...NÝTT UPPHAF Á NÝJUM STAÐ...ER ÞAÐ EKKI MÁLIÐ???...

 

Já...það fer lítið fyrir bloggi þessa dagana..vikurnar....mánuðina...he he...en ég er samt ekki hætt....hætti ALDREI...múhaha....!!!

  

En það er margt búið að gerast í lífi okkar fyrrum Trönuhjallatöffara...og nú erum við orðin Álfhólsvegsgengið...eða kannski bara Álfar á hól....???

  

Við sem sagt fluttum úr fjörinu í Trönuhjallanum yfir í rólegheitin hér á Álfhólsvegi...og munurinn!!! Höfum ekki sofið svona djúpum og þægilegum svefni í hundrað ár! Hérna vaknar enginn á næturnar lengur með eyrun spennt...lamandi hjartslátt og kvíðasprengjur í mallanum....við einhver högg...öskur...dynki eða brothljóð...ónei...hér syngja fuglarnir okkur í svefn og kyrrðin er dásamleg!!!! Varla hægt að lýsa breytingunni á andlegu ástandi heimilisfólks og afslappaðri stemmningunni sem hér ríkir....

  

Við vorum búin að undirbúa flutninginn vel...fara með helling af kössum og raða í skápa og skúffur...tæma alla skápa og skúffur í Trönuhjallanum og mættum svo bara á þriðjudagskvöldið annan júní með trukkinn góða og fluttum stóru hlutina.

 

Meðan við vorum að athafna okkur mættu dópistarnir á svæðið...þessi þrjú sem við erum farin að þekkja aðeins of vel...og sögðust bara vera að koma til að sækja hjólin sín....Hjólin???? Við vorum nú ekki alveg að kaupa það að þau ættu þrjú hjól í hjólageymslunni...en þau voru með lykil...og fóru bara inn...náðu í þessi þrjú hjól sem þau sögðust eiga...og skelltu þeim inn í sinn fagurbláa jeppa...og hurfu út í kvöldið...skökk og útúrsýrð af ógeði...

Við stóðum þarna 17 manna flutningalið.....og vorum fullviss um að það væri nú eitthvað bogið við þetta...en höfðum svosem ekkert í höndunum sem sannaði það....annað en að þetta lið er ekki alveg það heiðarlegasta í heimi...

Og komumst að því fljótlega að grunur okkar reyndist réttur...þau áttu ekkert í þessum hjólum...bara stálu þeim fyrir framan augun á okkur!!!!Og...við komumst að fleiru...því hjólið hans Elstamanns hafði horfið fyrr í vetur..og þrátt fyrir að hann og Miðormurinn stæðu á því fastar en fótunum að það hefði bara horfið...þá vildum við foreldrarnir meina að annar hvor þeirra hefði örugglega skilið það eftir heima hjá einhverjum...En þessi „einhver“ fannst aldrei....svo líklega hafa „vinir“ okkar bara hirt það á einhverjum tímapunkti....

 

Og þau hafa nú ekkert setið aðgerðarlaus í þessu greni sínu því ýmislegt annað hefur horfið af eigum okkar...Sárast finnst mér að í flutningunum uppgötvaði ég að þau hafa hirt ALLT plötusafnið mitt úr geymslunni...nærri þrjú hundruð vínylplötur sem ég geymdi í tveimur stórum kössum...Þar sem svo margt var í kössum meðan við bjuggum þarna tímabundið...þá uppgötvaði ég þetta ekki fyrr en þarna...buhu...ég er EKKI sátt...enda alltaf ætlað að hafa herbergi með plötuspilara og plötum þegar tækifæri gæfist...sem er til dæmis einmitt núna....nóg pláss...en engar plötur...

Ég safnaði þessum dýrgripum frá barnæsku og það voru margir gullmolar þarna innan um....Arrrrrrrrrgh!Þó yngri kynslóðinni finnist þetta kannski frekar fáránlegt...þá finnst mér það alls ekki....En kvikindin hafa líklega komið þessu safni mínu í verð einhversstaðar...Ég held samt að þær séu allar merktar mér...Begga s. 42072....Fæ þær samt örugglega aldrei aftur....#$%&$#&/()/&%)Ö%#$%$#!!!

 

Svoleiðis er það nú bara....

  

En – við erum búin að vera að koma okkur fyrir hérna í rólegheitunum..og ég held að okkur eigi bara eftir að liða vel í þessu ágæta húsi....

 

  

Við erum búin að hafa ótrúlega margt fyrir stafni undanfarið....fara í garðpartý og nokkur afmæli....á alla Valsleikina og í brúðkaup Ástunnar og Jennans....og taka þátt í þeim undirbúningi fyrir allan peninginn...

  

Brúðkaupið fór fram í litlu kirkjunni að Odda á Rangárvöllum en veislan var í gullfallegum sal í Hótel Smáratúni í Fljótshlíð.

 Brúðurin hrelldi prestinn með því að mæta „aðeins“ of seint í kirkjuna...eða „bara“ 33 mínútum of seint...hmmmm....en þó ég og mamma brúðgumans hafi reynt að stríða honum...þá tók hann ekkert mark á okkur...vildi alls ekki meina að brúðurin væri hætt við...heldur vissi upp á sig skömmina...hann hafði gefið hárgreiðsludömunni upp vitlausan tíma...lét hana mæta klukkan TVÖ og athöfnin í kirkjunni..átján kílómetrum frá...átti að byrja ÞRJÚ!!!

 

 

Mér fannst presturinn ekki alveg haf nógu mikinn húmor fyrir þessu...en við hin skemmtum okkur pínu vel á hennar kostnað...já...skammastín addna Beggita með þinn kúkahúmor...!!

  

En – loks birtust þau þarna í fjarskanum...brúðurin og father of the Bright...sem var sko Magginn....hárgreiðsludaman og förðunarpían... bílstjórinn og hirðfólkið allt....og allir svo fínir og glæsilegir...

  

Það var skrýtin...en ótrúlega falleg stund...að sjá Maggann labba upp að altarinu með sína glæsilegu dóttur upp á arminn...í brúðarklæðum...geislandi af hamingju og gleði...og auðvitað trilluðu tárin niður...nema hvað? Sem betur fer voru nú fleiri þarna inni með tár á hvarmi...enda stundin einhvern vegin svo snertanleg....

  

Athöfnin var mjög fín...en presturinn kannski aðeins að drífa þetta af...og mér fannst vanta pínu að hún sýndi smá innileika...það vantaði alla tilfinningu í orðin þó þau væru vel upp sett og fín....en kannski  var henni bara misboðið að athöfninni skyldi seinka svona mikið...ég sem hélt að tíminn stælæði kyrr í sveitinni????

 

  

Magginn og Doddinn fóru svo með parið í myndatöku út ínáttúruna...en við hin stormuðum á hótelið til að leggja síðustu hönd á veisluna....

Það var fordrykkur frammi í lobbýinu þar til brúðhjónin birtust...en þá var boðið í salinn og veislan hófst. Doddinn var veislustjóri og fórst það vel úr hendi...alveg fæddur í þetta... Ég var búin að láta hann hafa smá efni til að flytja ef hann vantaði...og hann ar sjálfur með alls konar brandara og sögur og svo voru nokkrar ræður haldnar...m.a af Magganum mínum....

Maturinn var mjög góður og veislan öll hin veglegasta...og endaði með dansi og flottheitum....Unglingarnir voru nú alveg að fíla það...en fengu ekki að vera alveg allan tímann...voru sendir yfir í bústaðinn þegar líða tók á nóttina...en við vorum svosem ekkert mikið lengur...allir þreyttir og mikið spennufall....enda ALLT búið ð fara úrskeiðis í undirbúningnum sem mögulega GAT farið úrskeiðis...

Nægir að nefna að brúðguminn missti einmitt vinnuna sína rétt áður...sem setti náttla talsvert strik í reikninginn...

  

En – þau eru nú hjón...og vonandi verður framtíðin björt og gæfurík...nóg búið að ganga á í þeirra lífi hingað til...

 

 

Í fyrradag byrjaði ég svo langþráð sumarfrí...er alveg að njóta þess í botn að hafa allan þennan tíma....fyrir mig og mína...og vera bara heima....losa kassa...raða hlutum...sortera það sem ég vil eiga og það sem ég ætla að láta fara...og gera heimilislegt hjá okkur....

Magginn var í fríi í síðustu viku en vinnur þessa...fer svo í fjögurra vikna frí með mér...og við ætlum að haf það ÓGEÐ GOTT!!!

 

 

Unglingarnir á heimilinu eru í vinnu hjá bænum...en fá smá frí til að koma með okkur út á land einhvern part af fríinu...en það er alltaf svolítið skrýtin tilfinning að sitja heima í fríi en sjá liðið hendast af stað í vinnu...eitthvað svolítið öfugsnúið...en eitthvað sem venst alveg....enda svooo gott að búa í Kópavogi...he he...

 

Ég upplifði mjög merkilegan en skrýtinn hlut um daginn...ætla svosem ekki að fara út í smáatriðin hér...en ég fór og lét dáleiða mig...hef verið svo þjökuð af mígreini...var til í hvað sem er til að losna undan því,,,og valdi þessa leið....Ég er að segja það...þetta var ótrúlega merkileg upplifun....virkilega lærdómsrík og tilfinningin meiriháttar! Ég er ekki í vafa að þetta virkar...hef ekki liði svona vel líkamlega mjöööög lengi....

Ég tók líka á kvíðanum sem ég er snillingur í að safna upp og næra...og fór í gegnum hlutina sem hafa verið að valda honum...og hnúturinn er FARINN!!!Mér er alveg sama hvað öðrum finnst...þetta virkar NÚNA...ef þetta kemur aftur þá vinn ég með það...en það sem skiptir mig mestu er NÚIÐ...og NÚNA líður mér hrikalega vel...kvíðalaus og höfuðverkjalaus...ÓMG..hvílika snilldin!!!Er á meðan er...og ég ætla að njóta þess...!!!Ég ætla líka að njóta þess að vera sjálfs míns herra þessa fallegu sumrdaga sem framundan eru...og hlakka svoooo til að fá smá sól í kroppinn...en þeir lofa hitabylgju um helgina!!!

Pant njóta!!!!

 

MUNA: Afdrifaríkustu stundir lífsins – frá fæðingu til stærstu viðburðalífsins – eru baráttu háðar.Árangur okkar í dag felst í hinum miklu sigrum sem vð höfum unnið og munum vinna

ef við höldum baráttunni áfram. Kærleikur er ekki valkostur, hann er skylda.

  - Hundrað sinnum á dag minni ég sjálfan mig á, að bæði hið innra og ytra líf mitt byggist á því sem aðrir, lifandi og liðnir, hafa skapað. Þess vegna verð ég að leggja mig allan fram við að gefa í sama og ég hef þegið - 

Sjálfsvirðing er lykill að hamingjunni.

  Lovjú tú píses kæra fólk!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það byrjar aldeilis vel hjá ykkur lífið á nýjum stað. Brúðkaup og bjartir sólardagar. Innilegar hamingjuóskir með þetta allt saman

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 18:31

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á línuna og ljúfar kveðjur....:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband