...HORFT TIL BAKA....

   
       

FYRIR ÁRI SÍÐAN.... 


Ég skil ei hve tíminn fær liðið svo fljótt
fyrst kemur dagur og svo kemur nótt.
Svo enn annar dagur og árið er allt
hamingjan hverful og lánið svo valt.

 Ég man fyrir ári er fegurð og ljós
fylltu minn hug þegar Blómanna rós
varð tvítug að aldri og tilveran góð
töfrandi falleg við spegilinn stóð.


 Framtíðin virtist svo vongóð og hlý
og væntingar snérust um bata á ný
svo hamingjusöm bæði brosti og hló
uppfull af blíðu og stóískri ró.


 Í Lyngholti fagnað með veislu og söng
því það komu gestir þótt leið væri löng
Og Lóa mín Blómarós ljómandi var
lífsgleði einatt í brjóstinu bar.


 Og henni til heiðurs var tónleikakvöld
haldið í bænum og gleðin tók völd.
Hún klökk sat þar heilluð með tárvota kinn
án takmarka virtist hann, kærleikurinn.


 Hún gefið gat endalaust öðrum af sér
svo einlæg og hugrökk, sem hetjum oft ber.  
Er sárþjáð af verkjum í rúminu sat
þá stutt var í brosið og hlegið hún gat. 


 Við trúðum því öll að það tækist að fá
kraftaverk til þess hún myndi því ná
að eldast og þroskast, í ellinni þá
sitja í ruggustól, gömul og grá.


 En henni var ætlað að hverfa um stund
hún kölluð var héðan á englanna fund
en minningin lifir, hún dafnar og grær
um Blómarós þá sem var öllum svo kær. 
BH 2008.

 Sakna þín, fallegust!
  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

mikið afskaplega er þetta fallegur texti. Og greinilega saminn um fallega sál. er til lag?

Takk fyrir bónorðið . Það var gaman að lesa um þig og þína í höfundarboxinu og auðvitað greinilegt að stjörnumerkin eru þér hugleikin.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.3.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband