...EIGIN GÆFU SMIÐUR...........
15.2.2009 | 14:31
Ljón: Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund.
Ekki amalegur boðskapur að morgni sunnudags....
Það skrýtna er að þetta er svo innilega rétt að það eiginlega er ekki fyndið...
Í nokkuð mörg ár meira að segja hef ég verið að kvelja sjálfa mig með ákveðnum hlut....hlut sem er mér svo ótrúlega mikilvægur en ég hef haldið niðri með hræðsluáróðri við sjálfa mig...ótta og þrjósku dauðans.
Kannski fíflalegt að segja frá en ekki sérlega notalegt að bera....og kannski líka betra að opinbera til að forðast þann pytt að skríða í aftur...
Ég muldi mitt eigið sjálfstraust niður í mylsnu og trúna á eigið ágæti líka...á þessum vettvangi að minnsta kosti og svo hef ég nagað sjálfa mig að innan...og kvalið...svolítið meðvitað...en töluvert ómeðvitað líka....
Ég er sem sagt að tala um skriftirnar mínar....Ég hef nærst og blómstrað í gegnum lífið á því að skrifa sögur og búa til alls konar heima þar sem ég ræð öllum aðstæðum...upphafi...miðju og endi...Ég hef frá því ég var agguponsa skreytt umhverfið mitt með frásögnum...sönnum og ósönnum...bullað og ruglað og hlegið manna hæst að öllu saman..notið þess að skálda upp heilu fráagnirnar og oft fengið hrós fyrir....Ég labbaði milli húsa...lítil skotta...og sagði fólki alls konar sögur...bjó til frásagnir af fjölskyldunni minni og aðstæðunum heima....og ef mig langaði í til dæmis vorkunn..þá fékk fólk að heyra hvað allir væru vondir heima hjá mér... úff...skammastín addna....en ef ég var bara að fanga athygli..sníkja nammi eð eitthvað...þá sagði ég frjálslega frá skemmtilegum uppákomum á heimilinu...Fólk hló og klappaði mér á hausinn...sagði að ég væri nú meiri skáldkonan...og ég myndi örugglega skrifa bækur þegar ég yrði stór...Það þótti minni nú afar merkilegt...bókaormurinn sjálfur....hugsa sér...að skrifa bækur og vita að þær yrðu lesnar alls staðar og hvergi...???Ég hafði mikið dálæti á Þórbergi og Halldóri Laxness...og ætlaði mér fljótt að skrifa miklu fleiri bækur en þeir..
Markið kannski sett aðeins of hátt...en alveg í samræmi við sjálfsálit og trú á eigið ágæti á þessum tíma....
Á skólaárunum naut ég þess út í það óendanlega að skrifa sögur og ritgerðir... elskaði íslenskutímana og stafsetninguna...fílaði í tætlur að fá að lesa upp sögur og ljóð og datt ekki í hug annað en að þetta væri frábært hjá mér...búin að heyra það heima og hjá kennaranum...og fékk svo líka klapp frá bekkjarfélögunum....
Sat heima og skrifaði heilu bækurnar um spæjara...ræningja...tatara....fátæk börn....börn sem áttu enga foreldra en spjöruðu sig samt... börn sem voru í leynifélögum og björguðu fólki....og guð má vita hvað þetta fjallaði allt um..mér var eiginlega alveg sama ...bara skrifa...skrifa og skrifa meira....Þess á milli sat ég við bókaskápinn heima og las...þræddi bókasöfnin og sankaði að mér bókum....bjó til leiki og leikrit úr þeim og kom þeim inn í dúkkó og barbíleiki....eltingaleiki....feluleiki og meira að segja hjólaleiki...
Ég elskaði að vera með vinkonum og vinum...en ég elskaði jafn mikið að vera ein með dúkkunum mínum og stjórna þeim...ráða öllu sjálf...láta þær vera þessi eða hinn...búa til nöfn... og leikritið var óendanlegt...hugmyndaflugið ótæmandi...
Mamma og pabbi pikkuðu út sögur og sendu í útvarpsþætti og alls kyns keppnir...blöð og tímarit...og mér þótti sko ekkert að því....
Ég fékk verðlaun og viðurkenningar og var voða glöð með það....var boðið nokkrum sinnum í útvarpið..og fór meira að segja alein til Svíþjóðar í viku...verðlaun fyrir ritgerð um Norðurlöndin...skemmti mér bara vel og hafði sko ekki áhyggjur af því að geta ekki talað....ég bara talaði....
Þetta var ljúft...ég var svo örugg og ég vissi svo vel að ég gat....og það kom aldrei neinn sem sagði að eitthvað væri ekki nógu gott...að ég ætti að breyta einhverju eða gera öðruvísi...ég mátti hafa þetta allt alveg eins og mér sýndist....
Eina breytingin á unglingsárunum og menntaskólaárunum var að maður fékk einkunnir...átti að setja ritgerðirnar upp á ákveðinn hátt og svoleiðis...en það var ekki flókið að fylgja þeirri skipun...og ég naut mín....Og í ritgerðarprófunum spændi ég upp arkirnar...hafði svo miklu frá að segja...og fékk stundum pot frá skólafélögunum...sem fannst bara að ég ætti að skrifa fyrir mína hönd og þeirra allra....
Ég spáði einstaka sinnum í það að aumingja kennararnir þyrftu að lesa ógó mikið þegar ég átti í hlut...en þeir kvörtuðu aldrei...
Í Fósturskólanum hélt ég áfram...og fékk bara klapp á öxl...sprengdi einhvern tímann einkunnaskalann...og svo voru barnabókmenntatímarnir alveg að gera eitthvað fyrir mig sko...vááá hvað ég naut mín!!!
Svo fór maður nú út í lífið...bjó til sögur og söngtexta í leikskólanum og fyrir krílin heima....tók svo stóra ákvörðun og ákvað að skrifa bók...láta verða að þessu....
Fékk pepp við að fá birta sögu í bók ásamt mörgum þekktum höfundum og fannst það eitt og sér mjög skemmtilegt...en vildi samt frekar skrifa mína eigin....
Ég skrifaði og fékk gefna út mína fyrstu bók....og fékk fína ritdóma...góða sölu og fannst þetta nú ekki sérlega flókið...svo ég byrjaði á næstu....Ég var reyndar akkúrat komin á þann stað í lífinu að verða mamma...og tók það með trompi eins og annað...átti þrjú börn á fjórum árum og þótti það nú ekki sérlega mikið mál...enda krílin algerlega yndisleg....og ég fékk alltaf næði til að skrifa...því þau voru sofnuð rétt eftir kvöldmat og því nægur tími til að setjast við tölvuna...og leika sér....
Og Magginn sá um að þrífa og taka til....svo ég gæti setið í tölvuherberginu án þess að hafa nagandi samviskubit út af heimilinu...
Ég skrifaði sögur.....og ég skrifaði revíu....sem ég svo fékk meira að segja að vera með í að flytja hjá leikfélaginu á Dallanum....og vááá hvað ég skemmti mér...þetta var bara gaman!!!
Ég var meira fyrir að gera sögurnar og leikþættina en ljóðin...en var samt alltaf öðru hvoru að skrifa bundið mál...og búa til texta við hin og þessi lög og flytja með vinnufélögum og vinum...á árshátíðum og þorrablótum...stundum fjölskyldunni líka....
Það besta var að ég var ALDREI í vafa um eigið ágæti...hrópaði það svosem ekkert á torgum endilega...en innaníið var í fínu lagi....
Þegar ég skrifaði bók númer tvö var ég alveg sannfærð um að allir sem hana myndu lesa myndu verða jafn hrifnir af persónunum og ég því ég elskaði þær alveg í botn...þótti gríðarlega vænt um þær og varð stundum að minna sjálfa mig á að þær væru ekki lifandi...heldur tilbúnar....en ég hafði miklar væntingar og hlakkaði gífurlega til að koma þessum persónum inn á heimili landans.....
Ég bjó í Noregi á þessum tíma...sem var galli...
Ég sendi bókina til Íslands...og hún kom út í jólabókaflóðinu ´98.... og... drukknaði þar...Ég fékk enga dóma...engin komment...ekkert...
Hún seldist svosem þokkalega...en ekki nærri eins vel og ég hafði trúað...Og þarna....hrundi sjálfstraustið....styrkurinn og trúin...algerlega...Ég brotnaði að innan....fannst ég alveg ómöguleg og auðvitað hafði enginn áhuga á þessari bók...ég væri langt í frá nógu góð til að vera að skrifa....fáránleg hugmynd...að láta sér detta það í hug...!!!Og svo tók við skrýtið tímabil...þar sem ég skrifaði ekki mikið....varla neitt...nema fyrir skúffuna kannski....samdi ljóð fyrir ættingjana ef þeir báðu um það...en fannst þessum kafla í lífinu að mestu leyti lokið...skelfilegur sannleikur...sem hefur kostað nokkur sölt tár...segi ekki meir..en Pollýanna sagði samt aldrei neitt...
Og það var erfitt...ó mæ gooood....því það var bara ekki ég....að skrifa ekki fyrir einhverja...geta ekki skemmt öðrum eða glatt með orðunum....og sama hversu mikið ég heyrði um bókina mína frá almenningi...úr bókabúðum og frá ættingjum....þá var þetta ekki frábær bók...þau sögðu það bara til að gleðja mig....hughreysta og vera almennileg....ég hafði enga trú á að þeim þætti í rauninni nokkuð í hana varið...
Ég hef enn ekki einu sinni lesið hana í heild fyrir mín eigin börn...en þau nældu sér í hana sjálf og lásu í skólanum...og einn bekkjarkennarinn tók hana sem valbók í nestistímanum og las fyrir bekkinn...en þetta var náttla nokkrum árum seinna....þegar við vorum aftur flutt heim og börnin farin að ganga í skóla....
Ég fór að heyra skemmtilegar athugasemdir og eignaðist nokkra aðdáendur....en það var bara einhvern veginn of seint....
Magginn gerði allt til að hvetja mig áfram...fór að ýta við mér með reglulegu millibili...hvatti mig til að setjast við tölvuna og skrifa bara eitthvað...eitthvað sem ég gæti eytt aftur....eða geymt...það þyrfti enginn að sjá það einu sinni...bara skrifa..því það væri mín næring...minn lífskraftur...
Ég þrjóskaðist náttla við...eins og andskotinn sjálfur....en laumaðist þó svona inn á milli að hnoða saman textum...sem ég ýmist eyddi aftur eða geymdi....
Einhvern tímann var ég heima með gesti sem fóru að tala um blogg...Ég var rosa hissa...blogguðu þær??? Jájá, þær blogguðu og það var geggjað gaman...Ég kíkti á þetta um kvöldið og fannst soldið spennó...svo ég bjó mér til síðu....en sagði nú ekki mörgum frá...laumaði mér inn á bloggar.is og var ekki lengi að finna mig á þessum vettvangi...
Mér var hins vegar slétt sama hvort einhver kíkti á þetta blogg mitt...og ég kommentaði sjaldan eða aldrei hjá öðrum....þó ég væri fastur lesandi á mörgum síðum....
Það var eiginlega ekki fyrr en Lóan mín yndislega fór að blogga se ég fór að setja inn eitt og eitt komment....og fá á móti fleiri heimsóknir inn á mína eigin síðu...Það gaf nú soldið kikk ef þið spyrjið mig....það hreyfði við einhverju innra með mér...og ég fann að það var eitthvað þarna sem ég hafði lokað kyrfilega á...löngunin fór að bæra á sér og ég hugsaði með mér að kannski....ætti ég bara að prófa aftur????
Ég gerði það....og á ýmislegt til...en það var bara eitt sem truflaði...ég þorði ekki að klára...því þá væri ég komin á þennan punkt að þurfa kannski að fara af stað út fyrir öryggið og fá kannski annan skell....
Ég er því búin að draga lappirnar...leeeeengi....en síðustu helgi tók ég mig saman í andlitinu og KLÁRAÐI bók...kláraði að skrifa bókina sem ég er búin að vera með í allavega fimm ár í vinnslu....og meira að segja með frábæran yfirlesara sem var farin að banka harkalega á dyrnar...því hana vantaði endinn...!!!
Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér...klukkan hálfsex að morgni sunnudags...búin...búin...Búin!!!
Svo sat ég og horfði á tölvuskjáinn og hugsaði....spurði sjálfa mig hvað ég ætlaði nú að gera???Eftir töluvert langa mæðu...tók ég ákvörðun...ég ætla allavega að prófa að fara til útgefanda...og sjá svo til....
Þetta var sigur. Þetta var mikill persónulegur ávinningur fyrir mig í minni gríðarlega miklu innri togstreitu....
Og til að hætta ekki við að reyna allavega...þá ákvað ég að blogga...svo ég eigi erfiðara með að bakka út...eða geti það jafnvel ekki...því ég veit ég á vini....
...og þó ég spái ekkert endilega svo mikið í hvort ég fái 3 eða 300 heimsóknir á bloggið mitt...þá líður mér bara alltaf svo vel því þá er ég búin að fá útrás...án þess að troða herlegheitunum ofan í skúffu...kannski gleðja einn eða tvo...kannski skapa umræðu við einn eða tvo...en gefa ekki sjálfri mér færi á að grafa þennan neista...sem sumir kalla hæfileika...henda út í tómið...þar sem ekkert er.....
Og nú er ég búin að rasa hérna út....fá útrás fyrir hugsunum og tilfinningum...og er tilbúin til að takast á við það sem kemur næst...hvað sem það svosem verður...Feimin...en stolt....
Eigið öll góðan dag...þið sem nenntuð að klóra ykkur í gegnum þetta uppgjör mitt...
MUNA:Verkefnið verður að fjalli þegar þú hefur það fyrir framan þig í heilu lagi.
Ef þú brýtur það niður í smærri einingar, sem auðveldara er að ráða við, verður miklu léttara að ljúka því og láta það ekki dragast.
Elskjú...
Athugasemdir
Til hamingju með þetta Bergljót Ég hlakka mikið til að lesa þessa bók og ég efast ekki eitt augnablik um að hún verður á metsölulistanum fyrir næstu jól
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 14:51
Nú er ég ánægð með þig ! (broskall) En ég var reyndar hæstánægð með þig fyrir svo það hefur ekkert breyst. (blikkkall)
Kallarnir mínir eru í fríi í augnablikinu.
Anna Einarsdóttir, 15.2.2009 kl. 22:05
bara BÚIN ? til hammó með það, hlakka til að lesa !
diljá frænka (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:20
Glæsilegt... til hamingju Gaman verður að sjá afreksturinn
Mér finnst þú svo skemmtilegur penni að ég er með þig í Favorites :)
Birna Ragnars (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 08:19
Sko mína!! Til hamingju með að hafa lokið við bókina Ég hlakka til að lesa hana!
Knús á þig
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:39
Frábært!! Þetta hljómar spennandi! Nú verður þú að leyfa okkur að fylgjast með hvaða svör þú færð og allt það
Veistu, þú talaðir dálítið til mín með þessu að "þora ekki að klára", það fór eitthvað af stað í mér... Ég er sjálf að berjast við að klára ýmislegt og fleiri en eitt... kemur vonandi fljótlega í ljós Þannig að ég veit alveg hvað það er flókið að setja lokapunktinn. Flott hjá þér
Tu tu...
Ragnhildur Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 23:46
Elsku Begga, dugnaðarforkur,
gott og gaman að heyra að þú skulir hafa lokið við að skrifa handrit. Ég óska þér góðs gengis og vona að þú fáir góðan yfirlestur og gagnlegan hjá forlaginu sem þú talaðir við.
Mundu að trúa á sjálfa þig og að standa með sjálfri þér og skrifunum þínum. Auðvitað efast allir höfundar um sjálfa sig og verk sín á einhverjum tímapunkti. Ég þekki engan sem ekki gerir það. Og það eru sannarlega hæðir og lægðir í þessum bransa, djúpir tilfinningadalir þar sem höfnunartilfinning og paranoja geta étið fólk að innan. En þá er að halda fast um stýrið á eigin fleyi og sigla í gegnum brimrótið.
Það er merkilegt að skoða sölutölur og umsagnir um margar bækur sem síðar urðu kunnar, bæði hérlendis og erlendis. Þar var ekki alltaf sólin og blíðan. Margir hættu skrifum fyrir fullt og allt eftir bága dóma. Fleiri héldu þó áfram og börðust fyrir því að láta draum sinn rætast. Það veit ég að þú gerir.
Ég hef stundum minnt höfunda á eftirfarandi spakmæli:
"To escape criticism do nothing, say nothing, be nothing."
Kær kveðja,
Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 00:19
Mikið er ég glöð að heyra að þú ert komin í gang aftur, til hamingju með það. - Og gangi þér vel.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.2.2009 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.