...BATNANDI MANNI ER VÍST BEST AÐ LIFA.....
21.1.2008 | 19:34
Nóttin farin að faðma að sér minni englana og að gera sig tilbúna til að knúsa þessa stærri.....tunglið þarna úti sendir okkur silfraða birtu sem magnar alla töfrana í myrkrinu og maður fer ósjálfrátt að trúa því að það búi karl í því....
Lööööng helgi að baki og Einhenti maðurinn minn orðinn einfættur líka... hmmm.... skröltir milli herbergja á Einari" en er bara nokkuð hress eftir atvikum.....Aðgerðin á fimmtudag virðist hafa farið vel í kappann og hann er búinn að vera mjög hress þótt hann sé með einhverja verki og geti ekkert notað þennan skanka sinn neitt að ráði....allt samt á réttri leið og vonandi verður hann kominn á gott skrið eftir viku eða svo.....
Ég var heima bæði fimmtudag og föstudag...Florence Nightengale uppmáluð...tók til og þreif á meðan Magginn svaf undir ströngu eftirliti svæfingarlækna....og hér heima fékk hann algerlega alhliða þjónustu...kaffi eftir pöntun...mat...verkjatöflur...þykka sokka...teppi...bók...fjarstýringar og hvað sem hann óskaði....Held honum hafi ekkert þótt þetta neitt sérlega leiðinlegt...he he....
Og mér leiddist ekkert sérstaklega heldur og náði að klára bæði Potterinn og Síkritbókina...báðar mjög góðar en Potterinn þó töluvert meiri snilld en Síkritið....Ég veit ekki með aðra en ég GRENJAÐI yfir blessuðum galdrastráknum.....bókin er náttla tær snilld og ég er eiginlega miður mín að ævintýrið sé búið...en held bara áfram að fantasera sjálf......ég meina...þetta er orðið nánast eins og fjölskylda manns...he he....
Leyndarmálið...hmmm...ég er að spá... spekúlera... grufla... pæla...hugsa....þetta snýst náttla bara um að vera jákvæður og glaður og hlæja mikið og elska náungann...þá er maður að nota leyndarmálið.....Og þetta með péééningana...málið er náttla bara að vera snjall og finna upp á einhverju...framkvæma...láta það heppnast og hviss bamm búmm...maður verður ógeð ríkur....Hljómar afar einfalt...en gæti reynst soldið flóknara þegar upp er staðið...eða ekki....?????
En...það skaðar engann að vera jákvæður og trúa á það góða í öllu og öllum....það gerir okkur og heiminn bara betri...ekki satt?????
Og vitið þið bara hvað!!!
Talandi um jákvæðni og bættan heim...ó mæ god...ég fór í FORELDRAVIÐTÖL vegna ENGLANNA minna allra og ég er að segja ykkur það...ég var eiginlega bara hálfpartinn farin að GRENJA þarna í skólanum.....úffapúff....því SVONA viðtöl hef ég bara sjaldnast upplifað nema kannski þegar þau voru í leikskóla í denn...oeða Kjölberg skole....Neinei...börnin mín fengu EINGÖNGU hrós og falleg ummæli...EKKERT AÐ...ENGAR kvartanir...BARA jákvæð umsögn ....flottar einkunnir...ánægja með þau ÖLL...mikið HRÓS og fullt af fallegum kommentum.....mikil ánægja á alla kanta og ALLT að gera sig....
AF HVERJU var ég ekki búin að skipta um skóla fyrir lööööööngu?????
Án gríns...ég bara á ekki orð yfir hversu mikill munur er á þessum skólum sem eru þó reknir innan sama bæjarfélags...halló...hvað er málið????? Gott verkefni til að rannsaka....
Ég var svooo glöð og ánægð eftir viðtölin...við skoppuðum í bakarí og keyptum fullt af góðgæti og stormuðum heim til Einhenta og Einfætta mannsins og slógum upp hádegispartýi....gash...allir svo lukkulegir og léttirinn þvílíkur....Bara...kæra fólk...hafa það hugfast að BARNIÐ sem verður fyrir eineltinu er EKKI vandamálið heldur SKÓLINN sem LEYFIR það...
Síðan við losnuðum við Ógeðshúsið hefur ALLT einhvern veginn breyst...til hins betra...og við erum hundrað kílóum léttari...svei mér þá... hér á þessum stað líður okkur svoooo vel og erum svoooo afslöppuð og í flottu andlegu jafnvægi....Hér er enginn KJALLARAÓVÆTT sem eitrar frá sér og ógnar lífi okkar...hér eru bara vingjarnlegir nágrannar sem heilsa glaðlega...ræða málin og eru bara hinir bestustu....og við meigum leggja bílnum þar sem við viljum ÁN þess að hann sé rispaður eða skemmilagður....meigum ganga um ÁN þess að verið sé að kvarta og kveina...hnerrum...hóstum...prumpum og hlæjum eins og vitleysingar ÁN þess að einhver lemji í loft eða gólf....meigum fá gesti ÁN þess að verið sé að reka þá burt og fáum að vera við sjálf ÁN þess að nokkrum komi það við eða sé að agnúast yfir því...viljiði pæla!!!!Og hér frýs ekki vatnið í eldhúsinu...eða spýtist upp úr baðgólfinu....hér er rafmagnið á allan sólarhringinn og stéttin og svalagólfið hafa haldist óbreytt frá því við komum hingað....hér springa ekki ofnar og hér er hægt að þvo OG þurrka þvott á sama tíma ÁN þess að kvikni í innstungum....
Sem betur fer er allt eins og hjá venjulegu fólki og það er ógeð gott að fá bara að vera maður sjálfur en vera ekki sífellt með hnút í maganum af kvíða yfir því HVAÐ gerist næst eða HVORT OG HVENÆR einhverju karlfífli detti í hug hrella okkur eða áreita....jibbí!!!!
Allt annað líf.....!!!!
Elstimann og Miðormur eru komnir í vinnu með skólanum...eru bara ógó duglegir og hamast við að afgreiða viðskiptavini Nóatúns af miklum móð...Sitja við sitthvorn kassann í Smáralindinni og finnst þetta bara mjög skemmtilegt... ennþá...
Þeir mæta eftir skóla...verða samt að fara fyrst heim og læra...fá sér að borða...og svo meiga þeir fara og vera í vinnunni.....og eru mjög sáttir með það.....Það er ekki leiðinlegt að fá smá vasapening og geta keypt sér eitt og annað án þess að þurfa alltaf að plata mömmu og pabba.....
Í gær, 19. Janúar, varð hann Dóri stór...he he...40. ára kallinn....TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ DÓRI MINN!!!! KOMINN Í FULLOIRÐINNA MANNA TÖLU LOKSINS....
Ég fór í afmælið hans austur í VeraHvergi ásamt Gummanum og Elnunni en Magginn varð eftir heima...enda ekkert vit að æða út í ófærðina á Einari"Hann sat því heima í sínum fjalla stól og glápti á leikinn og fleira í imbanum.....
Afmælið var voða kósí og auðvitað fullt af gúmmulaði til að narta í...fullt af fólki að tala við og tvíburakrúttin og litla Hildur til að knúsa....svo það var alveg leggjandi á sig að renna yfir heiðina háu þrátt fyrir skafrenning og hálku.....
Já...og talandi um leiki....handboltinn er náttla bara spennandi og ég er búin að skemmta mér vel þrátt fyrir tap á Svíum og Frökkum...ég meina...við erum með gott lið og þó við vinnum ekki endilega þá allra sterkustu þá er bara gaman að sjá taktíkina og leikgleðina sem er þarna á fullu svingi...að vísu kannski ekki sérlega mikil gleði gagnvart Svíunum...en þeir eru náttla snillingar að róa niður leiki og drepa stemmningu...Íslensku áhorfendurnir eru samt alveg lang flottastir og engin uppgjöf þar á ferð eða rólegheit...bara gaman....Verður spennandi að sjá hvernig leikir þróast í næstu viku....
Í dag var svo bara rólegt hér á bæ...ég bakaði smá og vonaði að einhver rynni á lyktina og varð ekki fyrir vonbrigðum því Ausan mín kom með stelpurnar sínar tvær og ömmu Lóu og við tjöttuðum algerlega fyrir peninginn...átum kökur og höfðum það náðugt....
Miðormurinn skellti sér hins vegar í lið með pabba sínum og haltrar um með bólgið hné...tognaði illa á snjóbretti en minn maður er svoddan nagli að hann skellti sér bara sjálfur á læknavaktina..lét kíkja á sig...fékk teygjubindi og klapp á kinn...fór svo í vinnuna og stóð sína vakt eins og alvöru nagla sæmir...ÁN þess að láta foreldra sína vita...hmmm.....
Já...sæll.....og Elstimann var nærri búinn að koma sér í klíkuna líka....labbaði með Tönju hundastelpu í fanginu inn í sjoppu til að ná í mynd...en rann í bleytu á gólfinu og flaug á hausinn...og tók stelpu með sér í fallinu..ha ha ha...hún féll algerlega fyrir honum....En...þetta fór nú betur en á horfðist...smá mar á olnboga..annars alltí gúddí....Býð ekki í að hafa ÞRJÚ karlmanns fatlafól á heimilinum...ó mæ god!!!
Næsta vika liggur svo algerlega óskrifuð fyrir framan okkur...verður örugglega full af alls konar skemmtilegum hlutum og kannski spennandi líka...
EINN LÉTTUR Í RESTINA:
Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna."Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að greiða sjálf fyrir heilann".Ættingjarnir sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra. "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax."Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund".Allir ættingjarnir urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að. Af hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari?"Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og SVARAÐI VINGJARNLEGA: Þetta er bara þetta venjulega verð sem sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir"!!!
Thí hí...þurfum við að ræða það eitthvað???
MUNA: Margir segja að eitthvað sé ómögulegt en allar framfarir hafa orðið fyrir tilverknað þeirra sem héldu hinu gagnstæða fram.
Knúúús og eigið góða viku fulla af skemmtilegum uppákomum og töfrandi tækifærum!!!!!!
Og munið að kveikja á kertum og biðja fyrir þeim sem eru að berjast við erfiðleika og veikindi þarna úti.....og senda engla til þeirra....
LOVJÚ SVOOOONA MIKIÐ....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.