.....HEILT ÁR....
4.6.2008 | 17:27
Fyrir heilu ári síðan kom ég heim á þessum tíma dags úr vinnunni...eða um hálffimm.Það er svosem ekki í frásögum færandi...nema ég var með ákveðin plön...settist við tölvuna og byrjaði á að opna póstinn minn.
Þar var m.a myndapóstur frá vinkonu minni þar sem sýnir afar sérstakan klett í Birmaniu...og ég ákvað strax að áframsenda þennan póst.
Klettur í sjó við Birmaniu.(skoðið vel)
Ég sendi póstinn til nokkurra mikilvægra persóna, m.a Lóunnar minnar fallegu...því ég vissi að hún kunni að meta slíkt...en planið hjá mér var einmitt að hringja í hana og heyra hvernig var fyrir vestan þessa daga sem hún var búin að vera þar...og spjalla um verkefnið okkar góða...

En...síminn varð fyrri til að hringja....og mér var tjáð að Blómarósin Lóa væri öll....
Þetta var afar erfitt símtal og ég fann vanmáttinn og reiðina flæða um mig alla.....því ég trúði því alltaf að þessi bévítans sjúkdómur myndi lúta í lægra haldi með tímanum....og Lóan fengi að lifa lengi og vel...
Það er ótrúlegt en satt...að heilt ár sé liðið....en ég held að varla líði sá dagur að nánustu ættingjar hugsi ekki til þessarar lífsglöðu, fallegu og stórkostlegu hetju sem gaf svo mikið...og var svo sterk...alltaf....
Ég varð að hringja þessa frétt áfram til fjölskyldunnar minnar....og sat svo og horfði á myndina sem ég hafði verið að senda...og fannst heimurinn ekki sérlega fallegur þetta augnablik....
En ég hef sem betur fer þann hæfileika að þegar mér líður illa og veit ekkert hvernig ég á að vera...eða hvað ég á að gera....þá fæ ég ríka þörf fyrir að skrifa sársaukann frá mér og þannig næ ég betri tökum á honum....
Og þarna sem ég sat með tárin og reiðina...þá kom texti:
FALLEGA LÓAN MÍN.
Þótt tárin mín renni og kinnarnar væti
og argað og gargað af vantrú ég gæti
þá ósanngjarnt lífið svo oft hérna er
og fljótt breytast veður og vindáttir hér.
Æ, Lóan mín ljúfust með saknaðarbrag
þú lagðir í ferðina hinstu í dag.
Mót ljósinu bjarta flaug sálin þín inn
í friðsælan, kyrrlátan himininn.
Svo fallegur engill nú bæst hefur við
herskara drottins við himnanna hlið.
Með brosið sitt blíða af bjartsýni full
blikandi ljósberi, fegursta gull.
Ég reyni að gleðjast því laus ertu við
sjúkdómsins böl, hefur fundið þinn frið
Með kertinu þínu sem kveikt hefi á
ég bið þess að sálarró munir þú fá.
Ég bið fyrir þér og ég bið fyrir þeim
sem bugaðir horfa á eftir þér heim.
Þín minnst verður ætið sem hetju á jörð
um minningu þína við stöndum öll vörð.
BH 2007.
Takk fyri allt sem þú kenndir mér elsku frænka mín, engillinn minn besti.
http://youtube.com/watch?v=AGqt4Om66NY
MUNA: Láttu ljós þitt skína í lífinu með því að lýsa öðrum. Mestu ánægjustundum lífsins er deilt með öðrum -
Athugasemdir
Yndislegt ljóð. Takk fyrir mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 17:59
Þetta var virkilega fallegt Begga. Takk fyrir þetta.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 19:47
Fallegt, er þessi stúlka frá Akureyri?? kær kveðja til þín og samúð.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 23:46
Ótrúlegt að það sé liðið heilt ár frá því hún lést. Mér finnst eins og það sé styttra síðan.
En mikið semurðu alltaf dásamleg ljóð Begga mín. Þú ert sannarlega engill
Stórt knús á þig krúttan mín 
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:43
Takk fyrir falleg orð og hrós allar.
Ásdís: Lóa bjó vestur í Dýrafirði, en er fædd í Reykjavík.
Eigið allar góða drauma og gleðiríkan morgundag.
Bergljót Hreinsdóttir, 6.6.2008 kl. 01:14
Takk fyrir öll þessi "muna" gullkorn!
Hvar nærðu eiginlega í alla þessa speki kona?
Óska þér góðs dags
Hrönn Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.