..SUNNUDAGUR OG SÆLA....

 

Sunnudagur og Hemminn í banastuði á Bylgjunni...Púlararnir mínir búnir að rúlla Everton upp...pönnukökurnar farnar að meltast þarna einhvers staðar innan í mér og vellíðanin streymandi um æðakerfið...snillingur, þessi sem fann upp hvíldardagana....

   The Hemmi... 

Annars erum við Trönuhjallatöffararnir bara í góðum gír....

Minnstan á leiðinni að norðan...búin að skíða þar og skemmta sér...fara út að borða og í bíó og éta snakk fyrir peninginn...og ég bara að bíða eftir þvotti frá henni því daman er á leið á Reyki í fyrramálið.... 

Magginn og ég kíktum í heimsókn til fyrrum eigenda Tönju hundastelpu...til að leyfa henni að hitta foreldra sína og fá nokkrar skemmtilegar sögur eigendanna í bland...og var það mjög skemmtileg og lærdómsrík heimsókn svona fyrir utan það að mamman er kannski ekkert sérlega gestrisin...he he... 

Hjónin tóku okkur opnum örmum og fannst svooo gaman að sjá litla hvolpinn orðinn að hefðardömu...en foreldrarnir sáu hana á tvennan hátt...annars vegar sem ógn og hins vegar sem spennandi kost.... 

Mamman sem sagt RÉÐIST á litlu ljónynjuna.....og þaggaði niður í henni með því að BÍTA hana í hausinn..rétt við augað...en pabbinn reyndi að gera margar tilraunir til að komast upp á sína eigin dóttur...sifjaspell skiluru...þykir samt ekki alvarlegt í heimi dýranna...er ¨natural¨ 

 smal_tanja.jpg Tanja flottasta skvísa landsins.... 

Litla ljónynjan varð gjörsamlega að engu þarna...fór alveg í flækju og reyndi að fela sig á bak við okkur og gera sem minnst úr sér...Pabbinn var voða sætur og flottur...en honum fannst þessi skvísa bara einum of freistandi...enda mundi hann ekkert eftir henni....

Mamman var náttla nýbúin að eignast ógó flotta hvolpa...þrjár litlar systur handa Tönjunni...og var líklega bara skíthrædd um að Tanja myndi stela þeim af sér... Það var svo fyndið að upplifa þetta móment...þegar sú sem ALLTAF ræður...varð að lúffa fyrir annanrri frekari og öðrum ágengari....he he...

Hollt og gott fyrir þessa litlu ofurskvísu...kennir henni að vera ekki með kjaft við sér eldri og reyndari hunda....

Litla ljónið sem er ekki hrædd við Sjeffer og Doberman...og stjórnar öðrum hundum í fjölskyldunni algerlega.... 

Tanja er enn að jafna sig eftir lætin...öskrin..veinið og spangólið...og er komin með ljóta sýkingu í augað eftir bitið....

Wow hvað hún lærði mikið á einu kvöldi... 

Okkur fannst hins vegar mjög gaman að koma og sjá þessa flottu foreldra hundastelpunnar okkar....sjá hvaðan hún hefur útlitið og heyra um skapgerðareinkenni...venjur og siði....bara gaman....

Ætlum að reyna aftur síðar...þegar hvolpakrílin verða komin til góðra eigenda...ohhhh...þeir eru svoooo sææææætir!!!! Algjörar dúllur!!!!  

hvolpur1 Bara dúddí....... 

Elnan og ég ætluðum að föndra feitt allan laugardaginn en það urðu ýmsar breytingar á því plani og margar góðar sko...því við fengum nýjan og flotttan sófa...Elstimann fékk rúm og náttborð....og svo fengum við líka sófaborð og stól...svo nú erum við að breyta...leita...skreyta....og gera sætt hjá okkur...eins og er alltaf....en ef einhvern vantar tvo ágæta sófa...þriggja og tveggja sæta...þá má koma og hirða þá....mjög fínir og penir...með púðum og alles...kosta ekkert...bara sækja....

  

Fórum svo með ALLAR flöskur og dósir...svo kannski fer ég að komast í frystikistuna aftur...thí hí...litla sæta geymslukrílið mitt er svo stútfullt að það hálfa væri nóg...en ég get ENGU hent...alveg satt.... 

Skemmtileg vika framundan...með litlu leikskólakrúttunum mínum sætu...það er svoooo gaman að mæta á mánudögum og fá allt knúsið og finna hvað ég saknaði þessara litlu gullmola....því það eru þau öll.... 

Stundum líður mér svona eins og ég hafi LÁNAÐ þau til foreldranna...og kannski er það eigingirni...eða að ástæðan sé sú að ég er með þeim átta til níu tíma á dag og þetta verða ósjálfrátt svo miklir hlutar af manni...wow...ef maður hugsar til baka...til allra sem maður hefur verið að annast...hugsa um....kenna og leika við í gegnum tíðina....í allt 22 ár....ég er ekkert smá rík af öllu sem mér hefur verið gefið...öll þessi bros...knús...tár...orð....úff...maður verður bara næstum klökkur.... Samt er ekki séns að reyna að muna hvert andlit...hvert nafn....

Jæja....komin út á hálan ís....vona að vikan verði bara fín hjá öllum...slysalaus...full af flottum verkefnum og fínum úrlausnum...skemmtilegum hugmyndum og ánægjulegum samverustundum með góðu fólki...Njótið!!!!

TVEIR NETTIR Í RESTINA....

Eiginmaðurinn kleip konuna sína létt í aðra rasskinnina og sagði:,,Ef þú næðir þessum aðeins stinnari þá gætirðu hætt að ganga í “shockup” sokkabuxum…”Síðan kleip hann í annað brjóstið á henni og sagði:,,Og ef þetta væri aðeins stinnara þá gætirðu látið brjóstarhaldarann fjúka…”Konan var nú orðin fokvond. Hún kleip manninn í typpið og sagði:,,Ef þú næðir þessum upp þá gætum við losað okkur við garðyrkjumanninn, póstberann, piparann og bróður þinn…”

He he he..

. 

Maður og kona sem höfðu aldrei hist áður, en voru bæði gift öðrum
aðilum, höfðu verið bókuð í sama lestarklefann á ferðalagi. Eftir
frekar vandræðalega stund og óþægilegar mínútur yfir því að þurfa að
deila klefa, voru þau bæði orðin mjög þreytt og sofnuðu
fljótlega.
 Hann í efri koju og hún í neðri kojunni. Um kl 1.00 um
nóttina hallaði maðurinn sér yfir kojuna og vakti konuna blíðlega.
Pst...pst.... sagði hann. Fyrirgefðu  frú að ég sé að trufla þig en viltu
vera svo væn að opna skápinn fyrir mig og rétta mér annað teppi, mér
er svo kalt. Ég hef betri hugmynd, sagði hún. Hvernig líst þér á að
við látum eins og við séum gift - Bara í nótt ? VÁÁ - það er frábær
hugmynd svaraði hann.  Gott sagði hún: "Farðu þá og náðu í þitt andsk...
teppi sjálfur"

Eftir augnabliksþögn - þá rak hann við 

 

Thí hí....

Lovjú!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ofsalega fallegur hundur hún Tanja, gæti hugsað mér að eiga einn svona. Er bara ekki viss um kettirnir myndu sætta sig við það.

Heyrðu þessir sófar, hvernig líta þeir út ?? Viltu senda mér mynd á emailið mitt ? lindajons@msn.com

Takk fyrir góða lesningu.

Linda litla, 30.3.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

 Góðir brandarar!

Til hamingju með nýju húsgögnin.  Við erum einmitt í sófahugleiðingum sjálf, hvenær sem svo við gerum alvöru úr því!

Þórdís Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:56

3 identicon

Það var gaman að fá ykkur í heimsókn, leitt að skvísan sé löskuð efir kaffiboðið en vonandi grær sárið og sálartetrið fljótt aftur.

Ég sagði miklum hundamanni frá þessum ósköpum og þá sagði hann að tíkin ræður alltaf yfir afkvæmum sínum hvað svo sem er til því. 

Venni (sem á Bóas og Heru) (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Linda litla

Takk fyrir mail-ið Begga. Þeir eru flottir og líta vel út, en eru ekki alveg að ganga upp. Takk samt.

Eigðu góðan dag

Linda litla, 3.4.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband