....HUGSA SÉR...EF...

Það er eins og öll lætin og óróleikinn sem hafa skapast á klakanum undanfarna mánuði ýti undir það að maður fer sjálfur að ókyrrast...skoða umhverfið og aðstæðurnar og taka svo sjálfan sig í djúpa naflaskoðun....

 

Pælingarnar um það hver maður er og hvaða tilgang líf manns hafi eru mun áleitnari og eins hvaða framtíð bíði manns...hvers konar aðstæður eru að skapast eða munu skapast???...hvað bíður barnanna minna???hvað bíður barnanna þeirra???barna framtíðarinnar????

 

Hvað erum við að gera landinu okkar og hvað erum við að leyfa öðrum að gera landinu okkar og okkur sjálfum???

 

Hvernig eigum við sem þjóð að bæta þann skaða sem nú þegar er skeður og koma í veg fyrir stærri og meiri skaða...og passa að þetta eða eitthvað svipað geti nokkurn tímann endurtekið sig...'???

 

Maður er svo ringlaður...skilur ekki hvernig í ósköpunum allt gat farið á hvolf...án þess að nokkur fengi við það ráðið...og það er bara mjög flókið að átta sig á hverjir eru sekir og hverjir ekki...

 

Þeir sem eiga stærstan hlut í hruninu vilja meina að við sem byggjum landið séum jafnsek...en ég er ekki tiilbúin að kyngja því...ég varð aldrei vör við neitt góðæri og ég naut ekki góðs af þessum auði sem átti að vera til hér á landi...ég ætla ekki að axla þeirra ábyrgð...hef nóg með mína...ég segi nei við þeirra ásökunum en horfi ásakandi á þá...og spyr: Hvað ætlið þið að gera??? Flýja land og velta ykkur upp úr vellystingunum sem bíða ykkar annarsstaðar...eða standa með sjálfum ykkur og koma klakanum á flot aftur...án skuldbindinga...án ofurlauna...án valdagræðgi...án þess að fá eitthvað í staðinn...annað en endurheimt stolt þjóðar sem vissi ekki að það væru svikarar á meðal vor...þjóð sem trúði því að útrásin væri heillavænleg...vel skipulögð og trygg...væri landinu til framdráttar og framtíðinni til sóma....????

En Júdasarheilkennið var of ríkt í ykkur.....   

     

                                           

Af hverju var ekki allt þetta fé notað til að lækka skatta...hækka laun og bæta aðstöðu þeirra sem byggja þetta land???

 

Það hefði verið hægt að gera stórkostlega hluti hérna fyrir þessa aura...og það hefði þá svo sannarlega verið réttnefni að Ísland væri besta...ríkasta og stórasta land í heiminum....

 

Hugsa sér...ef til dæmis lyfin sem sumt fólk verður að taka...væru ókeypis...hjartalyf...blóðþrýstingslyf...lyf sykursjúkra... asthmasjúkra ... flogaveikra...krabbameinssjúkra...geðsjúkra...og guð má vita hvað þetta allt saman heitir...hugsa sér ef það væri þannig að lyfjakostnaðurinn væri ekki að sliga sum heimili....

 

Og hugsa sér...ef tannlæknaþjónustan væri greidd að fullu niður af ríkinu...þá gætu ALLIR nýtt sér hana...sem og hjartavernd... krabbameinseftirlit... augnlækningar...bæklunarlækningar...já..allt þetta sem fólk á að geta haft aðgang að og huga þannig að heilsu sinni...en er of dýrt fyrir suma og ótrúlega margir hafa hreinlega ekki efni á að nýta...

 

Hugsa sér ef þessir peningar hefðu komið heilbrigðisstéttunum til góða...umönnunarstéttunum....ófaglærða fólkinu sem heldur landinu gangandi með ómissandi störfum sínum....í leikskólum...á spítulum...á elliheimilum...í verslunum...á þjónustustöðvum....veitingastöðum... fiskverkunarfólkið... sorphirðufólkið....matvinnslufólkið....

 

Hugsa sér ef skólakerfið hefði líka fengið svolitla sneið...hærri laun og fleira fagfólk...meira rekstrarfé og betri aðstæður fyrir börnin okkar... öruggara umhverfi...betri og markvissari leiðir til að koma í veg fyrir hluti eins og einelti....ókeypis matur í skólunum og ókeypis þjónusta fyrir börnin í leikskólunum...þar sem grunnurinn að framtíðinni er lagður...

 

Hugsa sér ef fatlaðir einstaklingar hefðu betri aðstæður að lifa við...meiri þjónustu...tryggari aðstæður...skjótari aðgang að öllu sem þeir þurfa svo sárlega á að halda...minni bið...markvissari þjálfun...minna óörggi...sterkari einstaklingar....

 

Hugsa sér ef vegirnir okkar hefðu líka fengið svolítið meira...einbreiðar brýr heyrðu fortíðinni til....tvíbreiðir þjóðvegir allan hringinn...öflugra vegaeftirlit...minni slysahætta...færri slys...og enn færri fórnarlömb slíkra slysa....minni sársauki og ennþá minni þjáning...

 

Hugsa sér ef peningarnir hefðu líka verið notaðir til að koma þaki yfir alla þá sem búa á götum borgarinnar...byggt upp aðstöðu til að aðstoða það fólk....veita skjól...mat og hreinlætisaðstöðu...finna lausnir og jafnvel létt störf sog hobbíaðstöðu til að hafa eitthvað annað við að vera en ráfa um....styrkja og styðja...hugga og uppörva...

 

Hugsa sér hvað margir hefðu það betra í dag...ef peningunum hefði verið varið í þessa hluti eða einhverja hliðstæða...í stað þess að vera tímabundin skemmtun og ánægja nokkurra aðila...leiktæki ofurhugaðra gamblara sem sáu bara daginn í dag...en skildu ekki að það kemur nótt og annar morgunn...nýr dagur sem krefst jafn mikils og gærdagurinn...

 

Hugsa sér hvað lýðveldið Ísland væri flott í dag...ef......

 

 

 

Núna standa byggingasvæðin tóm..kranarnir kyrrir við hálfbyggð húsin......minnismerki um góðæri fárra auðjöfra sem gleymdu að hugsa dæmið til enda...

 

Núna standa fyrirtæki auð og yfirgefin...verslanir tæmdar og bílasölurnar smekkfullar af óseljanlegum Range Rowerum og Hömmerum... jeppum...fyrirtækjabílum...sendibílum og vinnubílum....smábílum og hjólhýsum...fellihýsum og kerrum...sem eru svo sligaðir af okurlánum að enginn getur keypt eða selt...

 

Núna sitjka margir og sjá ekki framtíðina...atvinnulausir... verkefnalausir...vonlausir... skuldugir upp fyrir eyru....og geta ekki staðið við skuldbindingarnar sem skyndilega urðu óyfirstíganlegar...

 

Núna riða heimilin til falls...hamarinn verður þyngri og þyngri í höndum uppboðsaðilanna...sýslumennirnir klóra sér í hausnum og lögmennirnir vita ekki hvaða mál þeir eiga að draga úr bunkanum næst...

 

Núna situr gamla ríkisstjórnin og horfir með hæðnissvip á nýju stjórnina sem hamast við að gera eitthvað...en veit varla hvar skal byrja...af nógu er jú að taka....og spurning hvaða lausnir finnast þar...eða hvort einhverjar lausnir séu yfirhöfuð til???? Tjah...maður spyr sig????

 

Maður reynir að vera bjartsýnn...trúa á að þetta sé í rauninni bara gott svona til lengri tíma litið...þetta hafi þurft að gerast til að stöðva tímann...staldra við og skoða hlutina upp á nýtt...sjá                          heildarmyndina...átta sig á því hvað það er sem skiptir í rauninni máli og hvað það er sem er ekki þess virði að eyða orku og tíma í...

það má aldrei missa trúna....því þó allt sé dökkt í augnablikinu...þá birtir alltaf upp um síðir...það er bara lögmál sem maður verður að halda fast í...trúin er það sem heldur manni á floti...trúin á að hlutirnir verði betri á morgunn...ennþá betri næsta dag...og fari svo bara batnandi með hækkandi sól....

 

En...maður skilur svosem að það er ekki endalaust hægt að leika Pollýönnuleikinn...það er ekki alltaf alveg að virka...

 

"Ha ha ha...iss..þó maður missi húsið sitt..vinnuna og bílinn..ha ha ha...það hefði getað verið verra...ha ha ha...þó við höfum ekkert að éta...eigum ekki fyrir leigunni eða getum ekki hitað kofann..ha ha ha...þetta hefði getað orðið miklu verra...je wright!!!"

 

Nei...sá leikur er ekki alltaf að gera sig...góður að vissu marki...en stenst ekki alveg allar aðstæður....

 

Skrýtið að ég segi þetta....oft nefnd Pollýanna sjálf...He he....

 

Skrýtið...ég ætlaði ekkert að skrifa þetta...,ég ætlaði að blogga um allt aðra hluti...alltallt aðra hluti...en þetta er greinilega eitthvað sem varð að fá útrás....eitthvað sem lá þungt á mér...losnaði úr læðingi og læddist í gegnum lyklaborðið....

 

Jæja...þá það...hitt kemur bara seinna....verður voða spennó...he he... 

 

MUNA: Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér.Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja…  

Njótið helgarinnar elskulegust!!!!

Lovjú!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa frábæru færslu.

Ína (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 20:47

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... hugsa sér.....

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir að koma því í orð, sem hefur verið að brjótast um í heilanum á mér undanfarnar vikur.  Takk, takk takk

Fáðu þetta birt í prentmiðli...eða farðu með þetta sem ræðu á Austurvöll

Sigrún Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 01:33

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær færsla hjá þér. Já það er margt sem brýst um í manni þessar vikurnar en jafnvel miklu lengur. Ég skyldi aldrei hvernig hægt var að kaupa eitthvað ef maður átti engan pening en ég var álitin gamaldags Núna lít ég bara jákvætt á orðið "gamaldags", það innifelur bara gömlu góðu gildin sem týndust í "2007". 

Ég á nokkuð sterka Pollýönnu innra með mér, hún segir mér að við séum dugleg þjóð. Við munum vinna okkur upp aftur, en núna með þeim formerkjum sem við VILJUM hafa í samfélaginu. Jöfnuð og samkennd. Það er ekkert auðvelt að missa húsið sitt og vinnuna en ef við hjálpumst öll að og hver og einn hjálpar einhverjum sem hann getur, þá erum við á réttri leið að byggja upp aftur. Ég hef fulla trú á að við getum það og gerum miklu betur en þessir fáu sem réðu öllu hérna og féllu svo. Nú byggjum við Nýja Ísland á kletti en ekki á sandi.

Þakka þér fyrir góðar pælingar

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.2.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt,Knús og kossar:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.2.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Brattur

Góð úttekt og góðar pælingar... við fengum skuldirnar í hausinn frá fjárglæframönnum og samt skrifaði engin okkar uppá fyrir þá...

Brattur, 9.2.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband