HUGLEIÐING UM ALLS KONAR..

 

 

EC846E87-DE76-4822-BE6D-824668AFABDF

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar covid heimsaraldurinn skall á vorum við nútímans börn engan vegin undirbúin undir hann og hvaða afleiðingar hann myndi hafa. Við vorum á hvínandi siglingu inn í nútímanum..allir að hamast við að hafa brjálað að gera og útlista öll verkefnin og efrekin sem við vorum að vinna á samfélagsmiðlunum. Við vorum svo klikkað upptekin af því að vera upptekin að við gleymdum einu aaðalatriði. Að lifa. Að lifa og njóta augnabliksins.


Það var svo brjálað að gera að öll börn urðu að fá átta til níu tíma vistun í leikskólanum og grunnskólanum og það var svo brjálað að gera að við máttum eiginlega ekkert vera að því að eiga þau..reka heimili og sinna okkur sjálfum. Jú..bíddu. Við vorum með svo stíft prógram allan daginn að við vorum örmagna af þreytu þegar nóttin loksins skall á. Það var vinnan..ræktin.. áhugamálin..félagslífið..samfélagsmiðlarnir og öll námskeiðin um árangur að betra lífi. Pressan að vera fitt og flott..með heimili upp á tíu og bíl sem alla langar að eignast..merkjavörufötin og fyrsta klassa kokteila og drykki til að blasta á insta..ferðast um heiminn og stilla upp flotta lífinu sem við vorum svo sannarlega að lifa og gefa öðrum ráð hvernig best væri að gera nógu mikið svo allir hefðu brjálað að gera.


EN. Við gleymdum okkur alveg í þessu rugli öllu. Hraðinn var orðinn svo mikill að flottustu úr heimsins náðu ekki að mæla hann. Jú..reyndar..skráðu hreyfingu.. blóðþrýsting.. matarrræði..svefn og svoeliðis hluti en til hvers? Hvað var planið? Hvert vorum við að stefna? Og hvert erum við að stefna?
Covid 19. Faraldur sem tók hreiminn yfir og snerti alla..ríka og fátæka..börn og fullorðna..lönd og heimsálfur. Enginn var undanskilinn..allir þurftu að hægja á sér..stoppa og staldra við. Og þá fyrst fór fólk kannski mögulega að átta sig á því hvað hraðinn var orðinn óbærilegur..hvað eirðarleysið var endalaust og hvað allt þetta sem var svo brjálað að gera var mikið innantóm og hjóm. Við urðum að skella í lás. Svoan flestu. Og fólk fór að vinna heima..hætti að ferðast á tímabili og fór þá að átta sig á hvað tíminn er dýrmætur. Afköstin uru öll önnur og fólk komst yfir meira af verkefnum á mun styttri tíma. Allt í einu var tími til að vera með börnunum sem áður voru nánast allann sinn vökutíma á stofnunum. Þau fengu bara að mæta í skólann annan hvern dag og sum jafnvel ekkert. Hólfaskiptingar gerðu það að verkum að ró og friður færðist yfir skólabyggingarnar og litlir hópar..draumur hvers kennara..urðu að veruleika. Við komumst yfir svo miklu meira hvern dag og við áttum svo notalegar samverustundir sem allir voru að elska. Auðvitað söknuðu sum börn vina sinna en það voru þó alltaf einhverjir að leika við og samstaðan varð mun meiri. Allt í einu fóru allir að taka hlutunum ekki eins gefnum og þakka fyrir hvern dag sem skólarnir voru covidlausir. Börnin nutu sín í botn. Þau voru kannski 5-8 saman og þau kunnu sko að meta það. Fáir eða engir árekstrar og nóg rými til að leika í og læra. Rólegheitin og friðsamlegt andrúmsloft.. kannski ekki alltaf afslappað meðal okkar fullorðnu þar sem við vorum að takast á við óþekkta gerð verkefnis en samt allir svo slakir og þakklátir fyrir að geta þó unnið og kennt annan hvern dag í fyrstu og annarri bylgju. Það tók tíma að átta sig á nýjum aðstæðum en vandist furðu fljótt. Zoom og Messenger urðu aðal samskiptamiðillinn á vinnustöðum og allt í einu fór fólk að átta sig á hvað það er dásamlegt að geta bara verið heima að vinna..sloppið við stressið í umferðinni og endalaus hlaup milli staða. Allt í einu var bara komin einhver stóísk ró og fólk fór að skiptast á hugmyndum að samveru með börnunum sínum og hlutum sem hægt væri að gera í covid. Tíminn fór að blómstra og fleiri og fleiri fóru að átta sig á því hversu notalegt það var að hafa ekki brjálað að gera.


Auðvitað var smá ótti í loftinu..óværan óþekkt og afleiðingarnar líka. Svo komu bóluefnin og allt átti bara að verða eins og áður..sem það varð síðan ekki þar sem þessi blessaða veira er ótrúlega klók og kann að breyta sér í ný afbrigði. En..samt sem áður gátu nú hjól atvinnulífsins rúllað með alls konar lausnum og leiðum. Og lífið fót aftur af stað. Samt var eins og fólk hafi fundið ró..fundið hvað það var bara næs að vera ekki alltaf á fullu og hafa brjálað að gera.


Svo kom nýr heilbrigðisráðherra með nýjar áherslur og ný sjónarmið. Hann sendi bara þríeykið í frí til Tene og ákvað að sleppa bara tökunum og fá þetta margumtalaða hjarðónæmi svo allt gæti nú blómstrað í miðbænum og skólakrakkarnir fengið böllin og skemmtanaleyfið aftur og leikhúsin og tónleikahallirnar gætu fyllt salina og allt þetta..þið vitið..það vildu jú flestir fá lífið sitt aftur. Grímurnar felldar og sprittið sett í geymslu. Covid búið..eða sko..Þannig...
Umönnunarstéttirnar og skólafólkið sem var búið að leggja nótt við nýtan dag til að halda öllu í góðu fari fékk skellinn. Veiran trylltist..og tók danssporin..inn á spítalana..heilbrigðis-stofnanirnar..elliheimilin..skólana..og stráfelldi starfsfólkið og skjólstæðinga þeirra..sjúklingum fjölgaði en heilbrigðisstarfsfólkið lá kylliflatt..börnin tóku að smitast og dreyfa smiti meðan kennararnir veiktust..en sama hvað veiran veikti marga..þá var alltaf allt gert til að halda öllum stofnunum og skólum opnum.
Á meðan þeir sem enn voru uppistandandi hlupu eins og hamstrar í hjóli var skálað á öllum pöbbunum og börunum..dansað og tjúttað og allir svo glaðir að fá lífið sitt aftur. Krafan um að hætta fréttaflutningi af covid hækkaði og þrátt fyrir að dánartalan stigi var samt allt svo frábært eftir að við losnuðum við covid. Já einmitt..


Nema..blessaður kallaulinn í austrinu..honum fannst hann þurfa að bæta upp þetta „veiruminnkandi ástand“ og búa til nýtt ástand.
Að engin skuli geta stöðvað þennan bilaða gaur er eitthvað annað skrýtið..en hann er semsagt að leika sér að etja ungum stráklingum í stríð við þjóð sem bað ekkert um annað en fá að vera þjóð í sínu eigin landi í friði. Nei sko...þessi galni ákvað að ná þessu landi undir sig og eigna sér það. Og þegar því marki yrði náð væri næs að ná í öll hin líka..þessi sem áður lifðu í kúgun og ofríki gráðugasta og valdasjúkasta bjarnar austursins.
Og við..sem vorum farin að lifa aftur tímann þar sem allt var alveg að verða brjálað að gera og öll plönin komin í excel skjalið sem stækkaði dag frá degi..það þurfa jú allir að vinna upp allt sem tapaðist í covid.


En..halló. Ætlum við bara ekkert að læra? Heimurinn er á heljarþröm og flóttamenn í milljónatali á vergangi..vestrið að halda að sér höndunum..eða halda niðri í sér andanum..meðan þessi snargalni gamli kallfauskur er að pæla í að ýta á takkann og kalla yfir heiminn kjarnorkuvetur og jafnvel eyða öllu lífi á jörðinni. Ætlum við samt ekki að átta okkur á því að jörðin okkar er að reyna að stoppa okkur..fá okkur til að endurskoða forgangsröðunina í lífinu..fá okkur til að skoða hvað það er sem skiptir í raun máli og fá okkur til að greina hismið frá kjarnanum? Biðja okkur að hætta að hafa svo brjálað að gera að við sjáum ekki og sinnum því sem næst okkur er..börnin okkar.. maka.. foreldra..systkini..vini..ættingja?

 

Hvert er ég að fara með þetta? Jú..hugsanirnar leita á hugann þar sem við leikskólakennarar höfum verið samningslausir í nokkra mánuði. FRAMLÍNUFÓLKIÐ muniði..þessar ómissandi hversdagshetjur sem stóðu framst með heilbrigðisstéttunum í heimsfaraldrinum..tóku þennan slag ÁN nokkurrar aukaþóknunar eða álagstengdra greiðslna..héldu skólunum gangandi og tóku á móti börnunum alla daga..alltaf. Muniði..leikskólarnir lokuðu ALDREI..sama hvað! En nú ganga samningaviðræður ekkert..sáttasemjari tekinn við því þetta má nú ekkert kosta. Ekkert frekar en vinnustytting og undirbúningstímar..nei nei nei..þið hlaupið bara hraðar..þið reddið þessu nú eins og öllu öðru! 

Ég varð pínu hvumsa þegar ég sá launaseðil starfsmanns á skrifstofu Eflingar..það munar 200.000 kalli á okkur. Af því ábyrgðin er svoooo mikil. Ég gæti þegið þennan 200.000 kall..deildarstjóri í leikskóla í yfir 30 ár sko. Framlínukonan..össh hvað þetta myndi nú breyta öllu í mínu lífi. En varsla peninga og pappírsvinna eru mun ábyrgðarfyllri störf en að kenna litlum börnum og leggja grunn að námi þeirra og þroska. Er ekki bara alltaf svo gaman í leikskólanum..þið að passa öll þessi börn..föndra með þeim og leika við þau? Af hverju þarf fimm ára háskólanám til þess? Eða góða samninga og góð laun? Er ekki nóg að hafa bara gaman í vinnunni? 

5C3F8965-B458-4503-947C-0EB95A68B350

 



 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband