...HREKKJAVÖKUDRAMA....

               

Einhvern veginn hefur mér tekist að blogga ekkert í óratíma og skil eiginlega ekki af hverju...eins og mér finnst þetta skemmtilegt...en ég hefði nú kannski átt að vera löngu búin að setja inn allavega eina hressilega færslu til að koma í veg fyrir að fólk haldi að ég sé dottin í einhvers konar þunglyndi og leiða....

  

Frá mínum bæjardyrum séð var síðasta færsla bara svona persónuleg pæling....um lífið og tilveruna á þeirri stundu...sem kom bara og var sett inn...en átti alls ekki að valda fólki einhvers konar ótta eða áhyggjum...ég er fín!!!!

Það vottar ekki fyrir þunglyndi eða leiðindum í mínum huga...ég held ég teljist bara hreinskilin...segi það sem mig langar að segja...ég er hins vegar ekki kona mikilla og örra breytinga...þarf bara minn tíma til að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttum áherslum...sérstaklega þegar mér líður ágætlega í þeim og finnst ástæðulaust að gera mikið rúmrusk...

En breytingar eru alls ekki alslæmar...ónei...og tíminn vinnur sitt verk...

  

Álfhólsvegsgengið er í banastuði....tveir búnir að fá einhvers konar flensu...líklega Mrs. Piggy...en ekki staðfest...og þeir hinir sömu kræktu sér í lungnabólgu í kaupbæti...eftir að hafa farið of fljótt af stað....eða það er mín tilgáta....

  

Sjálf varð ég að beygja mig undir þá staðreynd að ennis og kinnholubólgur tóku yfirhöndina og felldu kellu...og eru enn að hrella mig....en ég er þó komin af stað í vinnu á nýjan leik og bít bara á jaxlinn og bölva þessum óbjóði í huganum....

Sjá mynd í fullri stærð

  

Sama dag og ég byrjaði að finna til tevatnsins blésu starfsmenn í Litla bláa krúttkofanum til Hallopweenpartýs og mættu allir í skelfilegum búningum...ljótum og illúðlegum...og var verulega vígalegt að horfa yfir hópinn þetta kvöld...eiginlega bara skelfilegt...

  

Kokkurinn okkar sá um að bjóða til hrekkjavökunnar og var í banastuði...enda búsettt í Ameríku í mörg ár og kunni sko aðeins of vel til verka...

  

Þegar ég mætti til dæmis þurfti ég að labba inn i stigaganginn þar sem hún býr og þar var frekar skuggalegt um að litast....kerti flöktandi...verur í þurrísstrókum hér og þar og blóðslettur um alla veggi og gólf...að maður nú tali ekki um óhljóðin sem þarna bárust um ganginn...ó mæ god!!! Ég þurfti virkilega að herða mig upp til að þora að fara upp tröppurnar...átti von á hverju sem var þarna ein og óstudd....

  

Uppi voru svo kóngulær og vefir um allt og samstrfsfólkið uppstrílað og ill árennnilegt....

  

Þetta var mjög skemmtilegt og öðruvísi kvöld...og átti eftir að hafa afleiðingar sem engan óraði fyrir...nefnilega...að einhverjum var litið þarna inn nokkru seinna...og tilkynnti lögreglu um válegan vettvang...

Aumingja kokkurinn okkar sat svo við sjónvarpsgláp...alsaklaus...þegar alvopnað lögreglulið ruddist inn á hana til að koma höndum yfir þennan stórhættulega morðingja!!!!

 Ha ha ha!!! Þetta þótti okkur bara fyndið!!!   

Ekki spurning að halda aðra hrekkjavöku að ári....er þaggi????

   

Í nornaklæðum mætt ég var og nostrað hafði við

Nornahluti, neglurnar og heildarútlitið

Með kóngulóarvefi um mig alla hér og þar

og sjálflýsandi kóngulær sem sýndu tennurnar.

  

Ég kom að þessu húsi þar sem hrekkjavakan var

Og sá að kerti loguðu í stigagangi þar

En þegar ég kom inn þá heyrðist öskrað hátt og tryllt

Í flöktinu frá kertunum fékk á sig andlit villt.    

 

Og þarna hékk víst mannvera ég var þó ekki viss

vort væri hún með lífsmarki og hvort ég heyrði fliss

Ég átti alveg von á því að einhver stykki framm 

Nú eða í mig potaði ég þóttist heyra þramm.

Með hjartsláttinn í höfðinu ég læddist áfram ein

upp tröppur nokkrar blóðugar og heyrði þetta kvein.

Ég starði stíft á veggina með blóðslettunum á

þarna bæði fótspor mörg og handarför ég sá.

Skyndilega kvað við óp og hlátur skelfingar

gæsahúðin um mig fór ég viss´ei hver það var

sem dauður sat og hélt á flösku rétt við innganginn

ég var alveg að guggn´á því að fara þarna inn.

En dulbúin sem norn ég hugrökk þreif upp hurðina

ýkti svoldiið göngulag og líkamsburðina

fannst ég algjör happagrís að hafa sloppið við

slím og heitan andardrátt og óþægilegt lið.

Þarna inni sátu síðan forynjur í hóp

Dracula var mættur víst og gömul norn með sóp

Vampírur og ljótar verur sveimuðu um allt

mér húsráðandinn heilsaði með andlit hvítt og kalt.

En Hrekkjavakan reyndist síðan skemmtun út í eitt

við djömmuðum og dönsuðum en fórum ekki neitt

og síðan þegar líða tók á þreytusóttina

Hurfu þessar verur allar út í nóttina.

  

Já...þetta var bara gaman og þótt ég hafi verið að verða lasin þetta kvöld þá lét ég það sko ekki skemma fyrir mér þessa skemmtilegu upplifun og naut þess í botn að vera með staffinu og hafa það ógó gaman....

Ég var svo heima í viku og hélt varla haus en varð að lokum að gefast upp og fá penslín og nefúða til að reyna að losna út úr þessum vibba...en það er ekki alveg að gerast eins hratt og mér finnst það eigi að gera....

Fer í myndatökur ef þetta fer ekki að lagast og læt brjóta af mér nefið ef í hart fer!!!

  

Í vinnunni eru svo litlu krúttin mín að venjast þessum nýja stað og eru bara ótrúlega dugleg að aðlagast leikskólalífinu, þrátt fyrir ungan aldur ....bara gaman...

  

Miðvikudagskvöld...kertaljósin flöktandi og allt að hljóðna...nóttin löngu farin að faðma að sér þreytta og lúna landsmenn og kominn tími á mig að skríða í skúffuna mína og fara að sofa....

  

MUNA: - Hundrað sinnum á dag minni ég sjálfan mig á, að bæði hið innra og ytra líf mitt byggist á því sem aðrir, lifandi og liðnir, hafa skapað. Þess vegna verð ég að leggja mig allan fram við að gefa í sama og ég hef þegið –

  Love U!!!     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú sendir frá þér uppbyggilega pistla Bergljót.  Það er orðið sjaldgæft að sjá slíkt á Moggabloggi og því enn verðmætara fyrir vikið.

Takk. 

Anna Einarsdóttir, 5.11.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flottur pistill að venju frá þér

Sigrún Jónsdóttir, 16.11.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband