...ALLTAF EITTHVAÐ UM AÐ SKE.....
16.1.2008 | 01:18
Fínn en frekar töff dagur að kveldi kominn....búið að vera frekar KLIKKAÐ að gera á litlu krúttlegu deildinni minni þrátt fyrir að það hafi bara verið tíu börn í dag...sko....talan segir ekkert...það eru sum börn sem maður getur talið sem fimm....oftast skemmtilegustu börnin sko....en LÁTA MANN vinna fyrir krónunum og aurunum...sæll.....
Annars er nú eitthvað að breytast þarna úti í þjóðfélaginu... NOKKRIR búnir að sækja um vinnu og við bara allt í einu orðnar FIMM...konurnar á Bóli...hvað er að gerast????
Ekki hafa launin hækkað...ekki eru nýjir kjarasamningar í höfn...ekki er Gunnar Birgis að lofa einu eða neinu....ekki er verið að legggja niður fyrirtæki hér í bæ....ekki er farið að bera á atvinnuleysi svo vitað sé...eða...hvað er eiginlega um að ske????
Skiptir ekki....það er komið FÓLK í ALLAR stöður og við að fara að aðlaga síðasta hollið....sex stykki fjörkálfar á leið á Ból og þá fyrst fer nú að verða almennilega gaman....!
Dagarnir sem nú hafa verið að renna saman við næturnar fimmtán á þessu ári eru flestir búnir að vera viðburðarríkir og mis spennandi...en ég held samt að svona þegar upp er staðið sé þetta ár bara farið að lofa góðu....
Sorgin og gleðin hafa heilsað á Marbakka....tvær jarðarfarir búnar þar sem fulltrúar frá skólanum voru viðstaddir...í öðru tilfellinu var gamli matráðurinn okkar að kveðja eftir stutt en hörð veikindi....en í hinu missti yndisleg samstarfskona náinn ættingja....
EN..endanleg niðurstaða er náttla þessi ÞRJÚ mannvænlegu og ótrúlega FLOTTU börn sem ég á ...og er svoooo stolt af...NEMA HVAÐ?
Þó börnin manns nenni ekki endilega ALLTAF AÐ... ganga sífellt frá hlutunum...taka til....þvo sér um hendur...klippa neglur...greiða lubbana...bursta tennurnar...borða í ELDHÚSINU.... loka skápunum.....búa um rúmin sín...slökkva á sjónvarpinu og tölvunni þegar farið er út....raða skónum...hengja upp úlpurnar...setja skólatöskur inn í herbergi....sleppa því að éta kex og snakk í rúminu....SKIPTA um sokka....ganga frá tölvuleikjunum...setja óhrein föt í þar til gerða körfu.....liggja ekki á msn-inu....tala ekki leeeengi í símann....fá sér nammi án leyfis.....ÞÁ ERU ÞAU SAMT GEGGJUÐ!!!!!
Tala nú ekki um hvað þau eru FULLKOMIN á koddanum.....!!!!!
Ó mæ god...bara dúddí....
Síðasta laugardag var hinn mjög svo skemmtilegi FRÆNKUDAGUR og mættu sautján hressar og kátar frænkur í Melgerðið til hennar Ausu minnar...sem sumir kalla nú Lenu....well....nema hvað þetta var bara ferlega gaman og verður sko margendurtekið.....
Á sunnudaginn fórum við í VeraHvergi til að hitta afmælisbarnið Árna Þórð...en afmælisveislan sjálf var reyndar haldin á laugardeginum....en þar sem Einhenti maðurinn var að jobba og ég og Heiðrún uppteknar í frænkupartýinu fengum við sérstakt leyfi til að koma daginn eftir og viti menn....það voru sko afgangar fyrir peninginn...eins og eftir flottustu fermingarveislu...!!!! Þóran alveg að missa sig í húsmóðurhlutverkinu og við nutum góðs af því....ekki leiðinlegt...Tvíburakrúttin okkar voru líka í eftirpartýinu og Doddinn og Arnan töltu líka yfir og borðuðu okkur til samlætis....
Á laugardaginn átti RUT ofurbeib afmæli...TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ELLSKU DÚLLAN MÍN!!!!
Árið sem sagt byrjað með trukki og dýfu...engir afslættir gefnir...enda ekki ástæða til.....
Þessi er BIG....He he he...
Nemandi úr Samvinnuskólanum á Bifröst sótti um vinnu sem afgreiðslumaður í Kaupfélagi úti á landi. Þetta var svona alvöru kaupfélag þar sem hægt var að fá allt milli himins og jarðar. Kaupfélagsstjóranum leist vel á manninn þótt hann væri ungur og óreyndur og ákvað að taka hann til reynslu. Hann sagði manninum að mæta morguninn eftir og síðan myndi hann koma um kvöldið og athuga hvernig hefði gengið. Kvöldið eftir spurði hann unga manninn hvað hafði hann afgreitt marga viðskiptavini þennan fyrsta dag. 'Bara einn,' sagði drengurinn. Þetta fannst kaupfélagsstjóranum ekki mikið en spurði hvað hann hefði selt fyrir mikið. Fimm milljónir eitthundrað níutíu og þrjúþúsund' sagði afgreiðslumaðurinn við kaupfélagsstjórann. |
Thí hí hí.....
Skrýtið...það er svo herfilega laaangt síðan Magginn sat og gutlaði á gítarrinn meðan ég var að dunda við að blogga....enda Einhentur svoleiðis....en ég held bara að ég sé farin að sakna þess að hlusta á glamrið í honum.....Hann fer í viðgerð" á fimmtudaginn á fætinum og þrátt fyrir góðann vilja nær hann ekki að nota hækjurnar sem við fengum að láni hjá Örnunni...hann bara nær ekki að vera á Einari löpp og Einari hendi" ...obbosí....veit ekki alveg hvernig þetta brölt mun takast en vona bara að viðgerðin" verði lítil og löðurmannleg svo hann þurfi ekkert á þessum hækjuskækjum að halda...
Nóttin farin að minna á sig og kominn tími á að bloggarinn fari að skríða í baðkarið og koma sér svo á stefnumót við NáttEnglana...svífa um draumalandið og finna eitthvað skemmtilegt til að dreyma um.....
MUNA:. Veittu börnunum þínum athygli. Gefðu þér tíma til að vera með þeim, taktu eftir þeim, elskaðu þau og sýndu þeim ástúð og hlýju.Á þeim byggir framtíðin.
LOVJÚ SKRILLJÓNTRILLJÓN.....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.