...STIKLAÐ Á STÓRU...EÐA...Í STUTTU MÁLI...HE HE...


Bloggedí blogg og bluggedí blegg....loksins hef ég tíma til að setjast niður og blogga....er næstum komin með fráhvarfseinkenni...bjargar mér að ég blogga dagbók deildarinnar minnar daglega....he he.....

 
Wów...það er svo margt búið að vera í gangi síðan síðast...en svona til að þetta verði ekki etór partur af ævisögunni neyðist ég til að stikla á stóru....



Fyrstu helgina í mars...he he...var ég með tvíburakrúttin og ég get sko sagt ykkur það að það var sko fjör !!! Þau eru svoooo skemmtileg og fjörug....og það vella út úr þeim gullkornin....

Sú helgi var reyndar frekar þéttskipuð á þessum bæ...en við náðum að púsla hlutunum...og njóta þess að leika með þeim...

Þennan laugardag fór ég í vinnuna að taka foreldraviðtöl...vaknaði við sönglandi Fríðu Dís...Ég er búúúúin!...og var smá stund að átta mig hvaða hljóð þetta væri....skaust svo framúr þegar ég mundi hverjir voru í heimsókn og rauk fram til þeirra...Naut þess að nostra við þau þar til ég þurfti að fara að taka foreldraviðtölin og þá tók Magginn við....hann fór reyndar líka í vinnu...og þá tóku guttarnir við....

Minstan var nebbla í dekri hjá ömmu Fríðu og kom svo seinni partinn til að leika með litlu krílunum....Daði fór líka í vinnu svo Elstimann var „pössunarpía" þar til ég kom heim...en varð svo að halda áfram því starfi þegar ég fór í frænkuboðið góða hjá Nínunni og þangað til Magginn var búinn í vinnunni...flókið....

Í frænkuboðinu var rosa gaman...mikið hlegið og stemmningin flott....ég er strax farin að hlakka til næsta fundar....enda á ég ógeð skemmtilegar frænkur...



Restin af helginni var svo óplönuð svo við gátum tjillað og leikið...bakað súkkulaðiköku og vöfflur og poppað popp í poppvélinni sem tvíburunum finnst geggjað kúl....

Svo tók við vinnuvika...fundir...nornakvöld...föndurkvöld og fleiri fundir....og svo rann THE Árshátíðardagur upp...laugardagurinn 8.mars....Kópavogsbær á útopnu...GB og co að splæsa....


Þann dag átti Magginn frí...svo við tjilluðum helling....ég fór og keypti mér gervineglur og alles...megabeib...og var ógó flott í kjól af Bryndísinni minni bestu...sem ég heimsótti kvöldið áður og fékk að máta kjóla fyrir peninginn....kúúúl....

Mættum í fyrirpartí hjá stjóranum og skemmtum okkur þar þangað til rútan brunaði  á svæðið og öllum var smalað út....hey hey hey...hó hó hó...
 



Fífan var vandlega skreytt...hvítt og kristall var þemað í ár...og fordrykkurinn nammigóður....

Við fengum borð úti við Kópavogslæk...nærri því....og vorum soldið laaangt frá sviðinu...en það var allt í lagi því við erum svo skemmtileg og gátum hlegið og skemmt okkur sjálf...nei nei...það voru skjáir út um allt...og skemmtiatriðin voru meiriháttar... Diddú algjör perla...Magninn MEGAgóður....Ljótu hálfvitarnir í banastuði og Buffið og Mattinn sáu svo um að láta okkur svitna til hel....



Og haldiði ekki að Mattinn...megakrúttið...hafi ekki verið búinn að vinna heimavinnuna sína...og læra lagið MITT...MÍKAslagarann Grace Kelly sem hann gat ekki sungið í fyrra....ohhhh...við erum að tala um tæra snilld....TAKK MATTI !!!!
Mika er sko ennþá mitt uppáhald....bara geggjaður....

Magginn trítlaði um salinn og tók myndir þar sem hnéð hans leyfir ekki mikið sprikl...en þegar vélin varð batteríslaus laumaði hann sér út á gólfið til mín og tjúttaði smá...enda EKKI hægt að sitja á rassinum þegar Buffið og Mattinn eru á staðnum....no way....



Þar sem við dönsuðum svooo mikið var enginn tími til að drekka...eins og við séum eitthvað vön því svosem...svo við spruttum á fætur á sunnudeginum í banastuði, löbbuðum og sóttum bílinn og fórum í heimsókn í Reykásinn...enduðum þar í mat og komum heim seint og um síðir....

Svo kom önnur vika..he he...með nornakvöldi....föndurkvöldi og bíókvöldi....en Magginn og ég áttum alltaf eftir að gerast svo fræg að sjá Brúðgumann...díses....ég emjaði af hlátri þarna i sal fimm...þar sem var frekar fámennt..en góðmennt...og sem betur fer fannst hinum þetta fyndið líka...annars hefði ég líklega
eyðileagt kvöldið fyrir einhverjum...nei...segi bara svona....



Alla vega...fyndin og flott mynd og mann dauðlangaði að fara út í Flatey og fá sér rauðvín í sumarnóttinni....og verða pínu geðveikur...allavega nett ruglaður...smá.....

Á föstudagskvöldið fórum við á Bingó hjá Oddfellow...sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað Miðormurinn minn VANN aðalvinninginn...eftir HARÐA viðureign....mikinn hjartslátt og sveitta lófa....það þurfti nebbla að draga um vinninginn þar sem þeir voru tveir sem fengu Bingó á sama tíma...úbbosí....Miðormurinn dró HJARTATÍU...en hinn strákurinn TÍGULNÍU... svo jafnara gat þetta ekki verið...
En...tían vann...og gaurinn minn fór heim með 19 tommu flatskjá...sæll....þarf að ræða það eitthvað????!!!!

Þvílíkur ljómi í augum...þvílíkt bros á einu andliti...þvílík HAMINGJA hjá einu barni...ó mæ god!!!!

Ég hefði ekki viljað vera mamman sem þurfti að hugga svekktan strák sem varð að láta sér nægja páskaegg í sárabætur.... úff...æj æj...

Í lokin fengu svo öll börn páskaegg...og auðvitað fengu margir skemmtilega vinninga...svo það voru lukkulegir krakkar sem héldu heim í hráslagalegri nóttinni ....


Það var samdóma álit heimilisfólksins að maður setur ekki nýtt sjónvarp upp í ruslaralegu herbergi...svo þríeykið tók herbergið í öreindir....snéri öllu við....endurraðaði mubblum... ryksugaði... skúraði og þurrkaði af...og þegar Magginn kom heim úr vinnunni var Gumminn með í för og þeir festu upp þetta flotta tæki....sem nú trónir þarna svo hátíðlegt og glænýtt....

Þennan laugardag gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei áður afrekað...svo ég muni ....í seinni tíð....soldið gloppótt...en við fórum á fætur um átta... JÁ...ÁTTA á laugardagsmorgni...og hittum sjúkraþjálfarann okkar í World Class...uppi á fimmtándu hæð...wów...soldið mikið hátt...en ógeð flott útsýni...enda dagurinn hrikalega fallegur...sólríkur og bjartur...svo maður sá allt....fjöll...jökla....byggingar og náttúru...eins og það gerist best....bara flott!!!!
Ekki leiðinlegt að svitna með svona dýrð fyrir framan sig...



Fór svo í Bónus...til að ná í smotterí...og rölti heim með það í sólinni...en Magginn fór að vinna....endurnærður og hress...

Þar sem ég var hrikalega glaðvöknuð fór ég að hamast....maður fer ekkert aftur að sofa á svona degi....og því var mín búin að þvo tvær vélar...setja í einn þurrkara og byrjuð að taka til áður en klukkan sló ellefu!!!! Ó mæ god...það sannaðist sko að morgunstund gefur fullt af gull í mund....en ég var að vasast í þvotti og tiltekt...þrifum og sorteringum til átta um kvöldið....og geri aðrir betur!!!!

Ausan mín mætti á svæðið til að kanna statusinn...en hún og Sigrún voru víst búnar að hringja ansi oft án þess að fá svar....sem átti svo þá skýringu að tólið lá ekki á ... obbosí... gerist stundum...og gemsinn var grafinn lengst ofan í tösku....



Við áttum boðsmiða á Hamborgarabúlluna og ákváðum að nota það...nenntum ekki að elda sko....og svo fór ég að hitta Ausuna mína og Sigrúnuna...en sú síðarnefnda er að passa húsið og hundinn fyrir Kötuna sem er að spóka sig um Flórída ásamt familíunni í þessum skrifuðu orðum....

 
Við tjöttuðum fram að miðnætti en þá var nú risið á mér orðið frekar lágt og lélegt og þreyta farin að segja til sín... hmmm...þó maður sé OFURkona þá eru nú takmörk....svo við drifum okkur heim....

Í dag var svo slappað af...farið eina ferð í Sorpu...keyrt um og leitað að flottu myndefni....kíkt í ísbúð og Bónus.is og farið í heimsókn til mömmukrúttsins og pabbalings.....sem voru eiturhress og kát...og lærðu að gúggla af okkur tölvugúrúunum... thí hí....bara tóm lukka og hamingja með það fyrirbæri...

 
Þegar heim kom biðu gestir fyrir utan,...Ásta og Jenni og strákarnir auk hundanna tveggja...svo Tanja fékk líka heimsókn...

 
Já...sei sei...alltaf nóg um að vera...

Grísirnir þrír eru komnir í páskafrí en við foreldrarnir verðum að vinna nokkra daga áður en sú himnasæla brestur á... ohhhh... hlakka svoooo til.....uhmmmm...frííí....slökun....nammi...slurp slurp....

 
Einn góður:

Það var ung og falleg stúlka sem var svo niðurdregin og hrygg að hún ákvað að binda endi á þetta allt og fyrirfara sér með því að stökkva í höfnina.Hún stóð á hafnarbakkanum og  þegar hún ætlaði að stökkva kemur til hennar ungur sjómaður og spurði hana hvers vegna hún væri að gráta.Hún sagðist ætla að fyrirfara sér. Honum fannst það synd og sagði við hana að hún hefði mikið að lifa fyrir. "Skipið mitt siglir til Ameríku á morgun, ef þú vilt skal ég lauma þér með. " Hann færði sig nær stúlkunni og tók utan um hana og hvíslaði að henni," ef þú verður góð við mig verð ég góður við þig"."Já" sagði stúlkan "hverju hef ég að tapa? " Um nóttina laumaði hann henni um borð í skipið og faldi hana í einum björgunarbátnum. Hann færði henni annað slagið mat og drykk og í hvert skipti elskuðust þau heitt og innilega.Þrem vikum seinna var skipstjórinn á venjulegri eftirlitsferð og fann hana í björgunarbátnum. Hann spurði hana hvað hún væri að gera þarna.
Hún sagði honum eins og var að sjómaðurinn væri að lauma henni til Ameríku en í staðinn svæfi hún hjá honum. Þá sagði skipstjórinn: "Þú hefur verið plötuð laglega núna, þetta er Herjólfur."



 
Ha ha ha....


Já...sæll...

MUNA: - Dreymdu stóra drauma....  en láttu þá rætast með því að fara fetið, taka eitt skref í einu. Hvert skref færir þig nær draumnum. Ef þú tekur hinsvegar ekkert skref, þá muntu aldrei komast á áfangastað. Aldrei að horfa á allan listann í einu, taktu eitt atriði í einu, kláraðu það og kíktu svo á næsta atriði. 
Skref fyrir skref, það er galdurinn. -


 
Lovjú hunangskrúttin mín... 



PS: Þið takið kannski eftir því að það er EKKI komið miðnætti þegar þetta er skrifað...na na na bú bú....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband