SUMARIÐ ER SVO MIKIL SNILLD...
8.7.2010 | 22:37
Það er ekki laust við að þetta yndislega og langþráða frí sé alveg að gera sig...hef ekki slappað af og haft það svona náðugt í eilífðartíma. Algerlega frábært. Er búin að vera að tjilla bara út í eitt...horfa á þessa blessuðu FRIENDS þætti sem allir eru að tala um...tíu árum of seint...en ég get samt alveg hlegið mig máttlausa af þessum vitleysingum...svo einlæg og einföld...og skemmtileg...
Dunda við að lesa...sortera hluti...endurraða heimilinu og nostra við föndrið mitt...þetta er bara geggjað. Ekkert stress..engar kvaðir...ekki miklar áhyggjur...bara svona semí...og enginn að bíða eftir mér eða einhverju frá mér...bara letilíf...:o)
Að ég tali nú ekki um fótboltann...HM er búið að vera awsome og Spánverjarnir mínir náttla laaaaangbestir...og svo er ég búin að fara á alla nema einn Valsleik..og eiga bæði góða og verri daga með þeim...Þetta er auðvitað bara lífið eins og það gerist best og flottast...
Elstimann lenti reyndar á spítala í fyrradag...er búin að vera að fá blóðnasir í tíma og ótíma og þá erum við að tala um fossandi blóðnasir, yfirlið og læti..
Hann varð að vera inni yfir nótt þar sem illa gekk að brenna fyrir og stoppa blæðinguna...en það hafðist loksins um hádegi daginn eftir og hann komst heim...
Verst að hann er búin að missa úr vinnu þar sem hann mátti ekki mæta restina af vikunni...ekki erfiða...ekki drekka heita drykki og alls ekki fara í heitt bað...össssssssh...
Magginn og ég erum oft búin að ræða það í vetur að okkur finnist við ekki sofa nógu vel og vakna jafnvel þreyttari en við sofnuðum. Eftir veru okkar á Stóra-Hofi í þvílíka lúxusrúminu..og sofið þar eins og ungabörn án þess að vakna nokkrum sinnum um nótt og vakna svo hress og endurnærð, ákváðum við að leggja leið okkar í Svefn og Heilsu og ræða við þá um rúmið okkar.
Við vildum fá að vita hvort dýnurnar gætu hugsanlega harðnað með árunum...en okkar er sem sagt fimm ára...og hvort hægt væri að fá einhverja millidýnu eða eitthvað til að mýkja rúmið.
Maðurinn sem við ræddum við hlustaði á okkur af athygli og spurði svo gætilega hvort mögulegt væri að dýnan snéri vitlaust?????
Það læddist að mér grunur...ég labbaði hægt og rólega að næsta rúmi og fattaði strax að svo var...þetta mjúka snéri sem sagt niður hjá okkur en upp hjá þeim...en hrjúfa og harða upp hjá okkur...en niður hjá þeim!!!...
Þetta er náttla engin eggjabakkadýna sko...
Ég hló svo mikið að ég hélt ég myndi ekki hafa það af að komast út úr búðinni..og starfsmenn búðarinnar hlógu með mér...reyndu samt að hugga mig með að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem svona gerðist...ha ha ha!!!!!
Skjótið mig ekki!!!! Svona hefur sem sagt dýnan snúið í eitt ár...eða síðan við Elna skelltum henni í rúmið í flutningunum í fyrrasumar...wów!
Og við náttla erum búin að snúa dýnunni okkar góðu svo það verður fróðlegt að vita hvernig nóttin verður....úllala!!!
Alltaf gaman..he he...
Var að rifja upp þessa sögu og get eiginlega ekki hætt að hlæja...hún er svo awsome....:o)
Raunir konu sem ætlaði aðskella sér í vax...
Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur.. og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd.
Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og...þetta var...heitt og alles. Ekki sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausarfæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifinupp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnarog eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra"æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi,náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið...og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!!
Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn.FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum...og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín...allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður mín tók ég fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka.Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niðri á Landsspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið,svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxiðaf! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise theLord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nuddayfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki eitt einasta hár horfið! Ekki eitt einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu...
Ha ha ha!!!
Jæja...gaman að þessu...
MUNA: Til þess að ná árangri á nýju sviði, gera nýja uppgötvun eða gera eitthvað nýtt í lífinu, þarftu að reikna með að þér geti mistekist
Þú getur einungis unnið einn sigur fyrir sjálfan þig, en þú getur átt þátt í mörgum sigrum með hvatningu og innblæstri öðrum til handa.
Adios amigos...og svo er það ÁFRAM SPÁNN.. á sunnudaginn! Love U tú píses elskurnar...
Athugasemdir
Viva la Roja!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2010 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.