Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
..SUNNUDAGUR OG SÆLA....
30.3.2008 | 19:10
Sunnudagur og Hemminn í banastuði á Bylgjunni...Púlararnir mínir búnir að rúlla Everton upp...pönnukökurnar farnar að meltast þarna einhvers staðar innan í mér og vellíðanin streymandi um æðakerfið...snillingur, þessi sem fann upp hvíldardagana....
Annars erum við Trönuhjallatöffararnir bara í góðum gír....
Minnstan á leiðinni að norðan...búin að skíða þar og skemmta sér...fara út að borða og í bíó og éta snakk fyrir peninginn...og ég bara að bíða eftir þvotti frá henni því daman er á leið á Reyki í fyrramálið....
Magginn og ég kíktum í heimsókn til fyrrum eigenda Tönju hundastelpu...til að leyfa henni að hitta foreldra sína og fá nokkrar skemmtilegar sögur eigendanna í bland...og var það mjög skemmtileg og lærdómsrík heimsókn svona fyrir utan það að mamman er kannski ekkert sérlega gestrisin...he he...
Hjónin tóku okkur opnum örmum og fannst svooo gaman að sjá litla hvolpinn orðinn að hefðardömu...en foreldrarnir sáu hana á tvennan hátt...annars vegar sem ógn og hins vegar sem spennandi kost....
Mamman sem sagt RÉÐIST á litlu ljónynjuna.....og þaggaði niður í henni með því að BÍTA hana í hausinn..rétt við augað...en pabbinn reyndi að gera margar tilraunir til að komast upp á sína eigin dóttur...sifjaspell skiluru...þykir samt ekki alvarlegt í heimi dýranna...er ¨natural¨
Tanja flottasta skvísa landsins....
Litla ljónynjan varð gjörsamlega að engu þarna...fór alveg í flækju og reyndi að fela sig á bak við okkur og gera sem minnst úr sér...Pabbinn var voða sætur og flottur...en honum fannst þessi skvísa bara einum of freistandi...enda mundi hann ekkert eftir henni....
Mamman var náttla nýbúin að eignast ógó flotta hvolpa...þrjár litlar systur handa Tönjunni...og var líklega bara skíthrædd um að Tanja myndi stela þeim af sér... Það var svo fyndið að upplifa þetta móment...þegar sú sem ALLTAF ræður...varð að lúffa fyrir annanrri frekari og öðrum ágengari....he he...
Hollt og gott fyrir þessa litlu ofurskvísu...kennir henni að vera ekki með kjaft við sér eldri og reyndari hunda....
Litla ljónið sem er ekki hrædd við Sjeffer og Doberman...og stjórnar öðrum hundum í fjölskyldunni algerlega....
Tanja er enn að jafna sig eftir lætin...öskrin..veinið og spangólið...og er komin með ljóta sýkingu í augað eftir bitið....
Wow hvað hún lærði mikið á einu kvöldi...
Okkur fannst hins vegar mjög gaman að koma og sjá þessa flottu foreldra hundastelpunnar okkar....sjá hvaðan hún hefur útlitið og heyra um skapgerðareinkenni...venjur og siði....bara gaman....
Ætlum að reyna aftur síðar...þegar hvolpakrílin verða komin til góðra eigenda...ohhhh...þeir eru svoooo sææææætir!!!! Algjörar dúllur!!!!
Elnan og ég ætluðum að föndra feitt allan laugardaginn en það urðu ýmsar breytingar á því plani og margar góðar sko...því við fengum nýjan og flotttan sófa...Elstimann fékk rúm og náttborð....og svo fengum við líka sófaborð og stól...svo nú erum við að breyta...leita...skreyta....og gera sætt hjá okkur...eins og er alltaf....en ef einhvern vantar tvo ágæta sófa...þriggja og tveggja sæta...þá má koma og hirða þá....mjög fínir og penir...með púðum og alles...kosta ekkert...bara sækja....
Fórum svo með ALLAR flöskur og dósir...svo kannski fer ég að komast í frystikistuna aftur...thí hí...litla sæta geymslukrílið mitt er svo stútfullt að það hálfa væri nóg...en ég get ENGU hent...alveg satt....
Skemmtileg vika framundan...með litlu leikskólakrúttunum mínum sætu...það er svoooo gaman að mæta á mánudögum og fá allt knúsið og finna hvað ég saknaði þessara litlu gullmola....því það eru þau öll....
Stundum líður mér svona eins og ég hafi LÁNAÐ þau til foreldranna...og kannski er það eigingirni...eða að ástæðan sé sú að ég er með þeim átta til níu tíma á dag og þetta verða ósjálfrátt svo miklir hlutar af manni...wow...ef maður hugsar til baka...til allra sem maður hefur verið að annast...hugsa um....kenna og leika við í gegnum tíðina....í allt 22 ár....ég er ekkert smá rík af öllu sem mér hefur verið gefið...öll þessi bros...knús...tár...orð....úff...maður verður bara næstum klökkur.... Samt er ekki séns að reyna að muna hvert andlit...hvert nafn....
Jæja....komin út á hálan ís....vona að vikan verði bara fín hjá öllum...slysalaus...full af flottum verkefnum og fínum úrlausnum...skemmtilegum hugmyndum og ánægjulegum samverustundum með góðu fólki...Njótið!!!!
TVEIR NETTIR Í RESTINA....
Eiginmaðurinn kleip konuna sína létt í aðra rasskinnina og sagði:,,Ef þú næðir þessum aðeins stinnari þá gætirðu hætt að ganga í shockup sokkabuxum Síðan kleip hann í annað brjóstið á henni og sagði:,,Og ef þetta væri aðeins stinnara þá gætirðu látið brjóstarhaldarann fjúka Konan var nú orðin fokvond. Hún kleip manninn í typpið og sagði:,,Ef þú næðir þessum upp þá gætum við losað okkur við garðyrkjumanninn, póstberann, piparann og bróður þinn
He he he..
Maður og kona sem höfðu aldrei hist áður, en voru bæði gift öðrum
aðilum, höfðu verið bókuð í sama lestarklefann á ferðalagi. Eftir
frekar vandræðalega stund og óþægilegar mínútur yfir því að þurfa að
deila klefa, voru þau bæði orðin mjög þreytt og sofnuðu
fljótlega. Hann í efri koju og hún í neðri kojunni. Um kl 1.00 um
nóttina hallaði maðurinn sér yfir kojuna og vakti konuna blíðlega.
Pst...pst.... sagði hann. Fyrirgefðu frú að ég sé að trufla þig en viltu
vera svo væn að opna skápinn fyrir mig og rétta mér annað teppi, mér
er svo kalt. Ég hef betri hugmynd, sagði hún. Hvernig líst þér á að
við látum eins og við séum gift - Bara í nótt ? VÁÁ - það er frábær
hugmynd svaraði hann. Gott sagði hún: "Farðu þá og náðu í þitt andsk...
teppi sjálfur"
Eftir augnabliksþögn - þá rak hann við
Thí hí....
Lovjú!
Bloggar | Breytt 31.3.2008 kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
..EINS GOTT AÐ ÞEIR ERU BARA EINU SINNI Á ÁRI.....
25.3.2008 | 23:48
Þá er nú laaaangþráðu páskafríi lokið og allir orðnir nokkrum grömmunum þyngri eftir sælkeramat og eggjaát dauðans....
Nutum þess í botn að vera heima og kúsa okkur...fara í laaangan bíltúr austur fyrir fjall...kíkja á og knúsa tvíburakrúttin okkar í klessu...skoða litla sæta voffakrúttið þeirra og dást að.....kíkja í heilsubælið í Borgarheiðinni og bruna svo Þingvallahringinn heim...ómg...hvað það var allt FALLEGT þennan langa föstudag....sól og snjór og heiðskír himinn og allt að gera sig...enda voru teknar myndir fyrir allan peninginn....
Þingvellir voru algert konfekt í ljósaskiptunum og tunglið...maður minn...við gátum ekki keyrt því við URÐUM að horfa og horfa og horfa....
Magginn reyndi að fanga þessi augnablik á myndavélina sína góðu...og tókst bara nokkuð vel....
Ég FANN EKKI páskaskrautið mitt þetta árið...og ég REYNDI ekki einu sinni að leita...minnug þess þegar geymslan hrundi yfir mig...nennti sko ekki svoleiðis bulli og bauð henni bara gleðilega páska og tek til þar seinna....
Ég fór bara í Blómaval og keypti páskagrein og páskaliljur...fann hluta af fermingarskrautinu og lét það gott heita...hmmmm...geri bara meira næst...
Á páskadagsmorgun vöknuðum við hjónakornin um hálftólf og vorum hálf sjokkeruð yfir grísunum þremur...sem venjulega eru búnir að finna páskaeggin á þessum tíma dags...en í ár URÐUM VIÐ AÐ VEKJA ÞAU...sæll...er eitthvað að breytast hérna eða....????
Jæja..liðið spratt á lappir...NOT...en var samt voða spennt fyrir eggjaleitinni miklu....og skelltu sér í verkið af fullum krafti....
Þau voru búin að mælast til að ég þyngdi verkefnið MIKIÐ og mér tíkst það bara...he he...
Gerði líka leit fyrir Reykásinn og Borgarheiðina....fer kannski bara að framleiða þetta...já sæll....Thí hí...
Þar sem ég er soldið mikið kvikindi svona inn við beinið og víðar...þá lét ég þau fara upp og niður og út og suður og passaði að hafa ENGA pósta nálægt hver öðrum.....og þau skottuðust því hægri vinstri...hin þolinmóðustu...og ég og Magginn sátum og skemmtum okkur ótrúlega vel yfir öllum pælingunum og orðskrípunum sem ultu upp úr þessum flottu grislingum okkar....
76. mínútum eftir að fyrsta vísbending var afhent fundust eggin loks uppi í skáp hjá Minnstunni....og þá brosti gengið allan hringinn....
Það þarf náttla ekki að spyrja að því...en eggin brögðuðust að sjálfsögðu BEST.....
Ég henti hinum dásamlega kalkúni svo í ofninn og við brunuðum í páskakaffi í Funalindina til Mömmsunnar og pabbalingsins og þar var étið og étið og étið....og allir fengu súkkulaðiegg og málshætti...bara flott....
Vantaði hluta af liðinu...það var nebbla ekkert páskafrí hjá þeim í Ensku deildinni....en þar sem mamman mín er svoddan fótboltabulla kippir hún sér ekkert upp við slíkt....
Ég stakk reyndar upp á því að við tækjum bara afruglaragræjuna með...en okkar menn spiluðu snemma og því þótti Magganum engin þörf á því....
Eftir þessa átveislu fórum við heim og náðum í kalkúninn.... fyllinguna... sósuna og waldorfsallatið og hentumst upp í Reykás þar sem skyldi snætt í kompaníi við dreyfbýlistútturnar í útjaðri Reykjavíkur....
Og svo var étið og étið og étið....æi...líklega bættust aðeins meira en nokkur grömm á okkur þetta árið eins og öll önnur...en NAMMMMMMMM....sé ekki eftir neinu...fer bara að labba meira....
Fór reyndar í einn tíma á fimmtándu hæðina en það var eiginlega svona meira í ætt við sjúkraþjálfun...fer samt kannski aftur....
Veit ekki hvort Magginn er samt til í það...því að er slysagildra þarna og AUÐVITAÐ lenti hann í henni...en ekki hvað???? Segi ekki meir... neibb.... ekki spyrja....
Allavega...fórum í afmæli á annan í páskum og það var hann litli Kristján Arnór sem varð 7 ára þann átjánda...TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SÆTI!
Sigrún vinkona átti líka afmæli sama dag og aðeins áður, þann níunda, átti frænkugullið mitt, hún Salvör, líka afmæli...TIL HAMINGJU FLOTTUSTU!!!!!
Fínir páskar að baki og nú er bara að telja niður í sumrfríið!!!
Ég lengdi reyndar fríið mitt og var heima í dag....var að pakka Minnstunni niður...daman á leið á skíði á Akureyri í fimm daga og svo fer hún á Reyki í aðra fimm...svo þetta verður kannski voða skrýtið hérna hjá okkur Trönuhjallatöffurunum...engin Minnsta..buhu...
Verður samt voða fjör hjá henni...ömmu og afa og Gummanum...Kristínunni og Kristjáninum....AÐAL skíðatöffararnir....
Ég get svarið það...það er ekki komið miðnætti og mér er að takast það...na na nabú bú....þá VEIT ENGINN hvenær ég fer að sofa...he he...en það er oft aðal umræðuefnið í kaffistofunni og í vel völdum símtölum sem ég fæ....
MUNIÐ: Að vera stillt og góð og knúsa alla í kringum ykkur...
EINN Í RESTINA:
Sturla litli er sá klárasti í bekknum og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin.
Svo að hann hefði nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann auka spurningar. " Sturla minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir"
"Enginn", svarar Sturla. "Hvað meinar þú enginn", spyr kennslukonan "Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Sturla
Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir Sturla litli upp hendi. "Já Sturla " "Má ég spyrja þig einnar spurningar" "Endilega" segir kennslukonan.
"Ókei, 3 konur standa við ísbíl og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift" Spyr Sturla. Kennslukonan roðnar og segir,
"Eee.ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn eða eitthvað" "Neeiiii" segir Sturla litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"
Ha ha ha....
Lovjú!
Bloggar | Breytt 26.3.2008 kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
...SÚKKULAÐIÓRATORÍA....
23.3.2008 | 23:00
GLEÐILEGA PÁSKA ALLIR SAMAN!!!!
Þá er páskaeggjaleitinni lokið þetta árið...he he...en ef þið hefðuð gaman af að spreyta ykkur þá er hann hér....Svörin koma í næsta bloggi....thí hí...
PÁSKALEIKUR 2008....
LEITIN AÐ EGGJUNUM GÓÐU...
FYRSTA VÍSBENDING:
Árla morguns eldhress mamma
eitruð fer um hús að þramma
hennar fyrsta verk er það
að koma við á einum stað
brátt fer býtið hér að hljóma
dúerttinn er þeim til sóma.
ÖNNUR VÍSBENDING:
Stundum verður mönnum mál
þá meiga nota vissa skál
þykir gott í góðu næði
að athafna sig, gera bæði
þarfaþing þar nálægt er
í lokin fléttuð þjónar þér.
ÞRIÐJA VÍSBENDING:
Er flutningunum loksins lauk
í horni áttum engan hauk
úr Ógeðshúsi í stofu gnæfði
okkar huga ákaft æfði
í Sorpu sendum ferlíkið
á sama stað bættist betra við....
FJÓRÐA VÍSBENDING....
Teppahrúga huldi það
í öðru húsi, á öðrum stað
gagnlegt reyndist ekki vera
þurfti sjaldan þungt að bera
aukakíló ættu að fjúka
ef einhverjir nenntu á þetta að rjúka....
FIMMTA VÍSBENDING:
Þegar flíkur fara að skitna
á þessu fer endalaust að bitna
margar gerðir má víst finna
sem lykta bara meira og minna
ósköp vel en þessi er best
mamma notar hana mest....
SJÖTTA VÍSBENDING:
Sænskir frömuðir fundu út
að fúlt það er að sitja í hnút
því lögðu þeir heilana sína í bleyti
og sendu svo hver öðrum heillaskeyti
þeir fundu lausn sem þótti flott
að sitja á Hermanni er svo gott.....
SJÖUNDA VÍSBENDING:
Ein jólin fannst henni mömmu svo svalt
að gefa það sem væri ei kalt
hún arkaði um og leitaði vel
og vandaði valið, ég sannlega tel
á góðum stað hangir þessi snilld
sem bóndinn nú getur víst notað af villd....
ÁTTUNDA VÍSBENDING:
Hann pabbi kom eitt sinn heim með hann
og mamma starði á gefandann
því eitt sinn hún fleygt hafði einum slíkum
fékk ógeð á gripnum og öllum hans líkum
því fitugur verður og forugur gjarna
þótt vinsæll hann teljist nú oft meðal barna....
NÍUNDA VÍSBENDING:
Úff, ef þú opnar og veist ekki betur
en tekur þá áhætt að sjá nú hvað setur
er öruggt að nebbinn þinn kvarti og kveini
en fýluna geymir þó staðurinn eini
sem betur fer fylgdi hann húsinu góða
og geymir nú hluti sem inn vilt ei bjóða...
TÍUNDA VÍSBENDING....
Á páskunum ætlum að hafa það náðugt
þó fólk vilji alls ekki telja sig gráðugt
á stað einum stendur eitt ferklíki núna
sem stikna mun síðar, fá húð á sig brúna
sem ungabarn útlitið getur þig blekkt
en þó er nú kvikindið alls ekkert kvekkt....
ELLEFTA VÍSBENDING:
Í sumar mun sólin á himninum dvelja
sólarvörn búðirnar ört munu selja
þá getum við kúrt þarna sólbrún og sæl
án kallsins í neðra, nú er ekkert væl
en grannarnir umhverfis njóta þess líka
þar ef til vill myndast mun ágætis klíka...
TÓLFTA VÍSBENDING:
Í kuldanum kunna þeir langbest við sig
en langar þó gjarnan að dekra við þig
þeir elska að láta þig halda á sér
og helst vilja gefa þér bita af sér
daprir í bragði ef enginn þá sækir
en arga af gleði ef í þá þú krækir....
ÞRETTÁNDA VÍSBENDING:
Opnast þessi oft á dag
á henni kunna flestir lag
bak við handfang holan dimm
leyndardóminn geymir grimm
óttast þarf þó enginn það
að koma við á þessum stað...
.
FJÓRTÁNDA VÍSBENDING....
Einu sinni í poka var
varningur sem ilminn bar
í þennan merka hlut að ná
nú raðast pokar einn og einn
í hólk sem stendur alveg beinn....
FIMMTÁNDA VÍSBENDING:
Sýprusarnir saman tveir
stóðu í þessum, en síðar meir
hent þeim var á ruslahaug
því sólin úr þeim kraftinn saug
undirstaðan enn er hér
útiloftið um þá fer....
SEXTÁNDA VÍSBENDING:
Lítil skotta laumast til
að lúra þar, ég hana skil
þarna kúldrast lengi getur
þótt sjaldan gert það hafi í vetur
að vera þar þó telur svik
ef gert hún hefur skammarstrik....
SAUTJÁNDA VÍSBENDING:
Sending barst á heimilið
það brugðust flestir glaðir við
en einn þó kættist allra mest
því þetta reyndist honum best
hluti þess sem fjarlægt var
býður núna förgunar.....
ÁTJÁNDA VÍSBENDING....
Laugardagar leyfa það
að leita eins á vísum stað
með krónkalla í krumlu ferð
og kaupir sætt af bestu gerð
í fötu berð það ekki heim
því heldur ei með höndum tveim.....
NÍTJÁNDA VÍSBENDING:
Það er svo skrýtið með einn stað
að þó ei nokkur viti það
þá heimsfrægð gæti falið hann
ég útskýringu enga kann
skilaboðin berast bara
honum framhjá ei þau fara.....
TUTTUGASTA VÍSBENDING:
Unaðslegan ilminn ber
út í eldhúsið hjá þér
sparigræja þarna situr
óskaplega ein og vitur
glæný hefur ekki enn
bakað oní neina menn....
TUTTUGASTAOGFYRSTA VÍSBENDING....
Um vefinn getur flakkað glaður
skoðað allan heiminn, maður
getur orðið þreyttur, lúinn
algerlega tæmdur, búinn
huggun mun þín sjálfsagt vitja
þú heppinn ert að fá að sitja....
TUTTUGASTAOGÖNNUR VÍSBENDING:
Húsbóndinn fann góða leið
sem varð honum ósköp greið
vildi hvíla huginn þreytta
athöfn finna nýja, breytta
tók sér litaflóð í hönd
framkallaði höf og lönd...
TUTTUGASTAOGÞRIÐJA VÍSBENDING....
Úr Hafnarfirði bárust þeir
saman komu báðir tveir
þar hvílum gjarnan þreyttan kropp
þömbum gos og étum popp
til stuðnings fylgdu mjúkir með
þeirra njótum eftir streð....
TUTTUGASTAOGFJÓRÐA VÍSBENDING....
Glamrandi og glymjandi
gaulandi og rymjandi
tólið getur glatt þitt geð
þér gaman finnst að raula með
Skalinn upp og niður æðir
Áheyrandinn á því græðir....
TUTTUGASTAOGFIMMTA VÍSBENDING....
Nornafundi mamma sækir
málin ekkert frekar flækir
sambandi fær oftast náð
fyrir því við getum spáð
finnst þó best að geyma spil
á stað sem börnin ei ná til......
SÍÐASTA VÍSBENDINGIN:
Þreytan ykkur þjakar nú
á því hef ég nokkra trú
en ef þið viljið eggin finna
gæta verð hér orða minna
heimasætan hefur stað
sem gæti núna verðskuldað
heimsókn þriggja ærslabelgja
sem langar egg í sig að svelgja
hærra en hausar ykkar ná
gáfulegast er að gá...ójá.....
Það tók grísina þrjá 76.mínútur að finna eggin sín...og voru þau bara lukkuleg með það!!!!!
Eigið góðan dag!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
...STIKLAÐ Á STÓRU...EÐA...Í STUTTU MÁLI...HE HE...
17.3.2008 | 00:43
Bloggedí blogg og bluggedí blegg....loksins hef ég tíma til að setjast niður og blogga....er næstum komin með fráhvarfseinkenni...bjargar mér að ég blogga dagbók deildarinnar minnar daglega....he he.....
Wów...það er svo margt búið að vera í gangi síðan síðast...en svona til að þetta verði ekki etór partur af ævisögunni neyðist ég til að stikla á stóru....
Fyrstu helgina í mars...he he...var ég með tvíburakrúttin og ég get sko sagt ykkur það að það var sko fjör !!! Þau eru svoooo skemmtileg og fjörug....og það vella út úr þeim gullkornin....
Sú helgi var reyndar frekar þéttskipuð á þessum bæ...en við náðum að púsla hlutunum...og njóta þess að leika með þeim...
Þennan laugardag fór ég í vinnuna að taka foreldraviðtöl...vaknaði við sönglandi Fríðu Dís...Ég er búúúúin!...og var smá stund að átta mig hvaða hljóð þetta væri....skaust svo framúr þegar ég mundi hverjir voru í heimsókn og rauk fram til þeirra...Naut þess að nostra við þau þar til ég þurfti að fara að taka foreldraviðtölin og þá tók Magginn við....hann fór reyndar líka í vinnu...og þá tóku guttarnir við....
Minstan var nebbla í dekri hjá ömmu Fríðu og kom svo seinni partinn til að leika með litlu krílunum....Daði fór líka í vinnu svo Elstimann var pössunarpía" þar til ég kom heim...en varð svo að halda áfram því starfi þegar ég fór í frænkuboðið góða hjá Nínunni og þangað til Magginn var búinn í vinnunni...flókið....
Í frænkuboðinu var rosa gaman...mikið hlegið og stemmningin flott....ég er strax farin að hlakka til næsta fundar....enda á ég ógeð skemmtilegar frænkur...
Restin af helginni var svo óplönuð svo við gátum tjillað og leikið...bakað súkkulaðiköku og vöfflur og poppað popp í poppvélinni sem tvíburunum finnst geggjað kúl....
Svo tók við vinnuvika...fundir...nornakvöld...föndurkvöld og fleiri fundir....og svo rann THE Árshátíðardagur upp...laugardagurinn 8.mars....Kópavogsbær á útopnu...GB og co að splæsa....
Þann dag átti Magginn frí...svo við tjilluðum helling....ég fór og keypti mér gervineglur og alles...megabeib...og var ógó flott í kjól af Bryndísinni minni bestu...sem ég heimsótti kvöldið áður og fékk að máta kjóla fyrir peninginn....kúúúl....
Mættum í fyrirpartí hjá stjóranum og skemmtum okkur þar þangað til rútan brunaði á svæðið og öllum var smalað út....hey hey hey...hó hó hó...
Fífan var vandlega skreytt...hvítt og kristall var þemað í ár...og fordrykkurinn nammigóður....
Við fengum borð úti við Kópavogslæk...nærri því....og vorum soldið laaangt frá sviðinu...en það var allt í lagi því við erum svo skemmtileg og gátum hlegið og skemmt okkur sjálf...nei nei...það voru skjáir út um allt...og skemmtiatriðin voru meiriháttar... Diddú algjör perla...Magninn MEGAgóður....Ljótu hálfvitarnir í banastuði og Buffið og Mattinn sáu svo um að láta okkur svitna til hel....
Og haldiði ekki að Mattinn...megakrúttið...hafi ekki verið búinn að vinna heimavinnuna sína...og læra lagið MITT...MÍKAslagarann Grace Kelly sem hann gat ekki sungið í fyrra....ohhhh...við erum að tala um tæra snilld....TAKK MATTI !!!! Mika er sko ennþá mitt uppáhald....bara geggjaður....
Magginn trítlaði um salinn og tók myndir þar sem hnéð hans leyfir ekki mikið sprikl...en þegar vélin varð batteríslaus laumaði hann sér út á gólfið til mín og tjúttaði smá...enda EKKI hægt að sitja á rassinum þegar Buffið og Mattinn eru á staðnum....no way....
Þar sem við dönsuðum svooo mikið var enginn tími til að drekka...eins og við séum eitthvað vön því svosem...svo við spruttum á fætur á sunnudeginum í banastuði, löbbuðum og sóttum bílinn og fórum í heimsókn í Reykásinn...enduðum þar í mat og komum heim seint og um síðir....
Svo kom önnur vika..he he...með nornakvöldi....föndurkvöldi og bíókvöldi....en Magginn og ég áttum alltaf eftir að gerast svo fræg að sjá Brúðgumann...díses....ég emjaði af hlátri þarna i sal fimm...þar sem var frekar fámennt..en góðmennt...og sem betur fer fannst hinum þetta fyndið líka...annars hefði ég líklega eyðileagt kvöldið fyrir einhverjum...nei...segi bara svona....
Alla vega...fyndin og flott mynd og mann dauðlangaði að fara út í Flatey og fá sér rauðvín í sumarnóttinni....og verða pínu geðveikur...allavega nett ruglaður...smá.....
Á föstudagskvöldið fórum við á Bingó hjá Oddfellow...sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað Miðormurinn minn VANN aðalvinninginn...eftir HARÐA viðureign....mikinn hjartslátt og sveitta lófa....það þurfti nebbla að draga um vinninginn þar sem þeir voru tveir sem fengu Bingó á sama tíma...úbbosí....Miðormurinn dró HJARTATÍU...en hinn strákurinn TÍGULNÍU... svo jafnara gat þetta ekki verið...En...tían vann...og gaurinn minn fór heim með 19 tommu flatskjá...sæll....þarf að ræða það eitthvað????!!!!
Þvílíkur ljómi í augum...þvílíkt bros á einu andliti...þvílík HAMINGJA hjá einu barni...ó mæ god!!!!
Ég hefði ekki viljað vera mamman sem þurfti að hugga svekktan strák sem varð að láta sér nægja páskaegg í sárabætur.... úff...æj æj...
Í lokin fengu svo öll börn páskaegg...og auðvitað fengu margir skemmtilega vinninga...svo það voru lukkulegir krakkar sem héldu heim í hráslagalegri nóttinni ....
Það var samdóma álit heimilisfólksins að maður setur ekki nýtt sjónvarp upp í ruslaralegu herbergi...svo þríeykið tók herbergið í öreindir....snéri öllu við....endurraðaði mubblum... ryksugaði... skúraði og þurrkaði af...og þegar Magginn kom heim úr vinnunni var Gumminn með í för og þeir festu upp þetta flotta tæki....sem nú trónir þarna svo hátíðlegt og glænýtt....
Þennan laugardag gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei áður afrekað...svo ég muni ....í seinni tíð....soldið gloppótt...en við fórum á fætur um átta... JÁ...ÁTTA á laugardagsmorgni...og hittum sjúkraþjálfarann okkar í World Class...uppi á fimmtándu hæð...wów...soldið mikið hátt...en ógeð flott útsýni...enda dagurinn hrikalega fallegur...sólríkur og bjartur...svo maður sá allt....fjöll...jökla....byggingar og náttúru...eins og það gerist best....bara flott!!!!Ekki leiðinlegt að svitna með svona dýrð fyrir framan sig...
Fór svo í Bónus...til að ná í smotterí...og rölti heim með það í sólinni...en Magginn fór að vinna....endurnærður og hress...
Þar sem ég var hrikalega glaðvöknuð fór ég að hamast....maður fer ekkert aftur að sofa á svona degi....og því var mín búin að þvo tvær vélar...setja í einn þurrkara og byrjuð að taka til áður en klukkan sló ellefu!!!! Ó mæ god...það sannaðist sko að morgunstund gefur fullt af gull í mund....en ég var að vasast í þvotti og tiltekt...þrifum og sorteringum til átta um kvöldið....og geri aðrir betur!!!!
Ausan mín mætti á svæðið til að kanna statusinn...en hún og Sigrún voru víst búnar að hringja ansi oft án þess að fá svar....sem átti svo þá skýringu að tólið lá ekki á ... obbosí... gerist stundum...og gemsinn var grafinn lengst ofan í tösku....
Við áttum boðsmiða á Hamborgarabúlluna og ákváðum að nota það...nenntum ekki að elda sko....og svo fór ég að hitta Ausuna mína og Sigrúnuna...en sú síðarnefnda er að passa húsið og hundinn fyrir Kötuna sem er að spóka sig um Flórída ásamt familíunni í þessum skrifuðu orðum....
Við tjöttuðum fram að miðnætti en þá var nú risið á mér orðið frekar lágt og lélegt og þreyta farin að segja til sín... hmmm...þó maður sé OFURkona þá eru nú takmörk....svo við drifum okkur heim....
Í dag var svo slappað af...farið eina ferð í Sorpu...keyrt um og leitað að flottu myndefni....kíkt í ísbúð og Bónus.is og farið í heimsókn til mömmukrúttsins og pabbalings.....sem voru eiturhress og kát...og lærðu að gúggla af okkur tölvugúrúunum... thí hí....bara tóm lukka og hamingja með það fyrirbæri...
Þegar heim kom biðu gestir fyrir utan,...Ásta og Jenni og strákarnir auk hundanna tveggja...svo Tanja fékk líka heimsókn...
Já...sei sei...alltaf nóg um að vera...
Grísirnir þrír eru komnir í páskafrí en við foreldrarnir verðum að vinna nokkra daga áður en sú himnasæla brestur á... ohhhh... hlakka svoooo til.....uhmmmm...frííí....slökun....nammi...slurp slurp....
Einn góður:
Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina.Hún stóð á hafnarbakkanum og þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta.Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. "Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. " Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni," ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig"."Já" sagði stúlkan "hverju hef ég að tapa? " Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega.Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna.Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn: "Þú hefur verið plötuð laglega núna, þetta er Herjólfur."
Ha ha ha....
Já...sæll...
MUNA: - Dreymdu stóra drauma.... en láttu þá rætast með því að fara fetið, taka eitt skref í einu. Hvert skref færir þig nær draumnum. Ef þú tekur hinsvegar ekkert skref, þá muntu aldrei komast á áfangastað. Aldrei að horfa á allan listann í einu, taktu eitt atriði í einu, kláraðu það og kíktu svo á næsta atriði. Skref fyrir skref, það er galdurinn. -
Lovjú hunangskrúttin mín...
PS: Þið takið kannski eftir því að það er EKKI komið miðnætti þegar þetta er skrifað...na na na bú bú....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...HORFT TIL BAKA....
7.3.2008 | 16:47
FYRIR ÁRI SÍÐAN....
Ég skil ei hve tíminn fær liðið svo fljótt
fyrst kemur dagur og svo kemur nótt.
Svo enn annar dagur og árið er allt
hamingjan hverful og lánið svo valt.
Ég man fyrir ári er fegurð og ljós
fylltu minn hug þegar Blómanna rós
varð tvítug að aldri og tilveran góð
töfrandi falleg við spegilinn stóð.
Framtíðin virtist svo vongóð og hlý
og væntingar snérust um bata á ný
svo hamingjusöm bæði brosti og hló
uppfull af blíðu og stóískri ró.
Í Lyngholti fagnað með veislu og söng
því það komu gestir þótt leið væri löng
Og Lóa mín Blómarós ljómandi var
lífsgleði einatt í brjóstinu bar.
Og henni til heiðurs var tónleikakvöld
haldið í bænum og gleðin tók völd.
Hún klökk sat þar heilluð með tárvota kinn
án takmarka virtist hann, kærleikurinn.
Hún gefið gat endalaust öðrum af sér
svo einlæg og hugrökk, sem hetjum oft ber.
Er sárþjáð af verkjum í rúminu sat
þá stutt var í brosið og hlegið hún gat.
Við trúðum því öll að það tækist að fá
kraftaverk til þess hún myndi því ná
að eldast og þroskast, í ellinni þá
sitja í ruggustól, gömul og grá.
En henni var ætlað að hverfa um stund
hún kölluð var héðan á englanna fund
en minningin lifir, hún dafnar og grær
um Blómarós þá sem var öllum svo kær.
BH 2008.
Sakna þín, fallegust!
Bloggar | Breytt 8.3.2008 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)