....ALLTAF GAMAN.......

 

 

Það er komið....blessað sumarið....með bara þokkalegu veðri og allt...alla vega hingað til....

Gleðilegt sumar allir og takk fyrir góðan vetur!!!!!

Nóg um að vera á þessum bæ eins og alltaf og tölvan því eitthvað lítið notuð...nema til að tékka póst og svoleiðis smáræði.....

Síðasta vika var fín...reyndar allt of mikið um veikindi litlu krílanna minna á Bóli...en það er nú vonandi allt á góðri leið núna....bölvaðir streptokokkar að herja á litla liðið...oj barasta.....

Á Mánudagskvöldið fór ég að hitta nornirnar mínar og við áttum frábæra stund saman....veit ekki hvað þeim finnst um að ég skrifi um þær hér...he he...en þær eru náttla bara bestar...og ef þið þarna úti viljið láta biðja fyrir einhverjum...þá má alveg senda mail og við vinnum með það....

Á Miðvikudagskvöldið buðu Ásta og Jenni okkur og foreldrum Jenna í Borgarleikhúsið...að sjá Ladda 6-tugan...eða Ladda plús...og var það hin magnaðasta skemmtun...salurinn flottur og Laddi náttla snillingur.....maður gjörsamlega veinar úr hlátri í þrjá og hálfan tíma.....

Alveg með ólíkindum hvað þessi maður er ótrúlega flinkur listamaður..

Mæli með þessari kvöldstund...maður er endurnærður eftir þennan hlátur!!!!

Á Sumardaginn fyrsta skelltum við okkur í Kórinn að sjá okkar menn rúlla Skagamönnum upp...það var sko ekki leiðinlegt....liðið ótrúlega sterkt og maður er strax farinn að hlakka til sumarsins og allra leikjanna....jeeeiiii...geggjað!

Kíktum svo í Funalindina og hittum Grafarholtsgengið þar í kaffi..

 

Um kvöldið fór ég svo með Minstuna á frænkukvöld og mættu flestar frænkurnar...bara gaman....

Sátum og blöðruðum og hlógum og skemmtum okkur konunglega...umræðuefnin endalaus og alltaf hægt að sjá spaugilegu hliðarnar á þesssu mannlífi okkar á klakanum kalda....Múhaha....

Magginn og ég vorum svo heima á föstudag að dedúast eitt og annað....fórum svo að versla og rúlluðum eina Sorpuferð fyrir frændann minn gamla og góða....en nú á að fara að flytja á þeim bæ og mikið verk framundan að tæma gamla húsið sem hann og fjölskyldan hafa átt síðan sautjánhundruð og súrkál...alla vega byggðu þau það löngu fyrir mína tíð...he he....

Krúttlegt lítið hús sem hýsir margar skemmtilegar minningar.....

Á Laugardag fór ég svo í „bleikt" afmæli þar sem Elnan og Tobban buðu til afmælishádegisverðar...uhmmmm.....

Mættum allar í bleiku...með bleikar blöðrur...bleika lúðra...bleika pakka og í bleiku stuði....

Afmælisbeibin tóku á móti okkur með MÁLBANDI og allt þetta bleika var mælt í bak og fyrir af hinum eina og sanna innanhúsarkitekt...af hennar alkunnu nákvæmni....og sú sem var mest bleik fékk verðlaun...og var það Ingan af öllum....en ég var minnst bleik (!) og fékk því bleikar fjaðrir til að fylla upp í það sem uppá vantaði...he he....

Sátum og átum  á okkur gat og sötruðum hvítvín og kampavín og kók og vatn og áttum frábæran tíma....

Ég varð þói að kveðja um fimm þar sem ég var að fara á ársháatíð HT og vildi því skipta úr bleiku í aðra mildari liti....og svo löbbuðum við Magginn niður í turninn háa...tókum lyftu upp á nítjándu hæð og hittum vinnufélaga hans og maka þar....

Það er svo skrýtin tilfinning að taka lyftuna þarna upp...eims og hausinn sé mörgum hæðum á undan löppunum....en þetta tekur enga stund...og útsýnið þarna er náttla bara geðveikt.....

Veðrið var líka mjög fallegt svo Kópavogurinn minn fagri sást í sínu fínasta pússi þarna út um fægða og vonandi vel styrkta gluggana....bara bjútífúl.....

Fengum fyrst fordrykk....mega súrt kampavín....og svo var sest að borðum og þá byrjaði sko veislan...uhmmmmm....

Mjög smart og allt mjög gott...gekk svolítið hægt...en þá fékk maður góðan tíma til að melta matin og spjalla við borðfélagana á meðan.....

Frábær skemmtun og flottur matur....töff umgjörð og allt small.....

Takk HT menn og konur!!!!

Við röltum svo heim rétt eftir miðnætti og það var frábært veður...norðurljósin dönsuðu og stjörnurnar blikuðu...þetta var allt eitthvað svo fallegt og rómantískt...við löbbuðum hægt og nutum þess að vera ein þarna úti.....

Sko....mín bara voða rómó eitthvað...en stemman var þannig....

Í dag erum við svo bara búin að vera að dunda við eitt og annað....bakstur...þvott...lestur og svoleiðis...ætlum svo út í sumarið að heimsækja nokkra góða vini.....

Trönuhjallatöffarar bara góðir......

Stutt vika framundan...mér finnst reyndar svindl að uppstigningadagur og fyrsti mai renni saman í eitt....ættum í raun að eiga frí á föstudaginn líka...ekki satt???

Bara sanngjarnt...kannski geri ég það bara....well...verð að sjá stöðuna í vinnunni fyrst...en ég á enn frídaga sem mér er gert að fara að nota sem fyrst svo þeir bara fyrnist ekki...og lööööng helgi er alveg að gera eitthvað fyrir mig.....

Aron Nökkvi fermist í vikunni og við ætlum að fagna með honum á laugardaginn kemur í VeraHvergi.....það verður örugglega bara gaman...þá fæ ég líka loksnins að knúsa litlu tvíburakrúttin mín....sé þau ALLTOF sjaldan núorðið...enda oft laaaangt í Blómabæinn góða...hmmmmm....

Engin afsökun svosem....en ......

Ég er ennþá að átta mig á þessum óeirðum sem áttu sér stað í vikunni....með táragasi og látum... skil ekki alveg hvert saklausa litla Ísland er að stefna...en skil heldur ekki af hverju við þykjumst vera lýðræðisríki ef fólk má ekki tjá sig....á bara að sætta sig við það sem er og halda svo kjafti...hlýða og vera gott...ussusussu...ekki segja ljótt...ussusussu...ekki segja satt...usssusussu...ekki trufla.....ussusussu...ekki vera með læti....ussusussu....allir í sitt horn og vera stiltir....ussusussu...ekki í boði að æmta eða skræmta...

Ekki misskilja mig...ég er EKKI manneskja sem aðhyllist uppreisnir ... ofbeldi...óróleika eða læti af neinu tagi...en mér finnst að það eigi að HLUSTA á fólkið í landinu og REYNA að leita leiða til að koma til móts við það.....FINNA einhverjar lausnir og META það sem verið er að gera...það eru jú allir einhvers virði...og ÁN fólksins gengur ekki að reka fyrirtækið Ísland....þannig er það bara....

Auðvitað lagast ekkert þótt einhverjir hendi eggjum....eða berji löggur...eða úði gasi.....það vitum við...það réttlætir enginn slíka vitleysu...en hins vegar er einhver ástæða fyrir því að þessar aðstæður sköpuðust...einhver var ekki að HLUSTA....

 Jæja...sæll...mins komin út í OFURpólitík..þarf að ræða það eitthvað....????

Einn góður...svona til að róa okkur hérna:

 

Ég er viðkvæmur, sköllóttur maður og með staurfót. Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í partýið hjá drottningunni. Þar sem öll partý hljóta að vera grímuböll ákvað ég að mæta þannig tilhafður en...mér datt enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.  

Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:

Kæri herra!

Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi.Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og sjóræningi.

Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að nýta fötlun mína í búninginn. Þess vegna settist ég niður og skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar.

Viku seinna fékk ég svar, annan tölvupóst:

Kæri herra.

Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munkakufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú út eins og alvöru munkur.

Núna varð ég alveg brjálaður! Skítt með staurfótinn, en að ætlast til að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn úr. Því skrifaði ég virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar búningaleigunnar.

Daginn eftir kom einn tölvupósturinn enn frá þeim:

Herra, finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni!

Muhahahaha.....

Vissir þú.....

.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?


.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?


.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?


....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?


.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?


.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?


.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?


.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna


.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?


.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?



Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.


-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.


-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.


-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!

 

Stjörnumerkin eftir að kynlífi lýkur !!!

 

Hrútur: Ok, gerum það aftur !

Naut: Ég er svöng - pöntum pizzu

Tvíburi: Veistu hvar fjarstýringin er ?

Krabbi: Hvenær giftum við okkur ??

Ljón: Var ég ekki frábær ??

Meyja: Ég verð að þvo rúmfötin núna

Vog: Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka

Sporðdreki: Hef fengið það betra sko

Bogamaður: Ekki hringja í mig -ég hringi í þig.

Vatnsberi: Gerum það núna í engum fötum !

Fiskur: Hvað sagðist þú annars heita ?

Steingeit: Áttu nafnspjald ?

 

 HA HA HA...Kannast einhver við sig hérna.... ????

Eigið reglulega góðan og fallegan dag og njótið þess í botn að vera til!!!!

MUNA: „Það er einhver sem veit allt sem þér býr í brjósti - en hann elskar þig þrátt fyrir það. Stígðu í fyrsta þrepið í góðri trú.  Þú þarft ekki að sjá allan stigann. Stígðu fyrsta skrefið....."

Lovjú mest!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Frábær lesning ;)

Ég er vatnsberi og viðurkenni þetta ekki hehehee

Anna Margrét Bragadóttir, 28.4.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband