JÓLAKVEÐJA 2009.

            

  

Það komið er að jólum kæru vinir, enn og aftur 

kærleikurinn allt um kring og hátíð heims um ból

 

kviknar þá í kristnum hjörtum von og dýrðarkraftur

 

er minnumst þess að móðir heilög son sinn Guði ól.

  

Í fjárhúsinu forðum birtist engill undurfagur

 

foreldrunum birti þennan sannleik undurþýtt

 

síðan hefur hátíðlegur verið þessi dagur

 

hvert mannsbarn þekkir söguna um Jesúbarnið blítt.

  

Í dimmunni í desember í kross við kvæði vendum

 

köldum hliðum hversdagsleikans ýtum burtu hljóð.

 

Á hátíð ljóss og friðar ástarkveðju ykkur sendum

 

með ósk um það að jólin verði öllum ljúf og góð.

Gleðileg jól elskurnar mínar allar!!

              

Winnie the pooh Images

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gleðilega hátíð kæra bloggvinkona.    (afsakið hvað ég mæti seint)

Anna Einarsdóttir, 27.12.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 2.1.2010 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband