...ÉG ER SVOOOO STOLT....

                                       

Vá hvað það er búið að vera flott veður hérna á klakanum undanfarna daga....sól og hiti fyrir peninginn...og börnin alsæl í útiverunni...

„Þarf húfu?“...nei nei...“jess...við meigum vera úti á hárinu“....!!!! Við erum í góðum gír hérna...Trönuhjallatöffararnir...skólinn búinn og Elstimann útskrifaður með stæl úr tíunda bekk.....  

Að hugsa sér...“litli“ kallinn minn er búinn með grunnskólann og sest á skólabekk i Menntaskóla í haust að öllu óbreyttu.... 

 Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar ég fylgdi honum í skólann fyrsta daginn....sex ára gömlum pjakki....ég var gjörsamlega að springa úr stolti....litla barnið mitt að verða skólastrákur....hann svo spenntur og áhugasamur....farinn að lesa og skrifa svolítið...hafði gífurlegt hugmyndaflug og talaði íslensku...norsku...svolitla sænsku  og töluvert í ensku....  

   

 

 Hann byrjaði skólagönguna í Kjölberg skole í Borge kommune í Fredrikstad.Hann var í fyrsta árgangi sem fór í sex ára bekk þar í landi...og þótti morsurunum þessi breyting afar stór og mikil og höfðu stórar áhyggjur af litlu börnunum sem nú skyldu verða förste klasse óg fara í skólann...yfirgefa leikskólann sem áður sá um forskolen fyrir sex ára krúttin.....  

Og skólarnir í landinu ríka undirbjuggu komu þessa yngsta skólafólks mjög vel og mergir skólar byggðu við...sér hús fyrir litlu grislingana...því þau áttu bæði að geta verið þarna í kennslu og í gæslu eftir skóla.... 

Bekkurinn hét 1–klasse...Blo gruppe...eða Blái hópur...og kennararnir voru tveir...Ingvild grunnskólakennari og Beinta leikskólakennari...og svo voru tveir skólaliðar og einn túlkur sem fylgdi barni frá Pakistan....allt voða vel mannað og allt pottþétt... Skólinn var rosalega vel skipulagður og mannaður og þrátt fyrir að vera stór og fjölmennur á íslenskan mælikvarða gekk skólastjórinn um leikvöll og ganga og heilsaði öllum með nafni...börnum...foreldrum...kennurum og starfsfólki... ótrúlega flottur gaur þar....  

Elstimann blátt áfram ELSKAÐI að fara í skólann....og var mjög námsfús...Hann átti líka til að vera óttalegur grallari...trúður...og fannnst gaman að láta bekkjarfélagana hlæja...en það var alltaf á góðu nótunum og kennurunum fannst þessi gormur ógó skemmtilegur....  Fyrsta árið í skólanum var ótrúlega spennandi og skemmtilegt og uppfullt af frábærum upplifunum..... 

Olveusaráætlunin var í hávegum höfð þar sem þess er vandlega gætt að ENGINN sé lagður í einelti....stóru krakkarnir gættu litlu krakkanna .... hvert barn átti sinn“fedder“ eða vin í eldri bekkjunum sem sá um að þeim liði vel í skólanum...léku við í frímínútum og komu í heimsókn heim til að kynnast vinuum sínum betur....tengjast og byggja upp virðingu og traust.... 

 Eftir skóla var svo „fritidshjem“ og þá mátti leika sér eins og enginn væri morgundagurinn...fullt af krökkum og allir vinir.....

   

 

 Þetta ár var alveg meiriháttar gott og guttinn blómstraði....var alveg að fíla að vea skólastrákur.....og svo varð hann 2.klasserer....og blo gruppe varð 2 klasse A.Elstimann elskaði að fara í skólann...átti fullt af vinum og átti líka frænda sem kom og kenndi íslensku börnunum íslensku einu sinni í viku...ekki leiðinlegt það.... 

Ekki spillti fyrir að Miðormurinn byrjaði í 1-klasse...grönn gruppe....og þeir bræður undu sér mjööög vel þarna.....nutu þess að vera litlir íslendingar í norskum skóla þar sem þeir voru jafningjar allra hinna barnanna....léku og lærðu...spiluðu á Marimba og Mbra...og fræddust um alls konar lönd og þjóðir...menningu og trúarhópa....sáu engan mun á svörtum og hvítum...gulum eða brúnum....því það voru allir jafnir þarna.... 

Við fluttum heim til Íslands um aldamótin....leigðum hús í Hafnarfirði meðan við vorum að selja úti og klára að ganga frá öllu þar....og þeir bræður fóru í Lækjarskóla....Það var mikil breyting...en samt ekki slæm....og Elstimann eignaðist mjög góða vini strax.....en saknaði sárlega félaganna í Noregi.... Við ákváðum að reyna að festa okkur húsnæði í Hafnarfirði en fengum ekki í Lækjarskólahverfinu. Elstimann fór því í þriðja bekk i Engidalsskóla.

 Það er það allra allra versta sem komið hefur fyrir í lífi þessa drengs....

   

 

 Við foreldrarnir...græningjar dauðans...héldum að allt væri í sóma....að pottormurinn væri ánægður og að allt væri eins og það átti að vera....héldum að hann ætti vini í bekknum og fannst ekkert athugavert að hann sækti í að fara að hitta vinina úr Lækjarskóla....  

Svo eitt kvöldið...var guttinn að fara að sofa....en rak höfuðið í rúmbríkina og það brast stífla....táraflóðið og ekkasogin...guð minn góður.... Við áttuðum okkur strax á að gráturinn sem þarna fékk loks útrás tengdist þessum skelli ekkert....enda vinurinn vanur að harka af sér þegar eitthvað smáræði henti...en þennan grát munum við alltaf.....

 Og við...foreldrarnir...fengum að heyra hvað hafði gengið á síðustu vikur.....og ég er að segja ykkur það...við vorum mjög sjokkeruð....og áttum bágt með að grenja ekki bara með guttanum okkar sem var búinn að þurfa að þola ótrúlega margt á skólalóðinni við Engidalsskóla....

 Þetta var mjöööög erfitt kvöld og við vorum algerlega að tapa okkur. Og okkur þótti við bregðast Elstamanni....ásökuðum okkur endalaust....af hverju sáum við ekki merkin...hvers konar foreldrar vorum við??????  

Þetta  sem þarna var að gerast var ekkert skylt stríðni, þetta var pjúra einelti, þar sem pjakkurinn var gjörsamlega tekinn og laminn, barinn og honum hent um hraunið svo oft stórsá á honum. Hann hins vegar....sagði okkur aldrei neitt....sagðist hafa dottið og meitt sig og svoleiðis...kom heim með blóðnasir og tár í augum og sagðist hafa rekið sig á og sv.framvegis.....vildi semsagt, vildi hlífa mömmu og pabba. Okkur þótti þetta oft skrýtið....við vorum oft að furða okkur á ýmsum hlutum...en höfðum engan grun um hversu alvarlegir hlutirir voru..... 

Næsta dag talaði ég við kennarnann. Hann kannaðist ekki við neitt. Sagði bara, að það hefði ALDREI verið einelti í þessum skóla og þess vegna þyrfti ekki eineltisteymi eða neitt slíkt.

Þær í gæslunni höfðu aðra sögu að segja. Þær vissu betur. Ein leikskólakennaranna hafði tekið eftir skrýtinni hegðun stráksa og farið að fylgjast með honum. Hún sá að hann var hræddur. Hann laumaðist um gangana, kíkti út um gluggana og þegar honum þótti leiðin fær, skaust hann út um hurðina og tók strikið heim. En það var setið fyrir honum og hann fékk vænt högg á andlitið og spark í sköflunginn.Hún náði ekki gerandanum.

Skólastjórinn hringdi í mig og sagði að best væri fyrir alla AÐ SETJA BARA DRENGINN MINN Á RITALIN!

Ekki einu sinni láta ykkur detta í hug að við höfum farið að hennar ráðum. Ónei, ég með mína leikskólakennaramenntun og miklu reynslu vissi betur. Það þarf ekki Ritalin til að laga einelti.

 En hún stóð fastar á því en fótunum að þetta fyrirbæri þekktist ekki innan Engidalsskóla.

   

 

 Rétt eftir þetta var foreldrafundur í skólanum. Þar var verið að fara yfir ýmis málefni. Fundarstjórinn í bekknum hjá mínum gutta stýrði umræðum og við vorum með punkta sem við áttum að fara í gegnum. Þegar kom að liðnum EINELTI fletti hann blaðsíðunni og sagði: Já, þetta þarf víst ekki að ræða, það er ekki einelti í Engidalsskóla....yeah wright.....

Ég bað hann aðeins að staldra við. Og ég fékk áheyrn margra sjokkeraðra foreldra. Og það fór að koma; Já, stelpan mín var eitthvað að tala um að þessi strákur ætti soldið bágt...já, minn strákur líka...og...og...og....Það hafði samt ENGINN hlustað.... 

Foreldrunum kom saman um að fara til síns heima og spyrja börnin sín út í líðan þeirra í skólanum, líðan annarra barna og hvort þau þekktu einhvrn sem liði illa.Og það kom á daginn að það voru mörg börn sem vissu um þetta dæmi, mörg börn sem allt í einu áttuðu sig á því að þau voru að taka þátt í því, ómeðvitað, að leggja skólafélaga í einelti.  

Foreldrarnir í bekknum hittust aftur og við fórum í gegnum þessa óformlegu könnun og reyndum að finna leiðir til að leysa málin. Allir foreldrar fóru heim með það verkefni að tala við sín börn, fræða þau um alvarleika málsins og hvað væri hægt að gera til að öllum liði vel í skólanum.  

Skólastjórinn frétti af þessum fundi og TAPAÐI sér. Hún hringdi í bekkjarráðið og tilkynnti að þar sem forráðamenn þessarar bekkjardeildar væru með SAMSÆRI gegn skólanum og að búa til VANDAMÁL, þá mættum við héðan í frá ALDREI AFTUR funda í skólanum!    

Við vorum ráðþrota, vissum ekkert hvað gera skyldi en ákváðum að sjá hvað myndi gerast.Jú, flest barnanna hættu þessum ljóta leik, en þó ekki öll, ekki börnin sem áttu foreldrana sem ekki mættu á fundinn góða. Kennarinn sagðist því miður ekkert geta gert, því foreldrar þessara barna ættu við svo mikla erfiðleika að stríða að það myndi hreinlega skaða þau ef hún myndi kvarta.  

Við leituðum til Skólaskrifstofunnar í bænum og fengum áheyrn frábærs sálfræðings, sem þekkti vel til Engidalsskóla. Að hlusta á hana tala við drenginn, guð minn góður, við vissum sko ekki helminginn af því sem hann var búinn að þola. Maður sat, í algeru sjokki og reyndi að fela tárin. Ömurlegt! 

Maður ásakaði sig fyrir að hafa á annað borð sent barnið í skólann á hverjum degi....að hafa ekki vitað betur...að hafa ekki verið harðari við skólastjórann og maður var hreinlega kominn á það stig að ásaka sig fyrir að hafa flutt frá Noregi, þar sem barninu leið svo vel í skólanum, þar sem unnið var markvisst gegn einelti ,þar sem margir menningarheimar mættust, en engum var strítt. Þar voru allir jafn mikilvægir og frábærir. 

 Við fengum upphringingar frá blokkunum í kring, þar sem fólk varð vitni að ýmsu ljótu í hrauninu við skólann, hafði jafnvel hringt þangað og tilkynnt að verið væri að misþyrma barni, en það kom enginn út úr skólanum til að kanna málið.

 Sálfræðingurinn lagði alls kyns próf fyrir drenginn og okkur, en hann var ekki ofvirkur, ekki með athyglisbrest, ekki misþroska og kom mjög vel út greindarfarslega.Hún reyndi að fá skólastjórann til að búa til teymi og taka á málunum, en sú sat enn fast við sinn keip. Það er ekki einelti í Engidalsskóla. Best væri bara að setja drenginn á Rítalín. Hann Sigurður Stefánsson mun gera það ef ég fer fram á það. Farið bara til hans.....Já...sæll!!!!  

Við gerðum það sem foreldrum bekkjarfélaganna þótti óréttlátast, við fluttum burt.Þeim fannst ömurlegt að horfa upp á að fórnarlambið yrði að fara en gerendurnir sætu eftir og myndu þá finna sér annað fórnarlamb. Sem þeir að sjálfsögðu gerðu....  

Við fluttum í Kópavoginn, en gormurinn okkar var illa brenndur af þessari reynslu og átti mjög erfitt með að komast inn í hópinn í nýja skólanum....treysti nauðvitað engum, skiljanlega....Hann eignaðist samt tvo góða vini og bauð með sér heim, en á skólalóðinni var hann alltaf á verði og fljótur að forða sér ef honum fannst stefna í óefni, krakkarnir umkringja hann eða að einhver ógnaði honum. Ég þurfti nokkrum sinnum að koma úr vinnunni og leita hans, þar sem hann hafði hlaupið burt til að forðast ógnandi hnefa....og hann þorði ekki heim, því hann vissi að kennararnir kæmu fyrst þangað.... 

Þarna átti að taka á málunum, skólinn setti sig í stellingar....en einhvern veginn byrjaði eitthvað sem síðan varð að engu.

   

 

 Við höfðum samband við Regnbogabörn og bæði hann Jón Páll og Stefán Karl hittu guttann, og bjuggu til prógram. Þeir buðust til að koma í skólann, hitta krakkana í bekknum og alla nemendur á sal og fjalla ítarlega um einelti, en skólinn sagði nei takk, við reddum þessu sjálf. Samt gerðist ekkert...  

Svo ég geri nú langa sögu "stutta", þá gekk þetta svona, þróaðist svo í einhvers konar „doða“ þar sem einelti sems líkt var ekki á berandi en drengurinn leið fyrir hvern dag sem hann þurfti að vera í skólanum.  

En – hann fór samt alltaf í skólann. Viljiði spá í það....Myndi maður sjálfur mæta á vinnustað þar sem manni liði svona? Ónei...  

Svo fór þetta að verða mjög skrýtið, allt í einu vorum við sífellt á fundum þar sem hann var orðinn eitthvert VANDAMÁL sem enginn vissi hvernig átti að meðhöndla????

 Við vorum ekki sátt.

   

 

  Hann var hjá skólasálfræðingnum sem sagðist ekki finna neitt að, sagði hann ljúfan og góðan, svolítið hræddan og með stóran marblett á sálinni.

 Hann var sendur í fleiri próf og við fórum með hann á BUGL (?????) til að láta greina hann, reyna að finna af hverju hann væri svona stórt vandamál. Hann var búinn að fá ógeð á þessu  öllu,fjórtán að verða fimmtán, löngu búinn að uppgötva að hann væri ekki æskilegur nemandi.....bara vandamál....snökt snökt....

 Í alvöru, þetta er þokkalegasti námsmaður, rólegur og þægilegur, hlýðir okkur alltaf og fer eftir útivistarreglum, er góður við systkini sín og svona mætti lengi telja. Kennarinn hans í 4-7 bekk náði frábærum árangri með hann og allan bekkinn námslega...en félagslega var ekkert að gerast.  

Það sem Elstimann hins vegar fór að gera seinni hluta áttunda bekkjar var að láta sig hverfa ef eitthvað var óþægikegt....það voru nokkrir kennarar sem voru óþægilegir að hans mati, töluðu niður til hans eða jafnvel öskruðu á hann....  

Hann fór í smá "hvíld" frá skólanum...á stað sem heitir Ástún, en þar var okkur sagt að ‘hann ætti ekkert erindi, hann væri ekki vandamál fyrir fimm aura, hann væri ljúfur og þægilegur, lærði samviskusamlega, kæmi vel út í öllum prófum sem var dembt á hann, mætti vel, væri aldrei með hortugheit eða kjaft og því engin ástæða til að hafa hann þarna.Hins vegar varð syni okkar tíðrætt um hvað honum liði vel þarna, fengi að vera í friði og það væri allt svo rólegt. Hefði kosið að vera lengur, en slíkt var náttla ekki í boði....   

   

 

Þeir á Buglinu sögðu að það væri ekkert að þessu barni, það sem væri stærsta vandamálið væri skólinn sjálfur, þar væri ekki verið að sinna félagslega þættinum nægilega og að besta sem við‘ gætum gert væri að skipta um skóla. Það gekk ekki eftir fyrr en í vetur.

 Þá fór hann í Hjallaskóla og ég ætla ekki að reyna að lýsa breytingunni á stráksa. Hann er svo léttur og kátur, líður svoooo vel, finnst GAMAN í skólanum og fær hrós fyrir góða frammistöðu daglega!

 Á foreldrafundinum fóru bara tárin að renna því ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar mér var sagt hversu frábær þessi strákur væri, duglegur og ljúfur...eitthvað sem maður hafði varla heyrt síðan í Lækjarskóla í öðrum bekk....  

Ég sem var búin að brynja mig og búa mig undir einhver leiiðindi...þvílíkur munur! Þeir á skólaskrifstofunni hérna í bænum voru búnir að segja mér að félagslega væri skólinn sem drengurinn minn var í frekar illa staddur, en einkunnir á samræmdum prófum hins vegar alltaf til fyrirmyndar.Þeim fannst búið að brjóta svo mikið og illa á stráknum að ákveðið var á fundi að bjóða honum að sækja leiklistarnámskeið í Borgarleikhúsinu einn vetur og þeir borguðu það allt. Hann blómstraði þar og fannst mjög gaman, fékk mikið út úr þessum vetri og sjálfsöryggið fór að koma aftur. Hann tók þátt í leiksýningu fyrir foreldra og söng þar eins og engill, öruggur og með fulla trú á sjálfum sér. 

Og nú er þessi hetja mín BÚIN að klára barnaskólakaflann...lét ekkert stoppa sig og hafði mikið fyrir því....

    

 

Hjallaskóla var slitið með pompi og prakt á fimmtudaginn var...með flutningi verkefna um morguninn og hátíðarkvöldverði um kvöldið...þar sem einkunnir voru afhentar ásamt lítilli bók með heilræðum Laxness...penna merktum skólanum og rauðri rós.....bara glæsilegt....  

Svo voru kennararnir búnir að dekka borð og elda mat ofan í alla foreldra og nemendur og buðu upp á hamborgarhrygg....lambakjöt og meðlæti og ís með jarðaberjum,og marssósu á eftir....uhmmmm....

Váááá...hvað við vorum stolt þetta kvöld...og vááá hvað var gaman að sjá „litla“ guttann okkar....sem nú er 1.81 á hæð....svona glaðan og hamingjusaman...því það er enginn smá sigur sm þessi ungi maður hefur unnið ....!!!!!

    

 

Jæja...löng færsla...búin að létta á mér...og ef einhver les þetta, sem er í sömu sporum þá er BANNAÐ að gefast upp....EKKI kyngja einhverjum „lausnum“ sem eru ekki að virka. Standið á ykkar og leitaðu eftir hjálp, utanaðkomandi ef skólinn vill ekki vinna með ykkuur. Ekki láta einhvern segja að þetta sé allt í lagi, því það er sko alls ekki allt í lagi að börunum okkar líði illa eða að verið sé að brjóta á þeim stanslaust. Ykkar barn er ekkert minna virði en annarra...enginn á að líða einelti!!!!! 

 MUNA: Þeir lifa auðugu lífi sem láta ekki stjórnast af eigingirninni.  - Það sem gefst best í lífinu er að gefast aldrei upp  -  

 

 Lovjú povjú skovjú…….


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með flottan strák

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Takk innilega fyrir það Hrönn mín....

Bergljót Hreinsdóttir, 10.6.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er mikil saga og erfið, blessaður drengurinn þinn.  Mín börn gengu í Engidalsskóla á árunum 1984 - 1997 og var þetta þá bestir skóli sem ég hafði kynnst, eldri börnin mín fluttust í Víðistaðaskóla í unglingadeild og var það stráknum hryllilega erfitt, ekki bara vegna nemenda heldur kennara ekki síður, þetta voru skelfilegir vetur.  Skil þig svo vel.  Óska drengnum alls hins besta.  Kveðja til þín og þinna

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fór nú að skæla.  Þvílík grimmd og fullorðna fólkið lokar bara augunum.

Það er ekki nýtt þegar barn verður fyrir einelti að senda það til sálfræðinga og geðlækna og í alls konar rannsóknir.  Eins og vandamálið liggi hjá barninu en ekki ekki gerendunum.

Takk fyrir frábæra færslu.  Auðgar daginn minn.  Til hamingju með strákinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.6.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Já, sagan er löng og ströng, en þó vil ég eindregið taka það fram að kennsla sem slík, og öll umgjörð þessa skóla var mjög flott..og starfsfólk flest alveg frábært....það var eiginlega bara þessi skólastjóri sem vildi ekki opna augun....og skaðinn skeði....

Bergljót Hreinsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:13

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...og já...takk Jenný mín....

Bergljót Hreinsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Linda litla

Vá.... Linda litla þykist vera nagli, en ég veð að viðurkenna að ég barðist við tárin. Þetta er svakalegt hvað fullorðið fólk getur hreinlega verið grimmt. En góður endir, það er fyrir öllu. Til hamingju með strákinn Elsku Begga og gangi honum vel.

Linda litla, 10.6.2008 kl. 23:29

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Til hamingju með hetjuna þína.

Því miður viðgengst einelti víða í okkar þjóðfélagi í dag og margir kennarar skella við því skollaeyrum,,kannast vel við margt í færslunni þinni,takk fyrir hana.

Gangi hetjunni þinni allt í hagin í framtíðinni

Anna Margrét Bragadóttir, 11.6.2008 kl. 06:50

9 identicon

Elsku Begga mín, til hamingju með Björninn þinn.  Þetta er svo vel gerður strákur og er svo heppinn að eiga dásamlega foreldra.  Hann á allt það besta skilið og þið hafið sannarlega gefið honum allt ykkar besta, ást, uppörvun, huggun.  Hann á eftir að pluma sig vel.

Ég hef aldrei skilið og mun seint skilja þennan %$!hmfr!# skólastjóra.  Djö sem maður verður alltaf reiður!!!

En ást til þín og ykkar allra

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband