JÓLAKVEÐJA FRÁ MÉR TIL ÞÍN......
22.12.2008 | 20:08
GLEÐILEG JÓL 2008
Er skammdegismyrkrið oss skellur á
og skuggana tekur að lengja
hin heilögu jól okkur heilsa þá
í hátíðleik himneskra strengja.
Með gleði í hjarta við fögnum þeim sið
sem heimsbyggðin oss hefur skapað
í kærleika sameinast mannkynið
þeim helgidóm hefur ei tapað.
Við skulum öll skoða hve ljósið er skært
og skammdegistöfranna njóta
huga að því sem er okkur svo kært
en senda burt allt þetta ljóta.
Þó framundan tímabil taki við strangt
þá huggun í harminum finnum
við eigum það val að það verði ei langt
ef viljasterk jákvæðni sinnum.
Í bjartsýni brosum mót hækkandi sól
með birtunni saman í liði.
Nú höldum við hátíðleg gleðileg jól
og njótum hvers annars í friði.
BH 2008
Bestu kveðjur um góð og gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.
MUNA: Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur sem gerir okkur rík...
Elskjú!!!!
Athugasemdir
Kæra Bergljót, takk fyrir þessa fallegu jólakveðju
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og þakka þér fyrir öll yndislegu gullkornin, sem birts hafa á þessari síðu og ég hef fengið að njóta
Elskjú too
Sigrún Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 23:29
Ég segi líka takk fyrir þessa fallegu jólakveðju Begga mín
Sendi þér og þínum mínar bestu óskir um Gleðileg jól og farsældar á komandi ári.
Halla (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:40
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja
Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:28
VA Virkilega falleg jolakvedja Begga
Takk fyrir hana asamt ollum skemmtilegu bloggfaerslunum tinum sem eg hef fengid ad njota her.
Eg sendi Ter og tinum yndislegar jola og aramotakvedjur og megi nyja arid verda ykkur ollum farsaelt.
Jolakvedja Birna og co.
Birna Ragnars (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 08:51
Hrönn Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:51
:-)
Gleðileg jól, og gott nýtt ár!
Einar Indriðason, 24.12.2008 kl. 09:16
Fallegt hjá þér að vanda... Gleðileg jól.
Brattur, 24.12.2008 kl. 14:18
Megi algóður Guð og hans fallegu ljúfu Englakór veita þér elsku vinkona mín og þína elsku fallegu ljúfu Fjölskyldu ást,von,trú og yndislegan kærleika um Jólahátíðina og umvefja ykkur notalega hlýju og bros í hjarta og þakklæti fyrir hvern ljúfa dag sem við eigum saman......Stórt knús og hlýr ljúfur og breiður faðmur af Ást og vináttu til þín frá mér og mínum yndislegum dætrum og Húsbandi...........GLEÐI
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.12.2008 kl. 15:50
Gleðilega jólahátíð Bergljót og fjölskylda.
Anna Einarsdóttir, 24.12.2008 kl. 16:00
Gleðileg jól til þín og þinna
Dísa Dóra, 26.12.2008 kl. 15:59
Fanney Björg Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:39
Gleðilega jólarest og takk fyrir allar skemmtilegu bloggfærslunar sem ég hef fengið að lesa á síðunni þinni á árinu sem er að líða,og fæ vonandi að lesa áfram á nýju ári.
Gleðilegt ár til þín og þinna Begga mín
Anna Margrét Bragadóttir, 29.12.2008 kl. 08:44
Mikið er þetta hugljúft og fallegt jólaljóð, og vel ort. - Þú ert mjög hagmælt kæra bloggvinkona. Sendi þér mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Og vona að þú sjáir þér fært að taka þátt í hugleiðingu í flugelda og sprengjuþögn frá 23:55 til 24:05 á gamlárskvöld. Og eigir með okkur kyrrlátar tíu mínútur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:36
Þetta er svo fallegt og vel ort hjá þér - takk
Sigrún Óskars, 4.1.2009 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.