...Í NÆSTA LÍFI....

                                   

Þessi tími er alltaf á harðahlaupum frá mér...ég er alveg að fara að blogga eitthvað af viti....he he...en þá er klukkan orðin korter í nótt og ég verð að fara að huga að öðrum málum...ohhhh.....

En....

Í þessu lífi er ég kona.

Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.
Ég gæti lifað með því....


Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.

Ég gæti líka lifað með því...

Ef þú ert kvenkyns björn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.

Ég gæti sko alveg lifað með því.....

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara.Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.

Ég gæti lifað með þessu.....

Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.

Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!

Múhahahahaha....!

                                 



  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við hjónin erum afskaplega ánægð með textann á ísskápnum hjá þér. Ég las þetta áðan fyrir hann og honum finnst að ég eigi að fara eftir þessu.  Takk elskan og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Linda litla

Var einmitt að lesa þetta annars staðar hehehe það er oft eins blogg þegar að maður fer blogghringinn fyndið

Hafðu það gott.

Linda litla, 10.6.2008 kl. 02:11

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - ég gæti líka alveg orðið skógarbirna í næsta lífi........

....svei mér þá

Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 07:37

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg held að ég mundi alveg fýla að vera skógarbirna í næsta lífi

Eigðu gott kvöld

Anna Margrét Bragadóttir, 10.6.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband