...ÍSLAND Í DAG OG AÐRA DAGA.....

 

 

Það kann að hljóma eins og klisja...en ...HVAÐ ER MEÐ ÞENNAN TÍMA...alltaf stöðugt???? Sama hvað maður reynir og rembist...maður kemst ekki yfir helminginn af því sem maður hefur ákveðið að gera....það er einhver að hraðspóla! Hættu því!

Það er svo mikill hraði alls staðar...læti....allt böðlast einhvern veginn áfram....maður nær ekki að fylgja eftir...ohhhh....!

Ég er að velta fyrir mér þessu með „krepputalið"...skil ekki alveg....er KREPPA ef maður getur ekki keypt margra milljóna króna jeppa...mörghundruð fermetra hús...farið í utanlandsferðir nokkrum snnum á ári...eða skipt um innréttingar og húsgögn annað hvert ár???

Er kreppa ef maður á ekki fyrir megastórum flatskjá eða hugestóru grilli....lúxus sumarbústað eða rosa big fellihýsi???

Wów...þá er búin að vera kreppa í mööööörg ár....hjá ansi mörgum alla vega....

Það er svo biluð örvinglun í gangi...eins og allt sé á leiðinni til hans þarna í neðra....en ER útlitið svona ógeð slæmt????

Ég er náttla "bara aumur" leikskólakennari sem elskar starfið meira en péééninga....hef alltaf alltof lítið af þeim...en líður samt bara stórvel......

Er vön að þurfa að velta krónunum og spá og spekúlera....

Er vön að það séu áföll dynjandi á mér og mínum....en hefur alveg tekist að lifa með því.....

Er vön að gleðjast með öðrum sem gengur vel og er þakklát þegar aðrir gera slíkt hið sama gagnvart mér.....

Er þakklát þegar börnin mín liggja örugg á koddunum sínum að kvöldi og eru heil og hamingjusöm.....

Er kannski stundum ofurbjartsýn...trúi bara á að það sé tilgangur með þessu öllu....og hlakka til þess að vakna á morgnana.....

Er örugglega óttalegur rugludallur í augum ókunnugra en veit að þeir sem þekkja til vita betur.....

En...ég væri líklega EKKI á lífi ef ég hugsaði ekki eins og ég hugsa.....og ég er EKKERT hrædd við þetta kreppuhjal því ég held bara að nú fái fólk tækifæri til að koma sér niður á jörðina og læra að meta hlutina upp á nýtt.....og LIFA lífinu lifandi....

Það er náttla búin að vera biluð uppbygging hérna á klakanum...og það hafa margir misst sig í þessari „velmegun" og kannski aðeins týnt sér....en ég hef samt fulla trú á að þetta verði nú ekki eins svart og óyfirstíganlegt eins og básúnað er núna úr öllum áttum.....

Kannski er bara að koma tími til að slaka aðeins á í þessum peningabransa og fara að einbeita sér að þessu mannlega....þessu tilfinningalega....fólkinu...okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru....hætta að keppast um allt en fara að vinna að hlutunum saman...markvisst og faglega....og njóta þess sem maður hefur...ÁÐUR en maður missir það...

Ég er ekki flokksbundin neinum stjórnmálaflokki og hef ákveðið að vera þannig...en kjósa bara það sem hentar hverju sinni...en stundum hefur mér nú fundist hlutunum þannig háttað að ég hef ekki fundið neinn farveg í þessari pólitík landans.

 

Fyrir ári síðan skrifaði ég á bloggið mittt:

 

„Já, já, og svo eru kosningar frammundan og þetta lið sem er að berjast um að fá að stjórna hérna á klakanum hamast sveitt við að koma sér og sínum á frammfæri.....
Gosanefin eru eins og frumskógur um allar jarðir og enginn veit hvenær hann rekst í nef....það á náttla að gera allt sem ekki var gert og svo á að gera aðeins meira en það og og og......en það er svo skrýtið að það eru allir að segja ÞAÐ SAMA nema með mismunandi orðum.....
Í rauninni á bara að færa skattinn sem einn losnar við yfir á annan og það á að klappa og strjúka gamla fólkinu og hampa okkur sem erum í ummönnunarstörfunum alveg hægri vinstri en það er búið að koma þessum hópum svo asskoti vel fyrir í kjöllurum og geymsluskúrum að það tekur því nú samt varla að vera að skafa rykið af þessu, svo það verða nú líklega bara orðin tóm eins og alltaf....það verða byggð hús og önnur hús og öðruvísi hús en það er ekki endilega neitt mikilvægt að manna þau....ég meina...reddast örugglega með pólverjum og rússum og fleiri heiðusrmanneskjum frá austantjaldslöndunum... nema hvað...skiptir ekki máli hvort Nonni gamli skilji að hann eigi að taka lyf eða hvort Nonni litli læri íslenskuna málfræðilega rétt....aðalatriðið er að bankarnir græði milljónir og ríkið græði á því hvað bankarnir eru ríkir og svo er náttla flott að baða sig í ljóma Baugsmanna, Björgólfanna, Bjarkar, Magnans, SigurRósr, Nylonstelpnanna og Thorsins sem er að gera allt vitlaust í útlöndunum...ég meina....við hin getum svo séð um að auðga bankana með meiri lántökum til að geta líka borgað skattana sem eru að hlaðast upp, fyrir að eiga sjónvarp og útvarp og ruslatunnu og stóran bíl eða langan bíl, eða gamlan bíl sem blæs mengun og ullabjakki út í álmettað fjallaloftið sem nú umvefur Ísland, fullt af heilbrigði og hreysti....eða.kannski maður þurfi að vera duglegur að éta vítamín og steinefni og Herbalife og Hydroxycut og fleira svoleiðis til að sporna við heilsuleysinu sem getur kannski stafað af menguninni......

Og svo verður bráðum tekinn skattur af kúkableyjunum og snýtibréfunum sem verið er að nota og svo má örugglega klípa nokkrar krónur af þeim sem eru svo vitlausir að eiga börn og hvað þá foreldra á eftirlaunum....er þetta ekki bilun eða....????
vað á maður að kjósa? Hverjum á maður að trúa? Hvað er málið á þessum klaka hérna???????
Feitan!!!!
ERU ÞETTA EKKI BARA ALLT HELV..... LOPASOKKAR OG AUMINGJAR????!!!"

Og ég er enn á sama máli....

Kannski ég ætti að slaka aðeins á og finna bara eitthvað fallegt til að tala um.....

Sko......

-
   -REYNSLA, er nafnið, sem alllir gefa MISTÖKUM sínum....O.Wilde.
-      Ég er ekki hræddur við að deyja, ég vil bara ekki vera viðstaddur þegar það gerist...W.Allen.
-      Ef staðreyndir koma ekki heim og saman við kenningar, breyttu þá staðreyndunum.....A. Einstein.
-    Læknirinn sagði mér fyrst góðu fréttirnar, hann sagði að sjúkdómurinn sem ég væri með yrði nefndur efitr mér.....S.Martin.
-      Mannskepnan er eina skepnan sem leyfir börnunum sínum að snúa aftur heim.....B.Gosby 

Komiði sæl og blessuð...er ekki komið nóg í dag????? 



MUNA: Að vra alltaf vakandi fyrir því sem er að gerast og láta ekki vaða yfir sig og sína......það eru allir MIKILVÆGASTIR OG BESTIR!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Flottur pistill hjá þér, ég fylgdi þér alveg og var pirruð á réttum stöðum.

Ég er sammála þér með þessa "kreppu" það lítur einmitt þannig út að það sé þá alltaf kreppa hjá mér.

Hafðu það gott Begga.

Linda litla, 6.4.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Snilldarpenni ertu Begga og gott að lesa svona "kreppu" blogg.  Ég er svo sammála þér varðandi kaupæði okkar íslendinga.  Um daginn ætlaði ég að kaupa mér "mjúkan" sófa - svona sem heldur utan um mann (var með gamlan sófa frá pabba) - en viti menn núna er í tísku að vera með lágan (helst hvítan) leðursófa sem engan vegin er hægt að sitja í....... Svo mega víst ekki vera fjölskyldumyndir á veggjunum og minimalisminn er allsráðandi.  Tja svona nokkurskonar biðstofu-tíska...... Pant ekki!!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Góð hugvekja hjá þér.  Þetta er ótrúlegur taugatitringur í þjóðfélaginu þótt það komi dálítill samdráttur á eftir þessari rosabólu sem er búin að vera í gangi síðustu árin.  What goes up, must come down!

Þórdís Guðmundsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband