...ER MÍN ALVEG AÐ MISSA SIG......?
5.5.2008 | 00:42
Var að koma heim af enn einum sigurleiknum...ekki leiðinlegt...mínir menn búnir að landa þremur bikurum og Landsbankadeildin ekki hafin! Þessi byrjun lofar ótrúlega góðu sumri.....wów hvað ég er spennt....ÁFRAM VALUR!!!!!
Unnum Fimleikafélagið...erum þar af leiðandi MEISTARAR MEISTARANNA...ííjha...!!!! Já Hafnfirðingar góðir...það á að distast á eins og litlu snillingarnir mínir orða það svo skemmtilega....það er komið að okkur!!!!
Það furða sig margir á því að ég...innfæddur Kópavogsbúinn...elti Valsarana út og suður...en það hef ég gert í mööööörg ár...eða frá því ég var tíu ára gömul...fannst Breiðablik ekkert smá hallærislegt í þessum eiturgrænu búningum...eitthvað annað en Valsmenn sem kepptu í RAUÐUM...uppáhaldslitnum mínum...og svo er ég líka PÚLARI og rautt er sko að gera helling fyrir mig...he he...Keegan átrúnaðargoðið og ég keypti Soocer og Football blöð í massavís...klippti Keegan út og skellti upp á vegg í herberginu mínu...veggfóðraði það með þessum krúttkarli og svo fengu Valsararnir að vera innan um...geggjað flott í herberginu mínu....
Fjölskyldan lifir og hrærist í þessu tuðrusparki... Blikarnir í familíunni eru þrír....Valsararnir níu....FH-ingarnir sex... Antiboltisti einn...Púlararnir níu ... Man.United tveir...Tottenham þrír...WBA einn....hlutlausir nokkrir og áhugalausir einn...svo það segir sig svolítið sjálft að það getur orðið fjörugt á okkar ágætu fjölskyldufundum...!!! En...þótt fólki geti orðið heitt í hamsi eru allir sammála um það að fótbolti er TÆR SNILLD!!!
Og hann Gísli minn...frábæri mágurinn minn...á afmæli í dag! TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ KRÚTTIÐ MITT! Þú "fyrirgefur" þetta með sigurinn í dag...er það ekki???? Þú ert fínn....
Hér á árum áður voru skólasystkini mín aldrei sátt við þetta val mitt á fótboltaliði og létu mig finna fyrir því...ussusussu...samt allt í góðu...en ég var mjög SJÁLFSTÆÐ ung dama og lét sko ENGAN segja mér hvað mér átti að finnast eða hvað ég ætti að velja...enda segir hann pabbalingur að ég hafi alið mig upp sjálf....thí hí...mín kenning er sú að hann og mömmukrúttið mitt hafi ekki nennt þessu lengur...,búin að nota fullt af orku í að ala upp þrjá ormagorma og svo kom þessi fjórði... forhertur og frekur..ætlaði alltaf að verða góð á hriðjudaginn ...nei...þá var einfaldara og betra að aðhafast sem minnst og halda bara friðinn.....svo líklega eru elstu systkinin mín voða vel upp alin...???
Ég er alveg þokkalega vel upp alin ef þið spyrjið mig...og nú nýtur æska landsins þessarar uppeldisaðferðar minnar...sem snýst um að vera sjálfstæð, glöð og skapandi....uppgötva...skynja og rannsaka og finna leiðirnar að svörunum sjálf....Við Malaguzzi hugsuðum alltaf helvíti líkt....Ha ha ha....
Jæja...SLÆMA...
En....það var Hveragerði í gær...enn ein fermingin og núna herra Aron Nökkvi sjálfur...bara flottasti gaurinn....Arna og Doddi buðu heim í Lyngheiðina og var þetta hin glæsilegasta veisla....
Ég plataði Elnuna til að aðstoða mig við enn eina Rice kransakökuna...og vorum við enga stund að skella í eina....þetta er að verða framleiðsla hjá okkur bara...kannski maður fari að gera þetta að aukabúgrein...namminamm...SÚKKULAÐI...hver vill ekki vinna með það?????
Gaurinn fékk heví gjafir og var eitt stykki trommusett þarna innan um ...svo Aron ber nú húðirnar villt og galið...með hedfón á hausnum og er líklega næsti stórtrymbill landsins...alla vega mjög upprennandi....
Við vorum líka í Húrígúrí fyrsta mai að fagna afmæli heimasætunnar í Borgarheiðinni...en Hildur Rós varð ársgömul 28.apríl...TIL HAMINGJU SÆTA SNÚLLA! Það var geggjað veður...sól og hiti...svo við sátum úti á palli og sleiktum þessa langþráðu sólargeisla...ohhhh...bara truflað!
Ætluðum varla að tíma að fara heim...en það var leikur....úrslit í Lengjubikarnum...maður sleppir ekki svoleiðis konfekti....og þar kom einn bikarinn enn á Hlíðarenda!!!! Trallalalla la...
Ég fór á námskeið í Jákvæðri hugsun í gærmorgun...já...alveg satt... gærMORGUN...og var nota bene búin að labba í rúma klukkustund ÁÐUR en námskeiðið hófst...nei ég er ekki að grínast....þetta getur hún....og það var svo afslappað og notalegt að ég var við það að sofna...þvílíka kyrrðin og róin þarna...úffa mæ....en ég sofnaði EKKI....tók EKKI Begguna eins og þær í Marbakkanum kalla það...og hlustaði af mikilli athygli á allt sem þarna fór fram....lærði ýmislegt gott og fer á framhaldsfund í vikunni....
Vinkonur mínar halda því fram að ég hafi HROTIÐ...þvílík endemis vitleysa...ég HRÝT nánast aldrei....er ekki svo mikill dóni á almannafæri...en kannski dottaði ég agnarögn....en sver...missti ekki af neinu....he he...
Ég er nebbla snillingur að fylgjast með um leið og ég loka augunum obbulítið....get fylgst með og dormað um leið...sem ég tel nú hæfileika í sjálfu sér...en vinnufélagar og vinkonur geta hlegið sig í hel þegar þetta ástand kemur upp....well...kalla það að taka Begguna....Það hafa bara ekki allir sömu hæfileika dúllurnar mínar.... sorrý... Man í Svíþjóð forðum daga...var frekar þreytt og slæpt eftir miklar vökur...mikinn hlátur...og mikil túlkunarstörf....
Við Marbakkakonur tókum lestina frá Köben til Malmö og kíktum í heimsókn í sænskan leikskóla sem starfar í anda Reggio eins og við...og fyrirlesararnir töluðui ensku....ég miklu sterkari í sænskunni og búin að vera að þýða dönskuna í gríð og erg....heilinn minn sagði bara stopp....tek ekki við meiru...og ég tók Begguna....dormaði og dottaði...heyrði samt allt sem verið var að segja...og skaut inn OFURgáfulegum spuringum öðru hvoru...á sænsku..slakaði svo á inn á milli...en var frekar óheppilega staðstt ef út í það er farið...sat í sófa BEINT fyrir framan konugreyin.....samt á hlið svo það sást vel hvað fram fór í þessum blessaða sófa....
Hinar voru sko alveg að sofna líka...en sátu á barnastólum svo það var frekar erfitt að halla sér...dauðöfunduðu mig...en voru að míga í sig úr hlátri....samt nógu helv..kurteisar til að hlæja EKKI.... En ég get lofað ykkur því að ég er sko minnt reglulega á þetta...og ef við ætlum á námskeið eða fyrirlestur er hnippt í mína.... æ... þær eru bara frábærar....zzzzzz...
Við erum búnar að fara í tvær námsferðir saman og sú þriðja er á undirbúningsstigi...en þá verður það MEKKA Reggiofræðanna.... Norður-Italía...sjálf Reggio Emilia í rauða beltinu.....díses hvað það hljómar veeeel.....
Mér finnst líka tími til kominn að komast þangað þar sem ég hef unnið í anda Reggio í 21 ár...og ól sjálfa mig upp eftir þessari vinnuaðferð...he he...2010...það verður THE ár.....
En ég er ekki svona skipulögð persónulega....er ekki enn komin með plön fyrir sumarið 2008...það verður líklega bara að koma í ljós hvað drífa mun á daga familíunnar þetta sumarið....verður bara spennó...
Elstimann þreytir samræmd próf þessa dagana og tekur því með jafnaðargeði...mamman er líklega stressaðri en unglingurinn .... fær í magann milli níu og tólf dagana sem krakkinn situr sveittur og svarar spurningum og er ekki róleg fyrr en hún veit að tíminn er búinn...þetta er náttla bara bilun.....
Iss...það á bara að hafa gaman af lífinu....njóta þess að vera til og finna það jákvæða og skemmtilega í tilverunni...ekki láta neikvæðnina og svartsýnina skemma spennuna sem fylgir því að upplifa nýjan dag.....
Flott vika framundan...heil að þessu sinni...en verður örugglega fljót að líða eins og allar aðrar.....
MUNA: Heimurinn er fullur af vandamálum.Himinninn er fullur af lausnum.Trúðu og framkvæmdu eins og þér sé ómögulegt að mistakast.
Eigið frábæran tíma í nýrri viku og njótið!
Lovjú gæs!
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að kíkja á þig og lesa frábær færsla
Eigðu góða viku
Anna Margrét (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:08
Mikið er þetta lífleg og skemmtileg færsla. Kallinn minn er úr Álftamýri í Reykjavík en hann er sko eldrauður Valsari. Hafðu það gott mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 18:32
HAHAHAHAHAHA........húff hvað ég man eftir þessu atviki í Svíðþjóðarferðinni ég átti svo hrikalega bágt með mig þegar ég horfði á þig jesús minn hélt að ég myndi gera mig enn einu sinni að hileríus fífli með því að skella upp úr af henni Beggu minni deyjandi í sófanum, verst þú leyfðir engum öðrum að prófa sófann, augljóst að hann var mjög þægilegur . MIG LANGAR SVO MEÐ TIL ÍTALÍU . Var þetta nokkuð of augljóst? Kossar og knús til þín.
Kv,
Ingunn.
Ingunn G Leonnhardsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 21:55
Það er alltaf gaman að lesa færslunrar hjá þér Begga.
Ég fór í fermingarveislu hjá Aroni á fimmtudaginn og vildi hann bjóða mér líka á laugardag, en ég sagði honum að þetta þýddi ekert. Hann fengi bara eina fermingargjöf frá mér Við Aron getum alltaf fíflast, ástæðan fyrir því að ég fór ekki á laugardaginn var nú samt ekki að ég vildi ekki gefa honum margar fermingargjafir, heldur sú að ég var að vinna.
Hafðu það gott Begga mín.
Linda litla, 5.5.2008 kl. 22:39
Baráttukveðja hér frá sófasofara aðal þessa dagana! Líst vel á Ítalíuferðina tilvonandi hjá ykkur, sérstaklega þar sem ég er nýkomin þaðan. Langar strax aftur, svei mér þá. Í lestinni frá Mílanó til Róm fórum við framhjá bæ sem heitir Reggio Emiliana. Er það staðurinn?
Þórdís Guðmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:36
Alltaf gaman að lesa bloggið hennar "Berglindar" - eins og mamma kallaði þig alltaf! En segðu nú sannri Kópavogskjéllingu: Hver er með námskeið í jákvæðri hugsun.........???
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 7.5.2008 kl. 10:46
Þessi ferð var náttúrulega ekkert nema skemmtileg :D Enda herbergisfélagarnir ekki af verri endanum ;) Þetta atriði þitt var líka óborganlegt hef sjaldan geta haldið hlátrinum svona lengi inni í mér. Komst með flest comment og það sofandi magnað hehe
Eva (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:29
Takk kærlega hrós og falleg orð! Þið eruð allar yndislegar!
Anna Margrét: Sömuleiðis...og njóttu þess nú að vera til!Ásdís Sig: Baráttukveðja til Valsarans úr Álftamýrinni! Vonandi verður hann á vellinum í sumar, við erum að reyna að uppræta alla sófaValsara , viljum SJÁ þá ELDRAUÐA í Stuðarahópnum á Hlíðarenda!
Ásdís Emelía: Endilega nota svona gullkorn...þau eiga erindi til allra!
Linda: Já, hann Aron Nökkvi er ótrúlega þægilegur og skemmtilega meðfærilegur krakki og ég blátt áfram ELSKA að fíflast í honum...hann kann svo vel að spila með....við erum miklir vinir!
Þórdís: Ég er ekki sérlega vel að mér í Ítalíu svona landfræðilega séð... en ég veit að Reggio Emilia er í rauða beltinu á Norður Ítalíu....ætli þú sért ekki að tala um hana????Ingibjörg mín: Mamma þín var alveg mögnuð kona svo mér þótti ekkert að því að hún kallaði mig Berglindi...enda mun fallegra nafn...he he...en námskeið í jákvæðri hugsun fer fram í svonefndu Lótushúsi við Hafnarbraut 7A í okkar ástkæra ilhýra bæ...og þó maður sé kannski ekkki að læra neitt nýtt þarna þá er þetta þörf áminning í veraldarvafstrinu og hvatning til að gleyma ekki því sem skiptir mestu máli...okkur sjálfum....
Ingunn og Eva: Ójá...námsferðirnar okkar ...það toppar þær fátt...þið náttla bara skellið ykkur með til Reggio 2010...ekki spurning...Eva, þú mátt vera með okkur Hrafnhildi í herbergi.....Ingunn dílar við Gústu!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 8.5.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.