....TJILLIRALLIREI....

    

Jæja…tíminn bara alltaf á harðahlaupum og maður nær varla andanum….

Erum náttla bara hress og spræk…Trönuhjallatöffararnir….höfum alveg verið laus við flensu frekju…kvefpestir og magakveisur  og hvað þetta nú heitir allt saman sem er að herja á landsmenn þessa dagana…

Segi bara 7…9…13…og vona að heilsan haldist svona góð sem allra lengst….

  

Magginn minn einhenti er allur að koma til…verkirnir þó enn stöðugir og svona…en þetta er nagli....þessi elska…og hann lætur sig bara hafa þetta…farinn að vinna og hamast í sjúkraþjálfu og svo er bara að vona að handleggurinn verði betri en glænýr…..

  

Miðormurinn og Minnstan eru á árshátíð þessa stundina…fóru héðan glerfín og flott og full af spenningi og tilhlökkun…enda öllu tjaldað til í skólanum….alger snilld…er mér sagt….

  

Elstimann er enn að leita að vinnu…farinn að örvænta örlítið…en hann hlýtur að drtta niður á eitthvað þrátt fyrir dapurt útlit á vinnumarkaði…það þýðir ekkert annað en vera bara bjartsýnn….

  

Litlu krílin mín í bláa krúttkofanum blómstra og dafna…hafa átt töff tímabil með lngnabólgu…RS vírusi…Barkabólgu…eyrnabólgum….hósta og hita…og horframleiðslan óendanleg…..en samt eru allir glaðir og kátir….og þessir ljósálfar gefa manni endalausa orku og kraft…gleði og trú á lífið sjálft og tilgang þess….

  Og framundan er svo þriðja og síðasta fermingin á heimilinu…ó mæ god…etta er náttla bara bilun…

Litla snúllan mín að fermast….verða fullorðin…úffamæ…ekkert smá skrýtið…

  

Við erum á góðri leið með allan undirbúning…en erum samt ekki enn búin að fá endanlegt svar um salinn…hóst hóst…svo ef einhver á sal á lausu…þá má hafa samband…dagurinner 5.apríl takk kærlega…en ég er bjartsýn eins og alltaf…Pollýanna á staðnum….tjillirilli rei…þetta verður bara gaman….

  Árshátíð bæjarins er svo framundan…á laugardaginn…og þrátt fyrir kreppuna ætlar Gunnar vinur okkar að blása til veislu…kýla bara á þetta…hressa upp á bæjarstarfsmenn og ýta áhyggjunum til hliðar smá stund…Fífan verður gylt og flott og það eru bara allir að verða nokkuð spenntir….

Verður flott eins og alltaf…ekki spurning….

Og svo erum við komin á fullt að leita að stærra húsnæði....

  

Svo það er ekki eins og maður sé verkefnalaus hér á bæ…eða vanti eitthvað að gera….alltaf nóg….og meira en það….

...bara gaman....

  

Fann nokkra góða….og vona að þeir komi ekki öllu í bál og brand…thí hí…borgar sig að þekkja sína....

 Við konan mín lágum uppi í rúmi og horfðum á Villtu vinna milljón.Ég snéri mér að henni og sagði, “ Villtu gera do do ? “Hún svaraði, “ Nei”Ég spurði, “ Er þetta þitt lokasvar” ?Hún leit ekki einu sinni á mig er hún svaraði Já”Ég sagði, “Þá langar mig að hringja í vinkonu”...og þá fór allt í bál og brand….  


 

 Ég spurði konuna mina, “ Hvert langar þig að fara á brúðkaupsafmælinu okkar” ? Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvernig hún lifnaði öll við og horfði á mig með aðdáun er hún svaraði,“Eitthvert sem ég hef ekki farið lengi “Með það í huga kom ég með uppástungu,” Hvað með eldhúsið “ ?...og þá fór allt í bál og brand….

  

 

Síðasta laugardag vaknaði ég snemma. Ég klæddi mig hljóðlega, útbjó nesti, kallaði í hundinn og læddist út í bílskúr. Ég húkkaði bátinn aftan í bílinn, opnaði bílskúrshurðina og var kominn hálfur út þegar ég sá að úti var brjálað rok og rigning. Ég bakkaði aftur inn í skúrinn og kveikti á útvarpinu, aðeins til að uppgötva að svona átti veðrið að vera alla helgina. Ég fór því aftur inn, klæddi mig hljóðlega úr og læddi mé upp í rúm. Ég kúrði mig upp við konuna mína. Ákveðinn í að fá mér gott í kroppinn hvíslaði ég að henni, “ Það er brjálað veður úti”. Elskuleg konan mín til 10 ára svaraði strax,” Hugsaðu þér hvað maðurinn minn er heimskur að vera úti að veiða í þessu veðri”...og þá fór allt í bál og brand….. 
 
Ég bauð konunni minni með í helgarferð til Boston um daginn og þar fórum við á fínt veitingarhús. Einhverra hluta vegan tók þjónninn fyrst pöntunina mín. Ég sagði, og var heldur rogginn með enskuna mina,  "I'll have the strip steak, medium rare, please." He said, "Aren't you worried about the mad cow?"" Ég svaraði “ Nah, she can order for herself."...og þá fór allt í bál og brand…. .
Við konan mín fórum á árgangsmót í gamla skólanum mínum. Þar sem við sátum tók konan mín eftir að ég horfði á konu á næsta borði. Kona þessi var vel drukkin og þambaði ótæpilega og röflaði við sjálfa sig milli glasa.“Þekkir þú þessa konu” spurði konan mín.“Já sagði ég, þetta er gömul kærasta og ég heyrði að hún hefði farið að drekka svona eftir að ég sagði henni upp þarna um árið”.Konan mín leit á hana í forundran og sagði,” hver hefði trúað því að hægt væri að hafa svona ómerkilegan atburði að fagnaðarefni í öll þessi ár”....og þá fór allt í bál og brand…. 
………………………………………………………………………………………………………………………………………  
Um daginn varð ég 67 ára og hætti þá að vinna. Ég fór til að ganga frá öllu í sambandi við ellilífeyrinn minn. Konan á skrifstofuni bað um að sjá ökuskírteynið mitt til að staðfesta aldurinn og þá uppgötvaði ég að veskið mitt hafði orðið eftir heima. Konan sagði að þetta væri í lagi, bað mig að hneppa frá þremur efstu tölunum á skyrtunni minn. Ég gerði það og er hún sá silfurgráa englahárið á bringunni á mér sagði hún að þetta væri nóg staðfesting fyrir hana.Þegar heim kom sagði ég konunni minni frá þessu. Hún varð hálf örg. “ Bölvaður endemis asni ertu maður, þú hefðir átt að láta buxurnar falla líka Ég er viss um að þá hefðir þú fengið örorkubætur út á þennan ræfil þarna niðri”....og þá fór allt í bál og brand…. 
Ha ha ha… 

Farið stilt og góð inn í helgina…sparið ekki húmorinn og hlæjið eins og vitleysingar…það gerir þetta alt svo miklu betra….jákvæð…björt og brosandi…eins og Bylgjan…

 MUNA: Ástin er búin töfrum.Hún er málið sem heyrnarlausir heyra,söngurinn sem fatlaðir dansa eftir og sólsetrið sem blindir fá að sjá.

- Trúðu og framkvæmdu eins og þér sé ómögulegt að mistakast

  Elskjú!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hehehe  Þú ert æði, takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 6.3.2009 kl. 00:30

2 Smámynd: Tína

Úffff ég man það eins og það hafi gerst í gær hvernig mér leið þegar ég fermdi yngsta afleggjarann. Svo Endurtók sagan sig þegar hann fór í ökunám. Mér fannst þetta allt saman hálf súrealískt þegar elsti fermdist, pældi ekkert í því þegar stelpan fermdist en fannst þetta alveg hroðalegt þegar yngsti fermdist. Svo endurtók ég þennan ferill all over again þegar kom að ökunáminu. Hvað ætli taki við næst??

Æðislegt að fá svona brandara í vikulokin krútta. Takk fyrir það. Njóttu nú helgarinnar niður í tær. Það ætla ég allavega að gera.

Tína, 6.3.2009 kl. 10:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær að vanda

Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hahahaha

Maður verður greinilega að vanda sig svo ekki fari allt í bál og brand.

Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 13:51

5 identicon

Knús til þín rúslan mín

Vona að elstimann sé að jafna sig.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 14:43

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Vá hvað ég er sammála með þessar fermingar ekkert mál að ferma þessi eldri,en svo kemur að minnstanum í fjölskyldunni,þá er þetta allt svo skrítið

Ég fermi 29 mars,og er með sal á Digranesvegi 12,þú getur tékkað þar,ég er ekkert svo vissum að fólk fatti þennan sal,þetta er nefnilega salur sem framsóknarflokkurinn á,en hann er mjög fínn hef verið með veislurnar þar fyrir alla strákanna mína,og verið sátt með allt sem þeir hafa að bjóða

Knús á þig frábæra kona

Anna Margrét Bragadóttir, 11.3.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband