...HRAKFALLABÁLKAR.IS Á FERÐ...FYRSTI HLUTI....
22.7.2009 | 23:17
Sumarið mallar áfram og ekki er nú hægt að kvarta yfir veðrinu....ó mæ gooood hvað það er búið að vera gott veður á klakanum kalda og helsærða...
Veit þetta á eitthvað??? Náttúran lætur sko ekki að sér hæða...og það fer að nálgast sumarbústaðaferð í Ölfusið....tata rata tammm!!!
Vestfjarðarplanið hrundi...það er svosem ekkert nýtt þegar Hrakfallabálkar.is eru annars vegar...en við erum ekki fólk sem gefst svo auðveldlega upp...svo við förum þá ferð bara næsta sumar...ekki spurning....
Við lögðum þó af stað með ákveðna áfangastaði í farteskinu og höfðum hugsað okkur að renna einn hring um vestfirðina....fimm bíla lest...byrja á Laugum í Sælingsdal, fara svo á Reykhóla og þaðan á Brjánslæk....dagsferð út með ströndinni... skoða fossinn Dynjanda...Rauðasand og jafnvel Látrabjarg....rúlla svo yfir á Þingeyri...Flateyri....Ísafjörð og í Dýrafjörðinn...Súðavík og Hólmavík...heilsa upp á drauga og forynjur...galdramenn og nornir...og snúa svo hypjunum heim eftir það....múhaha...!
Þetta var draumaplanið....
Reyndin varð hins vegar aðeins meira en allt önnur....he he...
Lögðum í ´ann úr bænum...ásamt Elnu og börnum...fimmtudaginn 9. júlí...og stefndum á Búðardal. Strumpastrætóinn stóð sig vel...hitnaði lítið sem ekkert...en við þorðum ekki annað en stoppa smástund og kæla greyið þegar við komum uppúr göngunum...og Molinn var líka aðeins farinn að kvarta...enda ekkert smá hlass að draga tjaldvagninn...plús okkur fimm innanborðs...auk alls sem okkur fylgir á ferðalögum....já sæææææll....
Ferðin gekk vel og við komum í Búðardal, kíktum í Búðina og rannsökuðum hátt og lágt....því þar fæst ALLT..og skemmtum okkur þar svolitla stund....en héldum svo áfram yfir að Laugum þar sem Ásta og co biðu okkar, en þau lögðu í´ann tveimur dögum fyrr....Það var pínu gjóla á Laugum...lognið fer víst soldið hratt þar...samt ekkert til að væla yfir...nokkuð hlýtt og sólin enn á leiðinni bak við fjöllin til að hvíla sig....
Vorum ekki lengi að henda upp náttstöðunum og koma okkur fyrir...grilla og njóta þess að vera komin af stað....
Diddi afi bættist svo í hópinn morguninn eftir og von var á Rut og hennar börnum fljótlega uppúr hádeginu...
Við skelltum okkur í sund...enda sólin hátt á lofti og ótrúlega gott veður þarna í vestrinu og hitinn yfir 20 stig....bara geggjað...
Sundlaugin var fín og krakkarnir misstu sig aðeins...með Jenna í broddi fylkingar...og sáu um að skemmta sundlaugagestum með listilegum stökkum af stökkbrettum og ótrúlegri fimi í að hoppa á korkana sem ætlaðir eru litlu krílunum til að fljóta á....fljúga á vatninu og slæda...og það emjuðu allir af hlátri yfir þessum sirkusöpum....
Magginn stökk heim í tjald til að sækja myndavél...en á meðan gerðist eitthvað...sem ekki átti að gerast....því bakkinn við sundlaugina brotnaði...og hver annar en Elstimann varð fyrir því að lenda í harðplastinu með fótinn...klemmast og skerast og guð veit hvað????? Eruð þið að spauga???Ég horfði á bólguna vaxa og blána og sá fyrir mér gifs í sex til átta vikur....ekki vesen...
Magginn kom aftur með myndavélina...smellti nokkrum myndum meðan sá slasaði klæddi sig og hentist svo út á tjaldsvæði til að sækja bílinn og koma gaurnum á heilsugæsluna í Búðardal...
Nei...ekki halda að þetta hafi gengið OF vel...nei nei nei...ekki vaða!!!
Ég sat með sjúklingsræfilinn fyrir utan sundlaugina og beið og beið og beið...uns Diddi afi renndi í hlað og sagðist vera að sækja okkur...þar sem Molinn hefði bilað...líklega væri kúplingin farin!!! Fráááábært!!!! Við gátum ekki annað en hlegið...þetta var svooo típýskt!!!
Ég mokaði smá dópi í soninn og ákvað að bíða svolítið þar sem Rut hjúkka var á leiðinni...fannst best að biðja hana um kalt mat á fætinum áður en ég stormaði þessa tuttugu kílómetra inn í Búðardal.
Molinn stóð þarna í sólskininu...rauður og fallegur...en það hafði eitthvað klikkað í honum....greyinu....
Magginn og Jenninn stumruðu yfir honum meðan ég stumraði yfir Elstamanni....sem var frekar kvalinn...svo ég ákvað að fá Elnuna með mér í Búðardal og láta kíkja á kallinn...en vera ekkert að bíða eftir aðalhjúkkunni...
Heppnin var með okkur...NOT....því það hafði einmitt orðið slys...og læknirinn var í útkalli....
Hjúkkan á staðnum var ekki sérlega örugg...og kvaðst ekkert geta gert....en ég var ekki á sama máli...fannst bara ekkert ofverkið hennar að skoða krakkann...og binda kannski um löppina á honum...meta hvað henni fyndist...gefa honum verkjastillandi....vinna vinnuna sína!Koma svo!!!
Hún gerði það með semingi...var ekki viss um hvort hann væri ristarbrotinn eða ekki...vissi ekki hvort hún ætti að binda um hann eða hvort hún ætti jafnvel bara að henda okkur út og opna ekki aftur fyrr en læknirinn mætti á svæðið...og gæti þá tekið mynd...
Ég...frekjan...gaf mig ekki...og fékk gott pepp frá Elnunni...og loksins var gormurinn kominn með blátt teygjubindi um fótinn...verkjastillandi í mallann og tvær hækjur sem ég leigði handa honum svo hann gæti hreyft sig...þar sem við vorum jú í útilegu....
Læknirinn hitti gaurinn svo síðar um daginn og myndaði hann....komst að því að hann væri illa tognaður og skorinn...og ætti að hafa hækjurnar áfram til að hlífa fætinum.....jibbí!!!...ekki brotinn!!!
Á meðan læknirinn greindi fótinn...greindu Magginn og Jenninn Molann...ákváðu að þetta væri ekki kúplingin....giskuðu á pakkningu...rúlluðu svo yfir á ónýtan gírkassa en komust svo að raun um að öxullinn væri brotinn....já...úr nógu að velja svo ekki sé meira sagt....
Þar sem ég er svo heppin að vinna með ungri stúlku frá margtéðum Búðardal...þá notfærði ég mér það...enda pabbinn bifvélavirki...og eigandi að eina verkstæðinu á staðnum....
Hann var allur hinn liðlegasti og vildi allt fyrir okkur gera....fann að það var bara splitti sem var farið í öxlinum og það væri sko ekkert mál að laga það....en....þar sem Hrakfallabálkar.is áttu í hlut GAT þetta ekki verið svona einfalt...ekki lengi að minnsta kosti...enda brotnaði árans legan þegar hann setti öxulinn í pressu til að koma splittinu á sinn stað...og þá fóru nú málin að flækjast skemmtilega....
Við létum þetta svosem ekki stoppa okkur í að flakka um svæðið...enda með fleirum í för...sem betur fer...og fengum að dreifa okkur í bílana...og aka um Fellsströndina á laugardeginum....
Fyrsti áfangastaður var minnisvarði um Auði djúpúðgu...og röltum við upp að krossinum og settumst þar smástund...Elstimann hoppaði upp á hækjunum....fann samt ekki nærri eins mikið til og daginn áður og bar sig vel....
Næst var svo foss...ekki langt frá Staðarfelli....en við keyrðum niður vegslóða...röltum með á og komum að þessum svaðalega flotta stað...þar sem vatnið er heitt...og stökkpallar um allt bergið...og nú voru engir afslættir gefnir...því stökkþörfin varð gríðarleg...
Liðið hentist úr fötunum og fór að stökkva...hrikalegt...en samt svo spennandi!!! Ég var náttla með hjartað í buxunum...skíthrædd um fleiri slys og skrámur...en krakkapjakkarnir höfðu ekki svoleiðis áhyggjur...létu mig um þær...og hikuðu ekki við að láta sig gossa niður í hylinn... og Magginn og Jenninn voru ekki síðri......
Ofurhugarnir sögðu þetta magnað...nærri því betra en tívolí...og gleðin og hláturinn var endalaus...
Og það sem betra var....þessi hylur hafði lækningarmátt...því Elstamanni snarbatnaði í fætinum við tilhugsunina eina um að hoppa...og fór nokkrar ferðir útí....með blátt teygjubindi...án hækjanna....múhaha....
Hundarnir létu sig líka vaða þarna...nema Tanja ljónynja...henni fannst óþarfi að bleyta sig....við erum stundum dáldið líkar...
Við dvöldum þarna lengi vel...en svo fór Diddi afi að ókyrrast...enda margt að sjá á þessum hring....
Við sáum seli og álftir um allan sjó....kíktum að Ballará...og Dagverðanes og fundum út skyldleika Ólsaranna í hópnum....borðuðum nesti og skemmtum okkur við að horfa á labradorhund reyna að sjarma fyrir Birtu sætu...sem er Golden Retriver tík...og var ekki á þeim buxunum að láta einhvern ókunnugan abbast uppá sig....
Hún fékk mikinn stuðning í hópnum...því það voru jú fleiri hundar með í för og labradorinn Skuggi og Blandaði Rottweilerinn Dímon voru sko heldur ekki til í að deila henni með þessum óboðna gesti...
Tanja lét hann líka finna það...enda ljónið í hópnum...svo greyið varð að láta í minni pokann og gefast upp...án þess þó að vera til í það....hann var svoooo ástfanginn!!!
Rut bað Jenna og Magga að kíkja á bílinn sinn...fannst hún heyra eitthvert aukahljóð...og þeir voru fljótir að greina stöðuna...ein lokan var farin í jeppanum svo þeir ráðlögðu henni að keyra í fjórhjóladrifinu svo ekki hlytust skemmdir af...já já...alltaf gaman í okkar bekk og svona....en jeppinn rúllaði og þetta var svosem allt í lagi....
Heimsóttum gamla verbúð og fórum í steinakastleik á bryggjunni þar....og kíktum í kaupfélagið í Skarðshlíð... þar sem við slöfruðum í okkur ís og skoðuðum gamla muni sem héngu þar um alla veggi....
Magginn og Jenninn hentust svo af stað í Borgarnes á móti Gummanum...sem kom færandi hendi..því Jenni hafði fundið notaðan öxul á partasölu og við sáum fram á að geta haldið förinni áfram næsta dag á Molanum....
Bjartsýnin er stundum alveg að drepa okkur...þeir komu til baka um miðnættið með skottið milli lappanna...því helv...öxullinn var of mjór...og passaði þar af leiðandi ekki...þrátt fyrir góðan vilja...
Það var rosa gott veður...sól og hiti...en vindur...og það var svo skrýtið að það komu strókar...svona alvöru hvirfilvindar ofan af heiðinni...og þeyttu hlutum í hringi um allt....
Þegar við komum til baka á tjaldstæðið var ein súlan í tjaldvagninum okkar brotin og tvær súlur í Rutar tjaldi....en hver segir að allt eigi alltaf að vera slétt og fellt???? Ég meina...það var ógó fyndið að sjá til dæmis dýnu fjúka í hringjum upp í fjall...eins og sjálfur Aladdín væri mættur á svæðið til að skemmta....he he...
Ákváðum að gera bara gott úr því þótt einn bíll væri óökufær og annar farinn að bila...op sá þriðji sífellt að hita sig...he he...og fórum í bíltúr út á Reykhóla á sunnudeginum.....með nesti og nýja skó....Renndum út á Stað...þaðan sem Eyjasiglingar eru farnar... og kíktum á kirkju sem stendur þarna í bæjarhlaðinu...ógó lítil og sæt....algert krútt...
Það var líka eina kirkjan sem var opin...aðrar kirkjur sem við vildum skoða voru allar læstar...m.a við Dagverðanes og á Reykhólum...spæling...
Prófuðum sundlaugina á Reykhólum og skemmtum okkur varlega...nutum sólarinnar...en það var hins vegar ótrúlega mikið rok....
Fundum okkur geggjaðan stað til að borða nesti...lítinn skógarlund í hlíðinni fyrir ofan Gilsfjörðinn...og þar var áð...með fullt af gúmmulaði...meðal annars nýbökuðum kökum...frá mér....og ég skellti meira að segja súkkíkreminu á eina þeirra þarna í skógarlundinum fagra...sólbökuðum og sætum....namminamm....
Þrátt fyrir allar hrakfarir var ekki hægt að kvarta yfir móralnum...allir hressir og glaðir og krakkapjakkarnir...níu stykki....alveg að fíla þetta....njótandi þessa frelsis og leikandi sér út í það óendanlega...Og hækjurnar urðu brátt óþarfar þar sem Elstimann var fljótur að jafna sig....Það var svo gaman að sjá hversu vel þessum hóp samdi...þrátt fyrir að aldursbilið væri nokkuð mikið...sá yngsti átta ára og þau elstu sautján...Ég er svoooo glöð og þakka fyrir hvert ár sem þau nenna að flækjast um með okkur foreldrunum....og þau smita mann svo af lífsgleðinni...fíflagangurinn ótrúlegur...bara fyndinn....
Eiginlega ætti Elstimann að skella sér í leiklistarskólann frekar en kokkinn...hann er þvílíkur leikari og spaugari að það hálfa væri hellingur....og getur látið alla veltast um af hlátri....
Magginn og ég vorum ekkert of sátt við að geta ekki haldið áfram í vesturátt...eins og okkur hafði dreymt um í langan tíma....en svona var þetta bara...og það kemur svosem sumar eftir þetta...ekki málið....
Framhald næst....svona ykkar vegna....
MUNA: Vera dugleg að sjá það fallega og jákvæða og vera ekkert að velta sér uppúr því sem maður fær ekki...
Afrekum hefur aldrei verið náð með því að aðhafast ekki neittGleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til að starfa og til að leika þér - og til að horfa á alstirndan himininn.Njótið sumarsins elskulega fólk og eigið ótrúlega góða daga!!!!!
Athugasemdir
Vestfirðir eru æði!
En... hefur ykkur dottið í hug, á næsta ári... að sleppa bara bílunum, og ganga um Vestfirðina?
Einar Indriðason, 23.7.2009 kl. 08:28
Já...þú meinar....
Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2009 kl. 11:07
Ef þessi útilega var ekki útilega aldarinnar þá kann ég að fljúa!! :D
Matthildur Björg (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.