Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
HÁLFT ÁR...OG EKKERT BLOGG...#:O(
29.6.2010 | 21:22
Já, stundum er það svo að maður einhvern veginn er kýldur út á kantinn, það gerðist og ég ákvað að láta bloggið eiga sig. Hins vegar var þetta orðinn svo stór partur af tilverunni að ég hef saknað þess sárt.
Moggablogg eða eitthvað annað...skiptir engu...ég bara verð hér áfram og lesi þeir sem lesa vilja...aðrir bara sleppa því...er það ekki bara málið?
Og allt birt án ábyrgðar...þannig verður það bara....
Við erum búin að vera hér í Paradísinni á Álfhólsveginum í heilt ár og erum sko alveg að fíla það...hér eru ekki læti eða hávaði...hér er bara fuglasöngur frá morgni til kvölds í bland við allavega unglingamúsikk...mér finnst þú alveg geðveikt fínn gaur...babbar´Americano...og fleira skylt...
Við foreldrarnir vorum eitt sinn unglingar...svo við skiljum alveg þegar þarf að tjúnna aðeins upp...það tilheyrir...annaðhvort er þetta eitthvað tengt truflun á unglingaheyrn tengdri hormónaflæði...ellegar bara það er svo gaman að vera til og hafa tónlistina í botni...:o)
Unglingarnir eru sem sagt allir í vinnu í sumar, Elstimann og Miðormurinn hjá Áhaldahúsinu og Minnstan í unglingavinnunni. Og Kærastan hans Elsta er líka flutt hingað...og hún er að passa lítið Frakkakrútt sem er að bræða okkur öll með frönsku babbli og krúttlegheitum...
Þau eru sem sagt bara hin hressustu og allt að gerast...
Strákarnir eru báðir að fá Æfingaakstursleyfi á Miðvikudaginn svo þá fer nú díselkostnaðurinn eflaust að rjúka upp...he he...
Magginn og ég erum í sumarfríi, hann fram að Versló en ég aðeins lengur...og við erum sko alveg að njóta þess til hins ítrasta...
Við notuðum fyrstu sameiginlegu frívikuna í að skondrast austur að Stóra-Hofi í bústað og áttum gersamlega frábæra viku þar...130m2 hús...pallur og heitur pottur...HM á fullu..sól og bongóblíða..hvað viljiði meira????
Fengum góða gesti um helgina en vorum bara fjögur alla vikuna....tjilluðum og nutum þess að hvílast og gera bara sem allra minnst.
Rúlluðum aðeins um sveitina og kíktum í Þjóðveldisbæinn...og renndum svo upp á hálenndið til að skoða Landmannalaugarnar einn daginn. Það var mjög skemmtileg ferð og við sáum margt sem við höfum ekki séð áður....
Ætluðum aldeilis að leggjast í heitar laugar í Landmannalaugum en snarhættum við þegar við sáum skilti þar sem varað var við því að þeir sem böðuðu sig þarna gætu orðið varir við svokallaðan SUNDMANNAKLÁÐA...Það var ekki beint að heilla mannskapinn svo við létum okkar ágæta heita pott duga þann daginn....
Eftir þessa sæluviku höfum við svo bara haft það ógó gott hér heima og erum ekki með nein plön...látum bara hvern dag bjóða upp á eitthvað óvænt og skemmtilegt...
Og HM er ekkert voðalega leiðinlegt sko...alltaf að verða meira og meira spennandi og ég vona svo sannarlega að Spánverjarnir nái hæstu hæðum...með Torresinn minn og Villa í fararbroddi....
Í dag er svo dagurinn þar sem við skrifum þeim bréf sem okkur finnst hafa verið til fyrirmyndar. Ég myndi alveg vilja skrifa æði mörgum bréf, það eru margir sem eru góðar fyrirmyndir í mínu lífi, engin ein eða einn, margir.
Held samt að án nánasta fólksins míns væri ekki mikið af mér hérna...án þeirra væri ég ekkert...það er bara alveg klárt. Þau fá bréf. Mig vantar samt fleiri, þarf að fara á eftir á N1og nálgast nokkur bréfsefni....
Mér finnst þetta bara gaman...spennandi og virkilega skemmtileg hugmynd.
Og mér finnst ekki leiðinlegt að sitja hér og blogga..það er svo mikið ég...he he...:o)
Set eitt lítið ljóð með til að kóróna þá ákvörðun að gera það sem ég vil...en ekki láta aðra hafa áhrif á mig og mitt val...
ÉG VEL....
Að morgni dags mál er til vinnu að vakna
myrkrið er algert og freisting að kúra
draumarnir ferskir ég strax þeirra sakna
langar svo mikið að liggja og lúra.
Þá tvennt er í boði, að gleðjast og brosa
Ellegar fúllynd í sængina tosa.
Ég vel alltaf kostinn að brosa og hlæja
Því gleðin hún iljar mér hjarta um rætur
ég nenni sko ekki að ó-a og æja
en þakka það bara að komast á fætur.
ég vorkenni sjálfri mér alls ekki neitt
en klæði mig bara þótt enn sé ég þreytt.
Ég hlusta á útvarp og heyri þau tala
um kreppu og málefni þjóðar í vanda
á neikvæðni eru þau stöðugt að ala
svartsýnishjalið er öllu að granda
Ég ákveð í stað þess að vera með væl
af bjartsýni taki ég lífið með stæl
Til vinnu svo held ég í huganum þakka
Fyrir að starfið mitt gleði mér færi
ég elska að stússast og hugsa um krakka
veit ekki hvernig ég án þeirra væri
ég gæti sko volað og vælt yfir kjörum
en vel það að skrimta með brosið á vörum.
2009.
MUNA: Engum leiðist að heyra þessi orð: " Ég elska þig."
Láttu þá sem þú elskar vita hvað þeir eru þér mikils viðri við hvaða tækifæri sem gefst.
Adios amigos...loveU
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)