...ÞAÐ ER HUGSANAFLÓÐ Í HAUSNUM Á MÉR....

 

 

„Guð leggur ekki meira á mann en maður getur borið" segir einhvers staðar og ég hef oft tuldrað þennan „frasa" þegar allt er „up side down" hjá mér....

En síðustu daga hef ég spurt sjálfa mig hvort svo sé????? Og hvað sé verið að meina með þessu orðalagi?

Ekki að það snerti mig á neinn hátt öðruvísi en sem áhorfanda, en guð minn góður hvað sumt fólk þarf að þola, ganga í gegnum og nær að halda sér óbrotnu eftir! Bognar, en brotnar ekki undan álaginu.....

En....er það eitthvað sem guð hefur ákveðið...eða er þetta eitthvað sem við höfum ákveðið að nýta sem þroskaleið í þessu lífi????? Er einhver að leggja eitthvað á einhvern eða....?????

Ég fór af stað í huganum þegar fréttir bárust af slysi á Reykjanesbraut. Á sama tíma var árekstur á Vesturlandsvegi.Og auðvitað fór hjartað að slá örar...maður er alltaf hræddur um að einn daginn muni maður þurfa að taka símann og fá fréttir sem maður vill alls ekki heyra....að höggið snerti mann sjálfan....og maður biður í huganum að þarna sé ekkert alvarlegt á ferð og að enginn hafi slasast....sem því miður er ekki alltaf raunin....

Og ég verð svoooo reið, pirruð og örg...af hverju eru hlutirnir svona glataðir hérna á velmegunarklakanum okkar góða? Af hverju erum við ekki löngu búin að byggja örugga vegi og gera umhverfið þannig að sem minnst hætta sé fyrir hendi? Af hverju þarf alltaf slys til að brugðist sé við...af hverju þarf alltaf einhver að þjást ÁÐUR en eitthvað er gert?...af hverju í andsk..vill aldrei neinn taka ábyrgð?????

Af hverju vísa menn hver á annan og láta eins og þetta sé þeim á engan hátt viðkomandi? Af hverju geta menn bara stungið hausnum í sandinn og tautað eitthvað óskiljanlegt....og muldrað „leiðinlegt að þetta skuli hafa gerst..Eeeen...bla bla bla...."

Af hverju alltaf þetta EN?????

Og svo..hlustaði ég á viðtal við bloggvinkonuna Jónu Á, þar sem hún var að spjalla um sig og íf sitt við hana Valdísi Gunnars á Bylgjunni...ótrúlega einlægt og fallegt viðtal, en óskaplega sorglegt á köflum.

Hennar sorgarsaga ýtti af stað nýju hugsanaflóði...hvað maður er heppinn að hafa átt svona áhyggjulausa og fallega barnæsku þar sem allt var gert til að hlúa að manni og veita manni öryggi og endalausa ást...

Hafi einhver vandamál verið til staðar þá var þess alla vega vandlega gætt að við systkinin fimm yrðum sem minnst vör við þau....

Og aðstæðurnar voru alltaf þær bestu....Það var ekki drykkja á heimilinu, enginn skapofsi, ekkert rifrildi nema svona venjulegar systkinaerjur, ekkert „ástand", engir skilnaðir, ekkert vesen...lífið bara brosti og hló alla daga...

Þannig er þetta að minnsta kosti í minningunni og þannig var þetta. Og manni fannst það bara eiga að vera þannig...af því það hafði alltaf verið svoleiðis...

Ég þekkti lítið til þar sem áfengi var misnotað, vissi ekki að ekki langt frá var jafnaldra mín misnotuð af fjölskyldumeðlimi,hafði ekki hugmynd um að á heimili í nágreninu var ofbeldi daglegt brauð, ég passaði stundum börn sem voru vanrækt, en fékk bara mömmu í lið með mér og reyndi að hjálpa þar til, fór með föt og hrein rúmföt til þeirra og gætti þess að fá reglulega að skipta á litlum gutta með brenndan bossa...var þá með græðandi krem í vasanum og vissi sem var að þar sem foreldrarnir voru ekki alveg heilir...þá varð að aðstoða þau með þessa hluti...ekkert mál....leit ekki á þetta sem vandamál...enda bara tíu og ellefu ára....og tók litlu dömuna á heimilinu reglulega með heim svo hún gæti fengið eitthvað að borða hjá henni mömmu minni...

Einhverjir ættingjar skildu...en ég áttaði mig ekki á alvarleikanum...fannst bara kúl að krakkarnir fengju fleiri afmælis og jólagjafir...auka páskaegg og fóru í heimsókn á annað heimili reglulega...fór meira að segja sjálf pínulítið að ímynda mér að ég væri tökubarn sem ætti aðra fjölskyldu annars staðar á landinu...eða úti í löndum...he he...en var samt ótrúlega hamingjusöm með mitt og mína....þakklát fyrir að aðrir foreldrar leyndust hvergi...og er enn....

Ég var baraáhyggjulaust barn...og hélt að önnur börn fengju að vera það líka....

Ég fékk að vera ég...litla mjóa stelpan með ljósa hárið sem var alltaf hlaupandi...í leikjum....passandi eða segjandi sögur...stundum soldið lýgin...en trúði líklega mest sjálf....en ég var bara ég og fékk að vera sú sem ég var....

Þarna sem ég lá uppi í rúminu mínu..og hlustaði á Jónu segja hlustendum á yfirvegaðan og rólegan hátt það sem þessi barnahópur hafði þurft að þola þá fékk ég næstum samviskubit...að hafa haft það svona gott á sama tíma og þessi börn þurftu að líða þessar sálarkvalir...og ofan á það að missa foreldra og bræður, vera aðskilin og send í sitthvern landshlutannn...fá ekki að alast upp saman og leita styrks og huggunar hvert hjá öðru...ó mæ god hvað ég fann til með þeim!!!! Af hverju í ósköpunum gerast svona hlutir? Hver er tilgangurinn?

Veit svosem ekkert hver ákvað að senda börnin í allar áttir...þannig varð þetta kannski að vera...en það hefur líklega  ekki verið mikið af fólki sem treysti sér til að axla þá ábyrgð að taka að sér fjóra litla munaðarlausa einstaklinga í sárum....æj,svoooo sárt....

Vitanlega hafa þessir atburðir sett mark sitt á litlar barnssálir...en ég vona svo sannarlega að þau hafi fundið hamingjuna á ný...hvert á sinn hátt...þrátt fyrir allt....getað unnið úr sársaukanum og lifað með þessari hræðilegu reynslu....

Úff....

Þegar maður hugsar um allt það sem aðrir hafa orðið að þola þá finnur maður hvað manns eigin vandamál verða lítil og smá....verða bara að engu....

Þessi færla er kannski soldið þung...en stundum verða bara hugsanirnar að fá að flæða....

Hins vegar erum við í góðum gír...Trönuhjallatöffararnir...búin að hafa það ógó gott og erum frísk og spræk....

Ég hef ekki fengið hor í nös í allan heila vetur og skil eiginlega ekki hvernig ég hef sloppið...vinnandi innan um alla þessa bakteríuflóru...þar sem allir eru frekar grænir...he he...en ég hef sem sagt sloppið algerlega og er sko mjög sátt við það....

Minnstan er eins og ég...aldrei veik...en Miðormurinn og sá Elsti hafa fengið nokkrar pestir...aðallega þó hita og hálsbólgu og svo náttla æluna...bwööööö....

Magginn kom heim úr vinnu í gær með gubbuna...en er orðinn hress og klár í slag morgundagsins....

Já, morgundagsins...sem nú nálgast hratt og örugglega svo ég held ég fari nú bara að skríða í skúffuna og ná nokkrum hrotum áður en ég opna skólann minn góða í fyrramálið....

Vona að nýr dagur verði fullur af flottum tækifærum...

MUNA: „Hlýleg orð geta skipt sköpum í lífi annarra.Eins geta ósögð orð valdið miklu hugarangri.

Þú verður að spyrja. Að spyrja,er að mínu mati öflugasta en líka vanmetnasta leyndarmál velgengni og hamingju...!"

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábær færsla.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.4.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Linda litla

Yndisleg færsla hjá þér Begga. Ég heyrði bara seinni hlutann af viðtalinu við Jónu, missti alveg af fyrri partinum, var búin að gleyma að hún ætti að vera hjá Valdísi.

Þessi færsla fær mann til að hugsa, hvað maður hefur það í rauninni gott. Hvað ég má vera þakklát fyrir allt, ég reyndar er það. Mér líður vel og er hamingjusöm, hvað gæti ég beðið um meira ??

Eigðu góðan dag mín kæra.

Linda litla, 16.4.2008 kl. 08:18

3 identicon

Já það er sko margt sem hægt er að þakka fyrir í henni veröld.  Gott að lesa þetta og minna sig á. 

Hafðu það gott snúllan mín!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mjög svo yndisleg færsla og bernska þín og mín virðist ekki hafa verið alls ólík. Ég hef alltaf verið þess fullviss að sá grunnur sem lagður var að lífi mínu í föðurhúsum hefur haldið mér á floti í lífsins ólgusjó og áföllum.  Ég hef því miður fengið nokkrar upphringingar þegar slys hafa orðið hjá mínum nánustu, einhvernvegin hef ég komist í gegnum þetta allt og ég vona að svo verði áfram.  Takk annars fyrir þessa góðu lesningu.  Kær kveðja til þín Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 16:47

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hólmdís: Takk kærlega fyrir það.

Linda litla: Já, það er oft ágætt að staldra við og skoða hlutina, þá sér maður að þetta er ekki svo slæmt....

Ásdís E: Já, maður er gjarn á að væla og vola og svo þegar upp er staðið er það ekki yfir neinu....takk fyrir athugasemdina og hrósið.

Arna: Þú ert nú svo sannarlega ein af þeim sem hefur kennt mér að meta hlutina upp á nýtt, krúttið mitt! Þvílíkur engill sem þú ert og ofurkona!Lovjú!!!!

Ásdís: Takk! Já, grunnurinn er svo sterkur að það virðist sama hvað á dynur, maður stendur alltaf! Og þú ert nú líka ein af þessum perlum sem fá mann til að staldra við og endurskoða hlutina. Takk fyrir það!

Bergljót Hreinsdóttir, 17.4.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Van De Irps

Þú ert svo góður penni elsku Beggitan mín... Flott færsla... Vekur mann til umhugsunar um hvað maður er heppin... á að vera duglegur að þakka fyrir allt það góða sem hendir mann... Knús á þig Trönuhjallatöffari.. Takk fyrir pistilinn..

Van De Irps, 20.4.2008 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband