Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

HRAKFALLABÁLKAR.IS...ALLTAF Í STUÐI...

 

        cute-baby-14.jpg

               

Það er ekki sumar nema maður skreppi aðeins út úr bænum og lúlli í tjaldi...það er bara einhvern veginn þannig. 

Við ákváðum því að skreppa einn slíkan túr...VENJULEGA fjölskylduferð skiljiði...svona rétt austur á bóginn...í áttina að Vík eða Klaustri...og njóta veðurblíðunnar sem þar var spáð þessa ágætu helgi...16-18 júlí. 

Það tók ekki langan tíma fyrir okkur sex að pakka og ferma bæði tjaldvagninn og bílinn...tengja vagninn aftan í Ljúfa Valsarann okkar og bruna af stað út í buskann... 

Við vorum auðvitað í banastuði og hlökkuðum til að komast aðeins úr erlinum í kyrrðina þarna úti í sveit.... 

Ferðin gekk mjög vel og eftir að hafa stoppað í birgðastöð Bónus í Hveragerði var haldið áfram sem leið liggur...gegnum Selfoss...Hellu og Hvolsvöll. Rétt áður en við náðum að keyra yfir Markarfljótsbrúna kom ótrúlega skrýtið högg á bílinn og hviss bamm búmm....tjaldvagninn skoppaði upp og skrapaði svo jörðina meðan við keyrðum út í kantinn til að kanna ástandið og orsökina fyrir þessum furðulega dynk. 

Við sáum strax að ekki var allt eins og það átti að vera enda annað hjólið undan vagninum gjörsamlega horfið! Krakkarnir stukku af stað til að gera leit að dekkinu góða og fundu í um 8-900 metra fjarlægð frá bílnum og aðeins af því hjólreiðamaður einn ágætur gat bent þeim á að leita svo langt frá.

Magginn og ég stóðum og virtum fyrir okkur beyglaðan vagninn og skildum ekkert í hvernig felgan hafði rifnað svona af í heilu lagi frá felguboltunum!  

Þar sem við vorum nú stödd á Þjóðvegi eitt ákváðum við að koma vagninum...bílnum og okkur sjálfum í öruggara umhverfi og því var tekið á því...vagninum lyft og hann dreginn útaf, yfir kant og niður litla brekku og á sléttlendi. Svo var bilnum ekið sömu leið og við gátm andað léttar, enda umferðin mikil og allir á 80-100 km. hraða þarna. Það keyrðu endalaust margir bílar framhjá...löggan og björgunarsveitin meðal annarra...það stoppaði enginn... 

Við týndum til verkfæri og tókum út mottur svo Magginn gæti athafnað sig...reynt að losa felguboltana svo við gætum mögulega skipt um dekk og haldið förinni áfram. Það reyndist nú ekki svo einfalt og eftir mikið basl ákváðum við að skottast inn á Hvolsvöll og athuga hvort einhverjir viðgerðarmenn væru á vaktinni.

Við vorum ótrulega fegin að komast inn í bílinn enda öskufjúk og drulla þarna...þrátt fyrir sólskinið góða. Við vorum öll orðin kámug og skítug af fjúkinu og nef og augu kvörtuðu sárlega. 

Við keyrðum fram á jeppa sem hafði púnktrað illilega...ekki langt frá okkar óhappastað..en það var enginn í bílnum og við enda með fullan bíl og höfðum fjarlægt sjöunda sætið til að koma meira dóti með í ferðina...

Það var enginn á verkstæðinu....og enginn sjáanlegur til að gefa upplýsingar....en neyðarsími þar sem okkur var tjáð að það kostaði 12.500,-kall að koma...þó ekki yrði hægt að gera neitt. Jeppaeigandinn var mættur þarna fyrir utan líka sem og eigendur stationbíls sem líka var í vanda...það púnkteraði hjá þeim þarna rétt utan við Hvolsvöll líka! Hvað er málið...vegurinn...eða???? 

Við rúlluðum um Hvolsvöll og vorum svolítið mikið ekki að vita hvað best væri að gera.Kíktum á N1 til að athuga hvort þeir ættu járnsög en svo var ekki.Húsasmiðjan var lokuð...klukkan farin að halla í sjö svo staffið var farið heim að grilla og njóta helgarinnar. 

Magginn á góðan frænda þarna í þorpinu svo við ákváðum að kanna hvort hann ætti kannski járnsög sem við gætum notað til að saga boltana af...þeir nebbla hringluðu bara þarna í járndisknum en það var ómögulegt að losa þá.

Óli frændi átti sög...en engin blöð...og þrátt fyrir góðan vilja og dygga leit...voru þau einfaldlega ekki til og Húsasmiðjan lokuð. 

Við ákváðum að fara í Hlíðarenda og gefa allavega liðinu að borða...matur og saddur mallakútur getur nebbla breytt öllu..:o)

Við slöfruðum í okkur sveitta börgera og hugsuðum málið. 

Tengdó...ásamt Gummanum og tveimur grislinganna hans höfðu ætlað norður á bóginn í tveggja vikna reisu...en snérist víst hugur þegar vitað var um suðurferð okkar....og Magginn bjallaði því í þau til að kanna möguleikann á að Dóri í Húrígúrí gæti átt járnsög og þá hvenær von yrði á ferðalöngunum og þá söginni... 

Ekki hlæja...þetta eru álög...en...þau voru sem sagt stödd á Hellisheiði... og SPRUNGIÐ á húsbílnum! Obbobobb!

Ekki bara það að dekkið væri eitthvað lint og klístrað...nei nei nei... járnin voru víst komin hressilega út á tveimur stöðum og dekkið gerónýtt!

Við sáum ekki fram á að fá aðstoðina fyrr en eftir a.m.k tvo tíma svo við vorum ekkert að flýta okkur neitt að borða...kjömsuðum á frönskunum og tjöttuðum...vorum aðeins farin að tísta...enda svolítið fyndið að sitja þarna og komast hvergi... 

Fyrir utan Hlíðarenda stóð maður með peru í lúkunni og var að basla við að koma henni í ljósið á bílnum sínum.Hann sá að Magginn var með lesgleraugun hangandi framan á sér og spurði hvort hann gæti aðstoðað...hafði ekki sín gleraugu við hendina og sá því ekki til að athafna sig. Magginn stakk hausnum ofan í vélarrúmið og náði að sjá að peran einfaldlega passað ekki. Þá rifjaðist upp fyrir maninum að hann hafði reyndar reynt að skrúfa hana í áður og komist að því að skrúfgangurinn væri vitlaus...en var búinn að glema því. Við skellihlógum að honum...konan hans og ég og þarna fannst mér alveg rétt að kanna stöðuna...allir léttir og svona...og spurði hvort þau ættu kannski járnsög?

Júbb...þau áttu sannarlega eina slíka...og ekki málið að lána hana...þau bjuggu meira að segja þarna svo við eltum þau heim og í bílskúrinn.

Magginn var talsvert lengi þarna inni svo við í bílnum vorum farin á flug með ótrúlega morðsögu sem er of löng til að verða rakin hér...en Daðinn var sem sagt hetjan í sögunni og hann lallaði sér inn til að kanna málin. Kom svo út aftur hlæjandi og tjáði okkur að sögin einfaldlega fyndist ekki...væri líklega í hesthúsinu þeirra! 

Well...má maður spurja...:o) 

Við brunuðum aftur að vagninum okkar góða og Magginn hélt áfram að reyna að lemja boltana lausa og við að baða okkur í fjúkandi ösku og yndislegheitum. Það skal tekið fram að við erum svo vön mótlæti og alls kyns uppákomum...að við tókum þessu svona semí alvarlega...gerðum mest grín að okkur sjálfum og fundum alls konar leiðir til þess...he he.. 

Þrátt fyrir allar tilraunir tókst ekki að losa þessa boltaræfla svo við ákváðum að velta vagninum við og skoða ummerkin...sjá hvort og þá hvað hefði skemmst og hvort auðveldara væri að losa boltana ef vagninn stæði upp á rönd...auðveldara aðgengi og svoleiðis... 

Ég var að spauga með að ef við myndum gera það þá færu sko menn að  stoppa...tala nú ekki um ef við myndum leggjast niður á víð og dreif....he he.. 

Og það reyndist aldeilis rétt...það stoppaði fullt af fólki til að kanna stöðuna...hvort allir væru heilir og hvað hefði gerst...en það var enginn með járnsög í bílnum.... 

Við sáum að vagninn var allur kýldur undir...gólfið brotið og skemmdir í geymslunni og hliðin illa beygluð...ansans óheppni...samt ekkert sem ekki er hægt að laga sko...:o) 

Þegar svo húsbíll tengdaforeldranna birtist loksins létti okkur...þau voru allavega með sögina hans Dóra meðferðis og möguleika á að losa fj...felguboltana...

Gumminn og Magginn hömuðust á söginni...en það gekk seint og illa...enda verður maður að vanda sig svo blaðið brotni ekki...þetta er svo viðkvæmt dót... 

Þarna sem við stumruðum yfir blessuðum vagninum ..á hliðinni...sáum við hvar Björgunarsveitin kom æðandi og þrír menn stukku út...og komu á harðahlaupum til okkar...sex tímum eftir að óhappið varð....

Þeir gátu svosem lítið gert...annað en stappað í okkur stálinu og hvatt til að gefast ekki upp við að saga...og koma vagninm aftur í lag...Verkfæraeign þeirra var sorgleg...okkar var sko fullorðins miðað við þeirra...en þeir áttu fleiri plástra en ég...he he... 

Til að gera þessa löngu sögu styttri þá varð þessum boltum ekki haggað....svo lausnin var að losa bara allt heila hjólastellið undan og koma því á Hellu...til hans Bjössa í Lyngási....

Við tróðum draslinu inn í húsbílinn og svo var brunað af stað... en vagninn skilinn eftir með öllu okkar hafurtaski innanborðs....í öskufjúkinu og óþverranum... 

Klukkan var orðin rúmlega ellefu þegar við snérum hypjunum inn á Hvolsvöll í leit að náttstað....

Við hringdum í Hellishóla til að kanna stöðu á húsum þar og komumst að því að þriggja manna kofi kostar 13.000,- kall eina nótt...og við þurftum tvo...jeeee..i:o( 

Þá var ákveðið að kanna stöðuna á Hótel Hvolsvelli...og Ólinn sóttur heim. Hann...með sitt hjarta úr gulli...sá aumur á okkur og útvegaði þrjú tveggja manna herbergi á góðu verði...og auk þess bauð hann húsbílafólkinu að parkera á baklóðinni hjá sér þessa nótt...ótrúlega flottur gaur...:o) 

Ég ætla ekki að segja hvað við vorum fegin að skríða inn á hótelið þetta kvöld...dauðþreytt og viðbjóðslega vindbarin og öskuskítug...komast í sturtu og hvilast...uhmmmmmmmm..:o)

Fengum okkur sitthvorn öllarannn og skriðum svo hrein og strokin upp í mjúk og ilmandi rúmin....Zzzzzzzzzzz. 

Daðinn bankaði upp á um tvö...var búinn að æla og leið ekki vel...en eftir smá huggunarorð og uppörvun snéri hann atur til síns herbergis og náði loks að sofna...

Líklega bara spennustigið of hátt hjá gaurnum mínum..enda ekki á hverjum degi sem menn gista á hóteli.. 

Við vöknuðum svo öll hress og endurnærð næsta morgun og drifum okkur heim til Óla með brauð og fleira góðgæti til að japla á. Húsbílafólkið var vaknað og komið á stjá sem og heimilisfólkið...og svo var borðað og spjallað um stund. 

Kallarnir drifu sig svo með járndraslið til hans Bjössa á Lyngási en heimilisfólkið skellti sér á bryggjudaga á Stokkseyrarbakka.

Við hin ákváðum að rölta upp á Hvolsfellið og njóta sólar og útsýnis...veðrið var yndislegt og sólin ekkert að spara sig...

Dagurinn leið hratt og um þrjúleytið birtust Magginn og hans menn á Ljúfa Valsaranum og...með tjaldvagninn góða í eftirdragi... nokkuð heillegan að sjá en auðvitað skaddaðan að neðan...

Wów hvað ég varð ánægð og glöð...og krakkapjakkarnir líka...ferðin ekki alveg eyðilögð og möguleiki á smá tjaldupplifun... 

Tengdó vildi endilega að við myndum bara tjalda þarna til annarrar nætur en ég tók slíkt ekki í mál...maður misnotar ekki gestrisi góðra manna...og við fluttum okkur niður á tjaldsvæðið á Hvolsvelli.

Þóra var líka mætt með Hildi Rós og Árna til að eyða deginum með okkur...og við skelltum okkur í sundlaugina góðu og nutum þess að sprikla þar í sólinni. 

Svo var náttla bara grillað og maturinn var sko sá besti í laaaaaaaangan tíma. Lékum okkur í fótbolta...mamman skemmti sér einna best sko...og svo var Kubbið góða spilað um stund...það er bara skemmtilegast í geimi... 

Það var ljúft að vera þarna bara og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu...núna var útilegan eiginlega loksins byrjuð... 

Á sunnudeginum höfðum við hugsað okkur að snúa hypjunum heim...en krakkarnir voru ekki alveg til í að slútta þarna...svo við ákváðum að lengja um einn dag...þau tækju frí í vinnu og við skryppum upp í Þakgil..þangað sem upphaflega átti að fara... 

Við lögðum af stað á undan Húsbílafólkinu og keyrðum á Vík og þaðan fimm kílómetra að afleggjaranum upp í gilið.

Vegurinn virtist lofa góðu til að byrja með...en svo fór aldeilis að halla undan fæti og brattinn þarna og beygjurnar voru sko ekki sérlega fyndin fyrirbæri. Maður greip ansi oft andann á lofti en þetta hafðist og uppeftir komumst við...eftir 16 kílómetra hoss og læti...djúpa skorninga og krappar beygjur...

Sem betur fer gekk allt vel og engar uppákomur auglýstar á leiðinni...við vorum greinilega í náðinni hjá örlaganornunum...enda alveg nóg komið takk kærlega pent...

Húsbílafólkið kom talsvert seinna...enda komust þau ekki af stað frá Hvolsvelli fyrr en rútan úr bænum var komin með alls konar hluti sem Gummminn og hans fólk hafði gleymt í bænum... bwahaha ...týpískt...:o)

Þakgilið var ofurflott og mikilfenglegt...og manni leið eins og maður væri staddur í miðju ljóði eftir Stein Steinarr...eða Grím Thomsen...jafnvel báða... 

Við grilluðum okkur börgera og fórum svo í Kubb...klukkan var orðin ansi margt svo það stóð ekki lengi...og við vorum voða fegin að skríða inn í vagninn okkar og njóta þess að sofa við niðinn frá ánni og fuglakvakið allt umkring.... 

Sólin kyssti okkur svo góðan dag og krakkarnir...sem voru búnir að kanna alla hluti þarna...skelltu sér í sundfötin og hlupu inn í gilið þar sem er djúpur og ískaldur hylur...og þar var sko stokkið...maður minn!!!!

Úff...hetjurnar mínar...þetta er sko jökulkalt bergvatn og aðeins sólin sem hitar...brrrrr...en þau létu sig hafa það og skemmtu sér OF vel...eins og þau orða það sjálf... 

Eftir kalt baðið skottuðust nokkrar hetjur í fjallgöngu meðan við hin lágum bara í sólinni og nenntum varla að anda....

Fylgdumst samt með göngugörpum sem og bíl sem ók um fjallveg einn þröngan og ógnandi...ekki mikið vit  í þessum akstri en þekkt fyrirbæri þarna...og farþegarnir gengu á undan....þorðu greinilega ekki að sitja með.... 

Þegar halla fór á daginn gengum við svo frá öllu og fórum aftur í fjallarallý...niður úr gilinu og út á Þjóðveg eitt....

Ótrúlegt en satt...allt gekk vel og engin áföll...er þetta grín eða...???

Stoppuðum aðeins og skoðuðum rústir af sviðsmynd úr Víkingamynd.. líklega Hvíta Víkingnum...og þetta þótti krökkunum mjög merkilegt...

Fannst samt skrýtið að liðið sem byggði þetta Víkingaþorp skyldi ekki ganga frá eftir sig...skilja þetta bara eftir??? Ísland á góða von ef allir jafnaldrarnir hugsa svona...þá þurfum við nú ekki að hafa áhyggjur... 

Borðuðum nesti í Vík og svo skildu leiðir...Húsbílafólkið hélt áfram förinni umhverfis landið...en við hin snérum heim. 

Verð að segja að við sluppum vel úr þessari ferð...engin slys og allir hressir...en við hefðum verið til í að eiga tjaldvagninn heilann og óskemmdan. 

En- hvað eru smá skemmdir milli vina...familían er í lagi og allir glaðir...þarf meira???

sumar_2010_hvolsvollur_og_fl_026.jpg

 

 

 

 

 

 

               

                     

MUNA: Láta nú ekkert í heiminum skemma góða skapið og stemmninguna sem veðrið er búið að mynda í sumar...sól í hjarta... sól í sinni....elska alla og þá elska allir þig!!!!

-Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis, eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim til hins betra -

 

LoveU allir...:o)

 

 


SUMARIÐ ER SVO MIKIL SNILLD...

 cute-baby-11

 

Það er ekki laust við að þetta yndislega og langþráða frí sé alveg að gera sig...hef ekki slappað af og haft það svona náðugt í eilífðartíma. Algerlega frábært. Er búin að vera að tjilla bara út í eitt...horfa á þessa blessuðu FRIENDS þætti sem allir eru að tala um...tíu árum of seint...en ég get samt alveg hlegið mig máttlausa af þessum vitleysingum...svo einlæg og einföld...og skemmtileg... 

Dunda við að lesa...sortera hluti...endurraða heimilinu og nostra við föndrið mitt...þetta er bara geggjað. Ekkert stress..engar kvaðir...ekki miklar áhyggjur...bara svona semí...og enginn að bíða eftir mér eða einhverju frá mér...bara letilíf...:o) 

Að ég tali nú ekki um fótboltann...HM er búið að vera awsome og Spánverjarnir mínir náttla laaaaangbestir...og svo er ég búin að fara á alla nema einn Valsleik..og eiga bæði góða og verri daga með þeim...Þetta er auðvitað bara lífið eins og það gerist best og flottast...Grin

Elstimann lenti reyndar á spítala í fyrradag...er búin að vera að fá blóðnasir í tíma og ótíma og þá erum við að tala um fossandi blóðnasir, yfirlið og læti..

Hann varð að vera inni yfir nótt þar sem illa gekk að brenna fyrir og stoppa blæðinguna...en það hafðist loksins um hádegi daginn eftir og hann komst heim...

Verst að hann er búin að missa úr vinnu þar sem hann mátti ekki mæta restina af vikunni...ekki erfiða...ekki drekka heita drykki og alls ekki fara í heitt bað...össssssssh...Halo 

Magginn og ég erum oft búin að ræða það í vetur að okkur finnist við ekki sofa nógu vel og vakna jafnvel þreyttari en við sofnuðum. Eftir veru okkar á Stóra-Hofi í þvílíka lúxusrúminu..og sofið þar eins og ungabörn án þess að vakna nokkrum sinnum um nótt og vakna svo hress og endurnærð, ákváðum við að leggja leið okkar í Svefn og Heilsu og ræða við þá um rúmið okkar.

Við vildum fá að vita hvort dýnurnar gætu hugsanlega harðnað með árunum...en okkar er sem sagt fimm ára...og hvort hægt væri að fá einhverja millidýnu eða eitthvað til að mýkja rúmið.

Maðurinn sem við ræddum við hlustaði á okkur af athygli og spurði svo gætilega hvort mögulegt væri að dýnan snéri vitlaust?????

Það læddist að mér grunur...ég labbaði hægt og rólega að næsta rúmi og fattaði strax að svo var...þetta mjúka snéri sem sagt niður hjá okkur en upp hjá þeim...en hrjúfa og harða upp hjá okkur...en niður hjá þeim!!!...

Þetta er náttla engin eggjabakkadýna sko...Whistling 

Ég hló svo mikið að ég hélt ég myndi ekki hafa það af að komast út úr búðinni..og starfsmenn búðarinnar hlógu með mér...reyndu samt að hugga mig með að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem svona gerðist...ha ha ha!!!!!

Skjótið mig ekki!!!! Svona hefur sem sagt dýnan snúið í eitt ár...eða síðan við Elna skelltum henni í rúmið í flutningunum í fyrrasumar...wów! 

Og við náttla erum búin að snúa dýnunni okkar góðu svo það verður fróðlegt að vita hvernig nóttin verður....úllala!!! 

Alltaf gaman..he he...LoL 

Var að rifja upp þessa sögu og get eiginlega ekki hætt að hlæja...hún er svo awsome....:o) 

Raunir konu sem ætlaði aðskella sér í vax...  

 

Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur.. og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það. 

Síðan svæfði ég börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd.

Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og...þetta var...heitt og alles. Ekki sársaukalaust!

En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausarfæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifinupp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnarog eina rauðvínsflösku í leiðinni.

Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra"æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi,náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið...og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!!

Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.

Ég leit á vaxrenninginn.FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum...og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín...allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér. Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður mín tók ég fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!

Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega miður mín og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka.Hvernig get ég losnað við vaxið. Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niðri á Landsspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.

Ég lét vatn renna í baðið,svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.

Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!

Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxiðaf! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því! 

Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise theLord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nuddayfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót. 

Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki eitt einasta hár horfið! Ekki eitt einasta!!!

Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu...

Ha ha ha!!!

Jæja...gaman að þessu...InLove 

 

MUNA: Til þess að ná árangri á nýju sviði, gera nýja uppgötvun eða gera eitthvað nýtt í lífinu, þarftu að reikna með að þér geti mistekist 

Þú getur einungis unnið einn sigur fyrir sjálfan þig, en þú getur átt þátt í mörgum sigrum með hvatningu og innblæstri öðrum til handa.

Adios amigos...og svo er það ÁFRAM SPÁNN.. á sunnudaginn! Love U tú píses elskurnar...HeartHeartHeart 



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband