...LITL KRÚTTLEGU MINNINGARNAR...

 

Úff, það var að renna upp fyrir mér að það eru búnir heilir TUTTUGU dagar af apríl, sem þó var að byrja í fyrradag....ÓMG...og annað...skrýtnasti dagur ársins er að renna upp, þ.e.a.s SUMARDAGURINN FYRSTI...en hann er næsta fimmtudag....

Sko..þetta með þennan fyrsta sumardag...þá hef ég aldrei skilið almennilega hvernig það getur komið sumar ÁN þess að það hafi komið vor..????

Ef sumarið kemur í næstu viku...HVENÆR kemur þá VORIÐ????...eða KOM það????

Sumarið ætti náttla bara að byrja fimmtánda mai eða júní.....vorið kannski fyrsta apríl eða eitthvað...það myndi örugglega henta vorinu vel að vera aprílgabb...

hmmmm....

Þegar ég bjó á Dallanum var til að mynda SNJÓR sautjánda júní sko....og þá var nú talað um að það haustaði snemma það vorið.....

Ég man að mér var svoooo kalt í skrúðgöngunni....við vorum með strákana í vagni og kerru...með fána og blöðrur og það var allt að fjúka á haf út....gleðilegt sumar..hvað?????

Þetta var fyrsta sumarið okkar þarna í norðrinu svo maður passaði sig að vera ekkert að væla...maður var ekkert að gefast upp neitt...þótt maður væri  kannski ekki alveg fædd dreifbýlistútta....

Hefði kannski sést undir iljarnar á okkur ef við hefðum vitað hverskonar vetur var í vændum...ó mæ god....ég er að segja ykkur það...en þessi vetur 94 - 95 var svæsinn svo ekki sé meira sagt....fyrst fraus allt til helv...í desember...en þá vorum við hinum megin á landinu...svo komum við heim í snjókomu sem hætti bara ekkert fyrr en sumarið eftir...he he...

Það voru ófáar heimferðir úr vinnu með snjóbílum hjálparsveitanna og heppni að maður fann húsið sitt...þó það væri á tveimur hæðum.....heppin að heimamenn rötuðu alltaf....

Og það var svooo fyndið að þegar loks fór að hægjast um og sólin að hækka á lofti...þá skriðu menn úpp úr snjóþústunum og maður sá klárlega hvað fólk hafði verið að dunda sér við í veðurhamnum...það hafa líklega ekki fæðst eins mörg börn á þessum stað en akkúrat þetta sumar...og ég var engin undantekning...með kúlu eins og  „allar" hinar konurnar....græddum mikinn gleðigjafa sko..svo...fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.....fengum liTl sæTu sTúlllllKuna....eins og þeir á Dallanum orða það svo sKemmTilega...og við þraukuðum þrjá slíka vetur....(kom samt bara ein kúla...)

Það er spurning hvort hann snjói núna í vikunni..það er samt óskaplega lítið sumar þarna úti ennþá...brrrrr.......

Annars er þessi mánuður bara búinn að vera fínn...mikið um að vera og margt í gangi alls staðar...

Í stuttu máli: Þann fyrsta var gabbdagur og ég segi ekki meir...gleymdi nebbla að gabba sjálf....

2.apríl átti Diljá mín afmæli....5. apríl átti Emil Knútur afmæli...6. apríl fermdist Anton Bjarni...11.apríl var það Bjössinn minn...og hún Matthildur Björg....sem bættu við sig ári...15. apríl var dagurinn hennar Tobbu....16. apríl gamli fermingardagurinn minn....17. apríl...mjög gamli fermingardagur Maggans (eldri en ég sko.,,,)og afmælisdagurinn hennar Elnu skvísu....23. apríl síðasti vetrardagur 24."sumar"dagurinn fyrsti....26.Árshátíðardagur HT...úff...uppi á tuttugustu hæð...skjálf....28. apríl afmælið hennar Hildar litlu Rósar og er svo einhver hissa á að maður vilji hærri laun!!!!????? En- Til hamingju þið öll...sætustu og bestu!!!! Lovjú svoooo mikið.....

Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Og svo VANN hann Eyþór Ingi hjartað í Bubbanum og þjóðinni...enda hefði ég neitað að vera íslendingur ef hann hefði ekki unnið...ekkert smá flottur gaur!

Ef ég man rétt...sem ég geri nú oftast...þá var þessi liTl sæTi drengur á Kríló...leikskólanum minum gamla....ljóshærður og bláeygur og algert krútt..SLÆMI...og hefur ekkert breyst síðan...nema ef vera skildi að þeir eru aðeins fleiri sentimetrarnir sem hann þarf að horfa niður til mín núna en þá....

Frábær snillingur þarna á ferðinni og ég hlakka MEST til að fylgjast með honum í framtíðinni. „Dalvíkin er draumablá....."

EKKI hætta eins og allir þessir sigurvegarar gera Eyþór...plííííís....!

Sem minnir mig á eitt...HVAR ER SNORRINN???? Sakna Idolsins geggjað mikið...var aðdáandi númer eitthvað....hélt svooo að hann væri kominn til að vera...keypti diskinn og kaus hann endalaust....hann kom...sá.,.og HVARF???? Ohhhh....!

Hélt ég myndi eignast stórt diskasafn með þessum ágæTa dreng?????

Börnin mín komu reyndar með þá kenningu að mamma þeirra sé svolítið svög fyrir ljóshærðum..síðhærðum...sæTum gaurum....

Magginn var nú þannig einu sinni víst...fyrir mína daga...sko ljóshærður með krullur og allt....sem er bara góð minning núna...er bara sæTur núna...svo kannski er eitthvað að marka blessuð börnin...he he....

Fyndið hvað maður breytist...þegar ég var minni en núna var draumaprinsinn dökkhærður og brúneygur..hávaxinn og grannur og átti að heita tveimur nöfnum..allavega...vinna við eitthvað ógeð spennandi...eins og smíðar eða tryggingasölu... og við áttum að eiga risastórt hús...kringlótt svo amma gamla kæmist ekki í hornið (hún var alltaf að röfla um þetta blessaða horn sem hún ætlaði að eiga hjá mér...)...og eiga fuuuult af péééningum....og svo ætlaði ég að eiga tíu börn...allavega...og þau áttu öll að heita tveimur nöfnum....og við færum til Spánar tvisvar á ári því þau urðu að vera svoooo brún skiluru....og þau áttu að kunna ensku og dönsku og spænsku....og kannski líka þýsku af því mamma vinkonu minnar var þýsk.....

En...svo breyttist eitthvað.......og ég hlæ að endurminningunum....

Það fyndna var, að í öllum sögunum sem ég skrifaði sem barn hétu annað hvort pabbarnir...afarnir eða strákarnir Magnús....kannski einhver að gefa mér smá hint um framtíðina????

Og þetta með nöfnin...það er veikleiki...en ég elska nöfn....soldið biluð....en ég var aldrei ánægð með mitt....fannst mun fallegra að heita einhverjum tveimur...eða kannski þremur....AnnaLísaMargrét...IngaLinda...HuldaMaría eða MaríaRagna.....LiljaBjörk....MaríaÍsabella eða BryndísHrönn....

Fannst fúlast að vera lesin upp í skólanum...sönglandi rödd kennarans...AnnaMargrét...ÁsaKristín...Bergljót...hik...Hreins....til að halda dampinum...ohhhh....þá hefði ég viljað heita IngaLinda.....andvarp..Thí hí....

Sem betur fer vissu nú vinkonur mínar aldrei um þennan nafnaveikleika minn...enda gróf ég stílabækurnar undir rúmi...en systur mínar....hlógu sig til dauða af vitleysunni í litlu sys...og sýndu vinkonum sínum.....nafnapárið og viðeigandi teikningar draumórabarnsins....það var þá sem ég óskaði mér þess að eiga leyniforeldra einhvers staðar...vera tökubarn sem yrði frelsað frá þessum kjánum....og þá myndi líka koma í ljós að ég hét ekkert Bergljót neitt....heldur einhverjum tveimur rómantískum nöfnum....eins og MaríaÍsabella til dæmis...eða IngibjörgPollýanna....Ha ha ha....

Fyndið...en svona var ég bara...algerlega með rugluna....í einhverjum heimi sem enginn annar þekkti.....þangað sem ég fór til að hvíla mig á veruleikanum sem var þó mjög góður notabene...en þurfti stundum að vera ein í herberginu mínu...með hurðina læsta....og láta mömmu segja vinkonum mínum og vinum að ég ætlaði bara að vera inni svolitla stund......

Gaman að þessu....

 

Magginn farinn að glamra á gítarinn sinn góða....hefur átt erfitt með það vegna ónýtu handarinnar...en gefst samt ekki upp....sú hægri SKAL virka....

Ótrúlega kósí og kannski tími til að setjast þarna inn hjá honum og plana komandi viku..þar sem heilt sumar er í nánd.....jibbíkæjei!!!!

Eigið góðan dag alle í húbba....og verið góð við hvert annað....!!!!

"Ef þú ákveður að gera eitt góðverk á dag, sama hversu smávægilegt það er, færðu það margfaldlega endurgoldið...."

 

Lovjú!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla hjá þér.  Ertu semsagt Dalvíkingur?  ég þekki marga þaðan. Sjálf er ég Húsvíkingur að upplagi.  Knús inn í nýja viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Linda litla

Sko !! Vorið byrjaði á föstudaginn og stendur í 6 daga, þá kemur sumarið  Er það ekki ? Allir sáttir ?? Ok, þá setjum við þetta inn í reglubók Íslands.

Skemmtileg færsla hjá þér, eigðu góðan dag "Inga Linda".

Linda litla, 21.4.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Skemmtileg færsla ;)

Mér fannst þetta frábært með nöfnin, ég var ein af þeim sem vildi heita eithvað allt annað en ég heiti, var búin að finna nafn se ég ætlaði að taka upp þegar ég fermdist,en lét ekki verða af því hehe.

Eigðu gott kvöld

Anna Margrét Bragadóttir, 21.4.2008 kl. 18:38

4 Smámynd: Van De Irps

Héyrðu ég hélt að vorið hefði komið í gær  Allavega handsömuðu dætur mínar eitt stykki flugu í íbúðinni og ég gat farið út á peysunni... Hmmm   Annars var ég líka ein af þeim sem vildi heita öðru nafni... fékk nottla nafnið mitt frá Hippalingunum foreldrum mínum...   Ég vildi bara heita einföldu nafni  eins og María... Þoldi ekki þegar verið var að lesa upp í skóla... Halldóra, Ingibjörg, I... Irp.... Ha er þetta Irpa Sjöfn... en núna er ég bara ógó ánægð með það... er nottla orðin fullorðin

Van De Irps, 21.4.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gleðilegt sumar ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 25.4.2008 kl. 18:34

6 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Gleðilegt sumar!  Mér þótti ég hafa frekar plain nafn og vildi mikið eitthvað glæsilegra.  En mitt nafn dugir ágætlega núna!

Þórdís Guðmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband