Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

.....NÝ TÍMAMÓT....

 

Elskulegu bloggvinir og lesendur allir!

 

Hinn árlegi annáll í árslok er ekki tilbúinn...eða ósaminn kannski bara....en hann kemur...því mér finnst svo gaman að skrifa....hehe...

 

En...það verður líklega ekki fyrr en á morgun...eða hinn...þar sem tíminn er harður húsbóndi...

 

Fram að því: Njótið áramótanna á friðsaman...gleðilegan og farsælan hátt...elskið hvert annað og verið vinir!!!!

 

Skjótum burt gamla árinu og tökum fagnandi á móti því nýja...því það er fullt af spennandi hlutum...tækifærum og áskorunum...sem munu leiða okkur til aukins þroska...betra lífs og fullkomnari heims...

 

Endurminningar þínar í lok ársins sem er að líða eru besti undirbúningurinn undir næsta ár.  Það er til fólk sem lætur hlutina gerast, fólk sem sér hlutina gerast og fólk sem hefur ekki hugmynd um að nokkuð hafi gerst. Hvað með þig?

 GLEÐILEGT ÁR 2009 !!!

 


JÓLAKVEÐJA FRÁ MÉR TIL ÞÍN......

GLEÐILEG JÓL 2008

  

Er skammdegismyrkrið oss skellur á

 

og skuggana tekur að lengja

 

hin heilögu jól okkur heilsa þá

 

í hátíðleik himneskra strengja.

   

Með gleði í hjarta við fögnum þeim sið

 

sem heimsbyggðin oss hefur skapað

 

í kærleika sameinast mannkynið

 

þeim helgidóm hefur ei tapað.

  

Við skulum öll skoða hve ljósið er skært

 

og skammdegistöfranna njóta

 

huga að því sem er okkur svo kært

 

en senda burt allt þetta ljóta.

 

Þó framundan tímabil taki við strangt

þá huggun í harminum finnum 

við eigum það val að það verði ei langt

ef viljasterk jákvæðni sinnum.

  

Í bjartsýni brosum mót hækkandi sól

 

með birtunni saman í liði.

 

Nú höldum við hátíðleg gleðileg jól

 

og njótum hvers annars í friði.

 

BH 2008

 

Bestu kveðjur um góð og gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.

MUNA: Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur sem gerir okkur rík...

 

Elskjú!!!!

                    


...ALLTAF TÍMI TIL AÐ BLOGGA...LÍKA ÞÓ JÓLIN SÉU AÐ KOMA....

      

Jæja fólks...þá eru þeir nú bara ELLEFU...dagarnir til jóla....og nóg að gera á stóru heimili...Þá fær mín bara svona...veitekkihverjuégáaðbyrjaá-kast...og fer bara að blogga!!!!

Gamla kæruleysið alltaf hérna....

Annars er ég búin að vera að velta fyrir mér hvort bloggið sé eitthvað að dala...deyja út...þar sem allir eru núna á Facebook...en ég vona ekki...maður getur ekki fengið svona góða röflútrás þar...bara sett inn eina og eina setningu...og kommentað á veggi hjá öðrum...ussususs...það fullnægir engan vegin minni skriftarþörf....

Það verður þá bara að hafa það þó fáir vafri inn hérna...mér er sko alveg sama...na na na bú bú...ég hætti sko ekki að blogga! Ekki séns!!!

  

Þegar ég verð gömul og kannski pínu hrukkótt...fer eftir ýmsu...allavega ekki sköllótt eða gráhærð....þá munu barnabörnin og barnabarnabörnin geta nýtt ömmusinnarmestaröflíheimipakkann og fengið smá hugmyndir um hvernig fólk hugsaði á þessum tíma....

  

Ég hefði sko alveg viljað að amma og ammalang hefðu skrifað dagbækur...og afakrúttin líka.....

 Þá gæti maður næstum sagt að maður hefði þekkt þau....og jafnvel skilið af hverju maður er svona eins og maður er....

Kannski er ég stereótýpa af ömmulangalang....kannski var hún líka svona bubblemouth eins og ég...alltaf að bulla og blaðra...og ófær um að halda á penna fyrir minna en tuttugu handskrifaðar síður...allavega....

 Kannski var hún líka svona dugleg að búa um rúmin eins og ég....taka til og baka....strauja...elda og þrífa....múhaha...Kannski hefði hún einmitt líka sest við skrifborðið og párað í stað þess að fara inn í eldhús og taka það í gegn...eða ryðja úr skápum til að koma meiru inn...eða farið í geymsluna og reynt að púsla henni upp á nýtt....eða hnoðað í nokkrar góðar sortir...

Úff....ma ma maður bara áttar sig ekki á hvað maður þyrfti að vera að gera...he he...

   

Neinei...þá sest maður bara við tölvuna...bloggar...ráfar um fésbókina og athugar hvort maður sé að missa af einhverju....

  Það er svosem ekki eins og jólin komi ekki þó það sé ekki allt í stafrófsröð í eldhússkápunum...eða raðað eftir litum í skápana...en auðvitað er það bara þannig hjá mér...auðvitað eru allir bláir saman...rauðir....hvítir....

Auðvitað er appelsínusafinn við hliðna á aprikósunni og mjólkin með mandarínunum....piparinn og poppkornið og kexið og kókómaltið...hvernig læt ég....

  

Magginn hamast við að selja ykkur úti í bæ raftækin og allt sem þarf til að eiga góða jól....flatskjá og heimabíó...dvd og græjur...myndavélar og kaffivélar...hrærivélar og guð má vita hvað fólk vantar akkúrat núna...og þrátt fyrir aðhaldtíma er ekkert lát á innkaupunum....svo hann verður ekki mikið sýnilegur hér fram til jóls.....en maður er að verða vanur þessum tímabilum....svo ekki brýtur hann saman þvottinn næstu dagana....maður er svosem heldur ekkert að reikna með því...

Miðormurinn sér um að allir fái eitthvað étistöff...afgreiðir sem aldrei fyrr á fullu í Krónusi...og finnst það bara gaman...

Hann er samt enn í prófum gormurinn sá arna... tíundabekkjardæmið þar í gangi...en hann gæti ekki verið áhyggjulausari...það er sko mamman sem sér um þann pakka fyrir hönd hans...vina og vandamanna...sem og landsmanna allra....bara nefna það...ég tek að mér að hafa áhyggjurnar....

     

Elstimann hrýtur enn í bælinu...er búinn í sínum prófum og hefur ekki mikið að gera annað en vera töffari...spila tölvuleiki og rétta svona eina og eina hendi til að létta undir mömmu sinni....en letidýrið er þó alltaf svolítið undirliggjandi...vantar drifkraftinn ....sem fer líklega mest í það að stækka....enda gaurinn orðin algjör síríuslengja....

    

Minstan er líka í prófum...líklega sú samviskusamasta á bænum....en gefur sér samt tíma til að gista annarsstaðar ef það er í boði....fór á Oddfellowbingó í gær með Reykásliðinu og kom náttla ekki heim....finnst svooo gott að gista í sveitinni....

   

Tanja hundastelpa var að skríða á lappir...þvílíka letilífið að vera hundur!!!

  

Maður þarf ekkert að gera...annað en lúlla...sofa og kúra...liggja og dorma...éta það sem að manni er rétt og fara nokkrum sinnum út til að losa sig við óæskilega hluti....og svo sofa meira....úffapúff...

  

Svo hérna sit ég...og blogga um allt og ekkert...en ætla að setja í fluggírin eftir smástund....sem er reyndar verulega teygjanlegt hugtak ef þið spyrjið mig....

Ætla samt að gera lista...forgangsraða og ákveða hvað verður gert og hvað ekki....Einu sinni hélt ég að ég þyrfti að gera nákvæmlega það sama og mamma gerði í denn....fylla öll kökubox heimsins....taka allt í gegn...þrífa hvern krók og kima....versla til tunglins og aftur til baka...eiga forða til tveggja mánaða að minnsta kosti...hafa allt þvegið og straujað....skreytt og fágað...og vera samt alltaf til staðar fyrir allt og alla....en ég komst að því eftir miklar pælingar að maður er náttla ekki heimavinnandi eins og hún var....og svo RÆÐUR maður hvað maður VILL gera...en ÞARF ekkert endilega að fullkomna hana...

En...auðvitað geri ég að samt....bwwwwhíií...

  

Já já....þetta er allt að gera sig...nóg að gera í arbætinu mínu...þar er ENNÞÁ aðlögun í gangi....og við eigum samt eftir að taka inn þrjú kríli....fimtán eins og tveggja ára krúttbombur á staðnum í misgóðu standi....flest þó glöð og ánægð....en sum enn með tárin í augunum þegar þeim verður hugsað til mömmu og pabba....

Í gær mætti svo jólasveinninn á staðinn...kom í garðinn við leikskólann og skemmti börnunum í myrkrinu og snjókomunni...hvað er hægt að biðja um það betra???

Jólalegri verður heimurinn ekki.....

  

Jóli var ógó skemmtilegur...hoppaði og skoppaði og datt á bossann...bara fyndinn...spjallaði við krakkana og söng með þeim jólalög...svo þau voru alsæl....

  

Þegar hann hvarf út í jólaveröldina fengu allir heitt kakó og piparkökur.... úti...og það var ótrúlega fallegt að horfa á þessi litlu stýri með stjörnur í augunum...rjóðar eplakinnar og pínu hor....og bros sem getur brætt hvað sem er...hvern sem er...ó mæ god!!!!

   Leikskólastaffið gerði sér glaðan dag síðasta föstudag...fyrir viku....en þá elduðum við á Yngstudeildinni dásamlegar fylltar kalkúnabringur...og höfðum sætar og nýjar kartöflur með....sósu og sallat og tíramísú á eftir....forrétturinn var ítalskur...parmaskinka og melóna...jammí...og svo gerðum við líka prinsessuna fyrir grænmetisæturnar...Sötruðum rautt og hvítt...bjór og jólaöl...úllala...Elstadeldin sá um að leggja á borð og skreyta og Miðdeildin vaskaði upp og gekk frá....

Skemmtinefndin sá um hinn OFURvinsæla og árlega pakkaleik...en þá fær maður númer...og má svo velja sér gjöf...skoða svo hvað hinir eru með og ef manni líst betur á þeirra pakka...má maður stela....thíhí...þetta er magnaður leikur....mikið grín...mikið gaman....

  

Við erum líka með léttvínspott á jólagleðinni...sem nokkrar skiptu með sér þetta árið...og svo fengum við líka jólapakka frá stjórunum....

Þetta var MEGAgaman...við tjúttuðum líka í SINGSTAR og ABBA-KARAOKI...svo stemman á staðnum var meiriháttar....

Enda BARA skemmtilegt fólk í mínum skóla sko....

  

Jólajólajóla....bara gaman...

  

Nú er ég búin að fá ágæta útrás hérna...ha ha...og búin að ákveða að skella mér í eldhúsið...athuga hvort eitthvað þurfi að gera þar...fá mér smá að narta...vinda tusku og toga ryksuguna aðeins um...finna jólagardínurnar... og fleiri seríur...vera ógó dúllleg í dag...

Vona líka að allir aðrir eigi flottan dag og komi því í verk sem hefur verið ákveðið....njóti þessa tíma...söngli jólalög...smakki smákökur....narti í nammigott...og fái jól í kroppinn....

Jibbí!!! Það eru að koma jól!!!!

    MUNA: Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. - Drauma sína byggir maður alltaf í lausu lofti – síðan skiptir öllu máli að finna þeim trausta undirstöðu –

Þú ávinnur þér traust annarra þegar þú brýtur ekki loforðin sem þú gefum sjálfum/sjálfri þér.

  Njótið krúttin mín…NJÓTIÐ!!!          

.....EIN STUTT...ÞVÍ ÞAÐ GET ÉG LÍKA...NA NA NA BÚ BÚ...

           

Já..sææææææll...ákvað að pota inn einni STUTTRI hérna...sko...ég GET það alveg líka...þótt ég sé svosem frægari fyrir langlokurnar....he he...

  

Er sem sagt á lífi...hress að vanda og OFURspræk...búin að skreppa úr landi og koma heim aftur svona nokkurn veginn skammlaust...thí hí....og hef AÐEINS of mikið að gera....

Sjá myndina í fullri stærð.

  

Skrapp sem sagt til Stokkhólms með nokkra milljarða í tösku og samdi við Svíana...þeir ætla að hætta að hlusta á Dabba druslu og taka frekar mark á okkur hinum....svo nú er krónan....sem þeim finnst reyndar svolítið aumkunnarverð... komin á flot og hefur ákveðið að sökkva ekki svo við getum kannski verslað í útlöndum án þess að þurfa að borga tvo fyrir einn...þ.e. borga tvo og fá einn...ussusussu...bara svindl...kann betur við þetta á hinn veginn....

   

En Svíarnir voru sem sagt bara hressir og komnir í jólafílinginn.. Tomten farinn að vappa um stræti og torg.... jólaglöggin og piparkökurnar komnar í búðirnar og svo voru náttla Lussekatter og Stollenbrauð í öllum gluggum betri bakarameistaranna...jammí....

   

 

Ráðstefnan var fín...kannski ekkert endilega alltof full af nýjum og ferskum hugmyndum....en ágætis verkfæri til að hrista upp í manni og virkja sellurnar betur.....

  

Ég er nokkuð góð í að skilja norðurlandamálin og því dugleg að punkta niður...he he...alltaf jafn pennaglöð....en mín varð þó fyrir frekar skrýtinni reynslu þegar einn fyrirlesaranna fór að tala...talaði mjööööög hratt....en mín skildi bara ekkert hvað konukindin var að segja...hljómaði bara einhvern veginn svona.... gaggagúggúgiggigeggegógó....

  

Hinar þrjár sem með mér voru litu á mig...og vildu vita hvað um væri að vera....en ég var bara eitt spurningamerki í framan...og svo fengum við algert kast....og hlógum eins og vitleysingar.... alltaf jafn dannaðar....he he...

  

Það var ekki fyrr en deginum eftir sem við komumst að því að þessi furðuvera kom alla leið frá Finnlandi...finnsksænskan hljómaði afar undarlega...og það var huggun harmi gegn að Svíarnir voru líka í vanda með skilninginn...en okkur tókst þó að ná einhverju af innihaldinu...eða höldum það allavega...he he...

   

 

Það var gott að koma aftur heim á klakann kalda og blanka....og finna jólastemmuna bylgjast um kroppinn...flugferðin frábær....Leifsstöð komin í jólabúninginn...frostið farið að bíta í kinnarnar...og allir gluggar orðnir uppljómaðir...ohhhh...elska þetta jólajólajóla....

  

Það verður þó ekki fyrr en eftir morgundaginn sem mér gefst tími til að koma einhverjum jólaverkum að...er þó búin að setja upp eitthvað af seríum og aðventuljósum...verð mjööööög virk um helgina....skelli í allavega átta sortir...fæ bakveikina frægu...tek alla skápo og skúffur og verð jólaóð.....með tusku í annarri og jólamjöðinn í hinni...múhaha.....

   

 

Vonandi eru allir bara í góðum fíling....komnir með þessa stemmu í æð og farnir að hlakka til jólanna....sníða sér bara stakk eftir vexti og leggja áherslu á þetta hlýja...mjúka...notalega og góða....því jólin eru tíminn.....

  

Njóta þess sem er og vera ekkert að velta sér of mikið upp úr morgundeginum...hann kemur...og lausnirnar líka....

Einn nettur: 

 

Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann kallaði til mín "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"

"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum",kallaði ég til baka.

"Húsasmiðjan" gargaði hann....


Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....
 

 

He he he...

  

 

Kominn tími á að faðma nóttina...knúsa hana og kúra með henni...skríða í skúffuna og hrjóta í nokkra tíma....ZZzzzzz....

MUNA: Morgundagurinn er nýr dagur með nýjum tækifærum til að reyna aftur. 

Það besta sem manneskja getur gert til að hvetja aðra manneskju áfram er að hlusta á hana.

Elskjú ....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband