á jörðinni. Ætlum við samt ekki að átta okkur á því að jörðin okkar er að reyna að stoppa okkur..fá okkur til að endurskoða forgangsröðunina í lífinu..fá okkur til að skoða hvað það er sem skiptir í raun máli og fá okkur til að greina hismið frá kjarnanum? Biðja okkur að hætta að hafa svo brjálað að gera að við sjáum ekki og sinnum því sem næst okkur er..börnin okkar.. maka.. foreldra..systkini..vini..ættingja?
Hvert er ég að fara með þetta? Jú..hugsanirnar leita á hugann þar sem við leikskólakennarar höfum verið samningslausir í nokkra mánuði. FRAMLÍNUFÓLKIÐ muniði..þessar ómissandi hversdagshetjur sem stóðu framst með heilbrigðisstéttunum í heimsfaraldrinum..tóku þennan slag ÁN nokkurrar aukaþóknunar eða álagstengdra greiðslna..héldu skólunum gangandi og tóku á móti börnunum alla daga..alltaf. Muniði..leikskólarnir lokuðu ALDREI..sama hvað! En nú ganga samningaviðræður ekkert..sáttasemjari tekinn við því þetta má nú ekkert kosta. Ekkert frekar en vinnustytting og undirbúningstímar..nei nei nei..þið hlaupið bara hraðar..þið reddið þessu nú eins og öllu öðru!
Ég varð pínu hvumsa þegar ég sá launaseðil starfsmanns á skrifstofu Eflingar..það munar 200.000 kalli á okkur. Af því ábyrgðin er svoooo mikil. Ég gæti þegið þennan 200.000 kall..deildarstjóri í leikskóla í yfir 30 ár sko. Framlínukonan..össh hvað þetta myndi nú breyta öllu í mínu lífi. En varsla peninga og pappírsvinna eru mun ábyrgðarfyllri störf en að kenna litlum börnum og leggja grunn að námi þeirra og þroska. Er ekki bara alltaf svo gaman í leikskólanum..þið að passa öll þessi börn..föndra með þeim og leika við þau? Af hverju þarf fimm ára háskólanám til þess? Eða góða samninga og góð laun? Er ekki nóg að hafa bara gaman í vinnunni?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jólakveðja 2011.
24.12.2011 | 16:54
Nú komið er að því að kætast að nýju
því jólanna hátíð sér kvatt hefur hljóðs.
Nú umvefur heimur oss ástúð og hlýju
því hátíðin öllum skal verða til góðs.
Himnesk er birtan sem lýsir og ljómar
litskrúðug ljósin fá myrkrinu eytt
úr húsunum glaðlegur söngurinn hljómar
hvert einasta skúmaskot upplýst og skreytt.
Gleðin er einlæg og gjafirnar fínar
gómsætur matur og sælgætisflóð
og mannanna börnum í hjartanu hlýnar
af kærleik sem umvefur hali og fljóð.
Við óskum þess heitt að hver einasti maður
í heiminum eigi sér framtíð og skjól
að veröldin verði sá friðarins staður
sem honum var ætlað hin alfyrstu jól.
Við biðjum þess nú að þið njótið þess besta
að björt verði nýársins blessaða sól
að hamingjan faðmi og knúsi sem flesta
að eignist þið öll sömul gleðileg jól!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HRAKFALLABÁLKAR.IS...ALLTAF Í STUÐI...
23.7.2010 | 14:07
Það er ekki sumar nema maður skreppi aðeins út úr bænum og lúlli í tjaldi...það er bara einhvern veginn þannig.
Við ákváðum því að skreppa einn slíkan túr...VENJULEGA fjölskylduferð skiljiði...svona rétt austur á bóginn...í áttina að Vík eða Klaustri...og njóta veðurblíðunnar sem þar var spáð þessa ágætu helgi...16-18 júlí.
Það tók ekki langan tíma fyrir okkur sex að pakka og ferma bæði tjaldvagninn og bílinn...tengja vagninn aftan í Ljúfa Valsarann okkar og bruna af stað út í buskann...
Við vorum auðvitað í banastuði og hlökkuðum til að komast aðeins úr erlinum í kyrrðina þarna úti í sveit....
Ferðin gekk mjög vel og eftir að hafa stoppað í birgðastöð Bónus í Hveragerði var haldið áfram sem leið liggur...gegnum Selfoss...Hellu og Hvolsvöll. Rétt áður en við náðum að keyra yfir Markarfljótsbrúna kom ótrúlega skrýtið högg á bílinn og hviss bamm búmm....tjaldvagninn skoppaði upp og skrapaði svo jörðina meðan við keyrðum út í kantinn til að kanna ástandið og orsökina fyrir þessum furðulega dynk.
Við sáum strax að ekki var allt eins og það átti að vera enda annað hjólið undan vagninum gjörsamlega horfið! Krakkarnir stukku af stað til að gera leit að dekkinu góða og fundu í um 8-900 metra fjarlægð frá bílnum og aðeins af því hjólreiðamaður einn ágætur gat bent þeim á að leita svo langt frá.
Magginn og ég stóðum og virtum fyrir okkur beyglaðan vagninn og skildum ekkert í hvernig felgan hafði rifnað svona af í heilu lagi frá felguboltunum!
Þar sem við vorum nú stödd á Þjóðvegi eitt ákváðum við að koma vagninum...bílnum og okkur sjálfum í öruggara umhverfi og því var tekið á því...vagninum lyft og hann dreginn útaf, yfir kant og niður litla brekku og á sléttlendi. Svo var bilnum ekið sömu leið og við gátm andað léttar, enda umferðin mikil og allir á 80-100 km. hraða þarna. Það keyrðu endalaust margir bílar framhjá...löggan og björgunarsveitin meðal annarra...það stoppaði enginn...
Við týndum til verkfæri og tókum út mottur svo Magginn gæti athafnað sig...reynt að losa felguboltana svo við gætum mögulega skipt um dekk og haldið förinni áfram. Það reyndist nú ekki svo einfalt og eftir mikið basl ákváðum við að skottast inn á Hvolsvöll og athuga hvort einhverjir viðgerðarmenn væru á vaktinni.
Við vorum ótrulega fegin að komast inn í bílinn enda öskufjúk og drulla þarna...þrátt fyrir sólskinið góða. Við vorum öll orðin kámug og skítug af fjúkinu og nef og augu kvörtuðu sárlega.
Við keyrðum fram á jeppa sem hafði púnktrað illilega...ekki langt frá okkar óhappastað..en það var enginn í bílnum og við enda með fullan bíl og höfðum fjarlægt sjöunda sætið til að koma meira dóti með í ferðina...
Það var enginn á verkstæðinu....og enginn sjáanlegur til að gefa upplýsingar....en neyðarsími þar sem okkur var tjáð að það kostaði 12.500,-kall að koma...þó ekki yrði hægt að gera neitt. Jeppaeigandinn var mættur þarna fyrir utan líka sem og eigendur stationbíls sem líka var í vanda...það púnkteraði hjá þeim þarna rétt utan við Hvolsvöll líka! Hvað er málið...vegurinn...eða????
Við rúlluðum um Hvolsvöll og vorum svolítið mikið ekki að vita hvað best væri að gera.Kíktum á N1 til að athuga hvort þeir ættu járnsög en svo var ekki.Húsasmiðjan var lokuð...klukkan farin að halla í sjö svo staffið var farið heim að grilla og njóta helgarinnar.
Magginn á góðan frænda þarna í þorpinu svo við ákváðum að kanna hvort hann ætti kannski járnsög sem við gætum notað til að saga boltana af...þeir nebbla hringluðu bara þarna í járndisknum en það var ómögulegt að losa þá.
Óli frændi átti sög...en engin blöð...og þrátt fyrir góðan vilja og dygga leit...voru þau einfaldlega ekki til og Húsasmiðjan lokuð.
Við ákváðum að fara í Hlíðarenda og gefa allavega liðinu að borða...matur og saddur mallakútur getur nebbla breytt öllu..:o)
Við slöfruðum í okkur sveitta börgera og hugsuðum málið.
Tengdó...ásamt Gummanum og tveimur grislinganna hans höfðu ætlað norður á bóginn í tveggja vikna reisu...en snérist víst hugur þegar vitað var um suðurferð okkar....og Magginn bjallaði því í þau til að kanna möguleikann á að Dóri í Húrígúrí gæti átt járnsög og þá hvenær von yrði á ferðalöngunum og þá söginni...
Ekki hlæja...þetta eru álög...en...þau voru sem sagt stödd á Hellisheiði... og SPRUNGIÐ á húsbílnum! Obbobobb!
Ekki bara það að dekkið væri eitthvað lint og klístrað...nei nei nei... járnin voru víst komin hressilega út á tveimur stöðum og dekkið gerónýtt!
Við sáum ekki fram á að fá aðstoðina fyrr en eftir a.m.k tvo tíma svo við vorum ekkert að flýta okkur neitt að borða...kjömsuðum á frönskunum og tjöttuðum...vorum aðeins farin að tísta...enda svolítið fyndið að sitja þarna og komast hvergi...
Fyrir utan Hlíðarenda stóð maður með peru í lúkunni og var að basla við að koma henni í ljósið á bílnum sínum.Hann sá að Magginn var með lesgleraugun hangandi framan á sér og spurði hvort hann gæti aðstoðað...hafði ekki sín gleraugu við hendina og sá því ekki til að athafna sig. Magginn stakk hausnum ofan í vélarrúmið og náði að sjá að peran einfaldlega passað ekki. Þá rifjaðist upp fyrir maninum að hann hafði reyndar reynt að skrúfa hana í áður og komist að því að skrúfgangurinn væri vitlaus...en var búinn að glema því. Við skellihlógum að honum...konan hans og ég og þarna fannst mér alveg rétt að kanna stöðuna...allir léttir og svona...og spurði hvort þau ættu kannski járnsög?
Júbb...þau áttu sannarlega eina slíka...og ekki málið að lána hana...þau bjuggu meira að segja þarna svo við eltum þau heim og í bílskúrinn.
Magginn var talsvert lengi þarna inni svo við í bílnum vorum farin á flug með ótrúlega morðsögu sem er of löng til að verða rakin hér...en Daðinn var sem sagt hetjan í sögunni og hann lallaði sér inn til að kanna málin. Kom svo út aftur hlæjandi og tjáði okkur að sögin einfaldlega fyndist ekki...væri líklega í hesthúsinu þeirra!
Well...má maður spurja...:o)
Við brunuðum aftur að vagninum okkar góða og Magginn hélt áfram að reyna að lemja boltana lausa og við að baða okkur í fjúkandi ösku og yndislegheitum. Það skal tekið fram að við erum svo vön mótlæti og alls kyns uppákomum...að við tókum þessu svona semí alvarlega...gerðum mest grín að okkur sjálfum og fundum alls konar leiðir til þess...he he..
Þrátt fyrir allar tilraunir tókst ekki að losa þessa boltaræfla svo við ákváðum að velta vagninum við og skoða ummerkin...sjá hvort og þá hvað hefði skemmst og hvort auðveldara væri að losa boltana ef vagninn stæði upp á rönd...auðveldara aðgengi og svoleiðis...
Ég var að spauga með að ef við myndum gera það þá færu sko menn að stoppa...tala nú ekki um ef við myndum leggjast niður á víð og dreif....he he..
Og það reyndist aldeilis rétt...það stoppaði fullt af fólki til að kanna stöðuna...hvort allir væru heilir og hvað hefði gerst...en það var enginn með járnsög í bílnum....
Við sáum að vagninn var allur kýldur undir...gólfið brotið og skemmdir í geymslunni og hliðin illa beygluð...ansans óheppni...samt ekkert sem ekki er hægt að laga sko...:o)
Þegar svo húsbíll tengdaforeldranna birtist loksins létti okkur...þau voru allavega með sögina hans Dóra meðferðis og möguleika á að losa fj...felguboltana...
Gumminn og Magginn hömuðust á söginni...en það gekk seint og illa...enda verður maður að vanda sig svo blaðið brotni ekki...þetta er svo viðkvæmt dót...
Þarna sem við stumruðum yfir blessuðum vagninum ..á hliðinni...sáum við hvar Björgunarsveitin kom æðandi og þrír menn stukku út...og komu á harðahlaupum til okkar...sex tímum eftir að óhappið varð....
Þeir gátu svosem lítið gert...annað en stappað í okkur stálinu og hvatt til að gefast ekki upp við að saga...og koma vagninm aftur í lag...Verkfæraeign þeirra var sorgleg...okkar var sko fullorðins miðað við þeirra...en þeir áttu fleiri plástra en ég...he he...
Til að gera þessa löngu sögu styttri þá varð þessum boltum ekki haggað....svo lausnin var að losa bara allt heila hjólastellið undan og koma því á Hellu...til hans Bjössa í Lyngási....
Við tróðum draslinu inn í húsbílinn og svo var brunað af stað... en vagninn skilinn eftir með öllu okkar hafurtaski innanborðs....í öskufjúkinu og óþverranum...
Klukkan var orðin rúmlega ellefu þegar við snérum hypjunum inn á Hvolsvöll í leit að náttstað....
Við hringdum í Hellishóla til að kanna stöðu á húsum þar og komumst að því að þriggja manna kofi kostar 13.000,- kall eina nótt...og við þurftum tvo...jeeee..i:o(
Þá var ákveðið að kanna stöðuna á Hótel Hvolsvelli...og Ólinn sóttur heim. Hann...með sitt hjarta úr gulli...sá aumur á okkur og útvegaði þrjú tveggja manna herbergi á góðu verði...og auk þess bauð hann húsbílafólkinu að parkera á baklóðinni hjá sér þessa nótt...ótrúlega flottur gaur...:o)
Ég ætla ekki að segja hvað við vorum fegin að skríða inn á hótelið þetta kvöld...dauðþreytt og viðbjóðslega vindbarin og öskuskítug...komast í sturtu og hvilast...uhmmmmmmmm..:o)
Fengum okkur sitthvorn öllarannn og skriðum svo hrein og strokin upp í mjúk og ilmandi rúmin....Zzzzzzzzzzz.
Daðinn bankaði upp á um tvö...var búinn að æla og leið ekki vel...en eftir smá huggunarorð og uppörvun snéri hann atur til síns herbergis og náði loks að sofna...
Líklega bara spennustigið of hátt hjá gaurnum mínum..enda ekki á hverjum degi sem menn gista á hóteli..
Við vöknuðum svo öll hress og endurnærð næsta morgun og drifum okkur heim til Óla með brauð og fleira góðgæti til að japla á. Húsbílafólkið var vaknað og komið á stjá sem og heimilisfólkið...og svo var borðað og spjallað um stund.
Kallarnir drifu sig svo með járndraslið til hans Bjössa á Lyngási en heimilisfólkið skellti sér á bryggjudaga á Stokkseyrarbakka.
Við hin ákváðum að rölta upp á Hvolsfellið og njóta sólar og útsýnis...veðrið var yndislegt og sólin ekkert að spara sig...
Dagurinn leið hratt og um þrjúleytið birtust Magginn og hans menn á Ljúfa Valsaranum og...með tjaldvagninn góða í eftirdragi... nokkuð heillegan að sjá en auðvitað skaddaðan að neðan...
Wów hvað ég varð ánægð og glöð...og krakkapjakkarnir líka...ferðin ekki alveg eyðilögð og möguleiki á smá tjaldupplifun...
Tengdó vildi endilega að við myndum bara tjalda þarna til annarrar nætur en ég tók slíkt ekki í mál...maður misnotar ekki gestrisi góðra manna...og við fluttum okkur niður á tjaldsvæðið á Hvolsvelli.
Þóra var líka mætt með Hildi Rós og Árna til að eyða deginum með okkur...og við skelltum okkur í sundlaugina góðu og nutum þess að sprikla þar í sólinni.
Svo var náttla bara grillað og maturinn var sko sá besti í laaaaaaaangan tíma. Lékum okkur í fótbolta...mamman skemmti sér einna best sko...og svo var Kubbið góða spilað um stund...það er bara skemmtilegast í geimi...
Það var ljúft að vera þarna bara og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu...núna var útilegan eiginlega loksins byrjuð...
Á sunnudeginum höfðum við hugsað okkur að snúa hypjunum heim...en krakkarnir voru ekki alveg til í að slútta þarna...svo við ákváðum að lengja um einn dag...þau tækju frí í vinnu og við skryppum upp í Þakgil..þangað sem upphaflega átti að fara...
Við lögðum af stað á undan Húsbílafólkinu og keyrðum á Vík og þaðan fimm kílómetra að afleggjaranum upp í gilið.
Vegurinn virtist lofa góðu til að byrja með...en svo fór aldeilis að halla undan fæti og brattinn þarna og beygjurnar voru sko ekki sérlega fyndin fyrirbæri. Maður greip ansi oft andann á lofti en þetta hafðist og uppeftir komumst við...eftir 16 kílómetra hoss og læti...djúpa skorninga og krappar beygjur...
Sem betur fer gekk allt vel og engar uppákomur auglýstar á leiðinni...við vorum greinilega í náðinni hjá örlaganornunum...enda alveg nóg komið takk kærlega pent...
Húsbílafólkið kom talsvert seinna...enda komust þau ekki af stað frá Hvolsvelli fyrr en rútan úr bænum var komin með alls konar hluti sem Gummminn og hans fólk hafði gleymt í bænum... bwahaha ...týpískt...:o)
Þakgilið var ofurflott og mikilfenglegt...og manni leið eins og maður væri staddur í miðju ljóði eftir Stein Steinarr...eða Grím Thomsen...jafnvel báða...
Við grilluðum okkur börgera og fórum svo í Kubb...klukkan var orðin ansi margt svo það stóð ekki lengi...og við vorum voða fegin að skríða inn í vagninn okkar og njóta þess að sofa við niðinn frá ánni og fuglakvakið allt umkring....
Sólin kyssti okkur svo góðan dag og krakkarnir...sem voru búnir að kanna alla hluti þarna...skelltu sér í sundfötin og hlupu inn í gilið þar sem er djúpur og ískaldur hylur...og þar var sko stokkið...maður minn!!!!
Úff...hetjurnar mínar...þetta er sko jökulkalt bergvatn og aðeins sólin sem hitar...brrrrr...en þau létu sig hafa það og skemmtu sér OF vel...eins og þau orða það sjálf...
Eftir kalt baðið skottuðust nokkrar hetjur í fjallgöngu meðan við hin lágum bara í sólinni og nenntum varla að anda....
Fylgdumst samt með göngugörpum sem og bíl sem ók um fjallveg einn þröngan og ógnandi...ekki mikið vit í þessum akstri en þekkt fyrirbæri þarna...og farþegarnir gengu á undan....þorðu greinilega ekki að sitja með....
Þegar halla fór á daginn gengum við svo frá öllu og fórum aftur í fjallarallý...niður úr gilinu og út á Þjóðveg eitt....
Ótrúlegt en satt...allt gekk vel og engin áföll...er þetta grín eða...???
Stoppuðum aðeins og skoðuðum rústir af sviðsmynd úr Víkingamynd.. líklega Hvíta Víkingnum...og þetta þótti krökkunum mjög merkilegt...
Fannst samt skrýtið að liðið sem byggði þetta Víkingaþorp skyldi ekki ganga frá eftir sig...skilja þetta bara eftir??? Ísland á góða von ef allir jafnaldrarnir hugsa svona...þá þurfum við nú ekki að hafa áhyggjur...
Borðuðum nesti í Vík og svo skildu leiðir...Húsbílafólkið hélt áfram förinni umhverfis landið...en við hin snérum heim.
Verð að segja að við sluppum vel úr þessari ferð...engin slys og allir hressir...en við hefðum verið til í að eiga tjaldvagninn heilann og óskemmdan.
En- hvað eru smá skemmdir milli vina...familían er í lagi og allir glaðir...þarf meira???
MUNA: Láta nú ekkert í heiminum skemma góða skapið og stemmninguna sem veðrið er búið að mynda í sumar...sól í hjarta... sól í sinni....elska alla og þá elska allir þig!!!!
-Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis, eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim til hins betra -
LoveU allir...:o)
Bloggar | Breytt 26.7.2010 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
SUMARIÐ ER SVO MIKIL SNILLD...
8.7.2010 | 22:37
Það er ekki laust við að þetta yndislega og langþráða frí sé alveg að gera sig...hef ekki slappað af og haft það svona náðugt í eilífðartíma. Algerlega frábært. Er búin að vera að tjilla bara út í eitt...horfa á þessa blessuðu FRIENDS þætti sem allir eru að tala um...tíu árum of seint...en ég get samt alveg hlegið mig máttlausa af þessum vitleysingum...svo einlæg og einföld...og skemmtileg...
Dunda við að lesa...sortera hluti...endurraða heimilinu og nostra við föndrið mitt...þetta er bara geggjað. Ekkert stress..engar kvaðir...ekki miklar áhyggjur...bara svona semí...og enginn að bíða eftir mér eða einhverju frá mér...bara letilíf...:o)
Að ég tali nú ekki um fótboltann...HM er búið að vera awsome og Spánverjarnir mínir náttla laaaaangbestir...og svo er ég búin að fara á alla nema einn Valsleik..og eiga bæði góða og verri daga með þeim...Þetta er auðvitað bara lífið eins og það gerist best og flottast...
Elstimann lenti reyndar á spítala í fyrradag...er búin að vera að fá blóðnasir í tíma og ótíma og þá erum við að tala um fossandi blóðnasir, yfirlið og læti..
Hann varð að vera inni yfir nótt þar sem illa gekk að brenna fyrir og stoppa blæðinguna...en það hafðist loksins um hádegi daginn eftir og hann komst heim...
Verst að hann er búin að missa úr vinnu þar sem hann mátti ekki mæta restina af vikunni...ekki erfiða...ekki drekka heita drykki og alls ekki fara í heitt bað...össssssssh...
Magginn og ég erum oft búin að ræða það í vetur að okkur finnist við ekki sofa nógu vel og vakna jafnvel þreyttari en við sofnuðum. Eftir veru okkar á Stóra-Hofi í þvílíka lúxusrúminu..og sofið þar eins og ungabörn án þess að vakna nokkrum sinnum um nótt og vakna svo hress og endurnærð, ákváðum við að leggja leið okkar í Svefn og Heilsu og ræða við þá um rúmið okkar.
Við vildum fá að vita hvort dýnurnar gætu hugsanlega harðnað með árunum...en okkar er sem sagt fimm ára...og hvort hægt væri að fá einhverja millidýnu eða eitthvað til að mýkja rúmið.
Maðurinn sem við ræddum við hlustaði á okkur af athygli og spurði svo gætilega hvort mögulegt væri að dýnan snéri vitlaust?????
Það læddist að mér grunur...ég labbaði hægt og rólega að næsta rúmi og fattaði strax að svo var...þetta mjúka snéri sem sagt niður hjá okkur en upp hjá þeim...en hrjúfa og harða upp hjá okkur...en niður hjá þeim!!!...
Þetta er náttla engin eggjabakkadýna sko...
Ég hló svo mikið að ég hélt ég myndi ekki hafa það af að komast út úr búðinni..og starfsmenn búðarinnar hlógu með mér...reyndu samt að hugga mig með að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem svona gerðist...ha ha ha!!!!!
Skjótið mig ekki!!!! Svona hefur sem sagt dýnan snúið í eitt ár...eða síðan við Elna skelltum henni í rúmið í flutningunum í fyrrasumar...wów!
Og við náttla erum búin að snúa dýnunni okkar góðu svo það verður fróðlegt að vita hvernig nóttin verður....úllala!!!
Alltaf gaman..he he...
Var að rifja upp þessa sögu og get eiginlega ekki hætt að hlæja...hún er svo awsome....:o)
Raunir konu sem ætlaði aðskella sér í vax...
Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur.. og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd.
Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og...þetta var...heitt og alles. Ekki sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausarfæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifinupp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnarog eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra"æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi,náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið...og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!!
Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn.FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum...og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín...allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður mín tók ég fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka.Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niðri á Landsspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið,svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxiðaf! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise theLord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nuddayfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki eitt einasta hár horfið! Ekki eitt einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu...
Ha ha ha!!!
Jæja...gaman að þessu...
MUNA: Til þess að ná árangri á nýju sviði, gera nýja uppgötvun eða gera eitthvað nýtt í lífinu, þarftu að reikna með að þér geti mistekist
Þú getur einungis unnið einn sigur fyrir sjálfan þig, en þú getur átt þátt í mörgum sigrum með hvatningu og innblæstri öðrum til handa.
Adios amigos...og svo er það ÁFRAM SPÁNN.. á sunnudaginn! Love U tú píses elskurnar...
Bloggar | Breytt 9.7.2010 kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
HÁLFT ÁR...OG EKKERT BLOGG...#:O(
29.6.2010 | 21:22
Já, stundum er það svo að maður einhvern veginn er kýldur út á kantinn, það gerðist og ég ákvað að láta bloggið eiga sig. Hins vegar var þetta orðinn svo stór partur af tilverunni að ég hef saknað þess sárt.
Moggablogg eða eitthvað annað...skiptir engu...ég bara verð hér áfram og lesi þeir sem lesa vilja...aðrir bara sleppa því...er það ekki bara málið?
Og allt birt án ábyrgðar...þannig verður það bara....
Við erum búin að vera hér í Paradísinni á Álfhólsveginum í heilt ár og erum sko alveg að fíla það...hér eru ekki læti eða hávaði...hér er bara fuglasöngur frá morgni til kvölds í bland við allavega unglingamúsikk...mér finnst þú alveg geðveikt fínn gaur...babbar´Americano...og fleira skylt...
Við foreldrarnir vorum eitt sinn unglingar...svo við skiljum alveg þegar þarf að tjúnna aðeins upp...það tilheyrir...annaðhvort er þetta eitthvað tengt truflun á unglingaheyrn tengdri hormónaflæði...ellegar bara það er svo gaman að vera til og hafa tónlistina í botni...:o)
Unglingarnir eru sem sagt allir í vinnu í sumar, Elstimann og Miðormurinn hjá Áhaldahúsinu og Minnstan í unglingavinnunni. Og Kærastan hans Elsta er líka flutt hingað...og hún er að passa lítið Frakkakrútt sem er að bræða okkur öll með frönsku babbli og krúttlegheitum...
Þau eru sem sagt bara hin hressustu og allt að gerast...
Strákarnir eru báðir að fá Æfingaakstursleyfi á Miðvikudaginn svo þá fer nú díselkostnaðurinn eflaust að rjúka upp...he he...
Magginn og ég erum í sumarfríi, hann fram að Versló en ég aðeins lengur...og við erum sko alveg að njóta þess til hins ítrasta...
Við notuðum fyrstu sameiginlegu frívikuna í að skondrast austur að Stóra-Hofi í bústað og áttum gersamlega frábæra viku þar...130m2 hús...pallur og heitur pottur...HM á fullu..sól og bongóblíða..hvað viljiði meira????
Fengum góða gesti um helgina en vorum bara fjögur alla vikuna....tjilluðum og nutum þess að hvílast og gera bara sem allra minnst.
Rúlluðum aðeins um sveitina og kíktum í Þjóðveldisbæinn...og renndum svo upp á hálenndið til að skoða Landmannalaugarnar einn daginn. Það var mjög skemmtileg ferð og við sáum margt sem við höfum ekki séð áður....
Ætluðum aldeilis að leggjast í heitar laugar í Landmannalaugum en snarhættum við þegar við sáum skilti þar sem varað var við því að þeir sem böðuðu sig þarna gætu orðið varir við svokallaðan SUNDMANNAKLÁÐA...Það var ekki beint að heilla mannskapinn svo við létum okkar ágæta heita pott duga þann daginn....
Eftir þessa sæluviku höfum við svo bara haft það ógó gott hér heima og erum ekki með nein plön...látum bara hvern dag bjóða upp á eitthvað óvænt og skemmtilegt...
Og HM er ekkert voðalega leiðinlegt sko...alltaf að verða meira og meira spennandi og ég vona svo sannarlega að Spánverjarnir nái hæstu hæðum...með Torresinn minn og Villa í fararbroddi....
Í dag er svo dagurinn þar sem við skrifum þeim bréf sem okkur finnst hafa verið til fyrirmyndar. Ég myndi alveg vilja skrifa æði mörgum bréf, það eru margir sem eru góðar fyrirmyndir í mínu lífi, engin ein eða einn, margir.
Held samt að án nánasta fólksins míns væri ekki mikið af mér hérna...án þeirra væri ég ekkert...það er bara alveg klárt. Þau fá bréf. Mig vantar samt fleiri, þarf að fara á eftir á N1og nálgast nokkur bréfsefni....
Mér finnst þetta bara gaman...spennandi og virkilega skemmtileg hugmynd.
Og mér finnst ekki leiðinlegt að sitja hér og blogga..það er svo mikið ég...he he...:o)
Set eitt lítið ljóð með til að kóróna þá ákvörðun að gera það sem ég vil...en ekki láta aðra hafa áhrif á mig og mitt val...
ÉG VEL....
Að morgni dags mál er til vinnu að vakna
myrkrið er algert og freisting að kúra
draumarnir ferskir ég strax þeirra sakna
langar svo mikið að liggja og lúra.
Þá tvennt er í boði, að gleðjast og brosa
Ellegar fúllynd í sængina tosa.
Ég vel alltaf kostinn að brosa og hlæja
Því gleðin hún iljar mér hjarta um rætur
ég nenni sko ekki að ó-a og æja
en þakka það bara að komast á fætur.
ég vorkenni sjálfri mér alls ekki neitt
en klæði mig bara þótt enn sé ég þreytt.
Ég hlusta á útvarp og heyri þau tala
um kreppu og málefni þjóðar í vanda
á neikvæðni eru þau stöðugt að ala
svartsýnishjalið er öllu að granda
Ég ákveð í stað þess að vera með væl
af bjartsýni taki ég lífið með stæl
Til vinnu svo held ég í huganum þakka
Fyrir að starfið mitt gleði mér færi
ég elska að stússast og hugsa um krakka
veit ekki hvernig ég án þeirra væri
ég gæti sko volað og vælt yfir kjörum
en vel það að skrimta með brosið á vörum.
2009.
MUNA: Engum leiðist að heyra þessi orð: " Ég elska þig."
Láttu þá sem þú elskar vita hvað þeir eru þér mikils viðri við hvaða tækifæri sem gefst.
Adios amigos...loveU
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
JÓLAKVEÐJA 2009.
23.12.2009 | 23:30
Það komið er að jólum kæru vinir, enn og aftur
kærleikurinn allt um kring og hátíð heims um ból
kviknar þá í kristnum hjörtum von og dýrðarkraftur
er minnumst þess að móðir heilög son sinn Guði ól.
Í fjárhúsinu forðum birtist engill undurfagur
foreldrunum birti þennan sannleik undurþýtt
síðan hefur hátíðlegur verið þessi dagur
hvert mannsbarn þekkir söguna um Jesúbarnið blítt.
Í dimmunni í desember í kross við kvæði vendum
köldum hliðum hversdagsleikans ýtum burtu hljóð.
Á hátíð ljóss og friðar ástarkveðju ykkur sendum
með ósk um það að jólin verði öllum ljúf og góð.
Gleðileg jól elskurnar mínar allar!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...NOKKRIR GÓÐIR PUNKTAR TIL UMHUGSUNAR...FYRIR ALLA...
28.11.2009 | 11:16
Hin 90 ára gamla Regina Brett frá Ohio skrifaði þessi 45 atriði um það sem lífið hafði kennt henni:
1. Lífið er ekki sanngjarnt, en það er samt ljúft.2. Þegar þú ert í vafa, taktu þá bara lítið skref.
3. Lífið er of stutt til að eyða tíma í að hata einhvern.
4. Vinnan þín mun ekki sjá um þig þegar þú verður veik(ur). Vinir þínir og fjölskylda munu gera það. Vertu því í sambandi við þau.
5. Greiddu kreditkortareikninginn þinn í hverjum mánuði.
6. Þú þarft ekki að vinna öll deilumál samþykktu að vera ósammála.
7. Gráttu með einhverjum. Það er betra en að gráta einn.
8. Það er allt í lagi að reiðast út í guð....Hann þolir það.
9. Safnaðu fyrir elliárunum og byrjaðu með fyrsta launaseðlinum.
10. Þegar kemur að súkkulaði, þá er mótstaða árangurslaus.
11. Semdu frið um fortíðina, þannig að hún eyðileggi ekki samtíðina.
12. Það er í lagi að láta börnin þín sjá þig gráta.
13. Berðu ekki þitt líf saman við annarra. Þú hefur ekki hugmynd um hvernig þeirra líf er.
14. Ef samband þarf að vera leynilegt, þá áttu ekki að vera í því.
15. Allt getur breyst á augabragði. En hafðu ekki áhyggjur.
16. Dragðu andann djúpt að þér það róar hugann.
17. Losaðu þig við allt sem ekki er nýtilegt, fallegt eða skemmtilegt.
18. Það sem ekki drepur þig gerir þig bara sterkari.
19. Það er aldrei of seint að hafa skemmtilega barnæsku. En sú seinni er alveg undir þér komin og engum öðrum.
20.Þegar kemur að því að sækjast eftir því sem þú elskar við lífið, taktu þá aldrei Nei sem svar.
21. Brenndu kertin, notaðu fínu rúmfötin, farðu í fínu nærfötin.....Sparaðu þetta ekki fyrir sérstök tilefni Í dag er sérstakt tilefni.
22.Undirbúðu þig ávallt vel láttu svo strauminn taka þig.
23.Vertu óvenjuleg(ur) í dag......Bíddu ekki eftir gamals aldri til að klæða þig í fjólubláan lit !
24.Mundu að mest áríðandi kynfærið er heilinn.
25.Enginn ræður yfir hamingju þinni nema þú.
26.Rammaðu inn allar svokallaðar þjáningar með orðunum.......Mun þetta skipta einhverju máli eftir 5 ár ?
27.Hafðu lífið alltaf að leiðarljósi.
28.Fyrirgefðu öðrum allt.
29.Það sem aðrir hugsa um þig kemur þér alls ekki vð.
30.Tíminn læknar svo til allt.......Gefðu tímanum tíma.
31. Hversu gott eða slæmt sem ástandið er....þá mun það breytast..
32.Taktu þig ekki of hátíðlega....enginn annar gerir það
33.Trúðu á kraftaverk!
34.Guð elskar þig eins og þú ert.... ekki vegna þess sem þú gerðir eða gerðir ekki.
35.Endurskoðaðu ekki lífið.....Vertu til staðar og taktu þátt í því.
36.Að verða gamall er betra en hinn kosturinn....að deyja ungur.
37.Börnin þín fá bara eina barnæsku.
38.Allt sem skiptir máli í lokin er að þú hafir elskað.
39.Farðu út á hverjum degi....kraftaverk bíða alls staðar.
40.Ef við myndum öll kasta áhyggjum okkar í stafla og sæjum stafla hinna, . . þá myndum við hrifsa okkar til baka.
41. Öfund er tímasóun.....Þú hefur nú þegar allt sem þú þarfnast.
42.Það besta er ef til vill einnig ókomið.
43.Það skiptir ekki máli hvernig þér líður.....farðu á fætur, klæddu þig og sýndu þig.
44.Láttu undan.
45.Lífið er ekki skreytt með slaufum....en samt er það gjöf.
MUNA: Sjálfsvirðing fæst ekki gefins og ekki er hægt að kaupa hana. Hún vaknar þegar við erum ein, á hljóðum stundum og stöðum þegar okkur verður allt í einu ljóst að við höfum vitað hvað var rétt og hegðað okkur samkvæmt því, vitað hvað var fallegt og látið aðra fá hlutdeild í því, vitað hvað var sannleikur og ekki reynt að dylja hann -
Njótið tilverunnar kæru vinir!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...HREKKJAVÖKUDRAMA....
5.11.2009 | 01:23
Einhvern veginn hefur mér tekist að blogga ekkert í óratíma og skil eiginlega ekki af hverju...eins og mér finnst þetta skemmtilegt...en ég hefði nú kannski átt að vera löngu búin að setja inn allavega eina hressilega færslu til að koma í veg fyrir að fólk haldi að ég sé dottin í einhvers konar þunglyndi og leiða....
Frá mínum bæjardyrum séð var síðasta færsla bara svona persónuleg pæling....um lífið og tilveruna á þeirri stundu...sem kom bara og var sett inn...en átti alls ekki að valda fólki einhvers konar ótta eða áhyggjum...ég er fín!!!!
Það vottar ekki fyrir þunglyndi eða leiðindum í mínum huga...ég held ég teljist bara hreinskilin...segi það sem mig langar að segja...ég er hins vegar ekki kona mikilla og örra breytinga...þarf bara minn tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttum áherslum...sérstaklega þegar mér líður ágætlega í þeim og finnst ástæðulaust að gera mikið rúmrusk...
En breytingar eru alls ekki alslæmar...ónei...og tíminn vinnur sitt verk...
Álfhólsvegsgengið er í banastuði....tveir búnir að fá einhvers konar flensu...líklega Mrs. Piggy...en ekki staðfest...og þeir hinir sömu kræktu sér í lungnabólgu í kaupbæti...eftir að hafa farið of fljótt af stað....eða það er mín tilgáta....
Sjálf varð ég að beygja mig undir þá staðreynd að ennis og kinnholubólgur tóku yfirhöndina og felldu kellu...og eru enn að hrella mig....en ég er þó komin af stað í vinnu á nýjan leik og bít bara á jaxlinn og bölva þessum óbjóði í huganum....
Sama dag og ég byrjaði að finna til tevatnsins blésu starfsmenn í Litla bláa krúttkofanum til Hallopweenpartýs og mættu allir í skelfilegum búningum...ljótum og illúðlegum...og var verulega vígalegt að horfa yfir hópinn þetta kvöld...eiginlega bara skelfilegt...
Kokkurinn okkar sá um að bjóða til hrekkjavökunnar og var í banastuði...enda búsettt í Ameríku í mörg ár og kunni sko aðeins of vel til verka...
Þegar ég mætti til dæmis þurfti ég að labba inn i stigaganginn þar sem hún býr og þar var frekar skuggalegt um að litast....kerti flöktandi...verur í þurrísstrókum hér og þar og blóðslettur um alla veggi og gólf...að maður nú tali ekki um óhljóðin sem þarna bárust um ganginn...ó mæ god!!! Ég þurfti virkilega að herða mig upp til að þora að fara upp tröppurnar...átti von á hverju sem var þarna ein og óstudd....
Uppi voru svo kóngulær og vefir um allt og samstrfsfólkið uppstrílað og ill árennnilegt....
Þetta var mjög skemmtilegt og öðruvísi kvöld...og átti eftir að hafa afleiðingar sem engan óraði fyrir...nefnilega...að einhverjum var litið þarna inn nokkru seinna...og tilkynnti lögreglu um válegan vettvang...
Aumingja kokkurinn okkar sat svo við sjónvarpsgláp...alsaklaus...þegar alvopnað lögreglulið ruddist inn á hana til að koma höndum yfir þennan stórhættulega morðingja!!!!
Ha ha ha!!! Þetta þótti okkur bara fyndið!!!Ekki spurning að halda aðra hrekkjavöku að ári....er þaggi????
Í nornaklæðum mætt ég var og nostrað hafði við
Nornahluti, neglurnar og heildarútlitið
Með kóngulóarvefi um mig alla hér og þar
og sjálflýsandi kóngulær sem sýndu tennurnar.
Ég kom að þessu húsi þar sem hrekkjavakan var
Og sá að kerti loguðu í stigagangi þar
En þegar ég kom inn þá heyrðist öskrað hátt og tryllt
Í flöktinu frá kertunum fékk á sig andlit villt.
Og þarna hékk víst mannvera ég var þó ekki viss
vort væri hún með lífsmarki og hvort ég heyrði fliss
Ég átti alveg von á því að einhver stykki framm
Nú eða í mig potaði ég þóttist heyra þramm.
Með hjartsláttinn í höfðinu ég læddist áfram ein
upp tröppur nokkrar blóðugar og heyrði þetta kvein.
Ég starði stíft á veggina með blóðslettunum á
þarna bæði fótspor mörg og handarför ég sá.
Skyndilega kvað við óp og hlátur skelfingar
gæsahúðin um mig fór ég viss´ei hver það var
sem dauður sat og hélt á flösku rétt við innganginn
ég var alveg að guggn´á því að fara þarna inn.
En dulbúin sem norn ég hugrökk þreif upp hurðina
ýkti svoldiið göngulag og líkamsburðina
fannst ég algjör happagrís að hafa sloppið við
slím og heitan andardrátt og óþægilegt lið.
Þarna inni sátu síðan forynjur í hóp
Dracula var mættur víst og gömul norn með sóp
Vampírur og ljótar verur sveimuðu um allt
mér húsráðandinn heilsaði með andlit hvítt og kalt.
En Hrekkjavakan reyndist síðan skemmtun út í eitt
við djömmuðum og dönsuðum en fórum ekki neitt
og síðan þegar líða tók á þreytusóttina
Hurfu þessar verur allar út í nóttina.
Já...þetta var bara gaman og þótt ég hafi verið að verða lasin þetta kvöld þá lét ég það sko ekki skemma fyrir mér þessa skemmtilegu upplifun og naut þess í botn að vera með staffinu og hafa það ógó gaman....
Ég var svo heima í viku og hélt varla haus en varð að lokum að gefast upp og fá penslín og nefúða til að reyna að losna út úr þessum vibba...en það er ekki alveg að gerast eins hratt og mér finnst það eigi að gera....
Fer í myndatökur ef þetta fer ekki að lagast og læt brjóta af mér nefið ef í hart fer!!!
Í vinnunni eru svo litlu krúttin mín að venjast þessum nýja stað og eru bara ótrúlega dugleg að aðlagast leikskólalífinu, þrátt fyrir ungan aldur ....bara gaman...
Miðvikudagskvöld...kertaljósin flöktandi og allt að hljóðna...nóttin löngu farin að faðma að sér þreytta og lúna landsmenn og kominn tími á mig að skríða í skúffuna mína og fara að sofa....
MUNA: - Hundrað sinnum á dag minni ég sjálfan mig á, að bæði hið innra og ytra líf mitt byggist á því sem aðrir, lifandi og liðnir, hafa skapað. Þess vegna verð ég að leggja mig allan fram við að gefa í sama og ég hef þegið
Love U!!!
Bloggar | Breytt 8.11.2009 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...OKKAR Á MILLI...
29.9.2009 | 21:22
Ég er á eitthvað svo skrýtnum stað í lífinu núna...skil ekki sjálfa mig alveg...og finnst einhvern veginn svo margt ekki eins og það ætti að vera.. frá mér.séð ....
Hvað er að bögga kjeddlinguna???? Aldurinn...??? Þjóðfélagsstaðan??? Of hraðar breytingar??? Essasú??? Góð spurning....veit ekki...skil ekki...finnst samt...svona pínulítið...eins og umhverfið sé að drepa Pollýönnuna í mér...ýta einhvern veginn öllu þessu jákvæða...bjarta...glaða og skemmtilega ínnaníi út í horn og traðka á því...eða...það er allavega einhvernvegin þannig sem mér finnst ég geti skilgreint þetta skrýtna í mér...en samt ekki....
Það er fullt af gleði og jákvæðri orku allt í kringum mig...og ég hamast við að viðhalda henni...þiggja hana...lita hana og gefa áfram... og mér finnst allt gaman...allt fyndið...allt skemmtilegt... hressandi...jákvætt og upplífgandi...
Svo kemur þetta neikvæða...sem dregur úr manni allt sem heitir kraftur og lífsorka...drepur niður gleðina og kæfir hláturinn... gamanið...skemmtilegheitin og hressileikann...
Og ég er alltaf jafn óvarin fyrir þessu brimróti sem skellur svo skyndilega á....aldrei tilbúin...aldrei nógu snögg að forða mér...aldrei nógu glúrin að koma mér undan....
Ég...með alla mína lífsreynslu....hef svo sannarlega fundið fyrir lífinu sjálfu...og alltaf litið á þessa reynslu sem verkefni sem ég þarf að leysa...ætla að leysa...og nýta til betri þroska...gera að betri manneskju...efla og styrkja sálartetrið og byggja upp jafnaðargeð...æðruleysi og skilning á lífsgildunum....geta svo litið til baka og séð að ég lærði eitthvað af þessu öllu...og kenndi öðrum um leið...
...en svo koma þessir dagar þegar maður hreinlega spyr sig...til hvers í andskotanum er þetta eiginlega svona????
Af hverju í veröldinni þarf maður alltaf að sigla í þessum ólgusjó...klífa öldurnar og sökkva hvað eftir annað???? Taka aðra með sér í dýfunum...ná varla andanum...og vera alveg við það að gefast upp...sem...nota bene....má auðvitað ekki????
Ekki halda að ég sé þunglynd eða neitt þess háttar...þá væri ég líklega dauð...nei...guði sé lof...það hefur aldrei verið minn veikleiki...ég myndi frekar segja að ég hafi löngum verið harður nagli....sem kannski hefur bognað skolli oft...en aldrei brotnað...
Ég er fædd í eldmerkinu...Ljónið mikla og sterka...og ég held að það sé gæfa mín og mesti styrkur....því með eldinn að vopni eru allir vegir færir....
Lífssýn mín hefur löngum verið sú að reyna að sjá allt það góða og jákvæða í fari annarra...ýta undir það og reyna að draga ekki úr annarra lífskrafti....leyfa ekkert bíbb í mínu lífi....
Vera jákvæð og kraftmikil....uppörvandi og hjálpsöm og láta alla finna að þeir eru mikilvægastir í geimi....
Það er líklega þess vegna sem ég valdi lífsstarfið mitt...að vinna með yngstu börnunum í leiksólanum....Það er varla hægt að finna skemmtilegra eða meira gefandi starf...hafi maður á annað borð áhuga á þessum litlu ljósberum....Og ég er svoooo endalaust þakklát fyrir það að haf einmitt valið það en ekki eitthvað annað...því það að vakna og vita að það sé heill dagur framundan með öllum þessum litlu stýrum...er mesta gleði sem til er...í mínum huga...Fyrst með mínum eigin ormagormum...sem eru alltaf skemmtileg... og svo með öllum litlu skottunum og pollunum..í leikskólanum....
Enda svo daginn aftur með fjölskyldunni...hlæja að uppákomum dagsins...upplifa dag pjakkanna minna og heyra um allt sem hefur gerst hjá þeim...og deila með þeim skemmtilegum sögum og ævintýrum....og njóta þess að vera bara ég...með þeim...með kallinum mínum....með sjálfri mér...
Svo koma þessar stundir þegar ásakanirnar byrja að klingja í kollinum á mér...af hverju þetta og af hverju hitt...af hverju þurfti þetta eða hitt að gerast...vera svona...vera hinsegin... vera ekki eins og ég vildi....Af hverju getur ekki smá snefill af allri þessari lukku sem aðrir virðast njóta lent inni í lífinu hjá mér...smá heppni...pínu eitthvað sem þarf ekki að hafa fyrir....af hverju er ég alltaf með áhyggjur...alltaf smeyk...alltaf með einhver ónot...alltaf með þessa undirliggjandi kvíðatilfinningu...alltaf með verki...alltaf að kafna úr stressi....alltaf að upplifa vonbrigði...stundum örvæntingu...jafnvel nálgast uppgjöf?????
Já..maður spyr sig....
Þá fara tárin að flæða....í koddann...það má enginn sjá...enginn heyra...enginn skynja....það er svo skammarlegt....það er eitthvað svo vanþakklátt...glatað...niðurlægjandi og ömurlegt....svona eins og maður kunni ekki að meta þetta mjög svo dýrmæta líf sem manni var svo ríkulega úthlutað....
Allt öðru vísi en þegar tárin streyma af eintómri gleði....kæti... vellíðan.. ánægju....hrifningu....aðdáun... hamingju...fíflagangi eða hvað þetta heitir nú allt saman...þetta sem fær hjartað til að taka aukakippi af eintómri gleði að vera ég....um mig....frá mér...til mín.....
Allar þessar tilfinningar...sem flækjast um í hausnum á mér... kroppnum....æðakerfinu...taugakerfinu...blóðrásinni og líffærunum...huganum...hjartanu..sálinni...ÁTS!!!
Hvernig á maður eiginlega að ná jafnvægi...ná flæðinu...ná stjórninni á þessu öllu...sem kallast líf...er líf... verður.. ...líf..?????
Í æsku dreymdi mig drauma...um framtíðina....allt sem ég ætlaði að verða...gera...geta...kunna...afreka....Ég ætlaði sko að verða fræg...nei...orðum það öðru vísi...ég yrði auðvitað fræg...ekki spurning...enda myndi ég skrifa svoddan haug af bókum...miklu miklu fleiri en hann Halldór Laxness nokkurn tímann sko...það var aldrei vafi...enda sá kall í miklu uppáhaldi...að maður nú tali ekki um Sobbeggi afi (lesist sem Þórbergur) Ann-Cath.-Wetly....Astrid Lindgren og Enid Blyton...
Það var aldrei nokkurn tíma til svo mikið sem sandkorn af efa um að ég myndi ná sömu hæðum og þau öll til saman í ritsmíðinni....
Ég ætlaði alltaf að vinna með börnum...það lá bara beinast við...þau voru uppspretta alls...þau voru það besta sem fyrirfannst...þau voru það sem mér fannst lífið snúast um...og þar er ég ennþá sammála litlu ljóshærðu ljónynjunni ...mér....því þau eru uppspretta alls þess fallega sem til er í henni veröld....
Og ég ætlaði auðvitað að eignast helling af börnum...allavega tíu sko...með fallegum manni...og eiga fallegt hús með garði þar sem börnin mín og nágrannanna gátu átt sínar ævintýralegustu og bestu stundir...
Ég gerði mér ekki grein fyrir kostnaðnum sem fylgir þessari eignamyndun...enda hlyti ég að vera svo rík af öllum bókaskrifnum að peningar yrðu nú ekkert vesen....je right....
Ég ætlaði að ferðast um heiminn...skoða allt sem mér dytti í hug að langa að skoða..skrifa um það bækur...leikrit og ljóð...og jafnvel semja tónlist...þó ég lærði aldrei á píanóið sem ég hafði aðgang að í næsta húsi...enda samræmdist það ekki mínum kröfum að þurfa að læra á annarra manna hljóðfæri sko...þótt læknishjónunum fyndist bara gaman að hafa mig þarna glamrandi á glansandi svartan flygilinn....
Ég ætlaði líka að bjarga svo mörgu...sérstaklega öllum svöngu börnunum í heiminum...börnunum sem áttu bágt...höfðu misst mömmu sína eða pabba í útlöndum og börnunum sem áttu ekkert dót....
Ég vissi ekki þá hvað það eru miklar og ógeðslegar hörmungar í þessari veröld okkar...óraði ekki fyrir öllu ógeðinu og ljótleikanum sem til er....og hversu vanmáttugur og lítils megnugur maður er gagnvart þeim.....
Ég ætlaði líka að verða söngkona....leikkona...dansari og leikstjóri....stofna barnakór og búa til söngleiki handa börnum....svona í anda The Sound of music og Kardemommubæjarins....
Ég ætlaði mér svo ótalmargt....var svo örugg og frjáls í huganum...með trúnaðartraustið í lagi og ekki vantaði heldur sjálfsálitið eða sjálfstraustið...styrkinn til að vilja...geta og trúa....Ég var ekki hávær í skólanum endilega...en ég stjórnaði hverfinu mínu....og örugglega heimilinu líka....
Mér fannst svoooo gaman að vera til...leika...tralla...vera með öllum krökkunum....eiga frábærar vinkonur og bestu fjölskyldu í heiminum....fá að vera ég sjálf...og vera viðurkennd sem slík....
Ég veit síðan ekki alveg hvað gerðist...en einhvers staðar á leiðinni óx ég upp...hvarf inn í heim hinna fullorðnu...heim reglna og skyldna...fyrirfram ákveðinna gilda...og skildi að lífið var ekki eins auðvelt og það leit út fyrir að vera....þannig séð....týndi samt aldrei barninu í sjálfri mér...en hef hamið það heilmikið...og kennt að vera ekki með of mikil læti....leyfi því nú samt alveg að rasa svona inn á milli...engin kúgun í gangi neitt...
Ég gerði sumt...annað ekki....er sigurvegari á mörgum sviðum...en langt í frá öllum...
Ég gerði leikskólakennslu að lífsstarfi mínu..og sé ekki eftir því...hef skrifað bækur...en ekki eins margar og Laxness....hef skrifað söngleik...fyrir fullorðna....hef skrifað ljóð...en ekki samið lög...hef gert barnakasettu með sögu og söngvum...sem gladdi nokkra krakkapjakka svolítið...hef ferðast helling...en ekki skrifað sérstaklega um það...hef kannski hjálpað einhverjum...en ekki bjargað mörgu í heiminum...
Ég týndi sjálfstraustinu og trúnni á eigin getu einhvers staðar þarna á leiðinni...veit ekki hvar eða hvenær...læt óöryggið ráða allt of miklu og reyni bara að fela það með fíflagangi....er að kafna úr einhvers konar feimni...en er að berjast við að leyfa mér það ekki...finn svo sterkt fyrir þessari ólgandi óreiðu innan í mér sem ég næ ekki að beisla...veit ekki hvað allt þetta tilfinningaflóð kallast...eða hvort það á einhver nöfn...skil ekki af hverju ég skil ekki hvernig mér líður!!!!!!
Ég á besta mann sem hægt er að eiga...flottustu og bestu börn sem til eru í heiminum....frábærustu foreldrana og systkinin....tengdafjölskylduna...mágana og mágkonuna.... frændsystkinin...vinkonurnar...vinina....vinnufélagana...krílin og foreldrana...skólafélagana og guð má vita hvað margir hafa orðið á vegi mínum á þessari stuttu leið minni í gegnum lífið...fyrir utan alla sem ég á eftir að hitta....og ég er óendanlega þakklát fyrir það...væri ekkert án þeirra...hefði aldrei verið neitt án þeirra....væri allavegana ekki ég...bullutröll aldarinnar...sem veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga...skil ekki sjálfa mig..skil ekki tilveruna...en er samt að glotta meinlega að þessu röfli sem komið er á þennan tölvuskjá...og finnst svolítið mikið fyndið að vera ég...eftir allt....
Breyttu aðeins því sem þarf að breyta en hreyfðu ekki við því sem ekki þarf að breyta. Biddu Guð um hjálp til að greina þar á milli.
- Þeir sem hleypa sólskini inn í líf annarra geta ekki haldið því frá sjálfum sér.-Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
....SMÁ PÆLING BARA...
14.9.2009 | 17:51
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)