...LÍFIÐ.....

Árla morguns mætir hingað sál  ein agnarsmá
með boðskap guðs um gleðina og trú hans manninn á.
Hve dýrmætt þetta augnablik og dagsins besta stund
dásamlegur sannleikur um ykkar fyrsta fund.


Með ástina og kærleikann hún kemur hingað inn
kveikir hjá þér fallegt ljós sem lýsir huga þinn
Þú faðmar þessa litlu sál sem fögnuð með sér ber
fundið hefur aldrei þessa líðan inní þér.

 

Og litla sálin dafnar vel í lífsins gönguferð
ljúfur engill himni frá af fullkomnustu gerð.
Í augum þínum ekkert barn er fegurra en þitt
ekki síst er nálgast þig með bjarta brosið sitt



Með hverjum degi dýpri verður ást hennar á þér

deilir með þér lífinu, þér gefur allt af sér
Þú fylgist stolt með framförum og segir öllum frá
hve flínk og dugleg daman sé í dótið sitt að ná.



Segir líka nokkur orð, það nálgast kraftaverk

Þú nýtur þess hve hún er falleg, ákveðin og sterk.
Syngur litla lagið sem þú raulaðir í gær
lærði það og allur heimur heyra það nú fær.



Hún skilur fljótt að heimurinn er stærri en hún hélt

frá hundinum í næsta húsi heyrist glaðvært gelt
Fiðrildin í garðinum þau fljúga upp í loft
fuglarnir á trjágreinarnar setjast líka oft.

 

Að uppgötva og skynja heiminn skemmtun endalaus

skrýtið hvernig vatnið breyttist daginn sem það fraus
sólskinið er heitt og sendir birtu út um allt
á stjörnubjörtu vetrarkvöldi tunglinu er kalt.



Ó hvílík sorg er fugl hún fann sem hreyfðist ekki meir

Hve undarlegt er inní manni þegar eitthvað deyr
En þó að kisa kannski hafi litla fuglinn deytt
Þá var það óvart,litlar kisur skilja ekki neitt.


Lífið æðir áfram, litla stúlkan verður stór
leikur frú í leikriti og syngur með í kór.
Þú full af stolti út í sal með gleðibros á vör
segja vildir heiminum frá hennar frægðarför.



Árin áfram þjóta hjá og allt í einu er

Litla stúlkan fullorðin, að heiman brátt hún fer.
Þú skilur ekki hvernig tíminn tæmdist svona fljótt
og trúir vart að orðið hafir amma nú í nótt.



Í nótt kom lítil sál til jarðar óskaplega smá

með boðskap guðs um gleðina og trú hans manninn á
hve dásamlegt að vita það að drottinn trúir enn

    á dýrmætustu sköpun sína, jarðarinnar menn.

                                                   BH 2004.                     

  

    

                                        

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegt

Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er alveg einstaklega fallegt og gott aflestrar.  Takk innilega fyrir.. Heart Beat  Heart Beat

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Linda litla

Linda litla, 7.8.2008 kl. 17:59

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.8.2008 kl. 09:05

5 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Dásamlega fallegt ljóð takk fyrir að deila því með okkur

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 12:22

6 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Svo fallegt.  Ég bara táraðist.  Takk fyrir mig.

Þórdís Guðmundsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er svo dásamlega fallegt og vel ort,  að í gær  þegar ég las þetta fyrst, þá gat ég ekki skrifað,  því ég missti mig alltaf.  -

Ert það þú sjálf sem yrkir svona fallega?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:21

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Elskulegu vinir.

Hjartans þakkir fyrir falleg orð...gaman að heyra að ykkur líkar þetta....

Já, Lilja Guðrún, ég setti þetta ljóðkorn saaman...hef  skrifað síðan ég lærði að draga til stafs og blátt áfram elska að skrifa og semja.....og mér þykir óendanlega vænt um að fá svona falleg viðbrögð við því....

 Ég á örugglega eftir að setja meira inn hérna en er reyndar að vinna heimasíðuna mína...www.http//textar.is.....

Bergljót Hreinsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:58

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Í alvöru !  Samdir þú þetta. 

Yndislegt ljóð alveg.

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:42

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú ert snilli

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 8.8.2008 kl. 21:24

11 identicon

Óskaplega fallegt, kveðja á ykkur öll.

sæa (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 22:22

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta er bara snilld hjá þér. Takk fyrir mig

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband