..EINS GOTT AÐ ÞEIR ERU BARA EINU SINNI Á ÁRI.....

 

Þá er nú laaaangþráðu páskafríi lokið og allir orðnir nokkrum grömmunum þyngri eftir sælkeramat og eggjaát dauðans....

Nutum þess í botn að vera heima og kúsa okkur...fara í laaangan bíltúr austur fyrir fjall...kíkja á og knúsa tvíburakrúttin okkar í klessu...skoða litla sæta voffakrúttið þeirra og dást að.....kíkja í heilsubælið í Borgarheiðinni og bruna svo Þingvallahringinn heim...ómg...hvað það var allt FALLEGT þennan langa föstudag....sól og snjór og heiðskír himinn og allt að gera sig...enda voru teknar myndir fyrir allan peninginn....

Þingvellir voru algert konfekt í ljósaskiptunum og tunglið...maður minn...við gátum ekki keyrt því við URÐUM að horfa og horfa og horfa....

Magginn reyndi að fanga þessi augnablik á myndavélina sína góðu...og tókst bara nokkuð vel....

Ég FANN EKKI páskaskrautið mitt þetta árið...og ég REYNDI ekki einu sinni að leita...minnug þess þegar geymslan hrundi yfir mig...nennti sko ekki svoleiðis bulli og bauð henni bara gleðilega páska og tek til þar seinna....

Ég fór bara í Blómaval og keypti páskagrein og páskaliljur...fann hluta af fermingarskrautinu og lét það gott heita...hmmmm...geri bara meira næst...

Á páskadagsmorgun vöknuðum við hjónakornin um hálftólf og vorum hálf sjokkeruð yfir grísunum þremur...sem venjulega eru búnir að finna páskaeggin á þessum tíma dags...en í ár URÐUM VIÐ AÐ VEKJA ÞAU...sæll...er eitthvað að breytast hérna eða....????

Jæja..liðið spratt á lappir...NOT...en var samt voða spennt fyrir eggjaleitinni miklu....og skelltu sér í verkið af fullum krafti....

Þau voru búin að mælast til að ég þyngdi verkefnið MIKIÐ og mér tíkst það bara...he he...

Gerði líka leit fyrir Reykásinn og Borgarheiðina....fer kannski bara að framleiða þetta...já sæll....Thí hí...

Þar sem ég er soldið mikið kvikindi svona inn við beinið og víðar...þá lét ég þau fara upp og niður og út og suður og passaði að hafa ENGA pósta nálægt hver öðrum.....og þau skottuðust því hægri vinstri...hin þolinmóðustu...og ég og Magginn sátum og skemmtum okkur ótrúlega vel yfir öllum pælingunum og orðskrípunum sem ultu upp úr þessum flottu grislingum okkar....

76. mínútum eftir að fyrsta vísbending var afhent fundust eggin loks uppi í skáp hjá Minnstunni....og þá brosti gengið allan hringinn....

Það þarf náttla ekki að spyrja að því...en eggin brögðuðust að sjálfsögðu BEST.....

Ég henti hinum dásamlega kalkúni svo í ofninn og við brunuðum í páskakaffi í Funalindina til Mömmsunnar og pabbalingsins og þar var étið og étið og étið....og allir fengu súkkulaðiegg og málshætti...bara flott....

Vantaði hluta af liðinu...það var nebbla ekkert páskafrí hjá þeim í Ensku deildinni....en þar sem mamman mín er svoddan fótboltabulla kippir hún sér ekkert upp við slíkt....

Ég stakk reyndar upp á því að við tækjum bara afruglaragræjuna með...en okkar menn spiluðu snemma og því þótti Magganum engin þörf á því....

Eftir þessa átveislu fórum við heim og náðum í kalkúninn.... fyllinguna... sósuna og waldorfsallatið og hentumst upp í Reykás þar sem skyldi snætt í kompaníi við dreyfbýlistútturnar í útjaðri Reykjavíkur....

Og svo var étið og étið og étið....æi...líklega bættust aðeins meira en nokkur grömm á okkur þetta árið eins og öll önnur...en NAMMMMMMMM....sé ekki eftir neinu...fer bara að labba meira....

Fór reyndar í einn tíma á fimmtándu hæðina en það var eiginlega svona meira í ætt við sjúkraþjálfun...fer samt kannski aftur....

Veit ekki hvort Magginn er samt til í það...því að er slysagildra þarna og AUÐVITAÐ lenti hann í henni...en ekki hvað???? Segi ekki meir... neibb.... ekki spyrja....

Allavega...fórum í afmæli á annan í páskum og það var hann litli Kristján Arnór sem varð 7 ára þann átjánda...TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ SÆTI!

Sigrún vinkona átti líka afmæli sama dag og aðeins áður, þann níunda, átti frænkugullið mitt, hún Salvör, líka afmæli...TIL HAMINGJU FLOTTUSTU!!!!!

Fínir páskar að baki og nú er bara að telja niður í sumrfríið!!!

Ég lengdi reyndar fríið mitt og var heima í dag....var að pakka Minnstunni niður...daman á leið á skíði á Akureyri í fimm daga og svo fer hún á Reyki í aðra fimm...svo þetta verður kannski voða skrýtið hérna hjá okkur Trönuhjallatöffurunum...engin Minnsta..buhu...

Verður samt voða fjör hjá henni...ömmu og afa og Gummanum...Kristínunni og Kristjáninum....AÐAL skíðatöffararnir....

Ég get svarið það...það er ekki komið miðnætti og mér er að takast það...na na nabú bú....þá VEIT ENGINN hvenær ég fer að sofa...he he...en það er oft aðal umræðuefnið í kaffistofunni og í vel völdum símtölum sem ég fæ....

MUNIÐ: Að vera stillt og góð og knúsa alla í kringum ykkur...

EINN Í RESTINA:

Sturla litli er sá klárasti í bekknum og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin.

Svo að hann hefði nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann auka spurningar. " Sturla minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurningar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir"

"Enginn", svarar Sturla. "Hvað meinar þú enginn", spyr kennslukonan "Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu"  segir Sturla

Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar hvernig þú hugsar"

Örstuttu seinna réttir Sturla litli upp hendi. "Já Sturla " "Má ég spyrja þig einnar spurningar" "Endilega" segir kennslukonan.

"Ókei, 3 konur standa við ísbíl og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn. Hver þeirra er gift" Spyr Sturla. Kennslukonan roðnar og segir,

"Eee.ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn eða eitthvað" "Neeiiii" segir Sturla litli, "það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"

Ha ha ha....

Lovjú!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Hæ Begga og takk fyrir að bjóða mig sem bloggvin, lítill heimur ertu ekki mágkona hennar Örnu ? Sá mynd af Fríðu og Bjössa á blogginu

Ég var að lesa yfir bloggið þitt og þú ert ekkert smá góður penni, ég hlakka til að fara að fylgjast með þér.

Takk takk Kv. Linda

Linda litla, 30.3.2008 kl. 01:42

2 Smámynd: Linda litla

Nei.... ég er að rugla, Maðurinn þinn er mágur hennar, er það ekki ? Hann er bróðir Dodda ?

Linda litla, 30.3.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hæ Ásdís!

Well...það er þetta með hrakfallabálkinn minn og tröppur...eiga bara ekki samleið!

En Magginn var sem sagt með sjúkraþjálfaranum þarna á fimmtándu þar sem hann er að ná sér eftir sjöundu hnjáaðgerðina...en í sturtuklefanum þarna er sem sagt slysagildra, ein svona hálfgerð trappa...og engin motta fyrir neðan...

Hann náttla steig þarna niður á meðan hann var að þurrka sér og rann....missti fótinn undir sig og er kominn á byrjunarreit í sjúkraþjálfuninni....bylgjur og svoleiðis.... hmmm...

 Það er náttla bara til einn svona....he he...

Hæ Linda!

Takk sömuleiðis!

Við Arna segjumst alltaf vera mágkonur en erum samt svilkonur, það er bara eitthvað svo asnalegt að vera svil...eitthvað...annars erum við líka bara svaka góðar vinkonur...Arnan mín og ég....

Hlakka til að fylgjast með þér og þinum, hef líklega hitt þig og strákinn þinn...man það samt ekki laveg...allavega heyrt talað um ykkur!

Bergljót Hreinsdóttir, 30.3.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband