Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir

ÉG UM MIG FRÁ MÉR TIL MÍN......

Ég heiti Bergljót Hreinsdóttir en þekkist best undir nafninu Begga.
Ég fæddist í Reykjavík fimmtudaginn 19. ágúst árið 1965, eða um miðja síðustu öld, he he....Ég er ljón og það er víst nokkuð ríkt í mér þó ég hafi nú kannski náð að hemja mig betur eftir því sem aldur og þroski hafa vaxið......

 
Ég á alveg ótrúlega frábæran mann sem heitir Magnús og er Vatnsberi. Það er algjör himnasending fyrir mig sem ljón því ég get rasað og rifist og hamast allan daginn en hann haggast ekki.....er bara þolinmæðin uppmáluð og á það til að spyrja svona í miðju uppistandi:Ertu búin, elskan mín eða viltu tjá þig eitthvað meira????? Án gríns, þá fer ég undantekningalaust að hlæja og málið er dautt.

 
Við eigum þrjá gullmola sem heita Björn Valgeir, Daði Már og Heiðrún María. Bjössi er hrútur, Daði er sporðdreki og Heiðrún er ljón.....Þessi blanda er fín og fjölskyldulífið í bullandi jafnvægi.
Í mars 20015 varð ég amma og svo aftur í apríl 2020. Tómas Henry og Tgeodór Krummi eru ömmugullin mín sem ég lita lífið öllum litum regnbogans og gleðja okkur alla daga.

Ég á frábæra foreldra sem eru aldrei heima því þau eru svo dugleg að skemmta sér í “ellinni”, Þau eru í leikfimi og tennis, göngum og golfi, á fótboltavellinum að styðja sína menn, tippa í Smáranum og þess á milli skreppa þau austur í sumarlandið sitt og dytta að hinu og þessu. Þau eru líka afskaplega menningarlega sinnuð og fara mikið á alls konar menningarviðburði. Þau heita Hreinn og Valgerður og eru krabbi og sporðdreki. Það er ótrúlega góð blanda.....

Ég á fjögur systkini, hvert öðru betra. Við erum bara alveg ágætis systkinagrúppa og rífumst aldrei núorðið.......annað en hér á árum áður....
Páll er meyja og það þýðir að hann hlýtur að vera rosalega pikkí....og hann er það......en er það nokkuð galli?????
Bryndís er ljón eins og ég en ég veit ekki hvort við séum samt endilega eitthvað líkar.....samt er margt sem við eigum sameiginlegt og við hugsum stundum eins......Hún á mann sem heitir Hilmar og er fæddur í tvíburamerkinu.....Þau eiga Torfa Geir og Diljá, en Hilmar á líka hann Árna Hjörvar.Torfi er vog, Diljá er hrútur og Árni er steingeit.  Þetta er alveg ljómandi kokkteill þarna......
Nanna er steingeit og ef hún er búin að ákveða eitthvað þá getur ekki einu sinni guð breytt því. Ég öfunda hana stundum því ég kann ekki að segja nei......Hún á mann sem heitir Gísli og er naut. Úps, það mætti segja mér að það sé nú betra að þau séu nú sammála þegar þarf að taka einhverjar ákvarðanir......Þau eiga Bryndísi og Andra, sem eru krabbi og steingeit. Og Bryndís á líka mann, Gísla Finn, sem er bogamaður, en þau eiga hann Arnar Núma og hann er sko LÍKA bogamaður!!!!!!
Já.....
Litli bróðir heitir Hreinn og hann er naut. Sem betur fer fyrir hann því ég var svolítið stjórnsöm hér áður fyrr en þegar ég gekk of langt sagði nautið til sín. Ég er þrjósk, en hann.....Hann á konu sem heitir Halldóra og hún er krabbi . Þau eru algjör snilld.

Hún á tvær dætur sem heita Hallgerður og Bergþóra en nú þarf ég að fara að kanna í hvaða merkjum þessar stúlkur eru fæddar.....



Og svo á ég tengdaforeldra sem heita Björn og Guðfríður. Hann er vatnsberi og hún tvíburi en hvernig sú blanda kemur út er nú bara merkilegt enda er jú vatnsberinn ótrúlega sveygjanlegur ef maður breytir ekki of miklu í kringum hann.....þá meina ég sko ef LazyBoy stóllinn er bara á sama stað og síðast.....

Þau eiga sem sagt Magga minn og þrjú önnur börn.
Guðmundur er steingeit og það er svo skrýtið að hann er ekki eins og þessar steingeitur sem maður þekkir heldur meira svona öðruvís...
Hann á konu sem heitir Elna og hún er hrútur. Ótrúlega þægileg manneskja svo ekki sé meira sagt, getur stundum flækt málin en er bara duglegust að leysa þau aftur sjálf......Þau eiga fjóra pjakka, Guðfríði Björgu sem er fiskur, Stefaníu Ósk sem er naut, Kristínu Unni sem er ljón og Kristján Arnór sem er fiskur.Ég ýki ekkert þegar ég segi að það er oft fjör á þessum bæ......
Þórður, eða Doddi, er tvíburi. Hann er samt örugglega undir áhrifum annarra merkja nema það sé bara hún Arna sem hefur þessi áhrif á hann, en hann er a.m.k afskaplega rólegur yfir höfuð og jafnlyndur.....oftast.....Konan hans, hún Arna, er algjör perla, hún er vog og myndar þannig fínan ballans í sambandinu.... hún er svona einhvern veginn ótrúlega notaleg manneskja sem veit sko alveg hvað hún vil án þess endilega að hafa hátt um það....Hún á Aron Nökkva töffara, sem er hrútur og svo eiga þau Doddi tvíburana Fríðu Dís og Björn sem eru krabbar. Og þau eru svoooo örlát að við meigum eiga þessa gimsteina með þeim!!!!!
Þóra er yngst í þessum hópi og hún er tvíburi. Vá, það eru sko þrír stjörnutvíburar og einir alvöru í þessari familíu....viljiði pæla....Þóra á mann sem heitir Halldór, eða Dóri og hann er steingeit.Þau eiga synina Anton Bjarna og Árna Þórð og dótturina Hildi Rós. Anton er tvíburi, Árni er Steingeit.ug Hildur er naut......... Og svo á Dóri hana Sigrúnu Ósk sem er sporðdreki.

 
Já, sei sei.......

 
Ég er Kópavogsbúi í húð og hár og get ekki hugsað mér að búa annarsstaðar
.
Ég get sagt það alveg fullum fetum því við Maggi byrjuðum okkar búskap í Hafnarfirði og það VAR erfitt að flytja þangað eftir tuttugu og þrjú ár í Kópavogi.Við vorum þrjú ár í Hafnarfirði en færðum okkur þá í Kópavoginn aftur. Við fluttum til Dalvíkur í mai 1994 og bjuggum þar í þjú ár en fórum þaðan til Fredrikstad í Noregi og vorum önnur þrjú. Þaðan var það smá stopp í Hafnarfirði en síðan 2001 höfum við verið búsett í Kópavoginum og nú er ég ekki að fara neitt annað.Segið svo að maður hafi ekki gefið þessu séns? Nú bara VEIT ég hvar ég á heima.

Ég er leikskólakennari og hef starfað sem slík í sautján ár...vá!!!!!
Ég útskrifaðist úr MK 1985 og fór þá í Háskólann og í hjúkrunarfræði en komst að því að það var ekki fyrir mig, ég tók allt svo nærri mér og grenjaði bara ef einhver var mikið veikur eða dó.Ég fór því að leysa af í leikskóla sem hét Kópasel en bauðst svo að koma á nýjan leikskóla sem var að byrja að starfa í bænum og ég hef nánast verið þar síðan. Skrapp aðeins í Fósturskólann sem nú hetir reyndar KHÍ og útskrifaðist 1991. Leikskólinn “minn” heitir Marbakki og hann er sko orðinn tuttuguogtveggja ára. Mér finnst starfið mitt alveg ferlega skemmtilegt og þrátt fyrir launaströgglið og heimskuna í ráðamönnum þjóðarinnar þá finnst mér þetta starf allt of skemmtilegt og gefandi til þess að vera að væla yfir því.

Ég er líka rithöfundur og hef skrifað tvær bækur sem hafa verið gefnar út. Ég á líka smásögur hér og þar og svo hef ég skrifað og tekið þátt í að setja upp revíur, bæði í Fósturskólanum og hjá leikfélagi Dalvíkur Ég bjó líka til sögu með söngvum sem kom út á snældu 1989 og það er enn verið að spila hana Írisi mína í leikskóum landsins....vá!!!!
.
Ég elska að skrifa og ég hef líka ótrúlega gaman af að búa til texta við lög sem og alls konar tækifæristexta, ljóð og vísur. Ég er hins vegar ótrúlega léleg að koma þessu öllu á framfæri.......

Ég held að ég teljist mjög jákvæð manneskja og ég reyni alltaf að finna björtu hliðarnar á lífinu.  Ég er mjög bjartsýn og kannski stundum einum of, ef það er hægt....sko....hm.....ég trúi því nefninlega að við séum öll hér í lífinu til þess að læra og ef okkur mistekst eitthvað þá fáum við annan séns.....þess vegna er um að gera að gefast aldrei upp en leita bara annarra leiða þegar vandi steðjar að.
“Vandamálin eru til að leysa þau” sagði Stella í orlofi forðum og hitti sko naglann á hausinn...

Áhugamálin mín eru börn og aftur börn, skriftir, samvera með góðu fólki, skrapp (föndur) ferðalög (sérstaklega á Molanum) tónlist, lífið fyrir handan, fótbolti, og að vera heima hjá mér og gera ekki neitt svona inn á milli......

Mér finnst rosalega gaman að vera til......

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Bergljót Hreinsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband