...ÖRLÍTIÐ LJÓÐ...UM FEGURÐINA...
25.5.2009 | 00:32
Smá blogg svona rétt fyrir svefninn....
Við í Trönuhjallanum erum í óða önn að pakka...það fer að líða að flutningi og við erum farin að hlakka helling til...
Hér í húsinu hefur ríkt ró og friður...það hefur ekki bólað á ófriðarseggjunum aftur og því allir farnir að anda léttar....úff...þetta er heimur sem engan heilbrigðan langar að þekkja eða upplifa...
En...það er margt skemmtilegt búið að drífa á daga okkar hérna þennan mánuðinn og verður sagt frá síðar....mig langaði bara að skella inn einu litlu ljóði...svona til gamans...aþþí lífið er svo fallegt...og landið okkar svo yndislegt...þrátt fyrir sukkið og viðbjóðinn sem hefur verið að saurga mannorð þess síðustu misseri...
FEGURÐ.
Er sólarlagið litum skrýðir heiðan himininn
og litadýrðin tekið hefur völd
til ótrúlegrar gleði ég í hjarta mínu finn
að lifa svona fagurt sumarkvöld.
Þótt húmið sé að leggjast yfir land og úfið haf
þá ljós í sálu minni logar bjart
með lotningu ég þakka það sem móðir jörð mér gaf
landið mitt með allt sitt litaskart.
Nú nóttin vefur örmum sínum Ísalandið blítt
og næturljóðin kveður ljúft og rótt
á morgun er við vöknum vekur sólin okkur hlýtt
og dagur bjartur burtu rekur nótt.
BH 2008.
MUNA: Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis,eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim tl hins betra.
Hugsanir þínar leiða þig að örlögum þínum.Ef þú hugsar alltaf það sama, lendirðu alltaf á sama staðnum. Hugsaðu á nýjan hátt og þú munt verða ný manneskja.
Lífið er eins og rós...og engin er rós án þyrna.
Eigið bjartan og fallegan dag elskurnar mínar allar og horfið björtum augum til framtíðar....
Athugasemdir
Yndislegt ljóð takk fyrir að deila því með okkur gangi ykkur vel með flutninginn.
Ragnhildur Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 12:21
Þakka þér fyrir þetta dásamlega fallega ljóð. Mættum við fá meira að heyra frá þér , kæra ljóðskáld.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.5.2009 kl. 21:02
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.5.2009 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.