...ELLEFTI APRÍL...
12.4.2008 | 00:26
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Bjössi Valli!
Hann á afmæli í dag!
Hann er 16. Í dag
Hann er 16. Í dag
Hann er 16. Hann Bjössi Valli!
Hann er 16. Í dag!
Já...sæll...stóri strákurinn minn er bara orðinn sextán ára og enginn polli lengur....
Ótrúlegt en satt...það sem tíminn flýgur.....
Klukkan 20:34, laugardaginn 11. apríl árið 1992 kom þessi gullmoli í heiminn eftir laaaanga og stranga baráttu upp á líf og dauða....
Frá fyrstu hríðum, með tíu mínútum á milli og til fæðingastundar liðu hvorki fleiri né færri en 42 tímar og 34 mínútur....
Það var stríð milli Fæðingadeildar og Fæðingaheimilis á þessum tíma....barátta um að heimilið fengi að halda velli eða láta undan þrýstingi tæknivæðingarinnar og eftirláta Fæðingardeild Landspítalans allar fæðingar á höfuðborgarsvæðinu....
Ég valdi Fæðingaheimilið til að fæða á þar sem ég vildi hafa notalegheitin allsráðandi....en þrátt fyrir alla sína kunnáttu gat frábært starfsfólk heimilisins ekki hjálpað mér...leghálsinn var svo stífur að hann opnaðist ekki nema í 3....og þau urðu að lúta í lægra haldi fyrir tæknisjúkrahúsinu, Lansanum.....
Ég var flutt þangað með sjúkrabíl og látum og þar tók við mér jafn frábært fólk...tilbúið að berjast áfram með mér...því barnið varð náttla að koma út....og það var víst augljóst að naflastrengurinn var þrívafinn um hálsinn á barninu mínu...en ég vissi ekkert....ritinn sýndi að hjartsláttur datt niður í hríðunum og það var ekki auðvelt fyrir barnið að vera þarna inni.....en það var séð til þess að ég sá aldrei á þetta fyrirbæri og reyndi þolinmóð að fæða eins og sagt var að maður ætti að gera í bókunum....
Svæfingalæknir.....fæðingalæknir...ljósmæður og læknakandídatar ....skurðlæknir...deyfingalæknir...og guð má vita hver var ekki þarna inni á stofunni minni...mér fannst ég stödd í heilsubælinu í Gervahverfi....vantaði bara Ladda.....allir voru í startholunum...en þrjóska ég vildi eiga þetta barn sjálf....og bað um smá tíma enn...enda vel mænudeyfð og hress...gerði mér enga grein fyrir að svona á þetta EKKI að vera...og ég fékk 60 mínútur í drippi...og mér TÓKST að fæða þennan líka flotta strák....sem bjargaði sér sjálfur með því að taka fylgjuna bara með sér....og VÁ hvað hann var FALLEGUR!
Soldið mikið blár fyrst...fékk 1 í abgartestinu en hækkaði sig upp á stuttum tíma og var algerlega fullkominn....
Wów....mér fannst ég svo oft hafa séð þetta barn áður! Og það klöppuðu allir fyrir hetjunni minni flottu og mér!
Hugsa sér...það eru heil sextán ár síðan og litla barnið mitt er búið að vera ungabarn..smábarn...krakki...strákpjakkur....polli... gutti... gaur....skæruliði....gormur....gelgja...unglingur og er að verða... hmmm....UNGMENNI!
Farin að huga að því að læra á bíl...fara í Menntó og ó mæ god.....fullorðnast!
Mér finnst þetta gerast svooooo hratt....en samt er þessi drengur búinn að upplifa margt um dagana...
Hann bjó fyrstu tvö árin sín í Kópavogi...greindist með astma og var oft mjög veikur þess vegna....flutti til Dalvíkur tveggja ára og bjó þar í þrjú ár....fór oft á næturnar í öndunarpúst á FSA vegna astmans...var mjög oft veikur með yfir 40 stiga hita en samt alltaf svo glaður....varð stóri bróðir 18 mánaða og enn stærri bróðir þriggja ára.....var algjör prakkari og oft kenndur við EEEEmil......var og er rosa sögumaður og álika lýginn og mamma sín á köflum....flutti til Noregs fimm ára og bjó þar í þrjú ár...uppgötvaði Nintendo tölvuna og fékk bakteríuna fyrir ÖLLUM tölvum....hóf skólagöngu í Kjölberg skole í Fredrikstad þar sem Olveusarprógramið er í hávegum haft...og unnið markvisst gegn Einelti....flutti á klakann tæplega átta ára og fékk að kynnast því persónulega hvað það er að vera lagður í EINELTI....var laminn og barinn og oft blóðugur og marinn í því stríði....varð VANDAMÁL skóla nokkurs í Kópavogi upp úr þessu eineltisdæmi....var sendur út og suður í alls kyns mælingar og próf þar sem ekkert eitthvað" fannst að HONUM....fékk loks uppreisn æru þegar niðurstöður voru þær að það væri EKKERT að HONUM...HANN væri ekki VANDAMÁL heldur SKÓLINN og hans félagslegi þáttur....úff...þvílíkur léttir....fór í annan skóla og er búinn að finna sjálfan sig...fá umbun og viðurkenningu og fá að vera HANN sjálfur ÁN áreitis og eineltis....fá að vera einn af nemendunum.... en ekki VANDAMÁLIÐ...og honum líður ótrúlega vel í dag.....og HLAKKAR til framtíðarinnar...er með ýmis plön...hvort sem þau munu nú standast eður ei....
Já, það er ýmislegt búið að ganga á...hlátur og grátur...bros og tár...en hláturinn og brosin eru þó öllu stærri þáttur í lífi þessa lukkutrölls...enda húmorinn í góðu lagi...leikarahæfileikarnir magnaðir og svo getur gaurinn líka sungið....hann er mikill tölvukall og gerir allt vel sem hann leggur einhvern metnað í og ætlar sér að gera.....
Var vakinn í morgun með söng og afmælisgjöfum og auðvitað táraðist mamman eins og venjulega...það er eitthvað svo tötsý að vekja barnið sitt á slíkum morgni með söng og finna gleðina og eftirvæntinguna í loftinu....og hugsanirnar þyrlast um kollinn á manni....
Úff..sniff sniff....og snökt....
Það er líka öruggt mál að þó manni hafi tekist að fæða heilbrigt barn þá er alls ekki sjálfgefið að það verði alltaf þannig......og maður er svoooo eeeendalaust þakklátur fyrir þetta fallega kraftaverk....
Og hugsa sér...ég á heil þrjú þannig.....happagrísinn ég!
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FLOTTASTI BJÖSSINN MINN! ÞÚ ERT FRÁBÆR EINS OG ÞÚ ERT!
ELSKA ÞIG MEST!!!!!!
Athugasemdir
Innilegar hamingjuðóskir á bestasta og flottasta Bjössann þinn
Þú ert frábær penni, það er svo gaman að lesa færslurnar hjá þér, þú ert svo hress, kát og tekur skemmitlega til orða. Ég klikkaðist úr hlátri þegar þú minnist á að það vantaði bara Ladda á fæðingastofuna hahahaha
Eigðu góða helgi og njóttu hennar.
Linda litla, 12.4.2008 kl. 01:55
Til lukku með Bjössann þinn... þið eruð flottust.. Knús á ykkur
Van De Irps, 12.4.2008 kl. 10:42
Elsku Beggan mín !!
Innilega til hamingju með stóra strákinn þinn.. knústu hann frá okkur :)
Love Bryndís & Númi
Bryndís frænka (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 15:12
,,Til hamingju með afmælið" segir diljá til bjössa frænda :D
diljá (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 00:19
Til hamingju með frumburðinn! Það er skrítið þegar þessir herramenn stækka - tala nú ekki um þegar þeir verða stærri en maður sjálfur - og sterkari........
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 14.4.2008 kl. 09:18
Til hamingju með drenginn! Ég á einmitt eina sextán ára sem fæddist á Fæðingarheimilinu í mars '92 og okkur var svo svippað yfir á Lansann því hún var svo mikið kríli. Tíminn líður ótrúlega hratt!
Þórdís Guðmundsdóttir, 14.4.2008 kl. 11:52
Takk fyrir hlýjar kveðjur!
Bergljót Hreinsdóttir, 14.4.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.