.....EIN STUTT...ÞVÍ ÞAÐ GET ÉG LÍKA...NA NA NA BÚ BÚ...

           

Já..sææææææll...ákvað að pota inn einni STUTTRI hérna...sko...ég GET það alveg líka...þótt ég sé svosem frægari fyrir langlokurnar....he he...

  

Er sem sagt á lífi...hress að vanda og OFURspræk...búin að skreppa úr landi og koma heim aftur svona nokkurn veginn skammlaust...thí hí....og hef AÐEINS of mikið að gera....

Sjá myndina í fullri stærð.

  

Skrapp sem sagt til Stokkhólms með nokkra milljarða í tösku og samdi við Svíana...þeir ætla að hætta að hlusta á Dabba druslu og taka frekar mark á okkur hinum....svo nú er krónan....sem þeim finnst reyndar svolítið aumkunnarverð... komin á flot og hefur ákveðið að sökkva ekki svo við getum kannski verslað í útlöndum án þess að þurfa að borga tvo fyrir einn...þ.e. borga tvo og fá einn...ussusussu...bara svindl...kann betur við þetta á hinn veginn....

   

En Svíarnir voru sem sagt bara hressir og komnir í jólafílinginn.. Tomten farinn að vappa um stræti og torg.... jólaglöggin og piparkökurnar komnar í búðirnar og svo voru náttla Lussekatter og Stollenbrauð í öllum gluggum betri bakarameistaranna...jammí....

   

 

Ráðstefnan var fín...kannski ekkert endilega alltof full af nýjum og ferskum hugmyndum....en ágætis verkfæri til að hrista upp í manni og virkja sellurnar betur.....

  

Ég er nokkuð góð í að skilja norðurlandamálin og því dugleg að punkta niður...he he...alltaf jafn pennaglöð....en mín varð þó fyrir frekar skrýtinni reynslu þegar einn fyrirlesaranna fór að tala...talaði mjööööög hratt....en mín skildi bara ekkert hvað konukindin var að segja...hljómaði bara einhvern veginn svona.... gaggagúggúgiggigeggegógó....

  

Hinar þrjár sem með mér voru litu á mig...og vildu vita hvað um væri að vera....en ég var bara eitt spurningamerki í framan...og svo fengum við algert kast....og hlógum eins og vitleysingar.... alltaf jafn dannaðar....he he...

  

Það var ekki fyrr en deginum eftir sem við komumst að því að þessi furðuvera kom alla leið frá Finnlandi...finnsksænskan hljómaði afar undarlega...og það var huggun harmi gegn að Svíarnir voru líka í vanda með skilninginn...en okkur tókst þó að ná einhverju af innihaldinu...eða höldum það allavega...he he...

   

 

Það var gott að koma aftur heim á klakann kalda og blanka....og finna jólastemmuna bylgjast um kroppinn...flugferðin frábær....Leifsstöð komin í jólabúninginn...frostið farið að bíta í kinnarnar...og allir gluggar orðnir uppljómaðir...ohhhh...elska þetta jólajólajóla....

  

Það verður þó ekki fyrr en eftir morgundaginn sem mér gefst tími til að koma einhverjum jólaverkum að...er þó búin að setja upp eitthvað af seríum og aðventuljósum...verð mjööööög virk um helgina....skelli í allavega átta sortir...fæ bakveikina frægu...tek alla skápo og skúffur og verð jólaóð.....með tusku í annarri og jólamjöðinn í hinni...múhaha.....

   

 

Vonandi eru allir bara í góðum fíling....komnir með þessa stemmu í æð og farnir að hlakka til jólanna....sníða sér bara stakk eftir vexti og leggja áherslu á þetta hlýja...mjúka...notalega og góða....því jólin eru tíminn.....

  

Njóta þess sem er og vera ekkert að velta sér of mikið upp úr morgundeginum...hann kemur...og lausnirnar líka....

Einn nettur: 

 

Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann kallaði til mín "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"

"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum",kallaði ég til baka.

"Húsasmiðjan" gargaði hann....


Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....
 

 

He he he...

  

 

Kominn tími á að faðma nóttina...knúsa hana og kúra með henni...skríða í skúffuna og hrjóta í nokkra tíma....ZZzzzzz....

MUNA: Morgundagurinn er nýr dagur með nýjum tækifærum til að reyna aftur. 

Það besta sem manneskja getur gert til að hvetja aðra manneskju áfram er að hlusta á hana.

Elskjú ....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að fá þig heim aftur

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:54

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Styttra en venjulega.....en alveg jafn ljúft

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Velkomin heim aftur.

Styttri færsla en venjulega,en jafn góð og alltaf

Eigðu góðan sunnudag mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 7.12.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband