...ER ÞAÐ EKKI EINMITT SVONA SEM...???

 

 

 

Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið...

Mamma sagði: Ég er þreytt, og klukkan orðin margt.
Ég ætla að fara upp í rúm.
Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.

Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað, straujaði eina skyrtu og festi eina tölu.
Hún tók saman dagblöðin sem lágu á gólfinu.

Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti símaskrána niður í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handklæði upp svo það myndi þorna.

Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.
Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.
Svo skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.

Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér.

Pabbin hrópaði úr stofunni; Ég helt að þú værir að fara að sofa.!???

Já sagði hún, og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.
Gekk svo úr skugga um að dyrnar væru læstar.
Loks kíkti hún á börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók rúmteppið af rúminu.
Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökkti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; Nei, þetta gengur ekki, nú fer ég að sofa - og það gerði hann.

Kannski soldið tippicale kvöld...????


Úff, ég er að verða þreytt….best að fara að kíkja á þvottinn, uppþvottavélina, stundaskrána, nestið, eldhúsið, minnismiðana, morgundaginn....……

 

 MUNA: Að við erum öll englar, hvert á sinn hátt….við erum hér hvert fyrir annað og þegar einhvern vantar hjálp eða mann langar að gleðja einhvern þá á maður bara að skella sér í það…ekki málið….það er svoooo nærandi og gefandi...fyrir alla...……..
“Það sem þú hefur óskað þér,dreymt um og vonað að væri til getur orðið að veruleika í hinni fögru paradís óendanleikans……”
 Love you!!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Týýýýýýpískt!!!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Van De Irps

Við konur erum ÓTRÚLEGA fjölhæfar   Er búin að svara klukkinu óþektarormurinn þinn

Van De Irps, 4.9.2008 kl. 20:56

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta er alveg týpískt,þegar meður er búin að ákveða að fara í rúmið þá eru svona 30 til 45 mín,þangað til maður er komin þangað.

Góða helgi mín kæra ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 5.9.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband