...HVER SAGÐI AÐ LÍFIÐ VÆRI SALTFISKUR...????
16.3.2009 | 23:13
Obbobobb...langt síðan síðast....en ekki endilega af því ekkert sé að gerast á þessum bæ...neineinei ...frekar hitt...allt að gerast og lítill tími til að setjast við tölvuna...en...nú er mér má...
Er semsagt á fullu að undirbúa fermingu heimasætunnar og flestir hlutir að smella saman...fötin...hárið...skreytingarnar...boðskortin...maturinn...og allt hitt....og ekki laust við að daman sé farin að hlakka til stóra dagsins.....bara gaman....
Árshátíð bæjarins var haldin með pompi og prakt að vanda...Fífan skreytt með gulli og eldi og snarkandi bálköstur á öllum skjám milli skemmtiatriða....Síðustu ár hafa þeir á Brodway séð um matinn handa okkur og sló gegn....í slegið ...maturinn snilld...þjónustan snilld og serveringin fullkomin...allir fengið matinn sinn á réttum tíma og öll tímaplön haldist hundrað prósent...
Í ár voru 1.800 manns í Fífunni og veislan í höndum Múlakaffis...sem er þekkt fyrir frábæran mat og flotta þjónustu....En...það kom babb í bátinn....babb...sem hefði mátt losna svo auðveldlega við...ef menn hefðu bara látið vaða....Það var byrjað að bera fram súpuna og allt virtist ganga fullkomlega...þangað til allt í einu...súpan hætti að kom ´salinn....Og við biðum...og biðum...og biðum....en ekki kom súpan...rjómalöguð villisveppasúpan....Þjónarnir helltu afsakandi meira af hvítvíni í glös og báru fram meira brauð...en enginn vissi neitt um súpuna....Það fór að hvissast um salinn að það hefði ekki verið næg súpa og að verið væri að sjóða meira....svo fór að berast um að kokkurinn hefði óvart hellt súpunni niður....svo kom saga um að þjónarnir hefðu sullað súpubala um koll....svo sagan um að kokkurinn hefði misreiknað sig...og loks sagan sem enn stendur...að bílstjóri sem flutti matinn hafi óvart hellt niður 163 skömmtum en ekki látið vita.....Borðahaldið byrjaði átta...en súpan kom loks á síðustu borðin um hálf ellefu...já sææææll.... bragðgóð....en skelfilega þunn....máttlaus tilraun til að redda sér út úr ógöngunum...sumir sögðu með Campbellsúpu...aðrir Maggi....en súpan skilaði sér á endanum og hvítvínið var aðeins farið að hreyfa blóðið....Hefði líklega verið heiðarlega að láta Örninn bara tilkynna mistökin og láta okkur sem ekki fengum súpu sætta okkur við það...fá matinn inn í sal og allir sáttir....
Aðalrétturinn var því eki borinn á borð fyrr en um ellefu og eftir hann voru ekki sérlega margir sem hentu sér yfir eftirréttinn um hálftólf.... en létu sig frekar vaða á dansgólfið....enda matarlystin löngu drukkin burt....
En...þetta var nú ekki það eina sem við Magginn og ég díluðum við þetta kvöldið....Elstimann sá um það...
Meðan við biðum eftir súpunni hringdu vinir hans til að segja okkur að kauði hefði dottið fyrri utan heima og að þeir væru búnir að hringja á sjúkrabíl...Við urðum náttla oggulítið óróleg...ég hringdi strax upp á slysó en sjúkrabíllinn var ekki kominn....sagði að við værum stödd á árshátíð en gaf upp símann og bað um að við yrðum látin vita hvað væri í gangi....Hringdi svo í Mömmukrúttið og pabbalinginn sem snöruðu sér út í bíl og rúlluðu uppeftir til að tékka á stöðunni...Við vorum tvístígandi...var þetta alvarlegt eða voru vinir hans að ofmeta aðstæður?Fengum svo að vita að kallinn væri soldið lemstraður en að við ættum bara að vera kyrr..amman og afinn sæju um guttann...
Soldið erfitt...en tilhugsunin um að koma uppeftir angandi af áfengi ver ekki sérlega spennandi....þrátt fyrir að ekki væri búið að sulla neitt mikið....
Svo kom næsta símtal...allt í lagi...ekki hafa áhyggjur...Ása læknisfrænka er á staðnum og sér um ormagorminn...og amma og afi pollróleg á staðnum...Úff...soldið erfitt....soldið mikið erfitt....Drengurinn ekki háls eða höfuðkúpubrotinn...bara slæmur heilahristingur ...brotið nef og rifin augabrún sem var bróderuð með hraði.......eruð þið viss um að við eigum ekki að koma????
<neineinei...engar áhyggjur....hann er í góðum höndum...þið getið ekkert gert...
Svo við sátum í Fífunni og átum siðbúinn kvöldmatinn og vorum frekar óróleg...
Næsta símtal...amma og afi á heimleið...pjakkurinn farinn að lúlla á slysó og ekkert meira hægt að gera í stöðunni....hann væri í bestu höndum í heimi og honum liði vel eftir aðstæðum...Újé...hvers konar foreldrar erum við eiginlega????
Þegar við svo komum heim í Trönuhjallann féllust okkur algerlega hendur...Það var aðeins of mikið blóð við innganginn...og inn...og eftir veggnum upp stigann...Hjálp!!!!
Ég fór rakleitt í símann...notabene...ég var varla búin að sötra meira en yfirborðið af hvítvíninu... einn bjór og smá af fordrykk...svo ég var í fínu lagi....enda léleg í drykkjunni alla jafna...finnst bara gaman að vera með...Slysó má ekki gefa upplýsingar um líðan sjúklinga í síma...en mér tókst að kreista það út að strákurinn minn stóri væri sofandi og allt í góðu lagi...
Daginn eftir komum við svo upp á slysó með angistarsvip dauðans og samviskubit aldarinnar...en Elstimann bar sig vel....sáttur við ömmu og afa og læknafrænkuna góðu...
Illkvittna vonda mamman fékk móðursýkislegt hláturskast þegar hún barði barnið augum...enda sjónin frekar ...já...segi ekki meir.... hornin og halinn á sínum stað...múhaha...
Krakkagreyið fékk svo að koma heim með okkur og var frekar fegin að sleppa af spítalanum...enda ekki sérlega spennandi að liggja þarna og móka...betra að vera bara í sínu góða rúmi og hafa allt sitt á hreinu....
Hvað gerðist?...jú...hann var að hoppa niður af lágum vegg við bílaplanið...kannski hoppaði hann yfir...man það ekki...en allavega var gangstéttin fyrir neðan það hál að salíbunan endaði niður brekkuna við innganginn og á steinröri sem gegnir hlutverki affalls....andlitið beint á rörið....stóð svo upp...ringlaður...man ekki meir...en vinir hans sáu hann detta beint framfyrir sig á stéttina...ÁTS!!!
Í alvöru...ef ég hefði heyrt þessa sögu aðeins fyrr...þá hefði ég nú ekki setið og slafrað í mig súpugutlinu í rólegheitum sko....
En...þriðja heilahristingstilfellið á sirka fjórum árum...alveg með ólíkindum hvað þessi hauskúpa þolir....
Gaurinn er svo búinn að vera heima síðastliðna viku...og ég reyndi að bæta brot mitt með því að vera heima hjá honum á mánudeginum og vera góða hjúkkan...og besta mamman....
Hann er allur að koma til...en kvartaði mest yfir doða í höndum og fótum...bakverk og mjaðmaverk...en fannst rosalega krípí að vera ekki illt í höfðinu...bara einhvern veginn dofinn....Og svo kastaði hann upp í nokkra daga...gat ekkert borðað en fannst hann óendanlega þyrstur....
Í gær var hann samt nokkuð brattur...sagðist vera svo ánægður að þurfa að biðja um verkjatöflu...því nú væri doðinn farinn og hausverkurinn kominn...þessar bylgjur sem hann kannaðist vel við frá síðustu höfuðhöggum....Hmmm...maður spyr sig....hvernig er hægt að vera fegin að hafa loksins almennilegan höfuðverk????Kannski bara það að þá veit maður að maður er í lagi....????
Fyndnasta uppákoma ever varð daginn eftir þetta slys...Einn af þessum snarklikkuðu íbúum þessa húss kom röltandi í rólegheitum niður tröppurnar og að innganginum...sá blóðpolla og slettur og snarstoppaði...henti sér á fjóra fætur...skreið að blóðinu og gargaði:What a fuck! What a fuck!...stökk svo á fætur og hljóp á harða spretti burt frá húsinu...Við...kvikindin...lömuðumst úr hlátri....og gáfum okkur þá skýringu að líklega hefði greyið talið sig hafa myrt einhvern...en ekki munað neitt frá gærdeginum...he he...
Þegar mamman var alveg viss um að allt yrði í lagi á heimilinu...eða reyndi að sannfæra sig um það....brá hún sér af bæ og fór í húsmæðraorlof austur í sveitir...
Trúið mér...það var geggjað....mikið hlegið... fíflast... skrappað og hamast í boðskortagerðinni...og afraksturinn hinn ágætasti....
Abba sáu um að halda okkur föndurgellunum...eða kroppkonunum...við efnið...síðurnar fæddust hver af annarri...hver annarri betri...potturinn yljaði....maturinn var ekki slæmur...enda eðalkonur á ferð... namminamminamm...dúllast og dekrast fyrir allan peninginn og stemman algerlega í toppi....
Komum endurnærðar heim í gær og létum allar þessar veðurtegundir ekkert hrella okkur...Mætti svo hress og tvíefld til leiks í litla bláa krúttkofann...og fékk endalaust mikið af knúsi í allan dag....
Vikan liggur svo þarna fyrir framan...óskrifuð...en örugglega tíðindamikil...enda aldrei logn í mínu lífi...ha ha ha!!!!
Vona að allir eigi frábæra viku framundan...með fullt af hlátri...gleði og góðum uppákomum....Stefndu á tunglið og þú gætir gripið stjörnu í leiðinni...
MUNA: Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfiðEn góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri.Réttu samferðarfólki þínu hönd vinátturnar.- Það skiptir ekki mestu að bæta árum við líf sitt, heldur hitt, að bæta lífi við ár sín -
Athugasemdir
Alltaf skemmtileguzt enda alltaf öðruvízi.
Steingrímur Helgason, 17.3.2009 kl. 00:10
Tek undir með Steingrími Vona að prinsinn sé að koma til
Sigrún Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 01:16
„Stefndu á tunglið og þú gætir gripið stjörnu í leiðinni...“
Þú ert frábær!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 09:03
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur...:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:52
Anna Einarsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:18
Það er svo sannarlega engin lognmolla í kringum þig. Skemmtilega skrifað hjá þér, enda fannst mér næstum því sem ég væri hreinlega á staðnum.
Yndislegar kveðjur krútta
Tína, 24.3.2009 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.