...VÁ HVAÐ SUMARIÐ ER GEGGJAÐUR TÍMI!!!....

                

Jæja fólk...það er gaman að lífinu svo ekki sé meira sagt...he he...meina sko...það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast...og þrátt fyrir alla svartsýnina og dökkar framtíðarhorfur okkar ástsæla klaka...þá er svo margt að gleðjast yfir...og hlæja að...og njóta.... Við erum til dæmis í sumarfríi...og njótum þess hverja einustu sekúndu... enda ekki slæmt að geta bara slakað á og hreyft sig eftir eigin geðþótta...án þess að eiga að vera einhvers staðar á einhverjum stað á einhverjum ákveðnum tíma...obbobobboboj oboj...þetta er lífið eins og það getur gerst best...  

 

 

Vakna í fríi: Fara frammúr eftir að hafa legið og spáð í lífið og tilveruna...labba fram...pikka Moggann uppúr gólfinu...rölta með hann inn í eldhús...fá sér jarðaberjasúrmjólk og músli með súkkulaði....lesa það sem maður nennir að lesa...kveikja á tölvunni...kíkja á fésið...renna yfir fréttir af vinum...ráfa um netið....tjilla...fara í sturtu...syngja og tralla...njóta lífsins...leggja á ráðin um hvað skuli gert í dag...kannski ákveðið að gera sem minnst...kannski ákveðið að renna í bíltúr með myndavélina og fanga flott augnablik...kannski ákveðið að fara í ferðalag...og byrja þá að tína saman ting og tang...fara...vera...gera ekkert...eða gera eitthvað..ahhhh....sumarið er tíminn.....uhmmmmm.... 

Skelltum okkur í Reykjaskóg í síðustu viku og vorum með Gummanum og Elnunni....og afkvæmunum þeirra...

 

Fengum fullt af gestum og héldum upp á afmæli Didda afa með vöfflum og rjóma...og grilluðum lambalærum....kíktum á Gullfoss og Geysi...Selfoss og Minni Borg...og fengum alls konar veður...en það var heitt og bjart allan tímann.....

 Og fólk ætti bara að vita hvað það var sem við spiluðum nánast ALLAN tímann...já...spil sem passar vel á þessum síðustu og verstu....nebbla...póker!!! Og Blöffpóker!!! Já, og krakkagenginu fannst þetta bara geggjað!!! Enda búið að hlæja út í það óendanlega..og skemmta sér í botn....

 

 

Erum núna að plana Vesturferð...verður samt að koma í ljós hvernig henni verður háttað... en draumurinn er að heimsækja Súðavík og Flateyri...Þingeyri og Dýrafjörð...Ísafjörð og fleiri staði....skoða Dynjanda og kíkja á Galdrasafn....Planið var að Diddi afi yrði leiðsögumaðurinn okkar...en líklega verður hann bara með í hluta af ferðinni þar sem hann er á leið í langan göngutúr...átta daga eða svo...en...við látum það ekki aftra okkur...verst hvað bensínið er að rjúka upp úr öllu valdi...bara rugl verð á þessari nauðsynjavöru...

 

Komum í bæinn á fimmtudag til að gráta með Hlíðarendapiltunum...þetta var ein mesta hörmung sem ég hef upplifað...en ég hef enn trú á mínum mönnum...og veðja hér og nú að Atli muni stýra þeim á toppinn í lok sumars...já...hlæið bara...spyrjum bara að leikslokum....

 Tvíburakrúttin urðu sex ára síðasta fimmtudag og buðu til veislu í dag...og fengum við sko súkkulaðiköku og alls kyns gúmmulaði í Húrígúrí í dag... Þetta með sex árin er náttla bara djók...þau eru nýfædd!!! Well...skólaganga að hefjast á hausti komanda og litlustu krílin bara fullorðin...ó mæ god!!! 

Vikuna fyrir Versló ætlum við svo að vera á Suðurlandinu....en ég er nú samt aðeins farin að efast um þá áætlun...þar sem ég var að rekast á eftirfarandi grein:

  Lét Veðurstofuna vita af Suðurlandsskjálftanum 2008

með 10 daga fyrirvara:

 
Lára Ólafsdóttir, miðill á Selfossi lét jarðfræðinga á Veðurstofu Íslands vita með 10. daga fyrirvara að Suðurlandsskjálftinn myndi verða fimmtudaginn 29. maí 2008. Þetta staðfesti hún við blaðið. Hún segist líka hafa séð skjálftana fyrirfram sem urðu 17. júní 2000 á Suðurlandi og látið Veðurstofuna líka vita af þeim.


Annar skjálfti í lok júlí:


Lára segist vera búin að fá skilaboð um að það verði stór skjálfti við Krísuvík í lok júlí núna í sumar. Hún er búin að láta Veðurstofuna vita af því.
„Já, það er rétt, Lára hefur verið í sambandi við okkur og látið vita þegar hún finnur eitthvað á sér varðandi jarðhræringar. Ég get þó ekki staðfest að hún hafi látið okkur vita með 10 daga fyrirvara fyrir skjálftann 29. maí á síðasta ári en það getur vel verið að hún hafi hringt á Veðurstofuna og látið vita þó ég og mitt fólk vitum ekki af því. Núna er hún að tala um stóran skjálfta 27. júlí við Krísuvík en við getum að sjálfsögðu ekki gefið út neina viðvörun eða neitt slíkt vegna þess, við tökum svona upplýsingum hæfilega alvarlega. Við hlustum hins vegar á hvað hún hefur fram að færa eins og aðra miðla sem hafa samband við okkur og punktum það niður hjá okkur en getum ekki gert meira“, sagði Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við blaðið.
Blaðið hafði einnig samband við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftasérfræðing til að bera  orð Láru undir hann. „Já, ég kannast vel við Láru, hún hefur oft spjallað við mig í síma. Ég hlusta alltaf á fólk eins og Láru en það er algjörlega ómögulegt að segja til um hvenær stórir skjálftar verða eins og við Krísuvík, það gæti gerst á morgun eða eftir 10 ár“, sagði Ragnar.
MHH

Tekið af vef prentmets:  http://www.prentmet.is/media/files/1997.pdf

 

Já sæææææll...gott fólk...hvernig líst ykkur á þetta???

 

Það eru margir búnir að kíma þegar ég hef sagt að Völvan spáði stórum skjálfta í ár...fólki finnst ég óttaleg skræfa og kannski soldið mikið trúgjörn...en...ég er sannfærð um að þessi leiðinda skjálftabjáni MUN koma í sumar...bara efast ekki í eina sekúndu...

 

En...það stoppar mig ekkert í að vakna sæl og glöð á morgnana og fagna því að hafa heilan dag til umráða...og hafa hann eins og ég vil!!!

   

 

SMÁ HÚMÖR.... 

EF þú vilt einhvern sem borðar allt sem þú setur á borð fyrir hann og segir aldrei að þetta sé nú ekki jafn gott og hjá mömmu; ....



.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem fer út með þér hvenær sem þú vilt, hvenær sem er og eins lengi og þú vilt ...

 
.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem aldrei snertir fjarstýringuna, er sama um enska boltann og vill alveg sitja hjá þér á meðan þú ert að horfa á rómantískar bíómyndir ...


.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem nægir að fara í rúmið með þér til að hlýja þér á fótunum og þú getur ýtt niður á gólf ef hann hrýtur ...

 
....... fáðu þér hund!



Ef þú vilt einhvern sem gagnrýnir þig aldrei, er slétt sama um hversu lagleg, feit, grönn, gömul eða ung þú ert og virðist hlusta af athygli á hvert orð sem þú segir; og elskar þig skilyrðislaust ...


.......fáðu þér hund.




Hins vegar!  Ef þú vilt einhvern sem gegnir þér aldrei, tekur varla eftir því þegar þú kemur heim, skilur óhreinindi eftir sig út um allt, kúgar þig gjörsamlega, er úti langt fram á nótt, kemur heim rétt til að borða og sofa og virðist sannfærður um að þú hafir einungis verið sköpuð til að gera honum til geðs ...

 
....... þá skaltu fá þér kött!   

 

 

Ha ha ha!!!   

 

 

Ég er að hugsa um að passa mig núna að hafa þetta ekki of langt hérna...sko það er nebbla svo skrýtið...það er hringt og kvartað ef ég blogga ekki...en svo eru margir í vanda með tímann sem fer í að lesa þetta bull mitt!! Gaman að því...sorrí fólks!!!  Fer inn í vikuna með sól í hjarta....pabbalingurinn minn á afmæli á morgun og ég ætla sko að kíkja á hann...en fyrst á leikinn á Hlíðarendann...þar sem Valsararnir mæta KA mönnum....

Það verður örugglega mun skárri upplifun en síðast...ekki spurning...og ég er spennt að sjá hvernig Atli á eftir að virka á Hlíðarendanum góða...þó ég hefði alveg kosið að Willum kláraði verkefnið fram á haust....

Atli var alltaf einn af mínum uppáhalds...og hann og Toggi ættu sko alveg að geta kýlt upp stemmuna og móralinn....sjáum bara hvað setur.....

 

Og svo vona ég að vesturferðin verði að veruleika....og hlakka alveg geggjað mikið til að koma þangað...enda laaaangt síðan ég var á Skjaldfönn í sveit...

   

 

MUNA: Hverjum degi fylgir ný áskorun.Til að halda ferskleikanum og lifandi anda þarf að eiga sér stað breyting.Finndu nýjar leiðir, aðferðir og starfshætti sem eiga við í dag, annars geturðu dregist aftur úr og fallið í gleymsku.- Það er auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra er svo sannarlega endalaust  

  

 Love U!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Love u 2 !  Já, sumarið er yndislegur tími, og ég reyni að njóta þess til hins ýtrasta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.7.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sumarið er tíminn............

Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða ferð vestur...skjálftar finnast varla þar, svo það er bara best að vera þar fram yfir 27.

Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2009 kl. 02:30

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband