.....BÚN´AÐ VER´Í ÞESSUM BRANSA Í SAUTJÁN ÁR....
16.6.2008 | 01:45
Dagur að kveldi kominn og allir mínir komnir í hús....ilmandi nóttin að læðast aftan að okkur og bráðum verða allir komnir í draumalandið góða með honum Óla Lokbrá....
Helgin búin að þjóta hjá með öllum sínum ævintýrum og Trönuhjallatöffarar nokkuð sáttir bara....
Strákarnir fóru að heiman klukkan sjö í gærmorgun...þá mætti nebbla Doddinn á afataxa...búinn að keyra þá nótt og á leið í VeraHvergi....þangað sem peyjarnir áttu heimboð í Lyngheiðina...og Aroninn beið þeirra hress og sprækur....nú...og tvíburakrúttin að sjálfsögðu líka....
Það var sól og hiti og því var að sjálfsögðu stormað í fossin góða og stokkið fyrir peninginn...ALLAN daginn....
Eins gott að ég vissi minnst af því...með mína lífhræðslu....en þeir skemmtu sér auðvitað konunglega....enda strákar.....
Magginn og ég dunduðum hér heima ásamt Minnstunni.....kíktum svo til mömmsunnar og pabbalingsins þar sem tölvumálum var kippt í liðinn....tjattað og kjamsað á kökum og gúmmulaði...
Kristín kom svo í strætó og sótti Minnstuna...þær tjilluðu heima smá stund en vildu svo fara í Reykásinn á trampólínuna og það mátti ekki keyra þær...í strætó skyldu þær fara....
Og þá sátum við eftir ein og barnlaus...hjónakornin....en létum við okkur leiðast?....ónei...það kunnum við sko ekki......
Við ákváðum að fagna sautján ára brúðkaupsdeginum...fimmtánda júní...og grilluðum okkur gómsætt kjöt og opnuðum rauðvín....slurpi slurp!!!!
Ég rifjaði upp gamla skátaandann og setti súkkulaði inn í banana...en Magginn var aldrei skáti og kann því ekki gott að éta...nei ég meina meta....
Eftir matinn fórum við svo í göngutúr um dalinn og horfðum á sólsetrið...rómó....með hundspottið náttla....og það var svo geggjað veður að við tímdum varla að fara inn....
Höfðum það svo bara ógó kósí...hlustuðum á tónlist og átum kex og osta....og nutum þess að vera í rólegheitunum....bara tvö......
Hugsa sér....SAUTJÁN ÁR....sem hafa liðið svo ótrúlega hratt.....og gefið okkur svo mikið...
Fyrir sutján árum áttum við litla íbúð á Holtsgötunni í Hafnarfirði...ég...hinn mikli Kópavogsbúi...lét mig hafa það að flytja úr vöggu barna og blóma....allt fyrir ástina sko...og við höfðumþað ógó kósí þarna í gamla Suðurbænum....
Ég kláraði skólann þetta vor....útskrifaðist sem fóstra...en vinn sem leikskólakennari...og við áttum hana Píli pínu...litla hundastelpu sem við dýrkuðum....
Og við trúðum á lífið....draumana og það allt...en óraði aldrei fyrir öllu sem átti eftir að lita líf okkar....
Við giftum okkur í Kópavogskirkju...biskupinn gaf okkur saman...ég valdi sko kirkjuna en Magginn prestinn...og séra Ólafur Skúlason var hans prestur...en frændlingurinn minn...hann séra Árni....var ekki með í partýinu að þessu sinni....
Jónas Þórir...okkar góði vinur...sá um tónlistina og hún Anna Pálína söng eins og engill...um Rósina..."ást er líkt, við á í vexti..."og tárin streymdu.....
Karl Ágúst lánaði okkur texta úr Phantum of the Opera....texta sem hann samdi til sinnar konu....og Anna Pálína og ungur söngmaður úr söngskólanum sungu eins og englar...og gerðu þessa stund ógleymanlega....
Bryndísin mín var brúðarmeyja og Torfinn minn hringaberi....og þessi dagur var eitt allsherjar ævintýri....sem enginn gleymir....
Veislan var haldin í Costa Del Melgerði fjórtán....æskuheimili mínu...í tuttuguogsjö stiga hita og glampandi sól.....
Það voru borð og stólar um allan garð og stemman meiriháttar.....
Það var ekki hægt að biðja um betri dag.....og hann gaf fyrirheit um fallega og bjarta framtíð.....
Um kvöldið...áður en við fórum heim í drekkhlaðna íbúð af gjöfum....renndum við við á spítalanum hjá móðurömmunni minni...sem var veik af krabbameini...og hún varð svo glöð að fá að sjá okkur og knúsa....og taka þannig pínu þátt í deginum okkar stóra....og við kíktum líka á föðurömmuna sem lá líka á spítala...og gáfum henni líka part af deginum.....
Þegar við komum heim biðu nágrannar með gjafir...glös og kampavín...og það var bara flottast....Við skáluðum og svo fórum við að kíkja á gjafir og kort...en vorum svo þreytt að við ákváðum að geyma retina til morguns.....
Um áttaleytið hrukkum við upp við bjölluna...fórum til dyra...en þar var enginn...
Hinms vegar beið ar karfa með nýbökuðu brauði...rúnstykkjum..... sultu...ostum...kexi...súkkulaði og kampavíni....
Ég fattaði strax að þarna væru elskulegar vinkonur mínar með smá grallaraskap.....
Við settum körfuna inn í eldhús....og fórum bara aftur að sofa.....en nutum góðgerðanna síðar um morguninn.....
Í minningunni er þetta fallegasti dagur sem við höfum upplifað...fullur af sól og kærleik....ást og vináttu.....dásamlegum ættingjum og yndislegum
vinum....og við orðin hjón....
Váááá hvað við vorum hamingjusöm...og það erum við svo sannarlega enn....
Kannski hefði það skyggt örlítið á þennan bjarta og fallega dag ef við hefðum haft minnsta grun um það sm lífið ætlaði að bjóða okkur...en sem betur fer höfðum við ekki grun....og hlökkuðum ósvikið til framtíðarinnar.....
Og guð min góður...það er ekki eins og allt hafi verið alslæmt...ónei...þótt blásið hafi hressilega á móti...þá eru góðu hlutirnir svoooo margir.....bæta upp mótlætið....og við erum bara sátt....
Elstimann fæddist rétt tæplega níu mánuðum eftir brúðkaupið...úllala....ég gekk sko með hann framyfir....og þó það hafi tekið laaaaangan tíma að koma honum í heiminn...og hann hafið bjargað lífi sínu með því að taka bara fylgjuna með sér í heiminn....þá var þetta einn af fallegu dögunum....og hamingjuríkustu....
Miðormurinn kom átján mánuðum seinna...og það gekk miklu betur að koma honum í heiminn.....þvílík gleði sem við upplifðum þá....
Minnstan kom svo tuttugu mánuðum seinna....he he....lítið ljón með stórt skap....og enn einn gleðidagurinn varð okkar.....
Já...hlutirnir gerast hratt á sumum bæjum...en að eru sko ekki til neinar tilviljanir...og ef ég hefði eitthvað verið að bíða....og láta tímann líða....er ekki víst að ég ætti þrjú börn í dag...þannig er það bara....
En þessi þrjú...ætluðu til okkar...og fyrir það getum við aldrei þakkað nógsamlega...og ef fólk er að pæla í hversu stutt er á milli þeirra...þá mæli ég með þessu fyrirkomulagi...þetta er mjög þægilegt og skemmtilegt....
Við erum búin með ungbarnatímabilið... smábarnatímabilið.... leikskólatímabilið.....litlukrakkatímabilið....yngstastigstímabilið...
miðstigstímailið...og erum stödd á miðju unglingastigstímabili...allt mjög lærdómsríkt og krefjandi....en ótrúlega skemmtilegt og gefandi....eitthvað sem við hefðum aldrei viljað missa af....
Hvað er hægt að biðja um meira?????
Og ef mig langar inn á einhver af liðnum tímabilum...fæ ég bara lánuð börn....ekki málið....fyrir utan að vinna með þau átta til níu tíma á dag...sko þessi á smábarnatímabilsaldrinum....úff...það er svoooo gaman....!
Sautján ævintýraleg og mögnuð ár... og vonandi áttatíu í viðbót.... allavega....
Skál fyrir því!!!!!
Í dag var svo brennt af stað eftir hádegi að sækja Minnstuna og beint upp í keiluhöll í rútuna sem flutti okkur upp á Skaga....Það var nebbla leikur...Valur ÍA.....Leikurinn var svosem allt í lagi...en úrslitin ekki sérlega spennó...markalaust jafntefli...Ekki alveg að gera sig...EN...þetta kemur....
Mikið ótrúlega er mig farið að lengja eftir því að komast í sumarfrí...ohhh...það eru níu vinnudagar eftir.....verður bara meiriháttar....slappa af....gera allt og ekkert...mála...skrifa...tjilla...fara í útilegur....spila kubbið okkar góða...lesa...og vera frjáls og engum háður... þannig lagað....
Strákarnir eru reyndar að vinna júní og júlí í unglingavinnunni...en þeir vinna ekki á föstudögum svo við gætum skotist út úr bænum þá....og svo má nú alltaf taka sér einn og einn dag frí....
Frí...frí....frí....ég hlakka svoooo til!!!!! og svo eru náttla snillar sem hafa verið svo hugulsamir að tska saman viðráðanlegan bókalista í sumrbústaðinn tjaldið eða á pallinn....stuttar bækur, skiluru ..
LISTI YFIR STUTTAR OG AUÐLESNAR BÆKUR:
- Fölskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen
- Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson
- Tískuhandbók tölvunarfræðingsins
- Framfarir í mannréttindamálum í Kína
- Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson
- Villtu árin - eftir Geir H. Haarde
- Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson
- Félagatal Framsóknarflokksins
- Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson
- Vinsælustu lögfræðingar landsins
- Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon
- Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson
- Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands
- Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson
- Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon
- Die Hard, the true story - eftir Björn Bjarnason
- History of the Icelandic Security Forces 2008-, - eftir Björn Bjarnason
- Svepparæktun eftir Steingrímur J Sigfússon
- Brunavarnir á heimilum - eftir Guðlaug Þór Þórðarson.
- Bændur munu berjast - Framsóknarflokkurinn
- Fjölskyldufriður - eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur Skarphéðinsson
- Draugagangur í Stjórnsýslunni- eftir Geir Haarde
- Sleggjukast fyrir byrjendur - eftir Kristinn H Gunnarsson
- Stýrivextir I og II - eftir Davíð Oddson
- Byggðarstofnun í nútíð og fortíð - eftir Kristinn H Gunnarsson
- Enska fyrir byrjendur Utanríkisráðuneytið
Með þetta safn ætti manni nú ekki að leiðast í fríinu ..eins og einhver hætta sé á því .he he ..
Það er reyndar mitt stærsta vandamál í lífinu að komast yfir allt sem ég ætla og mig langar að gera .tíminn virðist alltaf vera á hraðferð og skilur mig eftir í bullandi tímaskorti .en ég er að reyna að vera skipulögð og komast yfir sem mest á sem minnstum tíma .reyni að nýta sólarhringinn eins ítarlega og ég get hmmmm ..kannski mín heppni að litlu krúttin í leikskólanum sofa brot úr degi
En núna er tími til að tjilla og skemmta sér sumarið er jú TÍMINN eða það segir Bubbi kallinn, einn vinsælasti tónlistarflytjandi landsins og líklega sá tekjuhæsti ..
Ég er eitthvað alveg að rugla hérna .held mig bara á þeirri línu .
Segi ykkur raunir konu sem ætlaði að skella sér í vax... Þið eruð ekkert viðkvæm...er það nokkuð?????
Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur..... og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
Ég svæfði börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd.
Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls. Ekki sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!!
Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér.
Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður mín tók ég fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega í rusli og og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið? Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki. eitt. einasta. hár. horfið! Ekki. eitt. einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....
Ha ha ha!!!!
Jæja...ný vika komin í gang...sautjándinn á Hriðjudaginn og vonandi meiri sól og hiti til að kæta okkur klakabúa......
Farið glöð og kát inn í vikuna og njótið þess að sumarið er bara rétt að byrja!!!!
MUNA: Sigurvegarar í lífsins leik eru ekki þeir sem aldrei hafa misstigið sig í lífinu heldur þeir sem hafa aftur og aftur misstigið sig en aldrei gefist upp.
Sigurvegarar öðlast þroska við hver mistök og sjá þau eins og áfanga á leið til sigurs. - Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur -
Lovjú til tunglsins og aftur heim .
Athugasemdir
Til hamingju með árin sautján! Það er sko eins gott að enginn veit hvað bíður í lífinu. Annars er ég hrædd um að margir mundu leggja árar í bát áður en reynt væri að róa......
Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim og mistök til að læra af
Hrönn Sigurðardóttir, 16.6.2008 kl. 08:07
Til hamingju með 17 árin, þetta er bara upphitun. Allt eftir sko.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 10:36
Til hamingju með 17 árin
Snildarfærsla eins og alltaf og ótrúlega fyndin
Eigðu góða viku
Anna Margrét Bragadóttir, 16.6.2008 kl. 12:42
Til hamingju elsku Begga og Maggi með árin 17.
Gaman að færslunum þínum
Sendi ykkur kveðju og hafðu það gott í sumarfríinu sem er framundan.
Birna Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:07
Til hamingju með 17 árain skvís.. Knús Irps
Van De Irps, 17.6.2008 kl. 11:12
Vaaaá! 17 ár!! Það er ekki lítið. Þið eruð nú líka alveg mega dúllur og þvílík samstaða hjóna sést alltof sjaldan. Þið eruð æði Til hamingju með þetta Lovjú
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:48
WOW !!! 17 ár... það er ekkert smá, er stolt af þér og til hamingju með daginn.
p.s. mundu...aldrei fá þér vax aftur hehehe
Linda litla, 18.6.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.