Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

....ALLTAF GAMAN.......

 

 

Það er komið....blessað sumarið....með bara þokkalegu veðri og allt...alla vega hingað til....

Gleðilegt sumar allir og takk fyrir góðan vetur!!!!!

Nóg um að vera á þessum bæ eins og alltaf og tölvan því eitthvað lítið notuð...nema til að tékka póst og svoleiðis smáræði.....

Síðasta vika var fín...reyndar allt of mikið um veikindi litlu krílanna minna á Bóli...en það er nú vonandi allt á góðri leið núna....bölvaðir streptokokkar að herja á litla liðið...oj barasta.....

Á Mánudagskvöldið fór ég að hitta nornirnar mínar og við áttum frábæra stund saman....veit ekki hvað þeim finnst um að ég skrifi um þær hér...he he...en þær eru náttla bara bestar...og ef þið þarna úti viljið láta biðja fyrir einhverjum...þá má alveg senda mail og við vinnum með það....

Á Miðvikudagskvöldið buðu Ásta og Jenni okkur og foreldrum Jenna í Borgarleikhúsið...að sjá Ladda 6-tugan...eða Ladda plús...og var það hin magnaðasta skemmtun...salurinn flottur og Laddi náttla snillingur.....maður gjörsamlega veinar úr hlátri í þrjá og hálfan tíma.....

Alveg með ólíkindum hvað þessi maður er ótrúlega flinkur listamaður..

Mæli með þessari kvöldstund...maður er endurnærður eftir þennan hlátur!!!!

Á Sumardaginn fyrsta skelltum við okkur í Kórinn að sjá okkar menn rúlla Skagamönnum upp...það var sko ekki leiðinlegt....liðið ótrúlega sterkt og maður er strax farinn að hlakka til sumarsins og allra leikjanna....jeeeiiii...geggjað!

Kíktum svo í Funalindina og hittum Grafarholtsgengið þar í kaffi..

 

Um kvöldið fór ég svo með Minstuna á frænkukvöld og mættu flestar frænkurnar...bara gaman....

Sátum og blöðruðum og hlógum og skemmtum okkur konunglega...umræðuefnin endalaus og alltaf hægt að sjá spaugilegu hliðarnar á þesssu mannlífi okkar á klakanum kalda....Múhaha....

Magginn og ég vorum svo heima á föstudag að dedúast eitt og annað....fórum svo að versla og rúlluðum eina Sorpuferð fyrir frændann minn gamla og góða....en nú á að fara að flytja á þeim bæ og mikið verk framundan að tæma gamla húsið sem hann og fjölskyldan hafa átt síðan sautjánhundruð og súrkál...alla vega byggðu þau það löngu fyrir mína tíð...he he....

Krúttlegt lítið hús sem hýsir margar skemmtilegar minningar.....

Á Laugardag fór ég svo í „bleikt" afmæli þar sem Elnan og Tobban buðu til afmælishádegisverðar...uhmmmm.....

Mættum allar í bleiku...með bleikar blöðrur...bleika lúðra...bleika pakka og í bleiku stuði....

Afmælisbeibin tóku á móti okkur með MÁLBANDI og allt þetta bleika var mælt í bak og fyrir af hinum eina og sanna innanhúsarkitekt...af hennar alkunnu nákvæmni....og sú sem var mest bleik fékk verðlaun...og var það Ingan af öllum....en ég var minnst bleik (!) og fékk því bleikar fjaðrir til að fylla upp í það sem uppá vantaði...he he....

Sátum og átum  á okkur gat og sötruðum hvítvín og kampavín og kók og vatn og áttum frábæran tíma....

Ég varð þói að kveðja um fimm þar sem ég var að fara á ársháatíð HT og vildi því skipta úr bleiku í aðra mildari liti....og svo löbbuðum við Magginn niður í turninn háa...tókum lyftu upp á nítjándu hæð og hittum vinnufélaga hans og maka þar....

Það er svo skrýtin tilfinning að taka lyftuna þarna upp...eims og hausinn sé mörgum hæðum á undan löppunum....en þetta tekur enga stund...og útsýnið þarna er náttla bara geðveikt.....

Veðrið var líka mjög fallegt svo Kópavogurinn minn fagri sást í sínu fínasta pússi þarna út um fægða og vonandi vel styrkta gluggana....bara bjútífúl.....

Fengum fyrst fordrykk....mega súrt kampavín....og svo var sest að borðum og þá byrjaði sko veislan...uhmmmmm....

Mjög smart og allt mjög gott...gekk svolítið hægt...en þá fékk maður góðan tíma til að melta matin og spjalla við borðfélagana á meðan.....

Frábær skemmtun og flottur matur....töff umgjörð og allt small.....

Takk HT menn og konur!!!!

Við röltum svo heim rétt eftir miðnætti og það var frábært veður...norðurljósin dönsuðu og stjörnurnar blikuðu...þetta var allt eitthvað svo fallegt og rómantískt...við löbbuðum hægt og nutum þess að vera ein þarna úti.....

Sko....mín bara voða rómó eitthvað...en stemman var þannig....

Í dag erum við svo bara búin að vera að dunda við eitt og annað....bakstur...þvott...lestur og svoleiðis...ætlum svo út í sumarið að heimsækja nokkra góða vini.....

Trönuhjallatöffarar bara góðir......

Stutt vika framundan...mér finnst reyndar svindl að uppstigningadagur og fyrsti mai renni saman í eitt....ættum í raun að eiga frí á föstudaginn líka...ekki satt???

Bara sanngjarnt...kannski geri ég það bara....well...verð að sjá stöðuna í vinnunni fyrst...en ég á enn frídaga sem mér er gert að fara að nota sem fyrst svo þeir bara fyrnist ekki...og lööööng helgi er alveg að gera eitthvað fyrir mig.....

Aron Nökkvi fermist í vikunni og við ætlum að fagna með honum á laugardaginn kemur í VeraHvergi.....það verður örugglega bara gaman...þá fæ ég líka loksnins að knúsa litlu tvíburakrúttin mín....sé þau ALLTOF sjaldan núorðið...enda oft laaaangt í Blómabæinn góða...hmmmmm....

Engin afsökun svosem....en ......

Ég er ennþá að átta mig á þessum óeirðum sem áttu sér stað í vikunni....með táragasi og látum... skil ekki alveg hvert saklausa litla Ísland er að stefna...en skil heldur ekki af hverju við þykjumst vera lýðræðisríki ef fólk má ekki tjá sig....á bara að sætta sig við það sem er og halda svo kjafti...hlýða og vera gott...ussusussu...ekki segja ljótt...ussusussu...ekki segja satt...usssusussu...ekki trufla.....ussusussu...ekki vera með læti....ussusussu....allir í sitt horn og vera stiltir....ussusussu...ekki í boði að æmta eða skræmta...

Ekki misskilja mig...ég er EKKI manneskja sem aðhyllist uppreisnir ... ofbeldi...óróleika eða læti af neinu tagi...en mér finnst að það eigi að HLUSTA á fólkið í landinu og REYNA að leita leiða til að koma til móts við það.....FINNA einhverjar lausnir og META það sem verið er að gera...það eru jú allir einhvers virði...og ÁN fólksins gengur ekki að reka fyrirtækið Ísland....þannig er það bara....

Auðvitað lagast ekkert þótt einhverjir hendi eggjum....eða berji löggur...eða úði gasi.....það vitum við...það réttlætir enginn slíka vitleysu...en hins vegar er einhver ástæða fyrir því að þessar aðstæður sköpuðust...einhver var ekki að HLUSTA....

 Jæja...sæll...mins komin út í OFURpólitík..þarf að ræða það eitthvað....????

Einn góður...svona til að róa okkur hérna:

 

Ég er viðkvæmur, sköllóttur maður og með staurfót. Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í partýið hjá drottningunni. Þar sem öll partý hljóta að vera grímuböll ákvað ég að mæta þannig tilhafður en...mér datt enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.  

Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:

Kæri herra!

Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi.Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og sjóræningi.

Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun, þar sem þeir höfðu talað um að nýta fötlun mína í búninginn. Þess vegna settist ég niður og skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar.

Viku seinna fékk ég svar, annan tölvupóst:

Kæri herra.

Afsakaðu þetta með staurfótinn. Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt, þá hefðum við strax lagt til að þú færir sem munkur. Munkakufl er svo síður að hann felur staurfótinn og með skallann, þá lítur þú út eins og alvöru munkur.

Núna varð ég alveg brjálaður! Skítt með staurfótinn, en að ætlast til að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn úr. Því skrifaði ég virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar búningaleigunnar.

Daginn eftir kom einn tölvupósturinn enn frá þeim:

Herra, finndu stóra fötu af karamellu. Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér, stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér og farðu sem sleikipinni!

Muhahahaha.....

Vissir þú.....

.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?


.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?


.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?


....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?


.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?


.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?


.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?


.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna


.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?


.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?



Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.


-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.


-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.


-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!

 

Stjörnumerkin eftir að kynlífi lýkur !!!

 

Hrútur: Ok, gerum það aftur !

Naut: Ég er svöng - pöntum pizzu

Tvíburi: Veistu hvar fjarstýringin er ?

Krabbi: Hvenær giftum við okkur ??

Ljón: Var ég ekki frábær ??

Meyja: Ég verð að þvo rúmfötin núna

Vog: Mér fannst þetta gott ef þér fannst það líka

Sporðdreki: Hef fengið það betra sko

Bogamaður: Ekki hringja í mig -ég hringi í þig.

Vatnsberi: Gerum það núna í engum fötum !

Fiskur: Hvað sagðist þú annars heita ?

Steingeit: Áttu nafnspjald ?

 

 HA HA HA...Kannast einhver við sig hérna.... ????

Eigið reglulega góðan og fallegan dag og njótið þess í botn að vera til!!!!

MUNA: „Það er einhver sem veit allt sem þér býr í brjósti - en hann elskar þig þrátt fyrir það. Stígðu í fyrsta þrepið í góðri trú.  Þú þarft ekki að sjá allan stigann. Stígðu fyrsta skrefið....."

Lovjú mest!

 


...LITL KRÚTTLEGU MINNINGARNAR...

 

Úff, það var að renna upp fyrir mér að það eru búnir heilir TUTTUGU dagar af apríl, sem þó var að byrja í fyrradag....ÓMG...og annað...skrýtnasti dagur ársins er að renna upp, þ.e.a.s SUMARDAGURINN FYRSTI...en hann er næsta fimmtudag....

Sko..þetta með þennan fyrsta sumardag...þá hef ég aldrei skilið almennilega hvernig það getur komið sumar ÁN þess að það hafi komið vor..????

Ef sumarið kemur í næstu viku...HVENÆR kemur þá VORIÐ????...eða KOM það????

Sumarið ætti náttla bara að byrja fimmtánda mai eða júní.....vorið kannski fyrsta apríl eða eitthvað...það myndi örugglega henta vorinu vel að vera aprílgabb...

hmmmm....

Þegar ég bjó á Dallanum var til að mynda SNJÓR sautjánda júní sko....og þá var nú talað um að það haustaði snemma það vorið.....

Ég man að mér var svoooo kalt í skrúðgöngunni....við vorum með strákana í vagni og kerru...með fána og blöðrur og það var allt að fjúka á haf út....gleðilegt sumar..hvað?????

Þetta var fyrsta sumarið okkar þarna í norðrinu svo maður passaði sig að vera ekkert að væla...maður var ekkert að gefast upp neitt...þótt maður væri  kannski ekki alveg fædd dreifbýlistútta....

Hefði kannski sést undir iljarnar á okkur ef við hefðum vitað hverskonar vetur var í vændum...ó mæ god....ég er að segja ykkur það...en þessi vetur 94 - 95 var svæsinn svo ekki sé meira sagt....fyrst fraus allt til helv...í desember...en þá vorum við hinum megin á landinu...svo komum við heim í snjókomu sem hætti bara ekkert fyrr en sumarið eftir...he he...

Það voru ófáar heimferðir úr vinnu með snjóbílum hjálparsveitanna og heppni að maður fann húsið sitt...þó það væri á tveimur hæðum.....heppin að heimamenn rötuðu alltaf....

Og það var svooo fyndið að þegar loks fór að hægjast um og sólin að hækka á lofti...þá skriðu menn úpp úr snjóþústunum og maður sá klárlega hvað fólk hafði verið að dunda sér við í veðurhamnum...það hafa líklega ekki fæðst eins mörg börn á þessum stað en akkúrat þetta sumar...og ég var engin undantekning...með kúlu eins og  „allar" hinar konurnar....græddum mikinn gleðigjafa sko..svo...fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.....fengum liTl sæTu sTúlllllKuna....eins og þeir á Dallanum orða það svo sKemmTilega...og við þraukuðum þrjá slíka vetur....(kom samt bara ein kúla...)

Það er spurning hvort hann snjói núna í vikunni..það er samt óskaplega lítið sumar þarna úti ennþá...brrrrr.......

Annars er þessi mánuður bara búinn að vera fínn...mikið um að vera og margt í gangi alls staðar...

Í stuttu máli: Þann fyrsta var gabbdagur og ég segi ekki meir...gleymdi nebbla að gabba sjálf....

2.apríl átti Diljá mín afmæli....5. apríl átti Emil Knútur afmæli...6. apríl fermdist Anton Bjarni...11.apríl var það Bjössinn minn...og hún Matthildur Björg....sem bættu við sig ári...15. apríl var dagurinn hennar Tobbu....16. apríl gamli fermingardagurinn minn....17. apríl...mjög gamli fermingardagur Maggans (eldri en ég sko.,,,)og afmælisdagurinn hennar Elnu skvísu....23. apríl síðasti vetrardagur 24."sumar"dagurinn fyrsti....26.Árshátíðardagur HT...úff...uppi á tuttugustu hæð...skjálf....28. apríl afmælið hennar Hildar litlu Rósar og er svo einhver hissa á að maður vilji hærri laun!!!!????? En- Til hamingju þið öll...sætustu og bestu!!!! Lovjú svoooo mikið.....

Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Og svo VANN hann Eyþór Ingi hjartað í Bubbanum og þjóðinni...enda hefði ég neitað að vera íslendingur ef hann hefði ekki unnið...ekkert smá flottur gaur!

Ef ég man rétt...sem ég geri nú oftast...þá var þessi liTl sæTi drengur á Kríló...leikskólanum minum gamla....ljóshærður og bláeygur og algert krútt..SLÆMI...og hefur ekkert breyst síðan...nema ef vera skildi að þeir eru aðeins fleiri sentimetrarnir sem hann þarf að horfa niður til mín núna en þá....

Frábær snillingur þarna á ferðinni og ég hlakka MEST til að fylgjast með honum í framtíðinni. „Dalvíkin er draumablá....."

EKKI hætta eins og allir þessir sigurvegarar gera Eyþór...plííííís....!

Sem minnir mig á eitt...HVAR ER SNORRINN???? Sakna Idolsins geggjað mikið...var aðdáandi númer eitthvað....hélt svooo að hann væri kominn til að vera...keypti diskinn og kaus hann endalaust....hann kom...sá.,.og HVARF???? Ohhhh....!

Hélt ég myndi eignast stórt diskasafn með þessum ágæTa dreng?????

Börnin mín komu reyndar með þá kenningu að mamma þeirra sé svolítið svög fyrir ljóshærðum..síðhærðum...sæTum gaurum....

Magginn var nú þannig einu sinni víst...fyrir mína daga...sko ljóshærður með krullur og allt....sem er bara góð minning núna...er bara sæTur núna...svo kannski er eitthvað að marka blessuð börnin...he he....

Fyndið hvað maður breytist...þegar ég var minni en núna var draumaprinsinn dökkhærður og brúneygur..hávaxinn og grannur og átti að heita tveimur nöfnum..allavega...vinna við eitthvað ógeð spennandi...eins og smíðar eða tryggingasölu... og við áttum að eiga risastórt hús...kringlótt svo amma gamla kæmist ekki í hornið (hún var alltaf að röfla um þetta blessaða horn sem hún ætlaði að eiga hjá mér...)...og eiga fuuuult af péééningum....og svo ætlaði ég að eiga tíu börn...allavega...og þau áttu öll að heita tveimur nöfnum....og við færum til Spánar tvisvar á ári því þau urðu að vera svoooo brún skiluru....og þau áttu að kunna ensku og dönsku og spænsku....og kannski líka þýsku af því mamma vinkonu minnar var þýsk.....

En...svo breyttist eitthvað.......og ég hlæ að endurminningunum....

Það fyndna var, að í öllum sögunum sem ég skrifaði sem barn hétu annað hvort pabbarnir...afarnir eða strákarnir Magnús....kannski einhver að gefa mér smá hint um framtíðina????

Og þetta með nöfnin...það er veikleiki...en ég elska nöfn....soldið biluð....en ég var aldrei ánægð með mitt....fannst mun fallegra að heita einhverjum tveimur...eða kannski þremur....AnnaLísaMargrét...IngaLinda...HuldaMaría eða MaríaRagna.....LiljaBjörk....MaríaÍsabella eða BryndísHrönn....

Fannst fúlast að vera lesin upp í skólanum...sönglandi rödd kennarans...AnnaMargrét...ÁsaKristín...Bergljót...hik...Hreins....til að halda dampinum...ohhhh....þá hefði ég viljað heita IngaLinda.....andvarp..Thí hí....

Sem betur fer vissu nú vinkonur mínar aldrei um þennan nafnaveikleika minn...enda gróf ég stílabækurnar undir rúmi...en systur mínar....hlógu sig til dauða af vitleysunni í litlu sys...og sýndu vinkonum sínum.....nafnapárið og viðeigandi teikningar draumórabarnsins....það var þá sem ég óskaði mér þess að eiga leyniforeldra einhvers staðar...vera tökubarn sem yrði frelsað frá þessum kjánum....og þá myndi líka koma í ljós að ég hét ekkert Bergljót neitt....heldur einhverjum tveimur rómantískum nöfnum....eins og MaríaÍsabella til dæmis...eða IngibjörgPollýanna....Ha ha ha....

Fyndið...en svona var ég bara...algerlega með rugluna....í einhverjum heimi sem enginn annar þekkti.....þangað sem ég fór til að hvíla mig á veruleikanum sem var þó mjög góður notabene...en þurfti stundum að vera ein í herberginu mínu...með hurðina læsta....og láta mömmu segja vinkonum mínum og vinum að ég ætlaði bara að vera inni svolitla stund......

Gaman að þessu....

 

Magginn farinn að glamra á gítarinn sinn góða....hefur átt erfitt með það vegna ónýtu handarinnar...en gefst samt ekki upp....sú hægri SKAL virka....

Ótrúlega kósí og kannski tími til að setjast þarna inn hjá honum og plana komandi viku..þar sem heilt sumar er í nánd.....jibbíkæjei!!!!

Eigið góðan dag alle í húbba....og verið góð við hvert annað....!!!!

"Ef þú ákveður að gera eitt góðverk á dag, sama hversu smávægilegt það er, færðu það margfaldlega endurgoldið...."

 

Lovjú!


...ÞAÐ ER HUGSANAFLÓÐ Í HAUSNUM Á MÉR....

 

 

„Guð leggur ekki meira á mann en maður getur borið" segir einhvers staðar og ég hef oft tuldrað þennan „frasa" þegar allt er „up side down" hjá mér....

En síðustu daga hef ég spurt sjálfa mig hvort svo sé????? Og hvað sé verið að meina með þessu orðalagi?

Ekki að það snerti mig á neinn hátt öðruvísi en sem áhorfanda, en guð minn góður hvað sumt fólk þarf að þola, ganga í gegnum og nær að halda sér óbrotnu eftir! Bognar, en brotnar ekki undan álaginu.....

En....er það eitthvað sem guð hefur ákveðið...eða er þetta eitthvað sem við höfum ákveðið að nýta sem þroskaleið í þessu lífi????? Er einhver að leggja eitthvað á einhvern eða....?????

Ég fór af stað í huganum þegar fréttir bárust af slysi á Reykjanesbraut. Á sama tíma var árekstur á Vesturlandsvegi.Og auðvitað fór hjartað að slá örar...maður er alltaf hræddur um að einn daginn muni maður þurfa að taka símann og fá fréttir sem maður vill alls ekki heyra....að höggið snerti mann sjálfan....og maður biður í huganum að þarna sé ekkert alvarlegt á ferð og að enginn hafi slasast....sem því miður er ekki alltaf raunin....

Og ég verð svoooo reið, pirruð og örg...af hverju eru hlutirnir svona glataðir hérna á velmegunarklakanum okkar góða? Af hverju erum við ekki löngu búin að byggja örugga vegi og gera umhverfið þannig að sem minnst hætta sé fyrir hendi? Af hverju þarf alltaf slys til að brugðist sé við...af hverju þarf alltaf einhver að þjást ÁÐUR en eitthvað er gert?...af hverju í andsk..vill aldrei neinn taka ábyrgð?????

Af hverju vísa menn hver á annan og láta eins og þetta sé þeim á engan hátt viðkomandi? Af hverju geta menn bara stungið hausnum í sandinn og tautað eitthvað óskiljanlegt....og muldrað „leiðinlegt að þetta skuli hafa gerst..Eeeen...bla bla bla...."

Af hverju alltaf þetta EN?????

Og svo..hlustaði ég á viðtal við bloggvinkonuna Jónu Á, þar sem hún var að spjalla um sig og íf sitt við hana Valdísi Gunnars á Bylgjunni...ótrúlega einlægt og fallegt viðtal, en óskaplega sorglegt á köflum.

Hennar sorgarsaga ýtti af stað nýju hugsanaflóði...hvað maður er heppinn að hafa átt svona áhyggjulausa og fallega barnæsku þar sem allt var gert til að hlúa að manni og veita manni öryggi og endalausa ást...

Hafi einhver vandamál verið til staðar þá var þess alla vega vandlega gætt að við systkinin fimm yrðum sem minnst vör við þau....

Og aðstæðurnar voru alltaf þær bestu....Það var ekki drykkja á heimilinu, enginn skapofsi, ekkert rifrildi nema svona venjulegar systkinaerjur, ekkert „ástand", engir skilnaðir, ekkert vesen...lífið bara brosti og hló alla daga...

Þannig er þetta að minnsta kosti í minningunni og þannig var þetta. Og manni fannst það bara eiga að vera þannig...af því það hafði alltaf verið svoleiðis...

Ég þekkti lítið til þar sem áfengi var misnotað, vissi ekki að ekki langt frá var jafnaldra mín misnotuð af fjölskyldumeðlimi,hafði ekki hugmynd um að á heimili í nágreninu var ofbeldi daglegt brauð, ég passaði stundum börn sem voru vanrækt, en fékk bara mömmu í lið með mér og reyndi að hjálpa þar til, fór með föt og hrein rúmföt til þeirra og gætti þess að fá reglulega að skipta á litlum gutta með brenndan bossa...var þá með græðandi krem í vasanum og vissi sem var að þar sem foreldrarnir voru ekki alveg heilir...þá varð að aðstoða þau með þessa hluti...ekkert mál....leit ekki á þetta sem vandamál...enda bara tíu og ellefu ára....og tók litlu dömuna á heimilinu reglulega með heim svo hún gæti fengið eitthvað að borða hjá henni mömmu minni...

Einhverjir ættingjar skildu...en ég áttaði mig ekki á alvarleikanum...fannst bara kúl að krakkarnir fengju fleiri afmælis og jólagjafir...auka páskaegg og fóru í heimsókn á annað heimili reglulega...fór meira að segja sjálf pínulítið að ímynda mér að ég væri tökubarn sem ætti aðra fjölskyldu annars staðar á landinu...eða úti í löndum...he he...en var samt ótrúlega hamingjusöm með mitt og mína....þakklát fyrir að aðrir foreldrar leyndust hvergi...og er enn....

Ég var baraáhyggjulaust barn...og hélt að önnur börn fengju að vera það líka....

Ég fékk að vera ég...litla mjóa stelpan með ljósa hárið sem var alltaf hlaupandi...í leikjum....passandi eða segjandi sögur...stundum soldið lýgin...en trúði líklega mest sjálf....en ég var bara ég og fékk að vera sú sem ég var....

Þarna sem ég lá uppi í rúminu mínu..og hlustaði á Jónu segja hlustendum á yfirvegaðan og rólegan hátt það sem þessi barnahópur hafði þurft að þola þá fékk ég næstum samviskubit...að hafa haft það svona gott á sama tíma og þessi börn þurftu að líða þessar sálarkvalir...og ofan á það að missa foreldra og bræður, vera aðskilin og send í sitthvern landshlutannn...fá ekki að alast upp saman og leita styrks og huggunar hvert hjá öðru...ó mæ god hvað ég fann til með þeim!!!! Af hverju í ósköpunum gerast svona hlutir? Hver er tilgangurinn?

Veit svosem ekkert hver ákvað að senda börnin í allar áttir...þannig varð þetta kannski að vera...en það hefur líklega  ekki verið mikið af fólki sem treysti sér til að axla þá ábyrgð að taka að sér fjóra litla munaðarlausa einstaklinga í sárum....æj,svoooo sárt....

Vitanlega hafa þessir atburðir sett mark sitt á litlar barnssálir...en ég vona svo sannarlega að þau hafi fundið hamingjuna á ný...hvert á sinn hátt...þrátt fyrir allt....getað unnið úr sársaukanum og lifað með þessari hræðilegu reynslu....

Úff....

Þegar maður hugsar um allt það sem aðrir hafa orðið að þola þá finnur maður hvað manns eigin vandamál verða lítil og smá....verða bara að engu....

Þessi færla er kannski soldið þung...en stundum verða bara hugsanirnar að fá að flæða....

Hins vegar erum við í góðum gír...Trönuhjallatöffararnir...búin að hafa það ógó gott og erum frísk og spræk....

Ég hef ekki fengið hor í nös í allan heila vetur og skil eiginlega ekki hvernig ég hef sloppið...vinnandi innan um alla þessa bakteríuflóru...þar sem allir eru frekar grænir...he he...en ég hef sem sagt sloppið algerlega og er sko mjög sátt við það....

Minnstan er eins og ég...aldrei veik...en Miðormurinn og sá Elsti hafa fengið nokkrar pestir...aðallega þó hita og hálsbólgu og svo náttla æluna...bwööööö....

Magginn kom heim úr vinnu í gær með gubbuna...en er orðinn hress og klár í slag morgundagsins....

Já, morgundagsins...sem nú nálgast hratt og örugglega svo ég held ég fari nú bara að skríða í skúffuna og ná nokkrum hrotum áður en ég opna skólann minn góða í fyrramálið....

Vona að nýr dagur verði fullur af flottum tækifærum...

MUNA: „Hlýleg orð geta skipt sköpum í lífi annarra.Eins geta ósögð orð valdið miklu hugarangri.

Þú verður að spyrja. Að spyrja,er að mínu mati öflugasta en líka vanmetnasta leyndarmál velgengni og hamingju...!"

 

 

 


...ELLEFTI APRÍL...

 

páskar ´08 001

Hann á afmæli í dag

Hann á afmæli í dag

Hann á afmæli hann Bjössi Valli!

Hann á afmæli í dag!

Hann er 16. Í dag

Hann er 16. Í dag

Hann er 16. Hann Bjössi Valli!

Hann er 16. Í dag!

Já...sæll...stóri strákurinn minn er bara orðinn sextán ára og enginn polli lengur....

Ótrúlegt en satt...það sem tíminn flýgur.....

Bjössi image 1

 Klukkan 20:34, laugardaginn 11. apríl árið 1992 kom þessi gullmoli í heiminn eftir laaaanga og stranga baráttu upp á líf og dauða....

Frá fyrstu hríðum, með tíu mínútum á milli og til fæðingastundar liðu hvorki fleiri né færri en 42 tímar og 34 mínútur....

Það var stríð milli Fæðingadeildar og Fæðingaheimilis á þessum tíma....barátta um að heimilið fengi að halda velli eða láta undan þrýstingi tæknivæðingarinnar og eftirláta Fæðingardeild Landspítalans allar fæðingar á höfuðborgarsvæðinu....

Ég valdi Fæðingaheimilið til að fæða á þar sem ég vildi hafa notalegheitin allsráðandi....en  þrátt fyrir alla sína kunnáttu gat frábært starfsfólk heimilisins ekki hjálpað mér...leghálsinn var svo stífur að hann opnaðist ekki nema í 3....og  þau urðu að lúta í lægra haldi fyrir tæknisjúkrahúsinu, Lansanum.....

Ég var flutt þangað með sjúkrabíl og látum og þar tók við mér jafn frábært fólk...tilbúið að berjast áfram með mér...því barnið varð náttla að koma út....og það var víst augljóst að naflastrengurinn var þrívafinn um hálsinn á barninu mínu...en ég vissi ekkert....ritinn sýndi að hjartsláttur datt niður í hríðunum og það var ekki auðvelt fyrir barnið að vera þarna inni.....en það var séð til þess að ég sá aldrei á þetta fyrirbæri og reyndi þolinmóð að fæða eins og sagt var að maður ætti að gera í bókunum....

Svæfingalæknir.....fæðingalæknir...ljósmæður og læknakandídatar ....skurðlæknir...deyfingalæknir...og guð má vita hver var ekki þarna inni á stofunni minni...mér fannst ég stödd í heilsubælinu í Gervahverfi....vantaði bara Ladda.....allir voru í startholunum...en þrjóska ég vildi eiga þetta barn sjálf....og bað um smá tíma enn...enda vel mænudeyfð og hress...gerði mér enga grein fyrir að svona á þetta EKKI að vera...og ég fékk 60 mínútur í drippi...og mér TÓKST að fæða þennan líka flotta strák....sem bjargaði sér sjálfur með því að taka fylgjuna bara með sér....og  VÁ hvað hann var FALLEGUR!

Soldið mikið blár fyrst...fékk 1 í abgartestinu en hækkaði sig upp á stuttum tíma og var algerlega fullkominn....

image 2

Wów....mér fannst ég svo oft hafa séð þetta barn áður! Og það klöppuðu allir fyrir hetjunni minni flottu og mér!

Hugsa sér...það eru heil sextán ár síðan og litla barnið mitt er búið að vera ungabarn..smábarn...krakki...strákpjakkur....polli... gutti... gaur....skæruliði....gormur....gelgja...unglingur og er að verða... hmmm....UNGMENNI!

Farin að huga að því að læra á bíl...fara í Menntó og ó mæ god.....fullorðnast!

Mér finnst þetta gerast svooooo hratt....en samt er þessi drengur búinn að upplifa margt um dagana...

Hann bjó fyrstu tvö árin sín í Kópavogi...greindist með astma og var oft mjög veikur þess vegna....flutti til Dalvíkur tveggja ára og bjó þar í þrjú ár....fór oft á næturnar í öndunarpúst á FSA vegna astmans...var mjög oft veikur með yfir 40 stiga hita en samt alltaf svo glaður....varð stóri bróðir 18 mánaða og enn stærri bróðir þriggja ára.....var algjör prakkari og oft kenndur við EEEEmil......var og er rosa sögumaður og álika lýginn og mamma sín á köflum....flutti til Noregs fimm ára og bjó þar í þrjú ár...uppgötvaði Nintendo tölvuna og fékk bakteríuna fyrir ÖLLUM tölvum....hóf skólagöngu í Kjölberg skole í Fredrikstad þar sem Olveusarprógramið er í hávegum haft...og unnið markvisst gegn Einelti....flutti á klakann tæplega átta ára og fékk að kynnast því persónulega hvað það er að vera lagður í EINELTI....var laminn og barinn og oft blóðugur og marinn í því stríði....varð VANDAMÁL skóla nokkurs í Kópavogi upp úr þessu eineltisdæmi....var sendur út og suður í alls kyns mælingar og próf þar sem ekkert „eitthvað" fannst að HONUM....fékk loks uppreisn æru þegar niðurstöður voru þær að það væri EKKERT að HONUM...HANN væri ekki VANDAMÁL heldur SKÓLINN og hans félagslegi þáttur....úff...þvílíkur léttir....fór í annan skóla og er búinn að finna sjálfan sig...fá umbun og viðurkenningu og fá að vera HANN sjálfur ÁN áreitis og eineltis....fá að vera einn af nemendunum.... en ekki VANDAMÁLIÐ...og honum líður ótrúlega vel í dag.....og HLAKKAR til framtíðarinnar...er með ýmis plön...hvort sem þau munu nú standast eður ei....

Já, það er ýmislegt búið að ganga á...hlátur og grátur...bros og tár...en hláturinn og brosin eru þó öllu stærri þáttur í lífi þessa lukkutrölls...enda húmorinn í góðu lagi...leikarahæfileikarnir magnaðir og svo getur gaurinn líka sungið....hann er mikill tölvukall og gerir allt vel sem hann leggur einhvern metnað í og ætlar sér að gera.....

Var vakinn í morgun með söng og afmælisgjöfum og auðvitað táraðist mamman eins og venjulega...það er eitthvað svo tötsý að vekja barnið sitt á slíkum morgni með söng og finna gleðina og eftirvæntinguna í loftinu....og hugsanirnar þyrlast um kollinn á manni....

Úff..sniff sniff....og snökt....

Það er líka öruggt mál að þó manni hafi tekist að fæða heilbrigt barn þá er alls ekki sjálfgefið að það verði alltaf þannig......og maður er svoooo eeeendalaust þakklátur fyrir þetta fallega kraftaverk....

Og hugsa sér...ég á heil þrjú þannig.....happagrísinn ég!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN FLOTTASTI BJÖSSINN MINN! ÞÚ ERT FRÁBÆR EINS OG ÞÚ ERT!

ELSKA ÞIG MEST!!!!!!

           

 

 


HVAÐA STRUMPUR ERTU????

 

Mátti til að taka þetta blessaða strumpapróf....og niðurstaðan???

Er einhver hissa???...Stjórnsama ég....

 

You are Papa Smurf. You are a natural born leader. You are wise for your years and enjoy the simple things in life. You are happiest when those around you are happy and when life is harmonious. Sometimes you bear the weight of the world on your shoulders, but you genuinely want what is best for others and will make the sacrifices to achieve it. The world is a better place with you in it!

 

Prófið sjálf...og segið mér niðurstöðurnar....

http://bluebuddies.com/smurf_fun/smurf_personality_test/smurf_personality_test.htm

he he he...

 W00t

Tókuð þið annars eftir því að það komu fjórar árstíðir í dag?????

Fyrst í morgun var vor....um miðjan morgun var sumar....þegar leið á daginn kom haustið og í kvöld birtist veturinn....svo nú fer ég og finn jólaskrautið......múhaha....


...ÍSLAND Í DAG OG AÐRA DAGA.....

 

 

Það kann að hljóma eins og klisja...en ...HVAÐ ER MEÐ ÞENNAN TÍMA...alltaf stöðugt???? Sama hvað maður reynir og rembist...maður kemst ekki yfir helminginn af því sem maður hefur ákveðið að gera....það er einhver að hraðspóla! Hættu því!

Það er svo mikill hraði alls staðar...læti....allt böðlast einhvern veginn áfram....maður nær ekki að fylgja eftir...ohhhh....!

Ég er að velta fyrir mér þessu með „krepputalið"...skil ekki alveg....er KREPPA ef maður getur ekki keypt margra milljóna króna jeppa...mörghundruð fermetra hús...farið í utanlandsferðir nokkrum snnum á ári...eða skipt um innréttingar og húsgögn annað hvert ár???

Er kreppa ef maður á ekki fyrir megastórum flatskjá eða hugestóru grilli....lúxus sumarbústað eða rosa big fellihýsi???

Wów...þá er búin að vera kreppa í mööööörg ár....hjá ansi mörgum alla vega....

Það er svo biluð örvinglun í gangi...eins og allt sé á leiðinni til hans þarna í neðra....en ER útlitið svona ógeð slæmt????

Ég er náttla "bara aumur" leikskólakennari sem elskar starfið meira en péééninga....hef alltaf alltof lítið af þeim...en líður samt bara stórvel......

Er vön að þurfa að velta krónunum og spá og spekúlera....

Er vön að það séu áföll dynjandi á mér og mínum....en hefur alveg tekist að lifa með því.....

Er vön að gleðjast með öðrum sem gengur vel og er þakklát þegar aðrir gera slíkt hið sama gagnvart mér.....

Er þakklát þegar börnin mín liggja örugg á koddunum sínum að kvöldi og eru heil og hamingjusöm.....

Er kannski stundum ofurbjartsýn...trúi bara á að það sé tilgangur með þessu öllu....og hlakka til þess að vakna á morgnana.....

Er örugglega óttalegur rugludallur í augum ókunnugra en veit að þeir sem þekkja til vita betur.....

En...ég væri líklega EKKI á lífi ef ég hugsaði ekki eins og ég hugsa.....og ég er EKKERT hrædd við þetta kreppuhjal því ég held bara að nú fái fólk tækifæri til að koma sér niður á jörðina og læra að meta hlutina upp á nýtt.....og LIFA lífinu lifandi....

Það er náttla búin að vera biluð uppbygging hérna á klakanum...og það hafa margir misst sig í þessari „velmegun" og kannski aðeins týnt sér....en ég hef samt fulla trú á að þetta verði nú ekki eins svart og óyfirstíganlegt eins og básúnað er núna úr öllum áttum.....

Kannski er bara að koma tími til að slaka aðeins á í þessum peningabransa og fara að einbeita sér að þessu mannlega....þessu tilfinningalega....fólkinu...okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru....hætta að keppast um allt en fara að vinna að hlutunum saman...markvisst og faglega....og njóta þess sem maður hefur...ÁÐUR en maður missir það...

Ég er ekki flokksbundin neinum stjórnmálaflokki og hef ákveðið að vera þannig...en kjósa bara það sem hentar hverju sinni...en stundum hefur mér nú fundist hlutunum þannig háttað að ég hef ekki fundið neinn farveg í þessari pólitík landans.

 

Fyrir ári síðan skrifaði ég á bloggið mittt:

 

„Já, já, og svo eru kosningar frammundan og þetta lið sem er að berjast um að fá að stjórna hérna á klakanum hamast sveitt við að koma sér og sínum á frammfæri.....
Gosanefin eru eins og frumskógur um allar jarðir og enginn veit hvenær hann rekst í nef....það á náttla að gera allt sem ekki var gert og svo á að gera aðeins meira en það og og og......en það er svo skrýtið að það eru allir að segja ÞAÐ SAMA nema með mismunandi orðum.....
Í rauninni á bara að færa skattinn sem einn losnar við yfir á annan og það á að klappa og strjúka gamla fólkinu og hampa okkur sem erum í ummönnunarstörfunum alveg hægri vinstri en það er búið að koma þessum hópum svo asskoti vel fyrir í kjöllurum og geymsluskúrum að það tekur því nú samt varla að vera að skafa rykið af þessu, svo það verða nú líklega bara orðin tóm eins og alltaf....það verða byggð hús og önnur hús og öðruvísi hús en það er ekki endilega neitt mikilvægt að manna þau....ég meina...reddast örugglega með pólverjum og rússum og fleiri heiðusrmanneskjum frá austantjaldslöndunum... nema hvað...skiptir ekki máli hvort Nonni gamli skilji að hann eigi að taka lyf eða hvort Nonni litli læri íslenskuna málfræðilega rétt....aðalatriðið er að bankarnir græði milljónir og ríkið græði á því hvað bankarnir eru ríkir og svo er náttla flott að baða sig í ljóma Baugsmanna, Björgólfanna, Bjarkar, Magnans, SigurRósr, Nylonstelpnanna og Thorsins sem er að gera allt vitlaust í útlöndunum...ég meina....við hin getum svo séð um að auðga bankana með meiri lántökum til að geta líka borgað skattana sem eru að hlaðast upp, fyrir að eiga sjónvarp og útvarp og ruslatunnu og stóran bíl eða langan bíl, eða gamlan bíl sem blæs mengun og ullabjakki út í álmettað fjallaloftið sem nú umvefur Ísland, fullt af heilbrigði og hreysti....eða.kannski maður þurfi að vera duglegur að éta vítamín og steinefni og Herbalife og Hydroxycut og fleira svoleiðis til að sporna við heilsuleysinu sem getur kannski stafað af menguninni......

Og svo verður bráðum tekinn skattur af kúkableyjunum og snýtibréfunum sem verið er að nota og svo má örugglega klípa nokkrar krónur af þeim sem eru svo vitlausir að eiga börn og hvað þá foreldra á eftirlaunum....er þetta ekki bilun eða....????
vað á maður að kjósa? Hverjum á maður að trúa? Hvað er málið á þessum klaka hérna???????
Feitan!!!!
ERU ÞETTA EKKI BARA ALLT HELV..... LOPASOKKAR OG AUMINGJAR????!!!"

Og ég er enn á sama máli....

Kannski ég ætti að slaka aðeins á og finna bara eitthvað fallegt til að tala um.....

Sko......

-
   -REYNSLA, er nafnið, sem alllir gefa MISTÖKUM sínum....O.Wilde.
-      Ég er ekki hræddur við að deyja, ég vil bara ekki vera viðstaddur þegar það gerist...W.Allen.
-      Ef staðreyndir koma ekki heim og saman við kenningar, breyttu þá staðreyndunum.....A. Einstein.
-    Læknirinn sagði mér fyrst góðu fréttirnar, hann sagði að sjúkdómurinn sem ég væri með yrði nefndur efitr mér.....S.Martin.
-      Mannskepnan er eina skepnan sem leyfir börnunum sínum að snúa aftur heim.....B.Gosby 

Komiði sæl og blessuð...er ekki komið nóg í dag????? 



MUNA: Að vra alltaf vakandi fyrir því sem er að gerast og láta ekki vaða yfir sig og sína......það eru allir MIKILVÆGASTIR OG BESTIR!!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband