...ANNÁLL 2008...FYRRI HLUTI...
10.1.2009 | 00:00
Þá er það nú á enda runnið...blessað árið 2008...og verður ekki grátið sérstaklega svona ef þið spyrjið mig....
En það er einhvern veginn þannig að þegar svona tímamót renna upp...þá fer allt af stað í kollinum á manni...því við vitum svo vel hvað við höfðum...en höfum ekki hugmynd um gvað við fáum...
Heimilislífið var í góðum gír þetta ár...enginn lagður í einelti..enginn slasaðis...7 9 13...allir hressir og sprækir...tóm gleði og hamingja...svo þá er maður nú ekkert að væla neitt...
Fjármálin voru meira að segja bara nokkuð sæmileg þetta árið...já sæææælll....enda við búin að fara í gegnum hreinsunareldinn...og komin á þokkalega lygnan sjó...Hefðum svosem viljað hafa meira...fá smá smakk af góðærinu...nokkra mola úr veislunni miklu...en við erum svosem ekket að gráta Gvend...hann er hvort sem er löngu dauður...he he...
Ég var samt að rifja það upp með sjálfri mér um daginn...og gat ekki annað en glott hressilega...þegar við bjuggum á Dallanum forðum daga...sirka eitt fermingarbarn síðan...ég með laun leikskólakennarans og Magginn með ræfils námslán...Íbúðin í bænum átti að borga sig sjálf á meðan við þ.ereyttum þorrann og Góuna norðan heiða...en leigjendurnir voru ekki alveg í takt við okkur....þó það sé nú önnur saga....
Allavega...ég fékk útborgað einu sinni í mánuði eins og lög gera ráð fyrir...en þau laun voru oft töff...og það kom nokkrum sinnum fyrir að þegar búið var að draga af mér húsaleiguna...leikskólagjöldin og hitaveituna...þá kom ég út í mínus...og haldið ykkur fast...ég fékk MÍNUS laun á bankabókina mína...ha ha ha!!!Já...það er ekki lýgi...nokkrum sinnum kom það óvart fyrir að á bankabókinni voru-12.645,- kall eða -8.879,-....Þau í Sparisjóði Svarfdæla skildu reyndar aldrei þessa útreikninga hjá launadeildinni..Klóruðu sér gjarnan í hausnum og vissu ekki hvernig átti að bakfæra þennan mínus...en þar sem ekki er djúpt á hornin og halann þá sat ég...púkinn...og hló að þessu öllu saman...múhaha....!!!!
Í ár hafa launin þó haldist nokkuð stöðug...stundum farið aðeins upp...en aldrei niður....sem betur fer...enda ekki af miklu að taka...laun eru samt alltaf laun og maður verður bara að lifa í samræmi við þau...fyrri aldur og skóstærð...Ég er náttla bara sátt...
Húsnæðismálin eru bara í ágæta gírnum...en við erum svona aðeins farin að horfa til nánustu fraamtíðar...langar að fara í aðeins stærra húsnæði og geta treyst á okkur sjálf á nýjan leik...það er ekki spennandi að vera þiggjandi...og alls ekki gaman að vera upp á aðra kominn...Nýtt ár verður samt að skera úr um hvaða stefnu þessi mál taka...við erum að minnsta kosti þakklát fyrir það sem við höfum...og ef svo fer að við verðum að bíða betra færis...þá bíðum við...
Krakkapjakkarnir eru sáttir og glaðir...og það er það besta í heiminum...glöð og hamingjusöm börn...sátt við sitt...njóta þess sem er og taka því sem kemur....algjör snlld...
Þrátt fyrir þetta skelfilega ástand sem skall á okkur á haustmánuðum þá eru nú ekki miklar breytingar á okkar bæ...við erum þegar búin að takast á við slík áföll og getum miðlað af reynslunni ef einhvern vantar ráð...ef það er eitthvað sem ekki skortir í okkar líf...þá er það reynslan...he he...
Ekki áttum við nú digra sjóði í peningabréfum eða bankahólfum og vorum því alveg róleg þegar bankarnir féllu...höfðum meiri áhyggjur af okkar fólki...bæði starfsmönnum banka sem og þeim sem áttu bakland í sjóðum til elliárannna....Það er gjörsamlega ömurlegt til þess að vita að þeir sem geymdu sér gull til mögru áranna standi allt í einu uppi slippir og snauðir...í stað þess að hafa bara getað notið þess að eyða þessum aurum sínum og njóta þeirra sjálir...en hvern hefði grunað að heilir þrír bankar myndu falla á einni viku...allir stærstu og grónustu bankar landsins????
Ég man samt að rétt eftir að ég flutti aftur heim frá Noregi...þá var Viðbótarlífeyrissparnaðurinn eitthvað alveg nýtt að byrja og við í leikskólanum fengum heimsókn í kaffistofuna...
Þangað mættu tvær uppábúnar konur...óskaplega fínar og vel til hafðar og sögðu okkur allt um þessa nýju leið til bættrar og betri framtíðar...Við sátum þarna allar og drukkum í okkur fróðleikinn...spurðum um allt sem var óljóst og fengum greinargóð svör...Ég var samt eitthvað efins...vildi vita hvað myndi gerast EF bankinn...sem í þessu tilfelli var Landsbankinn...færi á hausinn??? Myndum við þá tapa þessum sparnaði???
Kaffistofan nötraði...því bæði dömurnar tvær og samstarfsmenn mínir BILUÐUST úr hlátri....Bankinn fer ekki á hausinn...það er eiginlega það eina örugga í þessu lífi sagði önnur þeirra og vorkenndi mér örugglega að spyrja svona heimskulegrar spurningar...Ég var samt ekkert alveg örugg...en ákvað að fylgja fordæmi hinna og skrá mig í þennan sparnað...En ég vildi vita hvað væri öruggast...???Þær hlógu smá en sögðu svo að ef ég væri svona hrædd um þetta þá væri til leið sem héti lífeyrisbók...hún væri nú ekki með eins háa vexti...en hún væri tryggð...og örugg...Og ég valdi hana...Til að kóróna efann þá ætlaði Magginn líka í þennan sparnað...svo ég bað hann að fara í SPK...ekki hafa öll eggin í sömu körfunni...sem hann og gerði....
Hugsa sér...þetta hvarflaði að manni....en var samt einhvern veginn eitthvað sem manni fannst auðvitað ekki getað gerst...þar sem Landsbankinn hefur jú alltaf verið til....
Þrátt fyrir allt þetta hrun...allt þetta tap og allt þetta erfiða sem nú fer í hönd...þá held ég að þetta sé ekki eins slæmt og það lítur út fyrir...Auðvitað á eftir að koma hellingur af ógeði upp á yfirborðið...fullt af spillingu...lygum...peningaþvætti og þess háttar vibba...en mikið rosalega verður klakinn okkar hreinn og ómengaður þegar búið verður að þrífa þennan ósóma...koma hlutunum í lag...og heiðarleikinn fer aftur að verða orð sem mark er á takandi...
FRAMHALD.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.